Áfangaskýrsla nefndar um eflingu heilsugæslunnar
Í skipunarbréfi nefndarinnar óskar heilbrigðisráðherra eftir tillögum um á hvern hátt unnt sé að innleiða tilvísunarskyldu í heilbrigðisþjónustu. Einnig er farið þess á leit við nefndina að hún geri tillögur um önnur atriði er tengjast heilsugæslu, svo sem forvarnir, fræðslu, kennslu, heilsugæslu í skólum, barnalækningar, tannvernd, tannlæknisþjónustu og læknavaktina.