Hoppa yfir valmynd
11. nóvember 2013 Innviðaráðuneytið

Skýrsla eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga komin út

Komin er út ársskýrsla eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga fyrir árið 2012. Þar er að finna upplýsingar um helstu verkefni nefndarinnar á síðasta ári, yfirlit um þróun fjármála sveitarfélaga, bæði tekjur og gjöld svo og um skuldir og greint er frá sérstökum aðgerðum og samningum við sveitarfélög sem óskuðu eftir liðsinni nefndarinnar vegna slæmrar fjárhagsstöðu.

Í inngangi skýrslunnar kemur fram að með nýjum sveitarstjórnarlögum sem tóku gildi í ársbyrjun 2012 hafi sveitarfélögum verið sett fjárhagsleg viðmið og að störf nefndarinnar á síðasta ári hafi einkennst nokkuð af nýju reglunum. Einn þáttur þeirra viðmiða er sú skylda sveitarfélaga að leggja fram aðlögunaráætlun ef fjármál standast ekki fjárhagsleg viðmið laganna og þurftu alls 39 sveitarfélög að skila nefndinni aðlögunaráætlun vegna þessa.

Í inngangi segir nefndin einnig að við yfirferð á fjármálum sveitarfélaga verði ekki annað séð en að þróunin sé jákvæð þegar á heildina er litið, veltufé frá rekstri fari hækkandi sem sé forsenda þess að skuldsettum sveitarfélögum takist að greiða niður skuldir. Mörg sveitarfélög séu þó enn mjög skuldsett og mörg vinni eftir aðlögunaráætlun. Mikilvægt sé að sýna þolinmæði og festu þar sem ,,hlutverk sveitarstjórna er að forgangsraða svo tryggt sé að fyrirætlunum sem fram koma í aðlögunaráætlun verði náð,” eins og segir í innganginum.

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta