Mat á þörfum Landlæknisembættisins, Lyfjastofnunar og Tryggingastofnunar ríkisins fyrir upplýsingar úr lyfjagagnagrunni
Þann 8. júlí 2002 skipað heilbrigðisráðherra stýrihóp með það hlutverk að skilgreina og meta þarfir Lyfjastofnunar, Landlæknisembættisins og Tryggingastofnunar ríkisins fyrir upplýsingar úr lyfjagagnagrunni.
Stýrihópnum var ætlað að;
- skilgreina sameiginlega fleti varðandi eftirlit með lyfjaávísunum lækna á eftirritunarskyld lyf og aðgang að gagnagrunninum og greina nákvæmlega;
- hvaða upplýsingar hver stofnun þarf á að halda,
- hverskonar vinnsla á upplýsingum verði framkvæmd á hverjum stað,
- hversu lengi þarf að geyma upplýsingarnar,
- kanna að hve miklu leyti lagastoð fyrir vinnslunni er fyrir hendi,
- og semja tillögur að þeim lagabreytingum sem kunna að reynast nauðsynlegar.