Skýrsla um kosti og galla aðskilnaðar viðskiptabanka- og fjárfestingarbankastarfsemi
Hinn 9. mars 2017 skipaði fjármála- og efnahagsráðherra starfshóp sem fékk það hlutverk að skoða kosti og galla þess að aðskilja viðskiptabanka- og fjárfestingarbankastarfsemi. Var starfshópnum falið að skoða erlenda löggjöf um aðskilnað eða takmörkun á viðskiptabanka- og fjárfestingarbankastarfsemi, leggja mat á kosti og galla slíkrar löggjafar fyrir fjármálamarkað hér á landi og hvort aðrar leiðir séu færar eða betur til þess fallnar að takmarka áhættu af fjárfestingarbankastarfsemi alhliða banka. Starfshópurinn var skipaður sérfræðingum frá ráðuneytinu, Fjármálaeftirlitinu og Seðlabanka Íslands. Starfshópurinn hefur nú afhent fjármála- og efnahagsráðherra skýrsluna.
Kostir og gallar við aðskilnað viðskiptabanka- og fjárfestingarbankastarfsemi
Skyrsla-starfshops-9-juni-2017.pdf