Hoppa yfir valmynd
19. maí 2008 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Fjórða nýja pósthús Íslandspósts í gagnið á Akranesi

Kristján L. Möller samgönguráðherra prófaði nýtt tæki Íslandspósts sem nota má við póstdreifingu þegar hann vígði nýtt pósthús fyrirtækisins á Akranesi á dögunum.

Frá vígslu nýs pósthúss á Akranesi
Frá vígslu nýs pósthúss á Akranesi. Kristján L. Möller á nýju hjóli sem verið er að prófa við dreifingu.

Verið er að prófa slík hjól við póstdreifingu meðal annars í einbýlishúsahverfum þar sem langt getur verið á milli húsa til dæmis í Garðabæ og Hafnarfirði. Þessi aðferð er enn á tilraunastigi og ekkert ákveðið með framhald enda nokkur fjárfesting í slíkum hjólum.

Nýja pósthúsið á Akranesi er það fjórða nýja á landsbyggðinni sem Íslandspóstur byggir frá grunni en þegar hafa verið opnuð pósthús á Húsavík, Reyðarfirði og í Stykkishólmi. Nýju pósthúsin munu auka til muna þjónustu við viðskiptavini og eru liður í að nútímavæða póstþjónustuna. Skóflustungan að nýja pósthúsinu á Akranesi var tekin fyrir rúmu ári eða þann 27.apríl 2007. Í nýju húsnæði er boðið upp á aukna þjónustu til að koma til móts við breyttar þarfir viðskiptavina. Hér er meðal annars átt við sölu á ýmiskonar vörum eins og skrifstofuvörum, ritföngum, pappír, geisladiskum, kortum og öðru sem mikilvægt er fyrirtækjum, einstaklingum og ferðalöngum.

Í nýjum pósthúsum eru „samskiptaborð”, sem eru nýjung í þjónustu Póstsins. Þar er í boði netaðgangur, mögulegt er að prenta út gögn og ljósmyndir, skanna og ljósrita svo eitthvað sé nefnt. Einnig gefst viðskiptavinum kostur á að panta aðra þjónustu Samskipta á pósthúsunum og fá senda um hæl.



Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta