Hoppa yfir valmynd
10. september 2009 Innviðaráðuneytið

Arðsemi rafrænnar stjórnsýslu metin með staðalkostnaðarlíkaninu

PricewaterhouseCoopers hefur lokið við verkefni fyrir forsætisráðuneyti sem snérist um að leggja mat á arðsemi rafrænnar stjórnsýslu. Verkefni PwC fólst í að nota staðalkostnaðarlíkanið (e. Standard Cost Model - SCM) til að mæla arðsemi innleiðingar rafrænna stjórnsýslukerfa og einföldunaraðgerða fyrir notendur opinberrar þjónustu. Til viðbótar var PwC falið að meta arðsemi þessara sömu aðgerða í innra starfi opinberra aðila. Tilgangurinn með skýrslunni er að auðvelda opinberum aðilum ákvarðanatöku í tengslum við hagræðingu og einföldun stjórnsýsluferla. Mun skýrslan nýtast sem handbók fyrir þá sem vilja kynna sér aðferðafræðina nánar og beita henni í eigin verkefnum.

Í skýrslunni eru tekin dæmi þar sem staðalkostnaðarlíkanið er notað til að reikna arðsemi af þremur verkefnum, umsókn um ellilífeyri, umsókn um fæðingarorlof og stofnun fyrirtækis.



Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta