Losunarheimildir á koltvísýringi í flugi
Í byrjun ársins skipaði samgönguráðherra stýrihóp sem ætlað var að meta heildrænt áhrif kvótasetningar á losun koltvísýrings í flugi, en á vegum Evrópusambandsins eru um þessar mundir til umfjöllunar tillögur um að flugsamgöngur verði felldar undir tilskipun 2003/87/EC um viðskiptakerfi með losunarheimildir gróðurhúsaloftegunda. Vegna skuldbindinga Íslands, samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, munu niðurstöður þeirrar vinnu koma beint við íslenska hagsmuni.