Hvað er spunnið í opinbera vefi?
Gerð hefur verið úttekt á vefjum ríkis og sveitarfélaga en þetta er í fyrsta skipti sem úttekt af þessari stærðargráðu er gerð á Íslandi. Niðurstöður úttektarinnar liggja fyrir í skýrslu sem ber heitið Hvað er spunnið í opinbera vefi? Megintilgangurinn er að fá heildstætt yfirlit yfir alla þá rafrænu þjónustu sem er í boði hjá ríki og sveitarfélögum en einnig að auka vitund opinberra aðila um það hvar þeir standa í samanburði við aðra og gefa betri hugmynd um möguleika og tækifæri sem felast í rafrænni þjónustu.
Verkefnið hófst í maí síðastliðnum og voru skoðaðir 246 vefir og þeir metnir með tilliti til rafrænnar þjónustu, innihalds, nytsemi og aðgengis. Sjá ehf vann verkefnið fyrir forsætisráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga. Verkefnið er liður í stefnu ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið fyrir árin 2004-2007, Auðlindir í allra þágu.
- Skýrslan í heild sinni: Hvað er spunnið í opinbera vefi? (PDF - 4,7Mb)
- Skýrslan "Hvað er spunnið í opinbera vefi?" - sérsniðin útgáfa fyrir skjálesara, án viðauka (PDF - 470Kb). Sérsniðna útgáfu af viðaukunum er unnt að nálgast hjá Sigrúnu Þorsteinsdóttur hjá Sjá ehf
- Sett hefur verið upp sérstök síða á í þeim tilgangi að auðvelda samanburð á niðurstöðum fyrir einstakar stofnanir.
- Hvað er spunnið í opinbera vefi - kynningarglærur frá SJÁ (PDF - 160Kb)
Hér fyrir neðan má sjá meginniðurstöður könnunarinnar:
Rafræn þjónusta - Efstu sex stofnanir
Einungis sex stofnanir bjóða upp á rafræna málsmeðferð. Er þá átt við að notandi geti sinnt erindum sínum við stofnunina og fylgst með framgangi þeirra án þess að þurfa að taka upp síma eða sækja stofnunina heim.
- Ríkisskattstjóri
- Tollstjórinn í Reykjavík
- Garðabær
- Reykjavíkurborg
- Háskóli Íslands
- Kennaraháskóli Íslands
Innihald, nytsemi og aðgengi - Efstu tíu stofnanir
Taflan hér fyrir neðan sýnir hvaða vefir fengu hæstan stigafjölda hvað varðar innihald, nytsemi og aðgengi. Innihald var metið út frá gátlista um grunnupplýsingar sem ættu að vera á vefnum, nytsemi var metin út frá atriðum sem talin eru gera vefinn notendavænan og aðgengi var metið út frá þörfum fatlaðra.
Nr. | Innihald | Nytsemi | Aðgengi |
---|---|---|---|
1 | Reykjavíkurborg | Dóms- og kirkjumálaráðuneyti | Reykjanesbær |
2 | Akraneskaupstaður | Landbúnaðarráðuneyti | Blindrabókasafn Íslands |
3 | Samband íslenskra sveitarfélaga | Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti | Fjölbrautarskóli Snæfellinga |
4 | Reykjanesbær | Geislavarnir ríkisins | Geislavarnir ríkisins |
5 | Háskóli Íslands | Iðnaðarráðuneytið | Ferðamálaráð |
6 | Ríkiskaup | Akraneskaupstaður | Eyjafjarðarsveit |
7 | Biskupsstofa | Sjávarútvegsráðuneyti | Félagsmálaráðuneyti |
8 | Akureyrarkaupstaður | Háskóli Íslands | Akureyrarkaupstaður |
9 | Garðabær | Garðabær | Þróunarsamvinnustofnun Íslands |
10 | Ríkislögreglustjóri | Landmælingar Íslands | Námsgagnastofnun |
Reykjavík, 12. desember 2005