Hoppa yfir valmynd
22. febrúar 2022 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Skýrsla um alþjónustu í póstdreifingu

Starfshópur, sem Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, skipaði í ágúst að ósk Alþingis um málefni póstþjónustu og alþjónustu í póstdreifingu hefur í nýrri skýrslu lagt fram fjórar megintillögur til að mæta breyttum aðstæðum á póstmarkaði á Íslandi. Markmið tillagnanna er að draga úr alþjónustubyrði ríkissjóðs um leið og allir landsmenn fái notið póstþjónustu á viðunandi verði.

Alþingi samþykkti í fyrra breytingar (lög nr. 76/2021) á lögum um póstþjónustu en í bráðabirgðaákvæði breytingalaganna var ráðherra falið að skipa þverfaglegan starfshóp, m.a. til að greina tækifæri til að lækka kostnað ríkissjóðs af póstþjónustu (alþjónustukostnað) og útfæra tillögur sem tryggja að allir landsmenn fái notið póstþjónustu og greiði fyrir hana viðunandi verð. Starfshópurinn tók til starfa í ágúst og skilaði áfangaskýrslu í september. Lokaskýrsla hópsins hefur verið send umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis til frekari skoðunar og umfjöllunar.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta