Launabil og jöfnuður - greinargerðir fyrir Þjóðhagsráð
Markmið þessarar umfjöllunar er að styrkja þekkingargrunn fyrir umræðu um launabil og jöfnuð á Íslandi og samanburð við önnur lönd. Hér er ekki ætlunin að taka afstöðu til efnisins heldur frekar fjalla gagnrýnið um hugtök og gögn sem eru gagnleg fyrir umræðuna, draga athygli að styrkleikum þeirra og takmörkunum og veita, eins og kostur er, innsýn í dreifingu launa á Íslandi. Efninu er skipt í þrjár sjálfstæðar greinargerðir sem fjalla um launabil og jöfnuð frá ólíkum sjónarhornum.