Hver stendur vörð um réttindi og öryggi sjúklinga?
Velferðarráðherra skipaði ráðgjafarhóp í febrúar á þessu ári til að fara í saumana á faglegum þáttum í starfsemi einkarekinna læknastofa og gera tillögur til úrbóta eftir því sem þörf krefði. Kveikjan að skipun hópsins voru álitaefni sem upp komu í tengslum við innflutning og notkun frönsku PIP brjóstapúðanna sem mikið hafa verið til umræðu. Formaður hópsins var Magnús Pétursson.
- Skýrsla ráðgjafarhópsins; Hver stendur vörð um réttindi og öryggi sjúklinga í heilbrigðisþjónustunni