Hoppa yfir valmynd
19. nóvember 2014 Forsætisráðuneytið

Áfangaskýrsla um bætta starfshætti eftirlitsstofnana

Forsætisráðherra skipaði þann 27. júní 2014 vinnuhóp sem falið var að fara yfir lög, reglur og stjórnsýslu mikilvægra eftirlitsstofnana og meta hvernig viðmið um vandað regluverk og stjórnsýslu eru uppfyllt, með einföldun, samræmi og skilvirkni að markmiði. Jafnframt var hópnum falið að móta sýn á bestu framkvæmd varðandi starfshætti eftirlitsstofnana. 

Vinnuhópurinn hefur nú skilað fyrstu áfangaskýrslu þar er að finna tillögur sem miða að því að bæta starfshætti eftirlitsstofnana þannig að nauðsynlegum varnaðarmarkmiðum með opinberu eftirliti sé náð á sem einfaldastan máta og með sem minnstum tilkostnaði fyrir ríkið, sveitarfélög og atvinnulíf. Hafði hópurinn hliðsjón af vinnu OECD, Alþjóðabankans og fjölmargra þjóðríkja sem hafa á undanförnum árum og áratugum verið unnið mikið starf til að stuðla að betri og skilvirkari starfsháttum eftirlitsstofnana. 

Helstu tillögur vinnuhópsins eru að: 

  • sett verði almenn lög um starfshætti eftirlitsstofnana og annarra aðila sem hafa opinbert eftirlit með höndum,
  • heildarendurskoðun verði gerð á eftirlitsstofnunum þar sem verkefni þeirra verða greind og að því búnu verði verkefni sameinuð og samþætt, 
  • sett verði sérlög um hverja eftirlitsstofnun fyrir sig sem afmarka stjórnskipulag, valdheimildir og starfsemi viðkomandi eftirlitsstofnana, 
  • settar verði reglur sem tryggja að eftirlitsstofnunum sé gert að greina áhættur, beina eftirliti sínu að því að draga úr þeirri áhættu sem skilgreind hefur verið og svo meta árangur af þeim eftirlitsaðgerðum,
  • fjárveitingar til eftirlitsstofnana verði grundvallaðar á áhættugreiningu og árangursmati,
  • settar verði reglur um frammistöðumat og gæðastjórnun eftirlitsstofnana til að tryggja gæði í starfsemi þeirra,
  • leitast verði við að samræma kæruleiðir og úrskurðarnefndir til að einfalda það kerfi frá því sem nú er og staðla það eins og kostur er,
  • tekið verði upp þinglegt eftirlit þar sem þingnefnd verði falið það verkefni að hafa eftirlit með starfsemi eftirlitsstofnana,
  • unnið verði markvisst að því að efla aðhald markaða við reglufylgni, sem er til þess fallið að daga úr þörf fyrir sérstakt eftirlit. 

Í hópnum eiga sæti Skúli Sveinsson formaður, Garðar G. Gíslason varaformaður, Jón Gunnarsson alþingismaður, Jóhanna María Sigmundsdóttir alþingismaður, Gísli M. Auðbergsson lögmaður og Katrín Pétursdóttir framkvæmdastjóri, auk þess sem Ásmundur Einar Daðason alþingismaður og aðstoðarmaður forsætisráðherra starfaði með hópnum.

Álit stofnana

Hér fyrir neðan eru svör við beiðni vinnuhópsins um áliti stofnana á því að hve miklu leyti unnið er eftir viðmiðum OECD við framkvæmd eftirlits og hvernig bæta megi eftirlitsstarfsemi hjá viðkomandi stofnun.   

Heimildir sem notaðar voru við gerð skýrslu vinnuhópsins: 

Athugasemdir og ábendingar

Hægt er að koma á framfæri athugsemdum og ábendingum til vinnuhóps um eftirlitsstofnanir með því að senda tölvupóst á [email protected] fyrir 15. desember 2014. 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta