Tillögur verkefnastjórnar samráðsvettvangs um aukna hagsæld
Á þriðja fundi Samráðsvettvangsins í maí 2013 kynnti verkefnisstjórn hagvaxtartillögur sínar og í kjölfarið voru þær ræddar. Tillögurnar snúa að öllum geirum hagkerfisins: opinbera geiranum, innlendri þjónustu, auðlindageiranum og alþjóðageiranum.
- Fyrirkomulag Samráðsvettvangsins
- Áskoranir og markmið
- Þjóðhagsramminn
- Inngangur að hagvaxtartillögum
- Opinber þjónusta
- Innlend þjónusta
- Auðlindageirinn
- Alþjóðageirinn
Allar kynningar („glærurnar“) á tillögum verkefnisstjórnar. Skráin er mjög stór eða rúm 12 MB og því getur tekið nokkra stund að sækja hana.
Samráðsvettvangur um aukna hagsæld á Íslandi var þverpólitískur og þverfaglegur vettvangur sem ætlað var að stuðla að heildstæðri og málefnalegri umræðu um leiðir til að tryggja hagsæld Íslendinga til lengri tíma litið. Á vettvangnum sátu formenn allra stjórnmálaflokka sem áttu sæti á Alþingi, helstu hagsmunasamtök launþega og atvinnurekenda, fulltrúar háskólasamfélagsins, sveitarfélaga og stjórnendur fyrirtækja úr ýmsum atvinnugreinum.
Tilurð samráðsvettvangsins má rekja til óformlegra viðræðna á meðal stjórnmálaleiðtoga um hvernig best mætti koma slíkum umræðuvettvangi á fót m.a. á grundvelli skýrslu sem alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækið McKinsey & Company gaf út haustið 2012 um möguleika Íslands til eflingar langtímahagvaxtar undir nafninu Charting a Growth Path for Iceland.