Hoppa yfir valmynd
22. júní 2010 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Reiknivél á vefnum um verð á fjarskiptaþjónustu

Póst- og fjarskiptstofnun hefur komið upp vefnum reiknivel.is þar sem unnt er að bera saman ýmis atriði í verði á fjarskiptaþjónustu. Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, opnaði vefinn formlega í dag.

Ráðherra opnar vef um verðsamanburð í fjarskiptum.
Ráðherra opnar vef um verðsamanburð í fjarskiptum.

Tilgangur reiknivélarinnar er að auðvelda neytendum að átta sig á flóknum fjarskiptamarkaði og bera saman verð á þjónustuleiðum fjarskiptafyrirtækjanna fyrir heimasíma, farsíma og ADSL nettengingar. Reiknivél PFS tekur til algengustu innanlandsnotkunar á heimasíma og farsíma  og niðurhals á gögnum erlendis frá með ADSL tengingum.

Ráðherra sagði þegar hann hleypti vefnum af stokkunum að þetta væri þarft framtak og hvatti neytendur til að skoða hann gaumgæfilega og þá sem að honum standa til að setja þar reglulega nýjar upplýsingar.

Ekki er gert ráð fyrir að reiknivélin sé notuð til að sannreyna símareikninga einstakra notenda. Ástæður þess eru m.a. einstaklingsbundin sérkjör s.s. vinanúmer, dreifing á lengd símtala sem er mjög einstaklingsbundin, auk þess sem reikningar fjarskiptafyrirtækjanna eru mismunandi og misjafnt hvaða upplýsingar koma fram.

Reiknivélin er á ábyrgð Póst- og fjarskiptastofnunar og hefur gerð hennar þróast í samvinnu við fjarskiptafyrirtækin og hagsmunaaðila í neytendamálum. Geta má þess að þetta er fyrsta útgáfa reiknivélarinnar sem verður áfram í þróun og má reikna með nýjum möguleikum eftir því sem þróuninni vindur fram.

Á vefnum reiknivel.is eru leiðbeiningar um notkun, spurningar og svör varðandi virkni reiknivélarinnar, skýringar á forsendum útreikninga og hlekkir á gagnlegan fróðleik fyrir neytendur um ýmislegt sem varðar farsíma-, heimasíma- og netþjónustu.

Ráðherra opnar vef um verðsamanburð í fjarskiptum.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta