Hoppa yfir valmynd
18. janúar 2005 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Könnun á viðhorfum og aðstæðum innflytjenda á Austurlandi og Vestfjörðum

Á Vestfjörðum, Austfjörðum og víðar laða öflug atvinnufyrirtæki að sér erlenda starfsmenn þar sem umfram eftirspurn hefur verið eftir vinnuafli. Atvinnurekendur hafa sóst eftir að ráða til starfa útlent verkafólk í störf þar sem ekki hefur fengist innlent vinnuafl. Því eru störf í fiskvinnslu á landsbyggðinni oft sú gátt sem fólki sem vill flytja til Íslands stendur opin.

Könnunin sem hér um ræðir var lögð fyrir innflytjendur á Vestfjörðum og Austurlandi sem þurfa atvinnu- og dvalarleyfi áður en komið er til landsins og tala pólsku, ensku, taílensku eða serbnesku/króatísku. Um 2/3 íbúanna sem tala áðurnefnd tungumál fengu listann og var svörunin um 58%. Niðurstöðurnar gefa mikilvægar upplýsingar fyrir alla þá aðila er koma að þjónustu við innflytjendur.

Meginmarkmiðið var að kanna viðhorf innflytjenda til búsetu og vinnu, kanna hvaðan fólk fær upplýsingar um réttindi sín og skyldur, menntun þess og starfsreynslu og hvort það nýti þekkingu sína hér á landi. Einnig var spurt um ýmis atriði varðandi þjónustu sveitarfélaga, verkalýðsfélaga o.fl.

Félagvísindastofnun Háskóla Íslands hafði umsjón með gerð spurningalistans og sá um alla úrvinnslu.

Margt afar athyglivert kom fram og sem dæmi má nefna að í þessum hópi virðist vera mikið frumkvæði.   

Stefnt er að því að gera sambærilega könnun á öðrum svæðum landsins.


Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta