Hoppa yfir valmynd
18. janúar 2017 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skýrsla um niðurfærslu verðtryggðra fasteignalána

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur ákveðið að leggja fyrir Alþingi skýrslu um niðurfærslu verðtryggðra fasteignalána. Skýrslan var unnin á starfstíma síðasta þings á grundvelli skýrslubeiðnar þingmanna og fjallar um þau atriði sem þar var óskað eftir að tekin yrðu til umfjöllunar og er framsetning skýrslunnar í samræmi við það.

Fjármála- og efnahagsráðherra lagði fram skýrslu um sama mál í júní 2015. Í þeirri skýrslu voru greiningar á helstu niðurstöðum höfuðstólslækkunar, byggðar á gögnum um þá framteljendur sem áttu fasteign og skulduðu vegna íbúðakaupa. Greiningin var því byggð á þeim hópi sem aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar um höfuðstólslækkun húsnæðislána beindist að, þ.e.a.s. heimilum sem áttu fasteign og voru með húsnæðislán á árunum 2008-2009.

Í skýrslubeiðni alþingismanna frá síðasta þingi var óskað eftir upplýsingum um dreifingu fjárhæða höfuðstólslækkunar óháð því hvort framteljendur hafi átt fasteign og hvort þeir skulduðu í íbúð sinni. Í skýrslunni sem nú er birt er því fjallað um áhrif lækkunarinnar á alla einstaklinga sem telja fram til skatts og að allar fjárhæðir og meðaltöl miði við öll heimili óháð því hvort þau áttu eignir eða skulduðu vegna íbúðakaupa.

Skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra um niðurfærslu verðtryggðra fasteignalána

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta