Skýrsla um tilhögun rafrænna samskipta opinberra aðila við einstaklinga og lögaðila
Vinnuhópur sem forsætisráðuneytið skipaði í júní 2010 hefur skilað af sér skýrslu um um tilhögun rafrænna samskipta opinberra aðila við einstaklinga og lögaðila. Verkefni vinnuhópsins var að kynna sér helstu aðferðir sem völ er á við að veita einstaklingum, fyrirtækjum og opinberum aðilum aðgang að skjölum sem fara þeirra á milli og koma með tillögu að útfærslu hér á landi.