Viðbótarstöðuskýrsla fjórðu úttektar GRECO
GRECO, Samtök ríkja innan Evrópuráðsins gegn spillingu, hafa nú birt viðbótarstöðuskýrslu í kjölfar fjórðu úttektar sinnar á aðildarríkjunum sem fram fór árið 2012. Úttektin laut að þáttum er varða þingmenn, dómara og handhafa ákæruvalds.
Þegar hefur verið ráðist í ýmsar aðgerðir til úrbóta hér á landi t.d. með hagsmunaskráningu og siðareglum þingmanna og dómara, stofnun embættis Héraðssaksóknara, breytingum á lögum um dómstóla sem m.a. fólu í sér stofnun Dómstólasýslunnar og breytingum á reglum um skipun meðdómenda.
Ísland hefur því að mestu leyti uppfyllt tilmæli GRECO, þ.e. sex að fullu og fjögur að hluta en tilmælin voru alls 10 talsins.
Hér má nálgast viðbótarstöðuskýrsluna: GrecoRC4(2019)16-Final-eng-Iceland-Add2ndRC-PUBLIC.pdf