Skýrsla um efnahagsleg áhrif farsóttar og sóttvarna
Gagnlegt væri að útskýra markmið sóttvarnaaðgerða betur og auka fyrirsjáanleika um þær eftir því sem við verður komið, segir í skýrslu starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra um efnahagsleg áhrif valkosta í sóttvarnamálum. Í skýrslunni kemur einnig fram að árangursríkar sóttvarnir feli í sér skammtímafórn fyrir langtímaávinning.
Efnahagsleg áhrif farsóttar og sóttvarna: 1. skýrsla starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra