Hoppa yfir valmynd
6. maí 2003 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Skýrsla starfshóps um stafrænt sjónvarp á Íslandi

Starfshópur sem samgönguráðherra skipaði til að gera tillögu um innleiðingu stafræns sjónvarps á Íslandi hefur skilað tillögum sínum.

Meginniðurstaða starfshópsins er að stjórnvöld hafi forgöngu um stofnun sameiginlegs dreifingarfyrirtækis aðila á sjónvarpsmarkaði þar sem allir aðilar hefðu jafnan aðgang að dreifingu myndefnis. Forsenda slíks fyrirtækis er að allir stærri seljendur sjónvarpsefnis myndu nota hið nýja dreifingarkerfi og að samstaða næðist um slíkt fyrirkomulag. Ef það tækist yrði núverandi dreifikerfi að hluta lagt fram sem hlutafé í hið nýja fyrirtæki en sendar sem úreldast við hina nýju tækni yrðu keyptir á matsverði.

Með stofnun sameiginlegs sjónvarpsdreifingarfyrirtækis yrði öll fjárfesting skipulegri og hagkvæmari en ef hver og einn aðili byggði upp sitt eigið stafræna dreifikerfi auk þess sem auðveldara verður fyrir nýja aðila að koma inn á markaðinn.

Í skýrslu starfshópsins kemur fram að það sé að verða tímabært að endurnýja sjónvarpsdreifikerfi á Íslandi. Jafnframt er talið að stafrænt sjónvarp verði einn af drifkröftum í upplýsingasamfélaginu. Kostir stafrænnar tækni umfram hliðræna eru m.a. aukin flutningsgeta hverrar rásar og betri nýting í dreifi- og flutningskerfum, betri mynd- og hljóðgæði, auðveldari samruni við önnur fjarskipti, möguleiki á gagnvirkni auk þess sem þráðlaust móttaka á sjónvarpsefni verður möguleg.

Í skýrslunni er því lýst hvaða valkostir séu fyrir hendi við uppbyggingu stafræns sjónvarpsdreifikerfis og kostnaður við hverja leið tilgreindur.

Starfshópurinn skoðaði jafnframt hvort tengja beri umfjöllun um útsendingu stafræns sjónvarps og stofnun sameiginlegs dreifingarfyrirtækis við afruglunarkerfi sjónvarpsstöðvanna. Eftir nánari skoðun og umfjöllun var talið að það væri sjálfstætt umfjöllunarefni og hafi því ekki áhrif á þá valkosti og leiðir sem til greina koma við dreifingu á stafrænu sjónvarpi.

Skýrsla starfshóps um stafrænt sjónvarp á Íslandi

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta