Hoppa yfir valmynd
10. maí 2005 Dómsmálaráðuneytið

Forsjárnefnd skilar lokaskýrslu

Dómsmálaráðherra skipaði hinn 30. maí 1997 nefnd til að kanna ýmis atriði varðandi sameiginlega forsjá og umgengni barna og foreldra. Nefndin hefur nú skilað dómsmálaráðherra lokaskýrslu sinni.


Fréttatilkynning
Nr.: 18/2005

Dómsmálaráðherra skipaði hinn 30. maí 1997 nefnd til að kanna ýmis atriði varðandi sameiginlega forsjá og umgengni barna og foreldra. Þessi atriði voru:

  1. Reynsla er fengist hefur af sameiginlegri forsjá hér á landi og annars staðar á Norðurlöndunum.
  2. Hvort úrræði gildandi laga til að koma á umgengni foreldra og barna séu fullnægjandi, og ef ekki, hvaða leiðir komi þá til álita til úrbóta.
  3. Hvaða upplýsingar og fræðsla standi foreldrum til boða í tengslum við skilnaðar-, forsjár- og umgengnismál og hvernig auka megi þá fræðslu ef þess er talin þörf.
  4. Hverjar eru raunverulegar samvistir barna við það foreldri sem þau búa ekki hjá.

Nefndina skipuðu Dögg Pálsdóttir, sem jafnframt var formaður, Ólafur Þ. Stephensen aðstoðarritstjóri, tilnefndur af karlanefnd jafnréttisráðs og Oddný Vilhjálmsdóttir skrifstofustjóri, tilnefnd af Kvenréttindafélagi Íslands.

Forsjárnefnd skilaði áfangaskýrslu til dómsmálaráðherra 16. júní 1999. Var ýmsum tillögum hennar hrundið í framkvæmd við samþykkt barnalaga nr. 76/2003.  Nefndin hefur nú skilað dómsmálaráðherra lokaskýrslu sinni. Af því tilefni gekkst dómsmálaráðuneytið fyrir málþingi um skýrslu nefndarinnar og tillögur, með þátttöku  umboðsmanns barna, Félags einstæðra foreldra og Félags ábyrgra feðra, dómara, lögmanna, embættismanna og fleiri sem láta sig þessi málefni varða. Í skýrslunni er gerð grein fyrir stöðu ýmissa mála sem snerta forsjá og umgengni og settar fram tillögur um breytingar.

Á málþinginu var skýrsla nefndarinnar kynnt og rædd ítarlega. Dómsmálaráðuneytið mun á næstu vikum móta afstöðu sína til tillagna nefndarinnar og hversu þeim verði hrundið í framkvæmd. 


 Reykjavík 10. maí 2005

 

Skýrsluna má finna hér: Forsjárnefnd lokaskýrsla (PDF-skjal)



Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta