Máltækniáætlun fyrir íslensku 2018–2022
Máltækniáætlun fyrir íslensku 2018–2022 hefur það að markmiði að tryggja að hægt verði að nota íslensku í samskiptum við tæki og í allri upplýsingavinnslu. Í skýrslunni er fjallað um það sem þarf að gera á tíma áætlunarinnar til að þetta verði hægt, hvernig skipulagi vinnu og verkefna gæti verið háttað og mikilvægi samskipta milli þátttakenda innanlands og ekki síst við erlend stórfyrirtæki og samstarfsaðila.