Hoppa yfir valmynd
9. maí 2005 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Símanotkun Íslendinga

Niðurstöður könnunar sem IMG Gallup gerði fyrir Póst- og fjarskiptastofnun, um símanotkun Íslendinga, eru um margt athyglisverðar.

Meðal annars kemur fram að farsímaeign Íslendinga virðist vera almenn, en samkvæmt könnuninni eiga 90% landsmanna farsíma. Jafnframt kemur fram í könnuninni að verðvitund farsímaeigenda er ekki eins mikil, þar sem einungis 20% veit hvað mínútan í farsímtali kostar.

Flest heimili í landinu hafa Internettengingu eða 83%, og 75% hafa ADSL tengingu.

Fram kemur að tiltölulega fáir skipta um GSM þjónustuaðila eða tæplega 16%. Þá sögðust 72% aðspurðra fylgjast illa með tilboðum fjarskiptafyrirtækjanna og tæplega 50% þykja upplýsingar frá fjarskiptafyrirtækjunum flóknar.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Póst- og fjarskiptastofnunar, www.pfs.is.



Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta