Vinnu- og skólasóknarsvæði og almenningssamgöngur
Byggðastofnun hefur gefið út skýrslu með greiningu á stöðu vinnu- og skólasóknarsvæða og almenningssamgangna. Við vinnslu greinargerðarinnar var m.a. lögð áhersla á að draga fram áherslur sóknaráætlana og forgangsröðun verkefna í samgöngu- og innviðaáætlunum landshlutanna með það að leiðarljósi að bera kennsl á veikleika og styrkleika hvers svæðis ásamt áskorunum hvað varðar vinnu- og skólasóknarsvæði og almenningssamgöngur