GSM þjónusta komin á í Víkurskarði
Stöðugt bætast við nýir sendar fyrir GSM-farsímaþjónustuna á Hringveginum. Áætlað er að í árslok verði boðið uppá GSM-þjónustu á öllum Hringveginum.
Sendar sem hafa bæst við síðustu dagana eru á Víkurskarði, á Hringveginum við Másvatn og fjórir sendar á um 43 km vegarkafla á Breiðdalsheiði. Á næstu vikum og mánuðum bætast við kaflar á Möðrudalsöræfum og á Suðurlandi. Þá er ekki langt í að GSM-þjónusta verði í boði á veginum um Þverárfjall.