Ný sjónarhorn og leiðir til bættrar geðheilsu
Árið 2009 samþykkti Norræna ráðherranefndin tillögu Íslands um að beina sjónum að geðheilbrigðismálum. Ráðist var í rannsóknarverkefni með áherslu á að skoða óhefðbundnar aðferðir í meðferð og stuðningi við fólk með geðraskanir og langvinna geðsjúkdóma. Skýrsla um verkefnið er komin út.
Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd gefur skýrsluna út en hún er unnin fyrir velferðarráðuneytið og verkefnið styrkt af Norrænu ráðherranefndinni. Skýrslan er gefin út á íslensku og norsku.