Drög að reglugerð um bókhald fjarskiptafyrirtækja til umsagnar
Drög að endurskoðaðri reglugerð um bókhald og kostnaðargreiningu í rekstri fjarskiptafyrirtækja liggja nú fyrir. Unnt er að senda ráðuneytinu umsögn um reglugerðardrögin til og með 2. maí nk. á netfangið [email protected].
Drög að endurskoðaðri reglugerð um bókhald og kostnaðargreiningu í rekstri fjarskiptafyrirtækja liggja nú fyrir. Unnt er að senda ráðuneytinu umsögn um reglugerðardrögin til og með 2. maí nk. á netfangið [email protected].
Drögin fela í sér sambærilegt efnislegt gildissvið og núgildandi reglugerð nr. 960/2001, sem sett er með stoð í eldri fjarskiptalögum. Markmið reglugerðarinnar er að stuðla að einföldun og aukinni skilvirkni við vinnslu kostnaðargreininga og styrkja stoðir matskenndra viðmiðana sem Póst – og fjarskiptastofnunar beitir meðal annars við töku ákvarðana. Einnig felur reglugerðin í sér ítarleg ákvæði um ávöxtunarkröfu auk útfærslu á LRIC kostnaðarmódelinu.
Reglugerðardrögin eiga stoð í 5. mgr. 32. gr. og 75. gr. laga um fjarskipti, nr. 81/2003. Lagt er til að samhliða falli úr gildi reglugerð um bókhaldslega og fjárhagslega aðgreiningu í rekstri fjarskiptafyrirtækja nr. 960/2001.