Hoppa yfir valmynd
7. febrúar 2017 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Skýrsla um vistun barna á Kópavogshæli 1952-1993 afhent dómsmálaráðherra

Svonefnd vistheimilanefnd, sem skipuð var til að kanna starfsemi vist- og meðferðaheimila fyrir börn, skilaði í dag dómsmálaráðherra skýrslu sinni og fjallar hún um vistun barna á Kópavogshæli árin 1952-1993. Áður hafði nefndin skilað skýrslum um Unglingaheimili ríkisins, Upptökuheimili ríkisins, meðferðarheimilin í Smáratúni og á Torfastöðum, um Heyrnleyingjaskólann, vistheimilin Kumbaravog, Reykjahlíð og Silungapoll, skólaheimilið Bjarg, Breiðavíkurheimilið og heimavistarskólann að Jaðri.

Nefndin var skipuð af forsætisráðherra á grundvelli laga nr. 26/2007 (vistheimilanefnd) til að kanna starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn og mæla lögin einnig fyrir um greiðslu sanngirnisbóta úr ríkissjóði til þeirra sem urðu fyrir varanlegum skaða af illri meðferð eða ofbeldi á heimilum sem falla undir lögin.

Skýrslan um vistun barna á Kópavogshæli skiptist í 8 kafla auk fylgiskjala og er þar lýst starfsemi stofnunarinnar, tildrögum þess að börn voru vistuð þar, opinberu eftirliti með starfseminni og leitast við að varpa ljósi á hvort börn hafi þar sætt illri meðferð eða ofbeldi. Þá eru settar fram tillögur til úrbóta.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta