Hoppa yfir valmynd
7. júlí 2005 Dómsmálaráðuneytið

Leiðbeiningar um málskostnað í opinberum málum

Málskostnaður í opinberum málum, hefur að geyma allan kostnað sem lögreglustjórar, héraðsdómstólar og ríkissaksóknari greiða öðrum en starfsmönnum viðkomandi embættis vegna rannsóknar og reksturs opinberra mála. Sá hluti málskostnaðar sem telst til sakarkostnaðar og sakborningi hefur verið gert að greiða ríkissjóði er færður til lækkunar á fjárlagaliðinn.

Meðfylgjandi eru leiðbeiningareglur þar sem kveðið er á um hvaða kostnað skuli heimfæra á fjárlagaliðinn og hvað ekki, sem embættin skulu taka mið af í framtíðinni. Markmið leiðbeininga þessara er að tryggja að reikningar sem heimfærðir eru á fjárlagaliðinn málskostnaður í opinberum málum, falli undir skilgreiningu málskostnaðar í opinberum málum og séu bókaðir á réttar tegundir og viðföng. Markmið leiðbeininganna er jafnframt að tryggja að reikningar vegna lögræðis-, einkamála og útlendingamála sem heimfæra skal á fjárlagaliðinn opinber réttaraðstoð, verði bókaðir á réttar tegundir og viðföng.

Leiðbeiningar um málskostnað í opinberum málum (PDF-skjal)



Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta