Tillaga að íslenskri krabbameinsáætlun til ársins 2020 – Notendamiðuð þjónusta í öndvegi
Skýrsla ráðgjafarhóps með tillögu til heilbrigðisráðherra um íslenska krabbameinsáætlun til ársins 2020. Velferðarráðherra skipaði ráðgjafarhópinn árið 2013.
Skýrslan er afar viðamikil, enda tekur tillaga hans að íslenskri krabbameinsáætlun til margra þátta. Fjallað er um faraldsfræði krabbameina, skráningar þeirra, forvarnir og heilsugæslu, rannsóknir og gæðastjórnun, meðferðarþætti og mannafla, endurhæfingu, eftirfylgni og líknarmeðferð.
Gildistími til ársins 2030: Heilbrigðisráðherra ákvað árið 2019 að unnið skyldi að framkvæmd verkefna í samræmi við tillögu ráðgjafahópsins sem vann að mótun íslenskrar krabbameinsáætlunar, jafnframt því að framlengja gildistíma áætlunarinnar til ársins 2030.