Starfsmenn norska samgönguráðuneytisins heimsóttu innanríkisráðuneytið
Hópur starfsmanna deildar norska samgönguráðuneytisins sem sinnir flugmálum, fjarskiptamálum og póstmálum heimsótti innanríkisráðuneytið í gær. Starfsmenn ráðuneytisins fræddu Norðmennina og fengu til liðs við sig fulltrúa frá Isavia og Póst- og fjarskiptastofnun.
Hópur starfsmanna deildar norska samgönguráðuneytisins sem sinnir flugmálum, fjarskiptamálum og póstmálum heimsótti innanríkisráðuneytið í gær. Starfsmenn ráðuneytisins fræddu Norðmennina og fengu til liðs við sig fulltrúa frá Isavia og Póst- og fjarskiptastofnun.
Sigurbergur Björnsson, skrifstofustjóri skrifstofu innviða, ávarpaði hópinn og sérfræðingar á skrifstofunni fluttu kynningar. Gunnar Örn Indriðason sagði frá helstu þáttum í starfsemi ráðuneytisins, Vera Sveinbjörnsdóttir fjallaði um innleiðingu ESB-gerða og Ottó Winther um fjarskiptaáætlun og uppbyggingu á breiðbands- og ljósleiðaraneti. Þá fjölluðu fulltrúar Isavia um ýmsar hliðar flugmála, þau Ásgeir Pálsson, Sveinbjörn Þórðarson og Guðný María Jóhannsdóttir. Einnig fjallaði Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, um fjarskiptainnviði landsins.