Samgönguráðherra á fundum hjá landshlutasamtökum sveitarfélaga
Kristján L. Möller samgönguráðherra sat fundi landshlutasamtaka sveitarfélaga um allt land í vetur. Á þessum fundum hefur hann fjallað einkanlega um stækkun og eflingu sveitarfélaga og samgöngumála.
Kristján L. Möller samgönguráðherra sat fundi landshlutasamtaka sveitarfélaga um allt land í vetur. Á þessum fundum hefur hann fjallað einkanlega um stækkun og eflingu sveitarfélaga og samgöngumála.
Hér fyrir neðan er tenging á efni fyrirlestra ráðherrans sem eru nokkuð breytilegir enda hefur hann rætt málefni hvers landssvæðis sérstaklega svo og fjármál viðkomandi sveitafélaga auk þess sem hann fór yfir það helsta sem er framundan í samgöngumálum.
Fundir sem ráðherrann hefur þegar sótt eru þessir:
- Á Reykhólum 5. september 2008 hjá Fjórðungssambandi Vestfirðinga
- Laugum í Sælingsdal 18. september 2008 hjá Sambandi sveitarfélaga á Vesturlandi
- Á Siglufirði 19. september 2008 hjá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra
- Á Djúpavogi 26. september 2008 hjá Samband sveitarfélaga á Austurlandi
- Á Akureyri 3. október 2008 hjá hjá Eyþingi
- Í Garðinum 11. október 2008 hjá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum
- Á Hvolsvelli 20. nóvember hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga
- Á Álftanesi 21. nóvember 2008 hjá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu