Viðbótarskýrsla framkvæmdanefndar um nýskipan lögreglumála
Í lok október sl. skilaði framkvæmdanefnd um nýskipan lögreglumála dóms- og kirkjumálaráðherra tillögum um sama efni. Með bréfi dags. 25. október sl. óskaði dóms- og kirkjumálaráðherra eftir því við nefndina að hún kynnti tillögur sínar með því að efna til funda á þeim stöðum, þar sem gert er ráð fyrir lykilembættum, og boða þangað lögreglustjóra viðkomandi umdæmis, fulltrúa lögreglumanna og sveitarstjórna.
Í þessari viðbótarskýrslu er gerð grein fyrir þeim álitaefnum og athugasemdum sem fram komu á framangreindum fundum og tillögum nefndarinnar um breytingar eða aðra útfærslu á þeim tillögum sem hún skilaði dóms- og kirkjumálaráðherra í lok október sl.
Viðbótarskýrsla framkvæmdanefndar um nýskipan lögreglumála