Skýrsla verkefnisstjórnar um bættar starfsaðstæður kjörinna fulltrúa
Verkefnisstjórn um bættar starfsaðstæður kjörinna fulltrúa skilaði lokaskýrslu sinni í lok nóvember 2022. Skýrslan hefur að geyma 15 tillögur um hvernig draga megi úr álagi, stuðla að sanngjarnari kjörum, bættum vinnuaðstæðum og samskiptum kjörinna fulltrúa, sín á milli og við almenning.
Verkefnið er hluti af gildandi aðgerðaáætlun stjórnvalda á sviði sveitarstjórnarmála. Því er ætlað að bæta aðstæður kjörinna fulltrúa í þeim tilgangi að vinna gegn óvenjumikilli endurnýjun fulltrúa í sveitarstjórnum.