Hoppa yfir valmynd
5. desember 2006 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Skýrsla um öryggi í fjarskiptum

Komin er út skýrsla starfshóps sem samgönguráðherra skipaði 2005 um öryggi fjarskipta. Verkefni starfshópsins var að leggja fram tillögur um netöryggi og öryggi fjarskipta í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið og hafa til hliðsjónar markmið fjarskiptaáætlunar fyrir árin 2005 til 2010.

Markmið starfsins var að einfalda stjórnsýslu og efla öryggi við notkun upplýsinga- og fjarskiptatækni sem og þjónustu við borgarana. Verkefni hópsins var m.a. að skoða þær ógnir sem steðja að fjarskiptum og upplýsingatækni og gæta að hlutverki stjórnvalda á þessu sviði og eftir atvikum skilgreina það. Auk þess var starfshópnum falið að skila útfærðum tillögum um verkaskiptingu stofnana ríkisins og koma með ábendingar varðandi þörf á endurskoðun laga vegna samþættingar upplýsingatækni, fjarskipta og fjölmiðlunar.

Helstu tillögur starfshópsins eru þessar:

  1. Unnið verði að því með markvissum hætti að þróa öryggisvitund í samfélaginu.
  2. Lögð verði áhersla á að byggja upp traust á upplýsingasamfélaginu öryggi innviða þess og samkeppnishæfni.
  3. Samstarf opinberra aðila og markaðarins um öryggismál verði eflt.
  4. Unnið verði að því að bæta stjórnun upplýsingaöryggis með áhættumati og lágmarka áhrif utanaðkomandi ógna eða atburða.
  5. Lögð verði áhersla á að efla erlent samstarf til varnar sameiginlegum ógnum.
  6. Eftirfylgd.
  7. Tillögum til lagabreytinga.

Þá er í tillögunum kveðið á um ábyrgð á framkvæmd tillagnanna. Að hluta fela tillögurnar í sér að skerpt hefur verið á áherslum og ábyrgð á framkvæmd einstakra verkefna sem fela í sér óverulegan kostnað. Í öðrum tillögum felast ný eða aukin verkefni sem leitt geta til aukins kostnaðar.

Samgönguráðherra hefur samþykkt að fara að tillögum starfshópsins.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta