Hoppa yfir valmynd
4. febrúar 2010 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Reglugerð um símtöl og aðra virðisaukandi þjónustu með yfirgjaldi í tal- og farsímanetum til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu drög að reglugerð um símtöl og aðra virðisaukandi þjónustu í tal- og farsímanetum með yfirgjaldi. Umsagnarfrestur er til og með 26. febrúar næstkomandi.

Markmið reglugerðarinnar er að auka neytendavernd í tal- og farsímaþjónustu og fyrirbyggja eins og kostur er hugsanlega misnotkun og svikastarfsemi í tengslum við virðisaukandi þjónustu með yfirgjaldi í tal- og farsímanetum. Er reglugerðinni ætlað að ná til fjarskiptafyrirtækja sem hafa almenna heimild til reksturs fjarskiptaneta og fjarskiptaþjónustu og þjónustuveitenda yfirgjaldsþjónustu, þ.e. virðisaukandi þjónustu með yfirgjaldi í tal- og farsímanetum. Er meðal annars lagt til að fjarskiptafyrirtækjum beri að gefa rétthöfum símanúmera kost á að velja hámarksfjárhæð sem þeir eru reiðubúnir að verja til virðisaukandi þjónustu á mánuði.

Reglugerðardrögin eiga stoð í 5. mgr. 38. gr. fjarskiptalaga nr. 81/2003 þar sem kveðið er á um skyldur þjónustuveitenda vegna þjónustu með yfirgjaldi.

Unnt er að senda ráðuneytinu umsögn um reglugerðardrögin til og með 26. febrúar næstkomandi. Skulu þau send á netfangið [email protected].


Drög að reglugerð um símtöl og aðra virðisaukandi þjónustu

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta