Hoppa yfir valmynd
13. desember 2006 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Ísland aðili að undirbúningi fyrir sjálfvirka neyðarhringingu

Ísland hefur gerst formlegur aðili að undirbúningi á vegum Evrópusambandsins að því að koma á sjálfvirkri hringingu úr bílum eftir neyðarhjálp ef til slyss kemur. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra undirritaði á mánudag í Brussel viljayfirlýsingu ESB um málið en nokkur aðildarríki ESB og samstarfsríki hafa undirritað slíka yfirlýsingu.

e-Call undirritun i Brussel
Hér eru Viviane Reding og Sturla Böðvarsson með undirritað plaggið.

Verkefnið, sem gengur undir heitinu e-Call, snýst um að þróa tæknibúnað til að koma á sjálfvirkri hringingu úr bílum eftir neyðaraðstoð ef slys verður. Er talið að með því megi flýta talsvert viðbrögðum neyðaraðila sem gæti dregið úr slysum og jafnvel bjargað mannslífum. Jafnframt kæmist á talsamband sem þýðir að þeir sem eru á slysstað gætu þá upplýst neyðarþjónustu nánar um hvað gerst hefur.

Um leið og Sturla Böðvarsson undirritaði viljayfirlýsinguna kynnti hann fyrir ESB viljayfirlýsingu sem hann hefur skrifað undir með fulltrúum ND á Íslandi og Neyðarlínunnar þar sem aðilar lýsa vilja sínum til að þróa og undirbúa málið hérlendis.

Við undirskriftina í Brussel sagðist Sturla Böðvarsson vera sannfærður um að þessi tækni gæti bjargað mannslífum. ,,Ég styð því heilshugar þetta verkefni og við staðfestum það með því að kynna fyrir ykkur yfirlýsingu samgönguráðuneytisins við þá tvo aðila á Íslandi sem hefja munu undirbúning málsins. Við teljum að við munum hafa yfir að ráða nauðsynlegum búnaði þegar þessi samevrópska neyðarhringing verður að veruleika sem bæði kemur íslenskum þegnum til góða og erlendum ferðamönnum.?

Lönd sem þegar hafa skrifað undir viljayfirlýsingu ESB eru Finnland, Svíþjóð, Grikklandi, Ítalía, Litháen, Slóvenía, Kýpur, Sviss og Noregur. Viviane Reding, framkvæmdastjóri upplýsingamála hjá ESB, óskaði Íslandi til hamingju að vera komið í flokk þessara ríkja og sagðist vona að fleiri ríki í Evrópu myndu fylgja þessu fordæmi. Stefnt er að því að fá bílaframleiðendur til að bjóða bíla sína með búnaði fyrir slíkar hringingar frá árinu 2010 og hefur ESB lagt mikla áherslu á að aðildarríki sýni hug sinn í verki til málsins með því að undirrita viljayfirlýsinguna.



Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta