Hoppa yfir valmynd

Jafnlaunastefna Stjórnarráðs Íslands

Jafnlaunastefna þessi tekur til allra ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands og kveður á um markmið og aðgerðir til að tryggja starfsfólki í Stjórnarráðinu þau réttindi varðandi launajafnrétti sem kveðið er á um í lögum nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.

Ráðuneytin greiða laun eftir umfangi og eðli starfa og taka mið af þeim kröfum sem störf gera óháð kyni. Forsendur launaákvarðana eru að þær séu í samræmi við kjara- og stofnanasamninga, studdar rökum og tryggi að sömu laun séu greidd fyrir sambærileg eða jafnverðmæt störf.

Til þess að fylgja eftir jafnlaunastefnu Stjórnarráðsins skuldbinda öll ráðuneyti sig til að: 

  • Innleiða, skjalfesta og viðhalda jafnlaunastjórnunarkerfi í samræmi við kröfur staðalsins íST 85 og öðlast jafnlaunavottun í samræmi við lög nr. 150/2020, um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.
  • Framkvæma launagreiningu og kynna niðurstöðu ásamt jafnlaunastefnu fyrir starfsfólki árlega.
  • Bregðast við ef kröfur staðalsins eru ekki uppfylltar þ. á m. óútskýrðum kynbundnum launamun með stöðugum umbótum og eftirliti. 
  • Framkvæma árlega rýni stjórnenda þar sem jafnlaunamarkmið eru sett fram og rýnd.
  • Fylgja lögum, reglum og kjarasamningum sem í gildi eru á hverjum tíma og staðfesta árlega að þeim sé hlítt. 
  • Tryggja að jafnlaunastefna þessi sé aðgengileg á ytri vef Stjórnarráðsins.

 

Samþykkt á fundi ráðuneytisstjóra 23. október 2020

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta