Hoppa yfir valmynd

Úrskurðir og álit


Úrskurðarnefnd um ..
Sýni 201-400 af 1233 niðurstöðum.

Áskriftir

  • 1018/2021. Úrskurður frá 14. júní 2021.

    Kærðar voru tafir á afgreiðslu Kópavogsbæjar á beiðni um gögn varðandi ráðningu í starf. Kærandi var meðal umsækjanda um starfið og átti því rétt til aðgangs að gögnum í málinu á grundvelli 15. gr. stjórnsýslulaga. Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gilda lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum og var kæru af þeim sökum vísað frá nefndinni.


  • 1017/2021. Úrskurður frá 14. júní 2021.

    Deilt var um afgreiðslu embættis landlæknis á beiðni kæranda, A fréttamanns, um aðgang að samningum um bóluefni vegna Covid-19 og fundargerðum. Synjun landlæknis var reist á því að umrædd gögn væru ekki fyrirliggjandi hjá embættinu. Úrskurðarnefndin taldi að ekki væru forsendur til að rengja framangreinda staðhæfingu embættisins. Ákvörðun embættis landlæknis, um að synja beiðni kæranda um aðgang að samningi um Moderna bóluefnið var hins vegar felld úr gildi og lagt fyrir embættið að taka beiðnina til nýrrar meðferðar þar sem fyrir lá að sóttvarnarlæknir hafði fengið samninginn sendan. Kærunni var vísað frá að öðru leyti.


  • 1016/2021. Úrskurður frá 26. maí 2021.

    Deilt var um afgreiðslu kærunefndar útlendingamála á beiðni kæranda um aðgang að úrskurðum kærunefndarinnar í málum er varða flóttabörn. Kærunefndin taldi ljóst að beiðni kæranda hafi verið reist á 33. gr. upplýsingalaga og að samkvæmt 2. mgr. 20. gr. laganna sæti slíkar ákvarðanir ekki endurskoðunar úrskurðarnefndarinnar um upplýsingamál og því bæri að vísa kærunni frá. Úrskurðarnefndin taldi ljóst að stjórnvaldi sé almennt ekki heimilt að synja beiðni um upplýsingar eingöngu á grundvelli 33. gr. upplýsingalaga án þess að taka fyrst afstöðu til beiðninnar á grundvelli meginreglu 1. mgr. 5. gr. laganna nema fyrir liggi með skýrum hætti að þær upplýsingar sem farið er fram á séu undirorpnar takmörkunum samkvæmt upplýsingalögum. Þar sem slíkt mat hafði ekki farið fram skorti að mati nefndarinnar á að tekin hafi verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda. Ákvörðun kærunefndar útlendingamála var því felld úr gildi og lagt fyrir kærunefndina að taka beiðnina til nýrrar meðferðar.


  • 1015/2021. Úrskurður frá 26. maí 2021.

    A fréttamaður, kærði synjun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að gögnum sem tengdust samskiptum ráðuneytisins og ríkisskattstjóra varðandi rétt almennings til aðgangs að upplýsingum um raunverulegt eignarhald. Að mati úrskurðarnefndarinnar uppfylltu gögnin ekki skilyrði upplýsingalaga fyrir því að teljast vinnugögn, sbr. 8. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst að þeirri niðurstöðu að kærandi ætti rétt til aðgangs að gögnunum enda fengi nefndin ekki séð að aðrar takmarkanir upplýsingalaga ættu við um gögnin. Lagt var fyrir ráðuneytið að veita kæranda aðgang að tölvupóstssamskiptum ráðuneytisins við ríkisskattstjóra, dags. 6. nóvember til 10. nóvember 2020.


  • 1014/2021. Úrskurður frá 26. maí 2021.

    Deilt var um afgreiðslu Dalvíkurbyggðar á beiðni kærenda um aðgang að útgefnu byggingarleyfi og mæliblaði vegna hæðakvóta tveggja lóða. Að mati úrskurðarnefndarinnar skorti að tekin hefði verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kærenda á grundvelli upplýsingalaga og beiðnin því ekki hlotið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem nefndinni væri fært að endurskoða. Ákvörðunin var því felld úr gildi og lagt fyrir Dalvíkurbyggð að taka málið til nýrrar meðferðar en kærunni vísað frá að öðru leyti.


  • 1013/2021. Úrskurður frá 26. maí 2021.

    A blaðamaður, kærði ákvörðun ríkislögmanns um að synja beiðni hans um aðgang að stefnu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst ekki á það með ríkislögmanni að ákvæði laga um meðferð einkamála giltu um stefnur í dómsmálum í vörslu embættisins. Var komist að þeirri niðurstöðu að upplýsingalög giltu um afgreiðslu embættisins á beiðninni. Synjun ríkislögmanns byggðist fyrst og fremst á því að upplýsingar í stefnunum væru undanþegnar upplýsingarétti þar sem þær vörðuðu mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni stefnanda, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi að gögnin geymdu ekki slíkar upplýsingar og var því lagt fyrir ríkislögmann að veita aðgang að stefnunum.


  • 1012/2021. Úrskurður frá 11. maí 2021.

    Deilt var um afgreiðslu kærunefndar útlendingamála á beiðni blaðamanns um aðgang að úrskurðum kærunefndarinnar á tilgreindu tímabili. Kærunefndin brást við beiðni kæranda með því að vísa á heimasíðu kærunefndarinnar þar sem eingungis hluti þeirra úrskurða sem óskað var eftir var birtur. Úrskurðarnefndin tók fram að við slíkar aðstæður bæri kærunefndinni að taka rökstudda afstöðu til þeirra gagna sem út af stæðu með hliðsjón af ákvæðum upplýsingalaga. Þar sem slíkt mat hafði ekki farið fram skorti að mati úrskurðarnefndarinnar á að tekin hafi verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda. Ákvörðun kærunefndar útlendingamála var því felld úr gildi og lagt fyrir kærunefndina að taka beiðnina til nýrrar meðferðar.


  • 1011/2021. Úrskurður frá 11. maí 2021.

    A kærði synjun Herjólfs ohf. á beiðni um nöfn umsækjenda um sumar- og framtíðarstörf háseta og þerna á Herjólfi. Úrskurðarnefndin staðfesti synjun félagsins með vísan til þess að ekki væri skylt að veita aðgang að upplýsingum um nöfn umsækjenda um starf hjá lögaðilum sem falla undir upplýsingalög, ólíkt því sem gildir um umsækjendur um starf hjá hinu opinbera.


  • 1010/2021. Úrskurður frá 11. maí 2021.

    Beiðni kæranda um endurupptöku úrskurðar nr. 979/2021 var hafnað. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi skilyrði 24. gr. stjórnsýslulaga um endurupptöku ekki uppfyllt og að ekki væru rökstuddar vísbendingar um að á úrskurðinum væru verulegir annmarkar að lögum.


  • 1009/2021. Úrskurður frá 11. maí 2021.

    A fréttamaður, kærði afgreiðslu ríkisskattstjóra á beiðni hans um aðgang að gögnum um skráningu raunverulegra eigenda tveggja lögaðila. Úrskurðarnefndin staðfesti þá niðurstöðu ríkisskattstjóra að afmá tilteknar upplýsingar varðandi annað félaganna. Nefndin vísaði öðrum þætti kærunnar frá með vísan til þess að ekki hafi legið fyrir synjun um beiðni gagnanna. Þá vísaði nefndin frá þeim þætti kærunnar er sneri að upplýsingum í tengslum við gjaldþrot annars félaganna þar sem upplýsingarnar féllu undir sérstakt þagnarskylduákvæði laga nr. 150/2019. Loks taldi úrskurðarnefndin ríkisskattstjóra skylt að verða við beiðni kæranda um afhendingu umbeðinna gagna á því formi sem þau væru varðveitt hjá embættinu í samræmi við fyrirmæli 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin lagði fyrir fyrir ríkisskattstjóra að afhenda umbeðin gögn á rafrænu formi.


  • 1008/2021. Úrskurður frá 11. maí 2021.

    Deilt var um afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á beiðni kæranda um upplýsingar. Kæran laut að því að sveitarfélagið hafi ekki brugðist við erindi kæranda. Af kæru kæranda sem var afar óljós, mátti hvorki ráða að hvaða beiðni kæranda til sveitarfélagsins hún laut né hvenær hún var lögð fram. Með hliðsjón af fjölda beiðna kæranda til sveitarfélagsins og þess að kærandi brást ekki við beiðni úrskurðarnefndarinnar um frekari upplýsingar að hvaða ákvörðun stjórnsýslukæra kæranda beindist í þessu máli, taldi úrskurðarnefndin sér ekki fært að úrskurða hvort um óhæfilegan drátt á afgreiðslu beiðninnar hafi verið að ræða. Var kærunni því vísað frá nefndinni.


  • 1007/2021. Úrskurður frá 11. maí 2021.

    A, fréttamaður kærði ákvörðun ríkislögmanns um að synja beiðni hans um aðgang að stefnu. Úrskurðarnfendin taldi að þar sem stefnan var ekki hluti af gögnum sem lágu til grundvallar ákvörðun um skipun í embætti yrði synjun um aðgang að henni ekki með beinum hætti reist á 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Þá taldi nefndin þær upplýsingar sem fram komu í stefnunni og þegar höfðu verið birtar opinberlega í samræmi við ákvæði 5. mgr. 8. gr. laga nr. 10/2008, ekki verða felldar undir 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin lagði fyrir ríkislögmann að veita kæranda aðgang að umræddri stefnu, en þó skyldi afmá ákveðnar upplýsingar.


  • 1006/2021. Úrskurður frá 11. maí 2021.

    A, fréttamaður, kærði synjun forsætisráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að fundargerð ríkisráðs frá 31. desember 2012, á þeim grundvelli að takmarkanir á aðgangi gagnsins skv. 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga hefðu fallið niður að átta árum liðnum frá því að það varð til, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 12. gr. laganna. Forsætisráðuneytið synjaði beiðni kæranda með vísan til þess að skv. lokamálsl. 3. mgr. 36. gr. laganna taki umrætt ákvæði aðeins til gagna sem verða til eftir gildistöku upplýsingalaga, þ.e. frá og með 1. janúar 2013. Úrskurðarnefndin taldi ljóst að ákvæði 1. tölul. 1. mgr. 12. gr. upplýsingalaga tæki ekki til umbeðins gagns og staðfesti synjun forsætisráðuneytisins á beiðni kæranda.


  • 1005/2021. Úrskurður frá 28. apríl 2021.

    Beiðni kæranda um endurupptöku úrskurðar nr. 973/2021 var hafnað. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi skilyrði 24. gr. stjórnsýslulaga um endurupptöku ekki uppfyllt og að ekki væru rökstuddar vísbendingar um að á úrskurðinum væru verulegir annmarkar að lögum.


  • 1004/2021. Úrskurður frá 28. apríl 2021.

    Deilt var um þá ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins að synja beiðni kæranda um aðgang að bréfi sem settur ríkisendurskoðandi sendi ráðuneytinu í tengslum við athugun á starfsemi Lindarhvols ehf. Ákvörðun ráðuneytisins var byggð á ákvæði 3. mgr. 15. gr., sbr. 14. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Úrskurðarnefnd taldi ákvæðið fela í sér sérstaka þagnarskyldureglu sem takmarkaði upplýsingarétt almennings, sbr. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Nefndin taldi óumdeilt að bréfið hefði verið sent í tengslum við athugun ríkisendurskoðanda á starfsemi félagsins og það merkt sem trúnaðarmál. Bréfið væri því undirorpið sérstakri þagnarskyldu, sbr. 3. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Var synjun ráðuneytisins því staðfest að þessu leyti. Hins vegar féllst úrskurðarnefndin ekki á að svarbréf Lindarhvols ehf. til ríkisendurskoðanda félli undir ákvæðið og var lagt fyrir ráðuneytið að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar varðandi svarbréfið.


  • 1003/2021. Úrskurður frá 28. apríl 2021.

    Deilt var um afgreiðslu ríkisskattstjóra á beiðni kæranda um aðgang að verklagsreglum. Úrskurðarnefndin féllst ekki á með ríkisskattstjóra að í þeim öllum væri greint frá fyrirhuguðum ráðstöfunum, t.d. rannsóknarathöfnum eða öðrum eftirlitsráðstöfunum í tengslum við almennt skatteftirlit ríkisskattstjóra sem yrðu þýðingarlausar ef þær yrðu opinberaðar í skilningi 5. tölul. 10. gr. Ríkisskattstjóra var gert að afhenda verklagsreglurnar að undanskildum hluta þeirra.


  • 1002/2021. Úrskurður frá 28. apríl 2021.

    Deilt var um afgreiðslu Hafnarfjarðar á beiðni kæranda um gögn i tengslum við byggingu fasteignar. Úrskurðarnefndin taldi ekki forsendur til að rengja fullyrðingu sveitarfélagsins að kæranda hefðu verið afhent öll fyrirliggjandi gögn hjá sveitarfélaginu varðandi umrædda fasteign. Var kærunni því vísað frá úrskurðarnefndinni.


  • 1001/2021. Úrskurður frá 28. apríl 2021.

    Deilt var um afgreiðslu Menntamálastofnunar á beiðni A um upplýsingar um forsendur ráðningar tiltekins starfsmanns stofnunarinnar. Að mati úrskurðarnefndarinnar sneri beiðni kæranda að upplýsingum sem undanþegnar eru aðgangi á grundvelli 4. tölul. 6. gr., sbr. 7. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi því heimilt að synja beiðni kæranda um umbeðnar upplýsingar.


  • 1000/2021. Úrskurður frá 28. apríl 2021.

    Beiðni kæranda um endurupptöku allra úrskurða í málum sem varða Herjólf ohf. var hafnað. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi skilyrði 24. gr. stjórnsýslulaga um endurupptöku ekki uppfyllt.


  • 999/2021. Úrskurður frá 13. apríl 2021.

    Deilt var um synjun Náttúrufræðistofnunar Íslands á beiðni kæranda um aðgang að greinargerð sem tekin var saman af starfsmanni stofnunarinnar. Synjun stofnunarinnar var byggð á því að um vinnugögn væri að ræða sem heimilt væri að undanþiggja með vísan til 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fór yfir gögnin og staðfesti synjun stofnunarinnar.


  • 998/2021. Úrskurður frá 13. apríl 2021.

    Deilt var um afgreiðslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á beiðni A um upplýsingar um á hvaða grundvelli 14 nafngreindir einstaklingar hefðu verið ráðnir hjá embættinu. Að mati úrskurðarnefndarinnar sneri beiðni kæranda að upplýsingum sem undanþegnar eru aðgangi á grundvelli 4. tölul. 6. gr., sbr. 7. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi lögreglustjóra því heimilt að synja beiðni kæranda um upplýsingar að undanskildum upplýsingum um starfstitla.


  • 997/2021. Úrskurður frá 13. apríl 2021.

    A kærði synjun Herjólfs ohf. á beiðni um upplýsingar varðandi gámaflutninga á tilteknu tímabili. Úrskurðarnefndin taldi Herjólf ohf. ekki hafa lagt sjálfstætt mat á umbeðin gögn með hliðsjón af ákvæðum upplýsingalaga. Beiðni kæranda hefði því ekki hlotið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem nefndinni væri fært að endurskoða og lagði úrskurðarnefndin því fyrir félagið að taka málið til nýrrar meðferðar.


  • 996/2021. Úrskurður frá 13. apríl 2021.

    A, blaðamaður, kærði synjun fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni hans um upplýsingar um bætur vegna ólögmætra ráðninga. Ráðuneytið reisti synjunina aðallega á því að um væri að ræða upplýsingar sem væru undanþegnar upplýsingarétti, sbr. 7. gr. upplýsingalaga, þar sem þær vörðuðu „umsókn um starf“. Úrskurðarnefndin féllst ekki á að gögnin hefðu að geyma slíkar upplýsingar. Þá taldi úrskurðarnefndin gögnin ekki heldur hafa að geyma viðkvæmar upplýsingar sem leynt skuli fara skv. 9. gr. upplýsingalaga. Lagði úrskurðarnefndin því fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið að veita kæranda aðgang að þeim.


  • 995/2021. Úrskurðrur frá 30. mars 2021.

    A kærði synjun Herjólfs ohf. á beiðni um nöfn umsækjenda um starf á skrifstofu félagsins. Úrskurðarnefndin staðfesti synjun félagsins með vísan til þess að ekki sé skylt að veita aðgang að upplýsingum um nöfn umsækjenda um starf hjá lögaðilum sem falla undir upplýsingalög, ólíkt því sem gildir um umsækjendur um starf hjá hinu opinbera.


  • 994/2021. Úrskurður frá 30. mars 2021.

    A, fréttamaður, kærði synjun ríkisskattstjóra á beiðni hans um afhendingu tiltekinna gagna varðandi skráningu raunverulegra eigenda á véllæsilegu formi. Úrskurðarnefndin taldi ríkisskattstjóra skylt að verða við beiðni kæranda um afhendingu umbeðinna gagna á því formi sem þau væru varðveitt hjá embættinu í samræmi við fyrirmæli 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin lagði fyrir ríkisskattstjóra að afhenda kæranda umbeðin gögn á rafrænu formi.


  • 993/2021. Úrskurður frá 30. mars 2021.

    A, fréttamaður, kærði ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytis að synja honum um aðgang að samantektum um byggingu nýs Landspítala og öðrum skyldum gögnum, aðallega því um vinnugögn væri að ræða í skilningi 8. gr. upplýsingalaga, sbr. 5. tölul. 6. gr. laganna. Úrskurðarnefndin taldi skilyrði 8. gr. ekki uppfyllt, því gögnin höfðu verið unnin í samvinnu við Framkvæmdasýslu ríkisins. Önnur ákvæði upplýsingalaga voru ekki talin standa því í vegi að kæranda yrðu afhent umbeðin gögn. Lagði úrskurðarnefndin því fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið að veita kæranda aðgang að þeim.


  • 992/2021. Úrskurður frá 30. mars 2021.

    Deilt var um afgreiðslu Garðabæjar á beiðni kæranda um aðgang að tilteknum gögnum er vörðuðu hann sjálfan, eiginkonu hans og dóttur. Var kæranda m.a. synjað um aðgang að ákveðnum gögnum á þeim grundvelli að um vinnugögn væri að ræða. Úrskurðarnefndin taldi að gögnin uppfylltu ekki þau skilyrði að teljast vinnugögn, sbr. 8. gr. upplýsingalaga, og lagði fyrir Garðabæ að veita kæranda aðgang að þeim. Úrskurðarnefndin taldi að tilteknir hlutar beiðni kæranda hefðu ekki hlotið þá meðferð sem nefndinni væri fært að endurskoða og var þeim vísað til Garðabæjar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. Loks var hluta beiðni kæranda vísað frá nefndinni, þar sem viðkomandi gögn lægju ekki fyrir í skilningi upplýsingalaga.


  • 991/2021. Úrskurður frá 30. mars 2021

    A, fréttamaður, kærði synjun Biskupsstofu á beiðni hans um aðgang að upplýsingum um kaupanda og kaupverð fasteignar við Laugaveg 31. Synjun Biskupsstofu var reist á því að þjóðkirkjan félli utan við gildissvið upplýsingalaga og vísaði m.a. til nýlegra lagabreytinga. Úrskurðarnefndin fékk ekki séð að þær breytingar sem gerðar hefðu verið nýlega á ákvæðum laga nr. 78/1997 leiddu til þess að formleg staða þjóðkirkjunnar sem handhafa framkvæmdarvalds hafi breyst og þar með staða hennar m.t.t. gildissviðs upplýsingalaga. Það var því niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að Biskupsstofu hafi borið að leysa úr beiðni kæranda um aðagang að gögnum á grundvelli ákvæða upplýsingalaga nr. 140/2012. Beiðni kæranda hefði því ekki hlotið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem nefndinni væri fært að endurskoða og lagði úrskurðarnefndin fyrir Biskupsstofu að taka málið til nýrrar meðferðar.


  • 990/2021. Úrskurður frá 30. mars 2021.

    A, blaðamaður kærði synjun Ferðamálastofu á beiðni um upplýsingar um fjölda komu- og brottfararfarþega. Synjun Ferðamálastofu var reist á því að umbeðin gögn væru eign Isavia ohf. og merkt sem trúnaðargögn. Úrskurðarnefndin tók fram að af upplýsingalögum leiddi að réttur til aðgangs að upplýsingum væri lögbundinn og yrði ekki takmarkaður nema á grundvelli laganna. Ekki væri heimilt að víkja frá ákvæðum laganna með því að heita trúnaði um gögn eða með vísan til þess að þau teldust eign annars aðila. Úrskurðarnefndin taldi Ferðamálastofu ekki hafa lagt sjálfstætt mat á umbeðin gögn með hliðsjón af ákvæðum upplýsingalaga. Beiðni kæranda hefði því ekki hlotið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem nefndinni væri fært að endurskoða og lagði úrskurðarnefndin því fyrir stjórnvaldið að taka málið til nýrrar meðferðar.


  • 989/2021. Úrskurður frá 30. mars 2021.

    Deilt var um rétt kæranda, blaðamanns, til aðgangs að athugasemdum sem borist höfðu Reykjavíkurborg við tillögur aðalskipulags. Úrskurðarnefndin féllst ekki á þá afstöðu Reykjavíkurborgar að umbeðin gögn teldust ekki afhent sveitarfélaginu og því ekki fyrirliggjandi fyrr en að liðnum umsagnarfresti og þau hefðu hlotið formlega umfjöllun kjörinna fulltrúa á fundi. Úrskurðarnefndin taldi Reykjavíkurborg ekki hafa lagt sjálfstætt mat á umbeðin gögn með hliðsjón af ákvæðum upplýsingalaga. Beiðni kæranda hefði því ekki hlotið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem nefndinni væri fært að endurskoða og lagði úrskurðarnefndin því fyrir Reykjavíkurborg að taka málið til nýrrar meðferðar.


  • 988/2021. Úrskurður frá 30. mars 2021.

    A beindi kæru til úrskurðarnefndarinnar sem laut að því hvort Vestmannaeyjabæ væri almennt heimilt að afgreiða beiðnir um upplýsingar með því að vísa á vefslóð þar sem þær væri að finna. Í því sambandi vísaði kærandi til þess að hann ætti hvorki prentara né tölvu. Úrskurðarnefndin vísaði kærunni frá þar sem ágreiningsefnið félli utan við úrskurðarvald nefndarinnar.


  • 987/2021. Úrskurður frá 30. mars 2021.

    Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að fylgiskjölum húsaleigusamnings Vegagerðarinnar við einkaaðila sem gerður var í kjölfar auglýsingar og útboðs Ríkiskaupa. Þar sem kærandi var þátttakandi í útboðinu var leyst úr kærunni á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga. Talið var að hagsmunir kæranda til aðgangs að gögnunum vægju þyngra en hagsmunir þess einkaaðila sem Vegagerðin gekk til samninga við í kjölfar útboðsins af því að upplýsingarnar í gögnunum færu leynt, sbr. 3. mgr. 14. gr. laganna. Var synjun Vegagerðarinnar því felld úr gildi það lagt fyrir stofnunina að veita kæranda aðgang að gögnunum.


  • 986/2021. Úrskurður frá 17. mars 2021.

    Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu vegna meints hraðaksturs á tiltekinni lögreglubifreið. Úrskurðarnefndin taldi ekki forsendur til að rengja þá staðhæfingu lögreglustjóra að kæranda hefði verið afhent öll fyrirliggjandi gögn sem tengdust málinu. Kærunni var því vísað frá úrskurðarnefndinni. Þá taldi úrskurðarnefndarin að meðferð lögreglustjóra á beiðni kæranda hafi ekki verið í samræmi við málshraðareglu 17. gr. upplýsingalaga


  • 985/2021. Úrskurður frá 17. mars 2021.

    Kærð var synjun Hafrannsóknarstofnunar á beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um aflatölur yfir stangveiði síðustu tíu ára fyrir jarðir við Hvítá og Ölfusá. Kæran barst því tæpum mánuði eftir að kærufrestur skv. 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga rann út. Úrskurðarnefndin taldi skilyrði 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga ekki uppfyllt og var kærunni því vísað frá.


  • 984/2021. Úrskurður frá 17. mars 2021.

    Deilt var um synjun ríkisskattstjóra á beiðni A, fréttamanns, um afhendingu upplýsinga um þá rekstraraðila og/eða fyrirtæki sem hafa nýtt sér heimild til frestunar gjalddaga staðgreiðslu launa og tryggingargjalds. Úrskurðarnefnd um upplýsingar féllst á með ríkisskattstjóra að umræddar upplýsingar féllu undir 1. mgr. 117. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. Úrskurðarnefndin taldi ákvæðið fela í sér sérstaka þagnarskyldureglu sem takmarkaði upplýsingarétt almennings, sbr. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Var því kærunni vísað frá úrskurðarnefndinni.


  • 983/2021. Úrskurður frá 17. mars 2021.

    Deilt var um synjun ríkisskattstjóra á beiðni Neytendasamtakanna um aðgang að uppfærðu hreyfingayfirliti vegna innheimtu stjórnvaldssekta sem Neytendastofa lagði á tiltekið fyrirtæki. Ákvörðun ríkisskattstjóra byggði á 1. mgr. 20. gr. laga nr. 150/2019, um innheimtu opinberra skatta og gjalda. Úrskurðarnefnd taldi ákvæðið fela í sér sérstaka þagnarskyldureglu sem takmarkaði upplýsingarétt almennings, sbr. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Var kærunni því vísað frá úrskurðarnefndinni.


  • 982/2021. Úrskurður frá 17. mars 2021.

    Deilt var um afgreiðslu dómsmálaráðuneytisins á beiðni A um upplýsingar í tengslum við aðdraganda þess að ráðuneytið veitti starfsmanni þess leyfi frá störfum úr ráðuneytinu til að sinna öðru starfi hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Að mati úrskurðarnefndarinnar sneri beiðni kæranda að upplýsingum sem undanþegnar eru aðgangi á grundvelli 4. tölul. 6. gr., sbr. 7. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi ráðuneytinu því heimilt að synja beiðni kæranda um upplýsingar er vörðuðu aðdraganda og grundvöll þess að starfsmaður ráðuneytisins var fluttur frá ráðuneytinu.


  • 981/2021. Úrskurður frá 22. febrúar 2021.

    Kærð var afgreiðsla Kennarasambands Íslands og skólastjórafélag Íslands á beiðni um gögn. Þar sem upplýsingalög gilda ekki um beiðnina var kærunni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.


  • 980/2021. Úrskurður frá 22. febrúar 2021.

    Deilt var um ákvörðun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að greiningarvinnu sem ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra byggði áform sín um endurskipulagningu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á. Synjun ráðuneytisins var byggð á því að hluti gagnanna væru vinnugögn sem heimilt væri að undanþiggja með vísan til 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Þá væri hluti þeirra gögn sem felld yrðu undir 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fór yfir þau gögn sem kæranda var synjað um aðgang að og staðfesti synjun ráðuneytisins að undanskildu einu gagni sem sent hafði verið þar sem fyrir lá að það var unnið af öðru stjórnvaldi og teldist ekki vinnugagn.


  • 979/2021. Úrskurður frá 22. febrúar 2021.

    A kærði afgreiðslu Herjólfs ohf. á beiðni um upplýsingar um gjaldskrá Herjólfs ohf. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi Herjólf ohf. hafa svarað kæranda með fullnægjandi hætti og vísað kæranda á hvar umbeðnar upplýsingar væri að finna. Kærunni var því vísað frá nefndinni.


  • 978/2021. Úrskurður frá 22. febrúar 2021.

    Deilt var um afgreiðslu Lindarhvols ehf. á beiðni um aðgang að fjórum fundargerðum félagsins þar sem málefni Klakka ehf. höfðu verið til umfjöllunar. Við meðferð málsins hjá úrskurðarnefndinni veitti Lindarhvoll ehf. kæranda aðgang að útdrætti úr sex fundargerðum. Úrskurðarnefndin fékk ekki séð að Lindarhvoll ehf. hefði tekið afstöðu til þess hvort veita ætti kæranda aðgang að fundargerðunum í heild sinni. Var þeim þætti kærunnar því vísað frá úrskurðarnefndinni. Kæran laut einnig að synjun Lindarhvols ehf. á að afhenda kæranda greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi Lindarhvols ehf. Úrskurðarnefnin áréttaði fyrri niðurstöðu sína þess efnis að greinargerðin væri undirorðin sérstakri þagnarskyldu. Var synjun Lindarhvols ehf. á að afhenda greinargerðina því staðfest.


  • 977/2021. Úrskurður frá 22. febrúar 2021.

    Beiðni kæranda um endurupptöku úrskurðar nr. 935/2020 var hafnað. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi skilyrði 24. gr. stjórnsýslulaga um endurupptöku ekki uppfyllt og að ekki væru rökstuddar vísbendingar um að á úrskurðinum væru verulegir annmarkar að lögum.


  • 976/2021. Úrskurður frá 22. febrúar 2021.

    Deilt var um afgreiðslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni kæranda, blaðamanns, um aðgang að 40 fundargerðum Lindarhvols ehf. án útstrikana. Úrskurðarnefndin taldi ótvírætt að þær upplýsingar sem afmáðar voru hafi ýmist að geyma upplýsingar um svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þeirra einstaklinga og lögaðila sem um var fjallað að heimilt væri að afmá þær á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Þá taldi nefndin hluta upplýsinganna bera með sér að þær félli undir þagnarskylduákvæði 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002. Ákvörðun ráðuneytisins var því staðfest.


  • 975/2021. Úrskurður frá 22. febrúar 2021.

    Kærandi kærði afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á nokkrum fjölda beiðna um aðgang að upplýsingum. Kærurnar lutu að því að beiðnunum hefði ekki verið svarað að liðnum 7-22 dögum frá dagsetningu þeirra og leit úrskurðarnefndin svo á að um væri að ræða kærur vegna óhóflegra tafa á meðferð þeirra, sbr. 17. gr. upplýsingalaga og 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga. Með hliðsjón af mati á efni beiðnanna og fjölda beiðna sem kærandi hefur beint til sveitarfélagsins komst úrskurðarnefndin að þeirri niðurstöðu að ekki væri um óhóflega töf á meðferð beiðnanna að ræða. Var kærunum því vísað frá úrskurðarnefndinni í einu lagi.


  • 974/2021. Úrskurður frá 22. febrúar 2021.

    Kærandi kærði afgreiðslu Herjólfs ohf. á nokkrum fjölda beiðna um aðgang að upplýsingum. Kærurnar lutu að því að beiðnunum hefði ekki verið svarað að liðnum 7-22 dögum frá dagsetningu þeirra og leit úrskurðarnefndin svo á að um væri að ræða kærur vegna óhóflegra tafa á meðferð þeirra, sbr. 17. gr. upplýsingalaga og 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga. Með hliðsjón af mati á efni beiðnanna og fjölda beiðna sem kærandi hefur beint til félagsins komst úrskurðarnefndin að þeirri niðurstöðu að ekki væri um óhóflega töf á meðferð beiðnanna að ræða. Var kærunum því vísað frá úrskurðarnefndinni í einu lagi.


  • 973/2021. Úrskurður frá 5. febrúar 2021.

    Í málinu var deilt um þá ákvörðun prófnefndar um próf til að öðlast réttindi til að vera héraðsdómslögmaður um að synja beiðni kæranda um aðgang að fyrirliggjandi eldri prófum sem lögð voru fyrir árin 2014 – 2020. Þrátt fyrir að ekki væri víst að öll prófin yrðu notuð í öllum prófum framvegis taldi úrskurðarnefndin ljóst að þau væru lögð fyrir með svo reglubundnum hætti að hætta væri á að þau yrðu þýðingarlaus ef þau yrðu afhent, sbr. 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.


  • 972/2021. Úrskurður frá 5. febrúar 2021.

    Deilt var um afgreiðslu ÁTVR á beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um lítrasölu vöru á nánar tilgreindu tímabili. Úrskurðarnefndin leit til þess að kæranda hefði verið leiðbeint um hvernig unnt væri að kalla fram umræddar upplýsingar á vefsvæði stofnunarinnar. Eins og málið var vaxið taldi úrskurðarnefndin ekki ástæðu til að gera athugasemd við afgreiðslu ÁTVR á beiðni kæranda. Var það því niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að vísa kærunni frá nefndinni.


  • 971/2021. Úrskurður frá 5. febrúar 2021.

    A kærði synjun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins á beiðni um aðgang annars vegar að upplýsingum varðandi stærstu framleiðendur svínakjöts á Íslandi og hins vegar stærstu innflytjendur svínakjöts á Íslandi. Úrskurðarnefndin féllst ekki á það með ráðuneytinu að upplýsingar um þrjá stærstu framleiðendur svínakjöts á Íslandi hefðu að geyma upplýsingar um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækis í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi hins vegar ekki forsendur til að draga þá staðhæfingu ráðuneytisins i efa að gögn varðandi stærstu innflytjendur svínakjöts væru ekki fyrirliggjandi í ráðuneytinu og var kærunni því vísað frá hvað þennan þátt hennar varðaði.


  • 970/2021. Úrskurður frá 5. febrúar 2021.

    Í málinu var deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum og upplýsingum hjá Garðabæ. Úrskurðarnefndin taldi ekki forsendur til að draga í efa fullyrðingu sveitarfélagsins þess efnis að kæranda hefði þegar verið afhent umbeðin sendibréf. Þá taldi úrskurðarnefndin sig ekki heldur hafa forsendur til að draga í efa þá staðhæfingu sveitarfélagsins að önnur gögn sem kæran laut að væru ekki fyrirliggjandi hjá sveitarfélaginu. Kærunni var því vísað frá úrskurðarnefndinni.


  • 969/2021. Úrskurður frá 5. febrúar 2021.

    A, blaðamaður, kærði synjun Borgarskjalasafns á beiðni hans um aðgang að upplýsingum um málefni vistheimilisins Arnarholts sem byggði á því að um viðkvæmt starfsmannamál væri að ræða sem ekki væri heimilt að veita aðgang að, sbr. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 77/2014. Úrskurðarnefndin taldi Borgarskjalasafn ekki hafa lagt sjálfstætt mat á umbeðin gögn með hliðsjón af sjónarmiðum 1. mgr. 26. gr. laga nr. 77/2014, sbr. 9. gr. upplýsingalaga, sem rakin eru hér að framan. Þá tók nefndin fram að ekki yrði séð að Borgarskjalasafn hefði leitað samþykkis þess aðila sem um væri fjallað í gögnunum. Úrskurðarnefndin taldi beiðni kæranda því ekki hafa hlotið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem nefndinni væri fært að endurskoða og lagði því fyrir Borgarskjalasafn að taka málið til nýrrar meðferðar.


  • 968/2021. Úrskurður frá 22. janúar 2021.

    A kærði afgreiðslu barnaverndar Kópavogs á beiðni hans um aðgang að forsjárhæfnismati sem barnsmóðir hans gekkst undir. Úrskurðarnefndin taldi umrædd gögn hluta af barnaverndarmáli í skilningi 45. gr. barnaverndarlaga og tók fram að sérstökum aðila, úrskurðarnefnd velferðarmála væri falið að fjalla um ágreining í tengslum við slík mál, þ. á m. vegna aðgangs að gögnum. Var kærunni því vísað frá úrskurðarnefndinni.


  • 967/2021. Úrskurður frá 22. janúar 2021.

    Deilt var um þá ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins að synja beiðni kæranda um aðgang að greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi Lindarhvols ehf. Ákvörðun ráðuneytisins var byggð á ákvæði 3. mgr. 15. gr., sbr. 14. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Úrskurðarnefnd taldi ákvæðið fela í sér sérstaka þagnarskyldureglu sem takmarkaði upplýsingarétt almennings, sbr. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Nefndin féllst á það með ráðuneytinu að greinargerðin hefði verið send ráðuneytinu á grundvelli lagaskyldu og að hún væri í drögum og athugun málsins væri ekki lokið. Væri greinargerðin því undirorpin sérstakri þagnarskyldu, sbr. 3. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Var synjun ráðuneytisins því staðfest.


  • 966/2021. Úrskurður frá 22. janúar 2021.

    A kærði synjun Seðlabanka Íslands á beiðni um aðgang að gögnum í tengslum við sátt Fjármálaeftirlitsins og Arion banka hf. sem tengdust fjárfestingarferli Frjálsa Lífeyrissjóðsins í United Silicon hf. Úrskurðarnefndin taldi hafið yfir vafa að umbeðnar upplýsingar hefðu ýmist að geyma upplýsingar um hagi viðskiptamanna Seðlabanka Íslands í skilningi 1. mgr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands nr. 92/2019 Íslands, eða viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna fjármálafyrirtækis, sbr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002. Var því ekki hjá því komist að staðfesta ákvörðun bankans.


  • 965/2021. Úrskurður frá 22. janúar 2021.

    Stúdentaráð Háskóla Íslands kærði afgreiðslu mennta- og menningarmálaráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að niðurstöðum könnunar um atvinnumál stúdenta. Úrskurðarnefndin taldi ekki unnt að leggja annað til grundvallar en að ráðuneytið hefði afhent kæranda umbeðin gögn. Þá tók nefndin fram að það félli utan við úrskurðarvald nefndarinnar að fjalla um ákvörðun ráðuneytisins að birta ekki niðurstöður könnunarinnar opinberlega að eigin frumkvæði. Að mati úrskurðarnefndarinnar lá því ekki fyrir kæranleg ákvörðun til úrskurðarnefndarinnar. Var kærunni því vísað frá nefndinni.


  • 959/2020. Úrskurður frá 30. nóvember 2020

    Kærð var synjun dómsmálaráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að álitsgerðum nefnda um hæfni umsækjenda um þrjú embætti lögreglustjóra. Úrskurðarnefndin staðfesti að ráðuneytinu hafi verið heimilt að synja beiðninni á grundvelli 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga.


  • 958/2020. Úrskurður frá 30. nóvember 2020

    Kærð var synjun fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að gögnum í tengslum við uppgjör bótakröfu í kjölfar úrskurðar kærunefndar jafnréttismála. Nefndin féllst á það með ráðuneytinu að því hefði verið heimilt að synja um aðgang að umbeðnum gögnum þar sem þau fælu í sér bréfaskipti við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað, sbr. 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi að þrátt fyrir að ekki hafi komið til þess að leita þyrfti atbeina dómstóla við uppgjör bótakröfunnar yrði að leggja til grundvallar að umrædd samskipti hafi staðið í nægilegum tengslum við möguleika á höfðun dómsmáls. Var synjun ráðuneytisins því staðfest.


  • 957/2020. Úrskurður frá 30. nóvember 2020

    Kærð var synjun Þjóðskrár Íslands á beiðni um lista yfir þá einstaklinga sem væru skráðir í tiltekið trúfélag og lista yfir einstaklinga sem látist hefðu síðastliðin tvö ár og hefðu verið skráðir í söfnuðinn á dánardegi. Í svari Þjóðskrár Íslands kom fram að upplýsingarnar væru ekki fyrirliggjandi hjá stofnuninni og þyrfti stofnunin að framkvæma sérvinnslu úr skrám til þess að verða við upplýsingabeiðninni. Úrskurðarnefndin taldi ekki forsendur til þess að rengja þær staðhæfingar Þjóðskrár. Að mati úrskurðarnefndarinnar var ekki um að ræða synjun beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum og var kærunni því vísað frá nefndinni.


  • 955/2020. Úrskurður frá 30. nóvember 2020

    Kærð var afgreiðsla Herjólfs ohf. á beiðni um upplýsingar um útboðsferli, ákvörðun og rök félagsins fyrir töku tilboðs vegna raforkukaupa. Í svari félagsins til kæranda var vísað til þess hvar umbeðnar upplýsingar væri að finna. Að mati úrskurðarnefndarinnar var ekki um að ræða synjun beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum og var kærunni því vísað frá nefndinni.


  • 956/2020. Úrskurður frá 30. nóvember 2020

    Í málinu var deilt um afgreiðslu Garðabæjar á beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um um starfsmannaveltu hjá grunnskólum Garðabæjar og fræðslu- og menningarsviði Garðabæjar frá árinu 2015. Sveitarfélagið sagði slíkar upplýsingar ekki vera fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, auk þess sem upplýsingar um málefni einstakra starfsmanna væru undanþegnar upplýsingarétti samkvæmt 7. gr. laganna. Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar var sú að kæranda hefði ekki verið synjað um aðgang að fyrirliggjandi gögnum og var kærunni því vísað frá nefndinni.


  • 954/2020. Úrskurður frá 30. nóvember 2020

    Deilt var um ákvörðun Seðlabanka Íslands um að synja beiðni fjölmiðils um aðgang að upplýsingum í greinargerðum bankans í málum Samherja hf. og forstjóra fyrirtækisins gegn bankanum. Seðlabankinn hafði afhent greinargerðirnar en afmáð úr þeim upplýsingar með vísan til 1. mgr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands, nr. 92/2019 og 15. gr. laga um gjaldeyrismál, nr. 87/1992 og 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst á það með Seðlabanka Íslands að upplýsingarnar vörðuðu viðskiptamenn bankans í skilningi 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019. Var því ekki hjá því komist að staðfesta ákvörðun bankans.


  • 953/2020. Úrskurður frá 30. nóvember 2020

    Deilt var um ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um að synja beiðni kæranda um aðgang að undirskriftalista sem ber heitið „Nýju stjórnarskrána strax!“ eins og hann stendur hverju sinni. Úrskurðarnefndin taldi verða að líta svo á að umbeðin gögn hafi ekki verið fyrirliggjandi í ráðuneytinu þegar beiðni kæranda barst því þar sem opnir undirskriftarlistar séu varðveittir hjá utanaðkomandi einkaaðila.


  • 964/2020. Úrskurður frá 17. desember 2020.

    Kærð var afgreiðsla Garðabæjar á beiðni kæranda um að fá afhent öll gögn frá forstöðumanni fræðslu- og menningarsviðs sveitarfélagsins og varða kæranda, eiginkonu hans og dætur á tilteknu tímabili. Úrskurðarnefndin fékk hvorki ráðið af ákvörðun sveitarfélagsins né gögnum málsins að að lagt hafi verið mat á beiðni kæranda á grundvelli upplýsingalaga eða eftir atvikum annarra laga. Úrskurðarnefndin taldi beiðni kæranda því ekki hafa hlotið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem nefndinni er fært að endurskoða og lagði því fyrir vseitarfélagið að taka málið til nýrrar meðferðar.


  • 963/2020. Úrskurður frá 17. desember 2020.

    Kærð var afgreiðsla Herjólfs ohf. á beiðni kæranda um upplýsingar um heildarlaun framkvæmdarstjóra félagsins og upplýsingar um samanburð á launum framkvæmdarstjóra og framkvæmdarstjóra annarra tilgreindra fyrirtækja. Úrskurðarnefndin vísaði til þess að samkvæmt 4. mgr. 7. gr. upplýsingalaga bæri að veita upplýsingar um launakjör æðstu stjórnenda og upplýsingar um menntun þeirra. Synjun félagsins var því felld úr gildi og lagt fyrir Herjólf að veita umbeðnar upplýsingar. Að öðru leyti var kæru kæranda vísað frá.


  • 962/2020. Úrskurður frá 17. desember 2020.

    Úrskurðarnefnd um upplýsingamál vísaði frá kæru kæranda sem laut að því hvort Vestmannaeyjabæ væri skylt að veita aðgang að tölvu og prentara til að nálgast skjöl og upplýsingar á vefsíðu sveitarfélagsins þar sem ágreiningsefnið félli utan við úrskurðarvald úrskurðarnefndarinnar.


  • 961/2020. Úrskurður frá 17. desember 2020.

    Kærð var synjun mennta- og menningarmálaráðuneytisins á beiðni A, fréttamanns, um aðgang að greinargerð starfshóps um varðveislu handrita á Íslandi. Úrskurðarnefndin taldi ljóst, m.a. af fyrirsögn greinargerðarinnar og innihald hennar, að hún hafi verið tekið saman fyrir fund ríkisstjórnar og því undanþegin upplýsingarétti almennings með vísan til 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Synjun ráðuneytisins á afhendingu greinargerðarinnar var því staðfest.


  • 960/2020. Úrskurður frá 17. desember 2020

    Kærð var synjun Hjúkrunarheimilisins Skjóls á beiðni kæranda, blaðamanns, á beiðni hans um aðgang að atvikaskrá heimilisins og upplýsingum um tiltekna starfsmenn. Úrskurðarnefndin taldi ljóst að atvikaskráin hefði að geyma upplýsingar sem teldust sjúkrarskrárupplýsingar. Um aðgang sjúklings og aðstandenda til sjúkraskrár færi samkvæmt lögum um sjúkraskrár. Um aðgang annarra að slíkum upplýsingum færi hins vegar samkvæmt almennum ákvæðum upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin tók fram að ekki yrði séð að lagt hefði verið mat á beiðni kæranda á grundvelli upplýsingalaga og taldi beiðni kæranda því ekki hafa hlotið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem nefndinni er fært að endurskoða og lagði því fyrir Hjúkrunarheimilið að taka málið til nýrrar meðferðar. Þá taldi úrskurðarnefndin lagaskilyrði bresta til þess að fjalla um beiðni kæranda um upplýsingar um tiltekna starfsmenn, m.a. um launakjör þeirra.


  • 939/2020. Úrskurður frá 27. nóvember 2020

    Kærð var ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um að synja beiðni kæranda um aðgang að gögnum er vörðuðu samningu lagafrumvarps. Um var að ræða nokkuð magn gagna sem synjað var um aðgang að á þeim grundvelli að um væri að ræða vinnugögn sem heimilt væri að undanþiggja með vísan til 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, um væri að ræða gögn sem felld yrðu undir 2. tölul. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga og 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga auk þess sem óheimilt væri að veita aðgang að hluta gagnanna með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fór yfir þau gögn sem kæranda var synjað um aðgang að, staðfesti synjun ráðuneytisins að hluta, felldi ákvörðunina úr gildi varðandi önnur gögn og vísaði hluta beiðninnar aftur til ráðuneytisins til nýrrar meðferðar.


  • 951/2020. Úrskurður frá 23. nóvember 2020

    Kærð var ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um synjun beiðni um aðgang að gögnum sem varða ríkisaðstoðarmál sem var til meðferðar hjá eftirlitsstofnun EFTA. Synjunin byggðist á 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 en samkvæmt greininni er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Við mat á því hvort umrædd gögn yrðu felld undir undanþáguna horfði úrskurðarnefndin m.a. til þess að málinu var ekki lokið af hálfu ESA og þannig væri ekki útilokað að afhending gagnanna gæti valdið tjóni. Var ákvörðun ráðuneytisins því staðfest.


  • 950/2020. Úrskurður frá 23. nóvember 2020

    Kærð var afgreiðsla yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis á beiðni kæranda um aðgang að gögnum kjörstjórnarinnar í tengslum við forsetakosningar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tók fram að óháð því hvort starfsemi yfirkjörstjórna falli undir stjórnsýslu Alþingis eða ekki væri afgreiðsla yfirkjörstjórnar á beiðni um aðgang að gögnum á grundvelli upplýsingalaga ekki kæranleg til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sbr. 4. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Varð því að vísa kærunni frá.


  • 949/2020. Úrskurður frá 23. nóvember 2020

    Beiðni kæranda um endurupptöku úrskurða nr. 934/2020, 936/2020 og 941/2020 var hafnað. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi skilyrði 24. gr. stjórnsýslulaga um endurupptöku ekki uppfyllt og að ekki væru rökstuddar vísbendingar um að á úrskurðinum væru verulegir annmarkar að lögum.


  • 948/2020. Úrskurður frá 23. nóvember 2020

    Beiðni kæranda um endurupptöku úrskurðar nr. 779/2019 var hafnað. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi skilyrði 24. gr. stjórnsýslulaga um endurupptöku ekki uppfyllt og að ekki væru rökstuddar vísbendingar um að á úrskurðinum væru verulegir annmarkar að lögum.


  • 947/2020. Úrskurður frá 23. nóvember 2020

    Deilt um afgreiðslu Herjólfs ohf. á beiðni kæranda um aðgang að fundargerðum félagsins en í svari til kæranda var bent á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar þar sem nálgast mátti fundargerðirnar. Úrskurðarnefndin taldi afgreiðslu Herjólfs vera fullnægjandi með vísan til 2. mgr. 19. gr. upplýsingalaga. Þar sem ekki var um að ræða synjun um aðgang að gögnum var málinu vísað frá.


  • 946/2020. Úrskurður frá 23. nóvember 2020

    Kærð var afgreiðsla Herjólfs ohf. á beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um fjölda ökutækja eða farþega sem ferðast um þjóðveg 1. Herjólfur svaraði kæranda því að umbeðnar upplýsingar væru ekki fyrirliggjandi hjá félaginu og benti honum á að beina beiðninni til Vegagerðarinnar. Þar sem ekki lá fyrir synjun beiðni um aðgang að gögnum var kærunni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.


  • 945/2020. Úrskurður frá 23. nóvember 2020

    Í málinu var deilt um afgreiðslu Tryggingastofnunar ríkisins á beiðni kæranda um upplýsingar um ábendingu til stofnunarinnar vegna búsetu hans erlendis. Í svörum stofnunarinnar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál kom fram að engin slík ábending væri fyrirliggjandi í málinu enda hefði stofnunin nálgast upplýsingar um búsetu kæranda með eigin eftirliti. Að mati nefndarinnar var ekki um að ræða synjun um aðgang að fyrirliggjandi gögnum, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, og var málinu vísað frá.


  • 944/2020. Úrskurður frá 30. október 2020

    Deilt var um synjun Herjólfs ohf. á beiðni kæranda um samantekt með auglýsingakostnaði félagsins, sundurliðuðum eftir fjölmiðlum á tilteknu tímabili. Eins og atvikum málsins var háttað féllst úrskurðarnefnd um upplýsingamál á þá staðhæfingu Herjólfs að umbeðin gögn væru ekki fyrirliggjandi, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að félaginu væri ekki skylt að taka gögnin saman. Var kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.


  • 943/2020. Úrskurður frá 30. október 2020

    Kærð var afgreiðsla Herjólfs ohf. á beiðni kæranda um aðgang að dómi Félagsdóms varðandi lögmæti verkfalls á Herjólfi. Í svari félagsins við beiðni kæranda var bent á hvar dóminn væri að finna á vef Félagsdóms. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að Herjólfi hefði verið heimilt að afgreiða beiðni með því að vísa á vef Félagsdóms, sbr. 2. mgr. 19. gr. upplýsingalaga. Þar sem ekki lá fyrir synjun beiðni um aðgang að gögnum var kærunni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.


  • 942/2020. Úrskurður frá 30. október 2020

    Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að ferilskrá framkvæmdastjóra Herjólfs ohf. Samkvæmt 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga nær réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um störf. Úrskurðarnefndin taldi ljóst að ferilskrá framkvæmdastjórans væri gagn í máli sem varðaði umsókn hans um starf hjá Herjólfi og var synjun félagsins því staðfest.


  • 941/2020. Úrskurður frá 30. október 2020

    Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar synjaði kæranda um aðgang að gögnum sem tengdust máli kæranda og sonar hans. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi kæranda kunna að eiga rétt til gagnanna á grundvelli 2. mgr. 2. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, sbr. 45. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Yrði því ágreiningur um aðgang að gögnunum borinn undir úrskurðarnefnd velferðarmála en ekki úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sbr. 6. gr. laga nr. 80/2002, sbr. 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.


  • 940/2020. Úrskurður frá 30. október 2020

    Kærð var afgreiðsla Vinnueftirlitsins á beiðni kæranda um aðgang að ábendingum og kvörtunum sem borist hefðu stofnuninni vegna tiltekins vinnustaðar. Vinnueftirlitið kvað engin slík gögn liggja fyrir hjá stofnuninni. Úrskurðarnefndin hafði ekki forsendur til að rengja þær fullyrðingar Vinnueftirlitsins. Þar sem ekki lá fyrir synjun á beiðni um aðgang að gögnum var kærunni vísað frá.


  • 938/2020. Úrskurður frá 30. október 2020

    Kærð var afgreiðsla Kvikmyndamiðstöðvar Íslands á beiðni um aðgang að gögnum. KMÍ afhenti kæranda gögn við meðferð málsins og staðhæfði að frekari gögn væru ekki fyrirliggjandi. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi sig ekki hafa forsendur til þess að draga þá staðhæfingu í efa og var því kærunni vísað frá.


  • 937/2020. Úrskurður frá 20. október 2020

    Beiðni kæranda um endurupptöku úrskurðar nr. 927/2020 var hafnað. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi skilyrði 24. gr. stjórnsýslulaga um endurupptöku ekki uppfyllt og að ekki væru rökstuddar vísbendingar um að á úrskurðinum væru verulegir annmarkar að lögum.


  • 936/2020. Úrskurður frá 20. október 2020

    Kærð var afgreiðsla utanríkisráðuneytisins á beiðni um aðgang að gögnum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi sig ekki hafa forsendur til annars en að leggja til grundvallar að öll fyrirliggjandi gögn í málinu hefðu þegar verið afhent kæranda. Var málinu því vísað frá.


  • 935/2020. Úrskurður frá 20. október 2020

    Ríkisskattstjóri synjaði beiðni Ríkisútvarpsins ohf. um aðgang að gögnum fyrirtækjaskrár um raunverulegt eignarhald tiltekna félaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst ekki á að gögnin væru undanþegin upplýsingarétti með vísan til laga nr. 82/2019, um skráningu raunverulega eigenda, eða þagnarskylduákvæðis laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. Var því leyst úr rétti kæranda til aðgangs að gögnunum á grundvelli upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi ríkisskattstjóra óheimilt að veita kæranda aðgang að upplýsingum um upphæðir á hlutafjármiðum, vegabréfsnúmer, afrit vegabréfs og að tilteknu bréfi en að öðru leyti var ríkisskattstjóra gert að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum.


  • 934/2020. Úrskurður frá 20. október 2020

    Kærð var afgreiðsla Barnaverndarstofu á beiðni um aðgang að gögnum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi sig ekki hafa forsendur til annars en að leggja til grundvallar að öll fyrirliggjandi gögn í málinu hefðu þegar verið afhent kæranda. Var málinu því vísað frá.


  • 933/2020. Úrskurður frá 20. október 2020

    Deilt var um synjun Sjúkratrygginga Íslands á beiðni um aðgang að upplýsingum um hvenær þjónustunotendur voru lagðir inn á hjúkrunarheimilið Skjól á tilteknu tímabili. Synjun Sjúkratrygginga byggði á því að óheimilt væri að veita aðgang að gögnunum með vísan til 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og ákvæða laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018. Úrskurðarnefndin féllst ekki á að umbeðin gögn fælu í sér upplýsingar um einkamálefni einstaklinga í skilningi 9. gr. upplýsingalaga enda væri ekki um að ræða persónugreinanlegar upplýsingar. Var Sjúkratryggingum því gert að veita kæranda aðgang að gögnunum.


  • 932/2020. Úrskurður frá 20. október 2020

    Kærð var afgreiðsla Landspítala á beiðni um upplýsingar úr sjúkraskrá, þ.e. lista yfir alla þá sem hafi flett kæranda upp í sjúkraskrá auk allra upplýsinga um kæranda sem skráðar hafi verið í sjúkraskrá. Kærunni var vísað frá þar sem upplýsingar um aðgang að sjúkraskrá eru ekki kæranlegar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.


  • 931/2020. Úrskurður frá 20. október 2020

    Í málinu synjaði Póst- og fjarskiptastofnun beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um hvar farnetssendar væru staðsettir í Reykjavík. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál vísað til þess að samkvæmt ákvæði 5. mgr. 62. gr. a væri heimilt að veita almenningi takmarkaðan aðgang að gagnagrunninum. Nefndin féllst á það að heimilt væri að undanþiggja upplýsingar um heimilisfang byggingar þar sem farnetssendar væru staðsettir með vísan til 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Hins vegar væri heimilt að upplýsa um staðsetningu þeirra án þess að svo nákvæm staðfesting væri gefin upp. Væri því staðfest synjun stofnunarinnar á aðgangi að Excel-skjölum frá fjarskiptafyrirtækjum þar sem heimilisföng væru tiltekin. Þá taldi nefndin sig ekki hafa forsendur til annars en að taka trúanlega þá fullyrðingu stofnunarinnar að útbúa þyrfti sérstaklega gögn með umbeðnum upplýsingum eins og þær væru vistaðar í gagnagrunni um almenn fjarskiptanet.


  • 930/2020. Úrskurður frá 25. september 2020

    Í málinu kærði fréttastofa synjun Verðlagsstofu skiptaverðs á beiðni um aðgang að Excel-skjali og minnisblaði sem varða athugun stofnunarinnar vegna Samherja hf. Stofnunin vísaði til þess að um vinnugögn væri að ræða, sbr. 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst ekki á þær skýringar, með vísan til þess að liðin væru átta ár frá því að gögnin urðu til, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 12. gr. upplýsingalaga. Synjun Verðlagsstofu skiptaverðs byggðist einnig á því að í gögnunum kynnu að felast upplýsingar um mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi að gögnin geymdu ekki slíkar upplýsingar og var því lagt fyrir stofnunina að veita aðgang að gögnunum.


  • 929/2020. Úrskurður frá 25. september 2020

    Kærð var afgreiðsla Ríkiskaupa á beiðni um aðgang að tilboðsgögnum. Kærandi hafði lagt inn tilboð í leiguhúsnæði fyrir Vegagerðina en annað tilboð hafði verið samþykkt. Upphafleg synjun Ríkiskaupa á beiðni kæranda byggðist á því að gögnin vörðuðu viðskiptahagsmuni annars fyrirtækis, sbr. 9. gr. upplýsingalaga og að viðkomandi fyrirtæki legðist gegn afhendingu gagnanna. Við meðferð málsins kom hins vegar fram að gögnin væru ekki fyrirliggjandi hjá Ríkiskaupum heldur hefðu þau verið afhent Framkvæmdasýslu ríkisins. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi beiðni kæranda ekki hafa hlotið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem nefndinni er fært að endurskoða og lagði því fyrir Ríkiskaup að taka málið til nýrrar meðferðar.


  • 928/2020. Úrskurður frá 25. september 2020

    Kærð var synjun ríkislögmanns á beiðni kæranda, blaðamanns, um aðgang að stefnum þriggja félaga gegn íslenska ríkinu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst ekki á það með ríkislögmanni að ákvæði laga um meðferð einkamála giltu um stefnur í dómsmálum í vörslu embættisins. Var komist að þeirri niðurstöðu að upplýsingalög giltu um afgreiðslu embættisins á beiðninni. Synjun ríkislögmanns byggðist auk þess á því að upplýsingar í stefnunum væru undanþegnar upplýsingarétti þar sem þær vörðuðu mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni stefnenda, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi ríkislögmann ekki hafa lagt fullnægjandi mat á efni stefnanna í því sambandi. Var því ákvörðun ríkislögmanns felld úr gildi og lagt fyrir hann að taka málið til nýrrar meðferðar.


  • 927/2020. Úrskurður frá 25. september 2020

    Í málinu var kærð afgreiðsla nefndar um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á beiðni kæranda um aðgang að gögnum sem fylgdu umsókn um endurgreiðslu vegna framleiðslu tiltekinnar kvikmyndar. Nefndin taldi umbeðin gögn varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni framleiðandans og því undanþegin upplýsingarétti almennings, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst á það með nefndinni að hluti gagnanna væri undanskilinn upplýsingarétti á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga en taldi þó að kærandi ætti rétt til aðgangs að þeim gögnum sem ekki yrðu felld undir undanþáguákvæðið.


  • 926/2020. Úrskurður frá 25. september 2020

    Deilt var um synjun ríkiskattstjóra á beiðni Neytendasamtakanna um upplýsingar um það hvort tiltekið fyrirtæki hefði greitt sektir sem Neytendastofa lagði á það. Ríkisskattstjóri byggði synjunina á því að gögnin væru undiropin sérstakri þagnarskyldu á grundvelli laga nr. 150/2019 um innheimtu opinberra skatta og gjalda, laga nr. 90/2003 um tekjuskatt og laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt en úrskurðarnefndin féllst ekki á það að þagnarskylduákvæðin giltu um umbeðnar upplýsingar. Ákvörðun ríkisskattstjóra byggði einnig á því að gögnin hefðu að geyma upplýsingar um virka fjárhagshagsmuni fyrirtækis sem sanngjarnt og eðlilegt væri að leynt færu, sbr. 2. mgr. 9. gr. upplýsingalaga. Að mati úrskurðarnefndarinnar innihélt lítill fjöldi gagnanna slíkar upplýsingar og var fallist á það að ríkisskattstjóra væri óheimilt að veita kæranda aðgang að þeim gögnum. Kærandi ætti aftur á móti rétt til aðgangs að þeim gögnum sem ekki yrðu felld undir undanþáguákvæðið.


  • 925/2020. Úrskurður frá 28. ágúst 2020

    Í málinu var kærð afgreiðsla Þjóðskrár Íslands á beiðni um aðgang að hljóðupptöku af símtali á milli Þjóðskrár og borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins sem varðaði mál kæranda. Fram kom að símtalið var ekki tekið upp, þannig lá ekki fyrir synjun um aðgang að fyrirliggjandi gögnum, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, og var málinu vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.


  • 924/2020. Úrskurður frá 28. ágúst 2020

    Kærð var synjun mennta- og menningarmálaráðuneytisins á beiðni kæranda, blaðamanns, um aðgang að lögfræðiálitum sem ráðuneytið aflaði í kjölfar úrskurðar kærunefndar jafnréttismála. Ráðuneytið taldi gögnin falla undir undanþáguákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga en samkvæmt því nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til bréfaskipta stjórnvalda við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Úrskurðarnefndin taldi ljóst að lögfræðiálitanna hefði verið aflað við athugun á því hvort dómsmál skyldi höfðað og var synjun ráðuneytisins því staðfest.


  • 923/2020. Úrskurður frá 28. ágúst 2020

    Kærð var synjun mennta- og menningarmálaráðuneytisins á beiðni kæranda, blaðamanns, um aðgang að lögfræðiálitum sem ráðuneytið aflaði í kjölfar úrskurðar kærunefndar jafnréttismála. Ráðuneytið taldi gögnin falla undir undanþáguákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga en samkvæmt því nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til bréfaskipta stjórnvalda við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Úrskurðarnefndin taldi ljóst að lögfræðiálitanna hefði verið aflað við athugun á því hvort dómsmál skyldi höfðað og var synjun ráðuneytisins því staðfest.


  • 922/2020. Úrskurður frá 28. ágúst 2020

    Í málinu var kærð afgreiðsla fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að gögnum í máli sem varðaði hana sjálfa. Ráðuneytið afhenti kæranda umbeðin gögn að undanskildum þremur fylgiskjölum sem ráðuneytið taldi háð sérstakri þagnarskyldu, enda væri um að ræða verklagsreglur og vinnureglur Tollstjóra sem trúnaður ríkti um samkvæmt 1. mgr. 188. gr. tollalaga, nr. 88/2005, og X. kafla stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Auk þess væru undanþegin upplýsingarétti á grundvelli 1. og 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Úrskurðarnefndin taldi gögnin vafalaust falla undir sérstakt þagnarskylduákvæði 1. mgr. 188. gr. tollalaga og staðfesti því synjun ráðuneytisins.


  • 921/2020. Úrskurður frá 28. ágúst 2020

    Deilt var um afgreiðslu Landsnets á beiðni um aðgang að gögnum varðandi undirbúning og samráðsferli fyrirhugaðrar lagningar jarðstrengs. Landsnet vísaði kæranda á þau gögn sem þegar höfðu verið gerð aðgengileg en synjaði honum um tvö minnisblöð sem það taldi til vinnugagna, sbr. 5. tölul. 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Úrskurðarnefndin féllst á það með Landsneti að umbeðin gögn væru vinnugögn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga og þar með undanþegin upplýsingarétti.


  • 920/2020. Úrskurður frá 14. júlí 2020

    Staðfest var synjun Herjólfs ohf. á beiðni kæranda um aðgang að einingarverðum fyrirtækja vegna kaupa Herjólfs ohf. á raforku en aðrar upplýsingar í tilboðunum höfðu verið birtar opinberlega.


  • 919/2020. Úrskurður frá 14. júlí 2020

    Úrskurðarnefnd um upplýsingamál vísaði beiðni kæranda um upplýsingar um kostnað vegna málaferla og dómsátta sveitarfélagsins frá tilteknu tímabili, sundurliðuðum eftir málum, aftur til Akureyrarbæjar til nýrrar meðferðar en sveitarfélagið sagði umbeðin gögn ekki vera fyrirliggjandi. Úrskurðarnefndin taldi sveitarfélagið ekki hafa tekið afstöðu til þess hvort tilefni væri til þess að veita kæranda aðgang að reikningum og öðrum gögnum sem kynnu að innihalda umbeðnar upplýsingar og hefði beiðnin því ekki hlotið þá meðferð sem upplýsingalög geri kröfu um.


  • 918/2020. Úrskurður frá 14. júlí 2020

    Kærandi óskaði eftir upplýsingum frá Landspítalanum um hvaða ljósmæður hefðu verið á vakt á fæðingardeild tiltekna nótt. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi kæranda eiga rétt til aðgangs að upplýsingunum á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Nefndin féllst ekki á að umbeðnar upplýsingar væru ekki fyrirliggjandi. Þá var ekki fallist á að upplýsingarnar yrðu felldar undir 4. tölul. 6. gr., sbr. 7. gr. upplýsingalaga. Að lokum taldi nefndin kæranda eiga ríkari rétt til aðgangs að upplýsingunum en viðkomandi starfsmenn af því að þær færu leynt, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Var því Landspítalanum gert að afhenda kæranda umbeðnar upplýsingar.


  • 917/2020. Úrskurður frá 14. júlí 2020

    Í málinu var kærð afgreiðsla Fjársýslu ríkisins á beiðni um aðgang að upplýsingum um innkaup lögreglu á vörum til reksturs rannsóknarlögreglu á tímabilinu janúar til apríl 2017. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst á það með Fjársýslu ríkisins að umbeðnar upplýsingar væru ekki fyrirliggjandi hjá stofnuninni. Þrátt fyrir að einhver bókhaldsgögn sem felld yrðu undir beiðni kæranda kynnu að vera í vörslum stofnunarinnar hefði stofnunin ekki upplýsingar um hvaða gögn tilheyrðu rannsóknarlögreglu á tímabilinu. Var því kærunni vísað frá úrskurðarnefndinni.


  • 916/2020. Úrskurður frá 14. júlí 2020

    Kærð var synjun fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni kæranda, blaðamanns, um aðgang að fundargerðum Lindarhvols ehf. árin 2016-2018. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst ekki á að þagnarskylduákvæði 15. gr. laga nr. 87/1992, um gjaldeyrismál, og 51. gr. laga nr. 92/2019, um Seðlabanka Íslands, ættu við um gögnin. Úrskurðarnefndin taldi hluta fundargerðanna innihalda upplýsingar sem með engu móti yrðu felldar undir 9. gr. upplýsingalaga. Að mati nefndarinnar hafði ráðuneytið ekki rökstutt með fullnægjandi hætti hvaða upplýsingar í fundargerðunum kynnu að verða felldar undir 9. gr. upplýsingalag og eftir atvikum 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Þar sem ráðuneytið hafði ekki afgreitt beiðni kæranda með fullnægjandi hætti var henni vísað aftur til ráðuneytisins til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.


  • 915/2020. Úrskurður frá 14. júlí 2020

    Deilt var um afgreiðslu Hafrannsóknastofnunar á beiðni félags um aðgang að gögnum sem varða veiðiráðgjöf vegna beitukóngs árið 2019. Hafrannsóknarstofnun sagði umbeðnar upplýsingar vera fyrirliggjandi í tækniskýrslu um beitukóng sem gefin var út árið 2019 og vísaði til þess hvar í skýrslunni upplýsingarnar væri að finna. Engin önnur gögn væru til um ráðgjöfina en fundargerðir, glærusýningar og forritunarkóði sem synjað var um aðgang að á þeim grundvelli að gögnin væru vinnugögn, sbr. 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin féllst á það með Hafrannsóknarstofnun að gögnin væru undanþegin upplýsingarétti á þeim grundvelli.


  • 914/2020. Úrskurður frá 29. júní 2020

    Kærð var afgreiðsla Herjólfs ohf. á beiðni um upplýsingar um nöfn starfsmanna félagsins, stöðu þeirra og menntun miðað við 1. febrúar 2020. Úrskurðarnefndin vísaði til þess að samkvæmt 4. mgr. 7. gr. upplýsingalaga bæri að veita almenningi upplýsingar um nöfn og starfssvið starfsmanna lögaðila sem falla undir lögin. Hins vegar bæri ekki að veita upplýsingar um menntun starfsmanna og var því staðfest synjun Herjólfs ohf. á beiðni um þær upplýsingar. Þá hafði Herjólfur ohf. birt nöfn og starfssvið starfsmanna á vefsíðu félagsins og voru þær upplýsingar því þegar aðgengilegar almenningi. Var kærunni þar af leiðandi vísað frá að því leyti.


  • 913/2020. Úrskurður frá 29. júní 2020

    Í málinu var deilt um afgreiðslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á beiðni um aðgang að upplýsingum um bíltæknirannsóknir sem lögreglan hefði látið framkvæma á tímabilinu 2004-2014. Lögreglan bar því við að ekki væru fyrirliggjandi gögn með slíkum upplýsingum, nema þá í málsgögnum sakamála. Kærunni var vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál með vísan til þess að gögn sem varða rannsókn sakamála eru undanþegin upplýsingarétti samkvæmt 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga.


  • 912/2020. Úrskurður frá 29. júní 2020

    Kærð var afgreiðsla Vegagerðarinnar á beiðni um aðgang að upplýsingum varðandi kostnað við utanlandsferð starfsmanna Vegagerðarinnar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og Spalar árið 2002. Vegagerðin kvað engin gögn með slíkum upplýsingum vera fyrirliggjandi hjá stofnuninni. Úrskurðarnefndin taldi sig ekki hafa forsendur til að draga þá staðhæfingu í efa og var kærunni því vísað frá.


  • 911/2020. Úrskurður frá 29. júní 2020

    Kærð var synjun Fiskistofu á beiðni um aðgang að töflureiknisskjölum sem tekin voru saman í tengslum við gerð lagafrumvarps. Fiskistofa hafði afhent kæranda töflureikningsskjölin að hluta en synjað um tilteknar upplýsingar í þeim. Synjunin var í fyrsta lagi byggð á því að um vinnugögn væri að ræða, sbr. 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga, og í öðru lagi að gögnin vörðuðu virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni einkaaðila sem sanngjarnt og eðlilegt væri að leynt færu, sbr. 9. gr. laganna. Úrskurðarnefndin féllst ekki á að gögnin væru vinnugögn þar sem þau gátu ekki talist undirbúningsgögn auk þess sem þau höfðu verið afhent atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Þá taldi nefndin að hagsmunir útgerðarfyrirtækja af leynd, um hvernig reikniforsendur í skjölunum kynnu að hafa áhrif á úthlutun aflaheimilda til þeirra, gætu ekki vegið þyngra en þeir mikilvægu hagsmunir að upplýsingar um undirbúning lagasetningar um ráðstöfun opinberra hagsmuna væru aðgengilegar almenningi. Jafnframt yrði ekki séð að í gögnunum fælust í reynd aðrar upplýsingar um virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni útgerðarfyrirtækja en þær sem þegar væru aðgengilegar almenningi lögum samkvæmt. Var Fiskistofu því gert að veita kæranda aðgang að gögnunum.


  • 910/2020. Úrskurður frá 11. júní 2020

    Í málinu var deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum frá Vinnueftirliti ríkisins um hvort stofnuninni hefði borist kvörtun vegna framkomu kæranda á vinnustað. Vinnueftirlitið taldi óheimilt að veita honum upplýsingar um hvort fyrirliggjandi væru gögn með upplýsingunum, sbr. 9. og 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Í úrskurði úrskurðarnefndarinnar kemur fram að sérstakt þagnarskylduákvæði í lögum nr. 46/1980 hafi verið fellt niður fyrir mistök með lögum nr. 71/2019. Með lögum nr. 40/2020 hafi sérstakt þagnarskylduákvæði verið leitt í lög á ný. Þegar kærandi hafi óskað upplýsingunum hafi verið kveðið á um að starfsmenn Vinnueftirlits ríkisins væru bundnir þagnarskyldu samkvæmt X. kafla stjórnsýslulaga og hafi beiðni kæranda verið réttilega afgreidd á þeim lagagrundvelli. Yrði því að fara fram hagsmunamat á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi hagsmuni einstaklinga af því að upplýsingar um erindi sem þeir kynnu að hafa lagt fram í skjóli þágildandi lögbundinnar og sérstakrar þagnarskyldu færu leynt, vega þyngra en hagsmunir kæranda af því að fá umbeðnar upplýsingar. Var því ákvörðun Vinnueftirlitsins staðfest.


  • 909/2020. Úrskurður frá 11. júní 2020

    Kærð var afgreiðsla Félagsstofnunar stúdenta á beiðni um gögn varðandi leiguíbúð á vegum félagsins. Þar sem upplýsingalög gilda ekki um beiðnina var kærunni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.


  • 908/2020. Úrskurður frá 11. júní 2020

    Deilt var um afgreiðslu Kópavogsbæjar á beiðni kæranda um tiltekin gögn varðandi framkvæmdir við sparkvöll við Austurkór. Sveitarfélagið kvað hluta umbeðinna gagna ekki fyrirliggjandi og staðfesti úrskurðarnefnd um upplýsingamál þann hluta afgreiðslunnar. Hins vegar taldi sveitarfélagið óheimilt að afhenda samninga sveitarfélagsins við verktaka, með vísan til 2. tölul. 9. gr. upplýsingalaga, auk þess sem heimilt væri að undanþiggja tölvupóstsamskipti vegna framkvæmdanna, með vísan til 5. tölul. 6. gr. laganna. Að mati úrskurðarnefndarinnar höfðu þeir hlutar beiðninnar ekki hlotið þá efnislegu umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi sem nefndinni væri fært að endurskoða og var þeim því vísað aftur til Kópavogsbæjar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.


  • 907/2020. Úrskurður frá 11. júní 2020

    Kærð var synjun Reykjavíkurborgar á beiðni blaðamanns um aðgang að öllum reikningum varðandi framkvæmdir við Klettaskóla frá árinu 2011. Ákvörðunin byggði á því að afgreiðsla beiðninnar myndi taka svo mikinn tíma og krefjast svo mikillar vinnu að ekki væri af þeim sökum fært að verða við henni, sbr. 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga enda þyrfti að yfirfara reikningana og afmá úr þeim viðkvæmar upplýsingar, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Í úrskurði úrskurðarnefndarinnar er tekið fram að stjórnvöldum beri að gæta ítrustu varfærni áður en beiðnum blaðamanna um aðgang að gögnum er synjað á grundvelli undanþáguákvæðisins. Þá hefði blaðamanninum ekki verið gefinn kostur á að afmarka beiðni sína áður en ákvörðun var tekin um að synja honum um aðgang að gögnunum. Úrskurðarnefndin staðfesti hins vegar ákvörðunina í ljósi þess að um var að ræða rúmlega 5.000 skjöl og að afgreiðsla beiðninnar krefðist þess að Reykjavíkurborg legði mat á hvort óheimilt væri að veita aðgang að upplýsingum úr þeim á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga.


  • 906/2020. Úrskurður frá 8. júní 2020

    Kærð var afgreiðsla umhverfis- og auðlindaráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að gögnum er varða notkun Íslenska orkurannsókna (ÍSOR) á gagnagrunnum frá Orkustofnun. Ráðuneytið hafði upplýst kæranda um að þrátt fyrir leit í málaskrárkerfi þess hefðu ekki fundist frekari gögn um málið en þegar hefðu verið afhent kæranda, enda væri um að ræða atburði sem áttu sér stað áður en ráðuneytið fékk málaflokkinn á sitt borð. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi sig ekki hafa forsendur til að rengja fullyrðingar ráðuneytisins um að umbeðin gögn væru ekki fyrirliggjandi og var því kærunni vísað frá nefndinni.


  • 905/2020. Úrskurður frá 8. júní 2020

    Í málinu hafði mennta- og menningarmálaráðuneytið synjað beiðni kæranda um aðgang að drögum að bréfi sem stílað var á Ríkisendurskoðun. Ákvörðun ráðuneytisins var byggð á því að um væri að ræða vinnugagn en bréfið hefði aldrei verið sent frá ráðuneytinu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafði ekki forsendur til að draga þá fullyrðingu ráðuneytisins í efa en bréfið var óundirritað. Var því ákvörðunin staðfest. Þá taldi nefndin ráðuneytið hafa tekið afstöðu til þess hvort veita ætti kæranda aðgang að drögunum í ríkari mæli en skylt er í samræmi við ákvæði 11. gr. upplýsingalaga.


  • 904/2020. Úrskurður frá 8. júní 2020

    Í málinu var deilt um afgreiðslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni um aðgang að samningi Glitnis hf., GLB Holding ehf. og Seðlabanka Íslands. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst á það með ráðuneytinu að samningurinn væri undirorpinn sérstakri þagnarskyldu samkvæmt 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands, nr. 92/2019. Var því staðfest ákvörðun ráðuneytisins um að synja beiðni kæranda um aðgang að samningnum.


  • 903/2020. Úrskurður frá 8. júní 2020

    Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að gögnum um atvik sem kom upp í búsetukjarna Reykjavíkurborgar og sem varðaði kæranda sjálfan. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi skjal með færslum vettvangsgeðteymis vera vinnugagn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga. Var því fallist á að Reykjavíkurborg væri heimilt að synja beiðni kæranda um aðgang að færslunum með vísan til 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin féllst aftur á móti ekki á að færslur í atvikaskráningakerfi velferðarsviðs væru vinnugögn. Var því leyst úr rétti kæranda til aðgangs að færslunum á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga. Fallist var á rétt kæranda til aðgangs að skjalinu að undanskildum upplýsingum um lýsingu starfsmanns á upplifun sinni, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.


  • 902/2020. Úrskurður frá 8. júní 2020

    Kærð var ákvörðun Herjólfs ohf. um að synja beiðni um aðgang að skjali með reikningsjöfnuði félagsins yfir átta mánaða tímabil. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst á það með félaginu að skjalið væri vinnugagn sem heimilt væri að undanþiggja upplýsingarétti á grundvelli 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga.


  • 901/2020. Úrskurður frá 20. maí 2020

    Mennta- og menningarmálaráðuneytið hafði synjað kæranda um aðgang að gögnum tengdum dómsmáli sem kærandi höfðaði gegn íslenska ríkinu og Minjastofnun Íslands og var sú afgreiðsla kærð til úrskurðarnefndarinnar. Nefndin féllst á það með ráðuneytinu að því hefði verið heimilt að synja beiðni kæranda um aðgang að gögnum sem fælu í sér bréfaskipti við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað, sbr. 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Þá féllst nefndin á að hluti gagnanna væru vinnugögn sbr. 8. gr. upplýsingalaga og þar með undanþegin upplýsingarétti samkvæmt 5. tölul. 6. gr. laganna. Var synjun ráðuneytisins því staðfest.


  • 900/2020. Úrskurður frá 20. maí 2020

    Kærð var afgreiðsla Seðlabanka Íslands á beiðni um öll samskipti starfsmanna og lögmanna bankans við þrotabú eignarhaldsfélags. Bankinn kvað engin gögn sem kæran lyti að vera fyrirliggjandi hjá bankanum. Úrskurðarnefndin taldi ekki séð að Seðlabanki Íslands hefði í tilefni af beiðni kæranda kannað hvort gögn er féllu undir beiðnina og sem bankanum væri skylt að varðveita væru í fórum lögmanna er störfuðu fyrir bankann. Beiðninni var því vísað til nýrrar meðferðar hjá Seðlabankanum.


  • 899/2020. Úrskurður frá 20. maí 2020

    Kærð var synjun samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins á beiðni um upplýsingar um fjölda leyfa sem ráðuneytið og undirstofnanir þess hefðu veitt starfsmönnum til stofnunar einkafyrirtækja á tilteknu tímabili, afritum af leyfum starfsmanna til að gegna aukastörfum og stofna einkafyrirtæki á sama tímabili ásamt upplýsingum um heimildir tiltekins starfsmanns Vegagerðarinnar til að starfa fyrir nokkur nafngreind fyrirtæki. Úrskurðarnefndin vísaði frá þeim hluta málsins sem sneri að starfsmönnum undirstofnana á þeim grundvelli að þau væru ekki fyrirliggjandi í ráðuneytinu. Hvað varðar beiðni um afrit af leyfum starfsmanna til að gegna aukastörfum var synjun ráðuneytisins staðfest með vísan til 7. gr. upplýsingalaga. Þá var þeim hluta beiðninnar sem laut að fjölda veittra leyfa vísað aftur til ráðuneytisins þar sem ekki hafði verið tekin afstaða til beiðninnar.


  • 898/2020. Úrskurður frá 20. maí 2020

    Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um samskipti fjármála- og efnahagsráðuneytisins og Norrænu ráðherranefndarinnar í tengslum við mögulega ráðningu kæranda í ritstjórastöðu tímarits. Synjun ráðuneytisins byggði á því að mikilvægir almannahagsmunir krefðust þess að gögnin færu leynt enda hefðu þau að geyma upplýsingar um samskipti við fjölþjóðastofnun, sbr. 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi kæranda eiga rétt til aðgangs að upplýsingunum á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Þá taldi nefndin ekkert í gögnunum gefa tilefni til að ætla að raunverulegt tjón hlytist af því að þau yrðu afhent kæranda. Var því ráðuneytinu gert að veita kæranda aðgang að gögnunum.


  • 897/2020. Úrskurður frá 30. apríl 2020

    Í málinu kærði blaðamaður synjun Barnaverndarstofu á beiðni hans um gögn varðandi tiltekið fósturheimili. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst ekki á það með Barnaverndarstofu að óheimilt væri að veita upplýsingar um hvort athugasemdir vegna starfsemi fósturheimila hafi borist án þess að fram færi atviksbundið mat á efni slíkra gagna. Fallist var á að óheimilt væri að veita kæranda aðgang að hluta gagna Barnaverndarstofu varðandi heimilið með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Barnaverndarstofu var þó gert að veita kæranda aðgang að hluta bréfs barnaverndarnefndar Kópavogs vegna fósturheimilisins og svarbréfi Barnaverndarstofu í heild sinni.


  • 896/2020. Úrskurður frá 30. apríl 2020

    Kærð var afgreiðsla Herólfs ohf. á beiðni kæranda um aðgang að fjárhagsáætlun félagsins fyrir árið 2020 en Herjólfur hafði vísað til þess í svari til kæranda að upplýsingarnar væri að finna á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. Úrskurðarnefndin taldi 2. málsl. 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga ekki verða túlkaðan á þann veg að ákvæðið leggi skyldu á stjórnvöld til að afhenda gögn á því formi sem aðili óski eftir þegar þau séu þegar aðgengileg almenningi. Var því kærunni vísað frá úrskurðarnefndinni.


  • 895/2020. Úrskurður frá 30. apríl 2020

    Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að vinnusálfræðilegri greinargerð sem unnin var í tilefni af kvörtunum kæranda um einelti á vinnustað. Úrskurðarnefndin mat rétt kæranda til aðgangs að gögnunum á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga. Talið var að hagsmunir kæranda af því að geta kynnt sér efni skýrslunnar vægju þyngra en hagsmunir þeirra sem tjáðu sig við gerð hennar af leynd. Hins vegar bæri að afmá úr skýrslunni frásagnir um einkamálefni annarra en kæranda, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.


  • 894/2020. Úrskurður frá 30. apríl 2020

    Í málinu óskaði blaðamaður eftir því að úrskurðarnefnd um upplýsingamál kvæði upp úrskurð varðandi rétt hans til aðgangs að fundargerðum Ríkisútvarpsins ohf. á tímabilinu 1. janúar 2018 til 7. ágúst 2019 á grundvelli 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga. Í rökstuðningi Ríkisútvarpsins vegna kærunnar kom fram að það væri afstaða félagsins að afhenda kæranda fundargerðirnar en áður bæri þó að afmá tilteknar upplýsingar úr þeim. Úrskurðarnefndin taldi fundargerðirnar vera að mestu leyti vinnugögn og því væri félaginu heimilt að undanþiggja upplýsingar úr þeim á þeim grundvelli, sbr. 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga. Þó væri félaginu skylt að afmá tilteknar upplýsingar úr fundargerðunum með vísan til 9. gr. upplýsingalaga.


  • 893/2020. Úrskurður frá 22. apríl 2020

    Kærð var afgreiðsla Vegagerðarinnar á beiðni kæranda um aðgang að gögnum rafrænnar ferilvöktunar í tengslum við tjón sem varð á bifreið kæranda en kærandi taldi snjómoksturstæki á vegum Vegagerðarinnar hafa valdið tjóninu. Úrskurðarnefndin mat rétt kæranda til aðgangs að gögnunum á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga og taldi hagsmuni hans af því að geta kynnt sér gögnin ríkari en óljósa hagsmuni annarra sem gögnin gætu varðað.


  • 892/2020. Úrskurður frá 22. apríl 2020

    Vinnueftirlitið hafði synjað beiðni kæranda um aðgang að gögnum með vísan til þagnarskylduákvæðis 2. mgr. 83. gr. laga nr. 46/1980 og 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi fyrrnefnda ákvæðið ekki kveða á um sérstaka þagnarskyldu heldur almenna og yrði því að meta rétt kæranda til aðgangs að gögnunum á grundvelli upplýsingalaga. Að mati úrskurðarnefndarinnar skorti að tekin hefði verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda á grundvelli upplýsingalaga og var málinu því vísað aftur til Vinnueftirlitsins til nýrrar meðferðar.


  • 891/2020. Úrskurður frá 22. apríl 2020

    Deilt var um afgreiðslu Hveragerðisbæjar á beiðni kæranda um aðgang að gögnum er varða dóttur kæranda. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi kæranda eiga rétt til aðgangs að hluta gagnanna á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga en til annarra gagna á grundvelli stjórnsýslulaga. Fallist var á rétt kæranda til aðgangs að ráðningarsamningi sveitarfélagsins við tiltekinn starfsmann að undanskildum upplýsingum um stéttarfélagsaðild hans. Þá taldi nefndin kæranda eiga rétt til aðgangs að gögnum um afgreiðslu máls vegna vantraustsyfirlýsingar á félagsráðgjafa sveitarfélagsins.


  • 890/2020. Úrskurður frá 22. apríl 2020

    Kærð var afgreiðsla Ríkisútvarpsins ohf. á beiðni blaðamanns um aðgang að samningsskilmálum samninga félagsins við sjálfstæða framleiðendur um kaup á dagskrárefni á árunum 2015 og 2018. Ríkisútvarpið hélt því fram að samningarnir hefðu ekki að geyma staðlaða samningsskilmála en auk þess gætu samningarnir geymt upplýsingar sem felldar yrðu undir 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi Ríkisútvarpinu hafa borið að taka afstöðu til þess hvort kærandi ætti rétt á afritum af samningunum á grundvelli upplýsingalaga. Þar sem slíkt mat á beiðni kæranda hafði ekki farið fram var beiðninni vísað aftur til afgreiðslu félagsins.


  • 889/2020. Úrskurður frá 22. apríl 2020

    Deilt var um afgreiðslu Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis á beiðni kæranda um aðgang að gögnum. Úrskurðarnefndin taldi upplýsingar um það hvaða fasteignareigendum heilbrigðiseftirlitið hefði sent bréf vegna frágangs fráveitna ekki verða felldar undir undantekningarákvæði upplýsingalaga og féllst á rétt kæranda til aðgangs að bréfum eftirlitsins án útstrikana. Kærandi hafði einnig óskað eftir svarbréfum fasteignareigenda við bréfum eftirlitsins og öllum samskiptum þess við umhverfissvið Mosfellsbæjar en heilbrigðiseftirlitið sagði þau gögn ekki vera fyrirliggjandi. Þar sem úrskurðarnefndin hafði ekki forsendur til að draga þá staðhæfingu í efa var kærunni vísað frá hvað varðar afgreiðslu heilbrigðiseftirlitsins á þeim hluta beiðninnar.


  • 888/2020. Úrskurður frá 22. apríl 2020

    Í málinu var fjallað um rétt Samtaka iðnaðarins til upplýsinga sem Reykjavíkurborg hafði afmáð úr fylgiskjali með þjónustusamningi sveitarfélagsins við Orkuveitu Reykjavíkur frá árinu 2010. Reykjavíkurborg hafði afmáð upplýsingar um verkætti og annan kostnað vegna samningsins með vísan til 4. tölul. 10. upplýsingalaga þar sem um væri að ræða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- og samkeppnisstöðu Orku náttúrunnar. Úrskurðarnefndin taldi, að undangengnu heildarmati á samkeppnishagsmunum OR og ON, að ekki væri réttlætanlegt að þeir gengju framar hagsmunum almennings af aðgangi að upplýsingunum. Var því fallist á að kærandi ætti rétt til aðgangs að upplýsingunum á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga.


  • 887/2020. Úrskurður frá 1. apríl 2020

    Kærð var afgreiðsla Sýslumannsins á Vestfjörðum á beiðni um aðgang að gögnum sem sýndu fram á hver hefði fengið greiddar líftryggingabætur eftir mann sem lést árið 1900. Úrskurðarnefndin féllst ekki á það að embættinu væri ómögulegt að afgreiða beiðnina vegna aðstæðna á skjalasafni embættisins. Var málinu vísað til Sýslumannsins á Vestfjörðum til nýrrar og lögmætrar meðferðar.


  • 886/2020. Úrskurður frá 1. apríl 2020

    Í málinu hafði embætti ríkislögmanns synjað beiðni blaðamanns um aðgang að stefnum útgerðarfélaga á hendur íslenska ríkinu vegna úthlutunar Fiskistofu á aflaheimildum í makríl. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst ekki á það með ríkislögmanni að ákvæði laga um meðferð einkamála giltu um stefnur í dómsmálum í vörslu embættisins. Var komist að þeirri niðurstöðu að upplýsingalög giltu um afgreiðslu embættisins á beiðninni. Úrskurðarnefndin taldi enn fremur að almenningur ætti ríkan rétt til aðgangs að stefnunum enda væri þar krafist að íslenska ríkið greiði skaðabætur á þeim grundvelli að úthlutun aflaheimilda hefði ekki verið lögum samkvæmt. Ríkislögmanni væri því aðeins heimilt að afmá upplýsingar úr stefnunum sem felldar yrðu undir 9. gr. upplýsingalaga, sbr. 3. mgr. 5. gr. laganna. Úrskurðarnefndin taldi tilgreindar upplýsingar vera mikilvægar virkar upplýsingar um fjárhags- eða viðskiptahagsmuni útgerðarfélaganna og falla þar af leiðandi undir 9. gr. upplýsingalaga. Að öðru leyti komst nefndin að þeirri niðurstöðu að kærandi ætti rétt til aðgangs að stefnunum.


  • 885/2020. Úrskurður frá 1. apríl 2020

    Í málinu hafði embætti ríkislögmanns synjað beiðni blaðamanns um aðgang að stefnum útgerðarfélaga á hendur íslenska ríkinu vegna úthlutunar Fiskistofu á aflaheimildum í makríl. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst ekki á það með ríkislögmanni að ákvæði laga um meðferð einkamála giltu um stefnur í dómsmálum í vörslu embættisins. Var komist að þeirri niðurstöðu að upplýsingalög giltu um afgreiðslu embættisins á beiðninni. Úrskurðarnefndin taldi enn fremur að almenningur ætti ríkan rétt til aðgangs að stefnunum enda væri þar krafist að íslenska ríkið greiði skaðabætur á þeim grundvelli að úthlutun aflaheimilda hefði ekki verið lögum samkvæmt. Ríkislögmanni væri því aðeins heimilt að afmá upplýsingar úr stefnunum sem felldar yrðu undir 9. gr. upplýsingalaga, sbr. 3. mgr. 5. gr. laganna. Úrskurðarnefndin taldi tilgreindar upplýsingar vera mikilvægar virkar upplýsingar um fjárhags- eða viðskiptahagsmuni útgerðarfélaganna og falla þar af leiðandi undir 9. gr. upplýsingalaga. Að öðru leyti komst nefndin að þeirri niðurstöðu að kærandi ætti rétt til aðgangs að stefnunum.


  • 884/2020. Úrskurður frá 1. apríl 2020

    Kærð var ákvörðun Borgarbyggðar um að synja beiðni kæranda um aðgang að gögnum. Úrskurðarnefndin féllst á rétt kæranda til aðgangs að samningi Borgarbyggðar við lögmannsstofu vegna málarekstrarins og minnisblaði sveitarfélagsins með upplýsingum um lögmannskostnað vegna tiltekinna ára. Nefndin vísaði beiðni kæranda um aðgang að sundurliðuðum heildarkostnaði vegna dómsmála milli hans og sveitarfélagsins aftur til Borgarbyggðar.


  • 883/2020. Úrskurður frá 24. mars 2020

    Í málinu var leyst úr rétti kæranda til aðgangs að skýrslu vegna athugunar á innra starfsumhverfi tiltekins skóla á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi rétt kæranda til þess að geta kynnt sér niðurstöðu athugunarinnar og forsendur hennar vega þyngra en réttur þeirra sem tjáðu sig við gerð skýrslunnar af því að efni hennar færi leynt, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Var því fallist á rétt kæranda til aðgangs að skýrslunni án útstrikana.


  • 882/2020. Úrskurður frá 24. mars 2020

    Kærð var afgreiðsla fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni um aðgang að tölvupóstssamskiptum ráðuneytisins við embætti ríkislögmanns. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst á það með ráðuneytinu að tölvupóstsamskiptin væru undanþegin upplýsingarétti á grundvelli 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga þar sem í þeim færi fram ráðagerð í tengslum við höfðun dómsmáls.


  • 881/2020. Úrskurður frá 24. mars 2020

    Hafnað var kröfu um endurupptöku mála úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 19050024 og 19060008, sem lauk með úrskurðum nr. 829/2019 og 380/2019, þar sem skilyrði stjórnsýsluréttar um endurupptöku máls voru ekki talin vera fyrir hendi.


  • 880/2020. Úrskurður frá 24. mars 2020

    Deilt var um afgreiðslu Fjársýslu ríkisins á beiðni Neytendasamtakanna um upplýsingar um hvort tiltekið fyrirtæki hafi greitt stjórnvaldssektir. Fjársýsla ríkisins bar því við að ekki væru fyrirliggjandi gögn með þeim upplýsingum sem óskað væri eftir og að stofnuninni væri hvorki skylt að fletta viðkomandi lögaðila upp í gagnagrunni stofnunarinnar, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, né heimilt skv. 9. gr. laganna. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst ekki á að gögn með upplýsingunum væru ekki fyrirliggjandi þar sem af svari stofnunarinnar mætti ráða að unnt væri að fletta viðkomandi lögaðila upp í kerfi stofnunarinnar. Þá taldi nefndin að stofnuninni hefði ekki verið heimilt að synja beiðninni á þeirri forsendu að upplýsingar um meðferð í málum einstakra lögaðila féllu almennt og án frekari atviksbundinnar athugunar undir 9. gr. upplýsingalaga. Þar sem mat á efni umbeðinna gagna hafði ekki farið fram var kærunni vísað til nýrrar meðferðar hjá stofnuninni.


  • 879/2020. Úrskurður frá 26. febrúar 2020

    Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi sig ekki hafa forsendur til að rengja staðhæfingar Reykjavíkurborgar að öll fyrirliggjandi gögn er varða beiðni kæranda hefðu verið afhent. Því lá ekki fyrir ákvörðun um að synja kæranda um aðgang að gögnum í skilningi 20. gr. upplýsingalaga og var kærunni vísað frá nefndinni.


  • 878/2020. Úrskurður frá 26. febrúar 2020

    Í málinu var deilt um rétt kæranda, blaðamanns, til aðgangs að upplýsingum um afdrif erindis frá starfsmanni embættis ríkislögreglustjóra sem hefði borist dómsmálaráðuneytinu árið 2019 þar sem kvartað hefði verið undan stjórnunarháttum ríkislögreglustjóra. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál staðfesti ákvörðun ráðuneytisins um synjun beiðni kæranda um aðgang að gögnum sem kynnu að geyma slíkar upplýsingar með vísan til 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga en fyrir lá að ríkislögreglustjóri hafði ekki sætt viðurlögum í starfi síðustu fjögur árin áður en beiðni kæranda barst, sbr. 3. mgr. 7. gr. laganna.


  • 877/2020. Úrskurður frá 26. febrúar 2020

    Úrskurðarnefnd um upplýsingamál staðfesti ákvörðun Herjólfs ohf. um að synja beiðni kæranda um aðgang að nöfnum umsækjenda um stöður kokka, matráða, þerna og þjónustufólks á nýjum Herjólfi með vísan til 1. og 4. mgr. 7. gr. upplýsingalaga.


  • 876/2020. Úrskurður frá 26. febrúar 2020

    Kærandi óskaði eftir upplýsingum um heildargreiðslur til sauðfjárræktenda fyrir árin 2015 og 2016 á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. Matvælastofnun taldi óheimilt að veita kæranda aðgang að yfirliti yfir staðfestar greiðslur til sauðfjárbænda á sömu árum með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Það var mat úrskurðarnefndarinnar að þrátt fyrir að upplýsingarnar varði greiðslur til lögbýla og þar með fjárhagsmálefni þeirra sem þiggja greiðslur vegna sauðfjárræktar gæfu upplýsingarnar ekki slíka innsýn í fjármál þeirra sem að rekstrinum stæði að rétt væri að takmarka aðgang að upplýsingum um þær og víkja þannig til hliðar upplýsingarétti almennings um ráðstöfun opinberra fjármuna. Var því Matvælastofnun gert að veita kæranda aðgang að yfirlitinu.


  • 875/2020. Úrskurður frá 26. febrúar 2020

    Deilt var um synjun Isavia ohf. á beiðni blaðamanns um aðgang að yfirliti yfir stöðu fjárfestinga félagsins. Isavia ohf. hélt því fram að um vinnugögn væri að ræða, sbr. 8. gr. upplýsingalaga, og að upplýsingar í þeim væru þess eðlis að takmarka ætti aðgang að þeim vegna mikilvægra fjárhags- og viðskiptahagsmuna Isavia ohf. og annarra fyrirtækja, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi Isavia ohf. ekki hafa tekið nægilega rökstudda afstöðu til gagnabeiðninnar til þess að nefndinni væri unnt að endurskoða ákvörðunina, var hún því felld úr gildi og lagt fyrir Isavia ohf. að taka málið til nýrrar meðferðar.


  • 868/2020. Úrskurður frá 26. febrúar 2020

    Í málinu var deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum tengdum fræðilegri ritröð sem fyrirhugað var að kæmi út á vegum Háskólaútgáfunnar og þeirri ákvörðun ritstjórnar ritraðarinnar að hafna bókatillögu kæranda. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál hafði Háskóli Íslands ekki lagt fullnægjandi grundvöll að þeirri ákvörðun sinni að synja kæranda um aðgang að gögnunum og var málinu því vísað heim til nýrrar og lögmætrar meðferðar og afgreiðslu.


  • 874/2020. Úrskurður frá 14. febrúar 2020

    Kærð var synjun fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni blaðamanns um aðgang að annars vegar minnisblaði ríkisskattstjóra og hins vegar minnisblaði skattrannsóknarstjóra ríkisins sem send voru ráðuneytinu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst ekki á það með ráðuneytinu að gögnin væru undanþegin upplýsingarétti á grundvelli þess að um væri að ræða upplýsingar um rannsókn sakamáls, sbr. 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Hins vegar taldi úrskurðarnefndin ráðuneytinu hafa verið heimilt að takmarka aðgang að hluta þeirra upplýsinga sem fram kæmu í minnisblöðunum sem lytu að fyrirhuguðum ráðstöfunum vegna rannsókna á meintum brotum. Var ráðuneytinu gert að veita kæranda aðgang að öðrum hlutum minnisblaðanna.


  • 873/2020. Úrskurður frá 14. febrúar 2020

    Í málinu var leyst úr rétti kæranda, blaðamanns, til aðgangs að upplýsingum frá Ríkisútvarpinu ohf. um greiðslur félagsins til sjálfstæðra framleiðanda vegna kaupa á dagskrárefni árið 2018. Ákvörðun Ríkisútvarpsins ohf. um að synja beiðni kæranda var reist á 9. gr. upplýsingalaga þar sem í gögnunum kæmu fram upplýsingar um mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni viðsemjenda félagsins. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál vísaði til þess að samningsgerðin væri hluti af lögbundnu hlutverki RÚV sem fjármagnað væri af opinberu fé. Ekki var talið að upplýsingarnar veittu slíka innsýn í fjárhagsmálefni einstaklinga að rétt væri að takmarka aðgang að upplýsingunum og víkja þannig til hliðar upplýsingarétti almennings um ráðstöfun opinberra fjármuna. Var Ríkisútvarpinu ohf. því gert að veita kæranda aðgang að upplýsingunum.


  • 872/2020. Úrskurður frá 14. febrúar 2020

    Deilt var um rétt kæranda, blaðamanns, til aðgangs að upplýsingum frá embætti ríkislögreglustjóra um hvort tiltekið mál hafi verið til meðferðar hjá embættinu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi ljóst, með vísan til athugasemda við 7. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012, að upplýsingar um hvort slíkt mál hafi verið til meðferðar yrðu felldar undir undanþáguákvæði 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Var því fallist á það með embætti ríkislögreglustjóra að kærandi ætti ekki rétt á upplýsingum um það hvort embættið hafi haft slíkt mál til meðferðar.


  • 871/2020. Úrskurður frá 14. febrúar 2020

    Kærð var afgreiðsla Grindavíkurbæjar á beiðni um aðgang að sundurliðuðum rekstrareikningi sem tilgreini tekjur og gjöld vegna reksturs byggingarfulltrúa árin 2017 og 2018 og sundurliðuðum rekstrareikningi vegna geymslusvæðis Grindavíkurbæjar í Moldarlág sömu ár. Grindavíkurbær afhenti kæranda sundurliðunarbækur fyrir árin 2017 og 2018 en svaraði kæranda því að þær upplýsingar sem hann óskaði eftir væru að öðru leyti ekki fyrirliggjandi hjá sveitarfélaginu. Úrskurðarnefndin taldi sig ekki hafa forsendur til að draga staðhæfingu Grindavíkurbæjar í efa. Þar sem umbeðin gögn voru ekki fyrirliggjandi var málinu vísað frá nefndinni.


  • 870/2020. Úrskurður frá 14. febrúar 2020

    Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að umsögn sem þáverandi forstjóri hjúkrunarheimilis ritaði embætti ríkislögmanns í tengslum við dómsmál. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst á það með embætti ríkislögmanns að umsögnin væri undanþegin upplýsingarétti með vísan til 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Var því synjun embættisins staðfest.


  • 869/2020. Úrskurður frá 14. febrúar 2020

    Í málinu var leyst úr rétti kæranda til aðgangs að skýrslu yfirfélagsráðgjafa Vestmannaeyja til Barnaverndarstofu en kæranda var synjað um aðgang að skýrslunni annars vegar með vísan til þess að um væri að ræða vinnugögn, sbr. 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, og hins vegar þess að í skýrslunni kæmu fram viðkvæmar persónuupplýsingar sem óheimilt væri að veita aðgang að, sbr. 9. gr. laganna. Úrskurðarnefndin taldi skýrsluna ekki uppfylla skilyrði 1. málsl. 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga til þess að teljast undirbúningsgagn í reynd. Var því ekki fallist á að skýrslan væri undanþegin upplýsingarétti á þeim grundvelli að um væri að ræða vinnugagn. Nefndin féllst hins vegar á að Vestmannaeyjabæ væri óheimilt að veita aðgang að hluta upplýsinganna vegna 9. gr. upplýsingalaga en sveitarfélaginu var gert að veita kæranda aðgang að skýrslunni að undanskildum tilteknum upplýsingum sem felldar yrðu undir undanþáguákvæðið, sbr. 3. mgr. 5. gr. laganna.


  • 867/2020. Úrskurður frá 29. janúar 2020

    Kærð var synjun fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni blaðamanns um aðgang að fundargerðum stjórnar Lindarhvols ehf. fyrir árin 2016-2018. Ráðuneytið synjaði beiðninni á þeim grundvelli að afgreiðsla hennar tæki of langan tíma, sbr. 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, m.a. vegna þess að afmá þyrfti hluta upplýsinganna úr fundargerðunum með hliðsjón af 9. og 10. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin féllst ekki á að yfirferð fundargerðanna gæti tekið svo langan tíma að undantekningarákvæði 4. mgr. 15. gr. ætti við. Ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins var því felld úr gildi og lagt fyrir ráðuneytið að taka málið til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.


  • 866/2020. Úrskurður frá 29. janúar 2020

    Kærð var synjun Fiskistofu á beiðni um aðgang að tilkynningum til stofnunarinnar um veiddar langreyðar og skoðunarskýrslum stofnunarinnar vegna eftirlitsferða við langreyðaveiðar. Synjunin byggðist á því að stór hluti þess sem fram kæmi í gögnunum fæli í sér mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þriðja aðila, sem sanngjarnt og eðlilegt væri að færu leynt, skv. 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi upplýsingarnar hins vegar ekki verða felldar undir undanþáguákvæði 9. gr. upplýsingalaga og var Fiskistofu því gert að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum.


  • 865/2020. Úrskurður frá 29. janúar 2020

    Kærð var synjun Herjólfs ohf. á beiðni um aðgang að farmskrá ferjunnar og upplýsingum um nöfn umsækjenda um störf hjá félaginu. Að því er varðaði farmskrána vísaði Herjólfur til þess að um væri að ræða upplýsingar um mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni félagsins. Væri því óheimilt að veita aðgang að henni, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Einnig var vísað til samkeppnishagsmuna Herjólfs ohf. Að mati úrskurðarnefndarinnar fól farmskráin ekki í sér slíkar upplýsingar og var félaginu gert að afhenda skrána. Hvað varðar umsækjendur um störf er ekki skylt að veita aðgang að slíkum upplýsingum hjá lögaðilum sem falla undir upplýsingalög, öfugt við það sem gildir um umsækjendur um störf hjá stjórnvöldum. Úrskurðarnefndin staðfesti því þann hluta ákvörðunar Herjólfs ohf.


  • 864/2020. Úrskurður frá 29. janúar 2020

    Kærð var synjun Isavia ohf. á beiðni blaðamanns um aðgang að tveimur minnisblöðum sem unnin voru fyrir Isavia ohf. Synjunin var aðallega byggð á 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, þ.e. að minnisblöðin fælu í sér lögfræðilega álitsgerð sem hefði verið tekin saman í tengslum við dómsmál. Að mati úrskurðarnefndarinnar báru minnisblöðin með sér að þeirra hefði verið aflað í tengslum við aðgerðir Isavia ohf. gegn WOW Air. Var synjunin því staðfest.


  • 863/2020. Úrskurður frá 29. janúar 2020

    Kærð var synjun þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis á beiðni um gögn varðandi tiltekinn einstakling. Fram kom að gögnin hefðu verið flutt á Borgarskjalasafn og væru því ekki fyrirliggjandi hjá þjónustumiðstöðinni. Málinu var vísað frá úrskurðarnefndinni.


  • 862/2020. Úrskurður frá 29. janúar 2020

    Kærð var synjun RARIK ohf. á beiðni um gögn er varða jarðhitaboranir í Hornafirði. Synjunin byggði á því að um væri að ræða upplýsingar um fjárhagsmálefni einstaklinga og fyrirtækja sem óheimilt væri að afhenda, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. RARIK ohf. var gert að afhenda samning við landeigendur um jarðhitaréttindi, þar sem samningurinn innihélt ákvæði um þinglýsingu, einnig skýrslu Íslenskra orkurannsókna, þar sem stofnunin samþykkti afhendingu skýrslunnar. Að öðru leyti var synjun RARIK ohf. staðfest á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga.


  • 861/2019. Úrskurður frá 13. desember 2019

    Deilt var um synjun dómsmálaráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að skýrslu um opinbera rannsókn á tildrögum þess að Magnús Leópoldsson var á sínum tíma grunaður um aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar og látinn sæta gæsluvarðhaldi vegna þess. Synjunin var byggð á því að skýrslan teldist hluti af rannsókn í sakamáli og þannig undanþegin gildissviði upplýsingalaga skv. 1. mgr. 4. gr. þeirra. Í umsögn ráðuneytisins kom m.a. fram að umrædd rannsókn hefði farið fram í samræmi við lagareglur sem á þeim tíma giltu um meðferð sakamála. Þeir aðilar sem boðaðir voru til skýrslugjafar vegna rannsóknarinnar höfðu ýmist réttarstöðu vitnis eða sakbornings. Úrskurðarnefndin taldi að m.a. með hliðsjón af því teldi nefndin ótvírætt að rannsóknin teldist rannsókn sakamáls. Var kærunni því vísað frá úrskurðarnefndinni.


  • 860/2019. Úrskurður frá 13. desember 2019

    Kærð var synjun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. á beiðni um afrit af ráðningarsamningi við framkvæmdastjóra félagsins og starfslýsingu hans. Samkvæmt 7. gr. upplýsingalaga á almenningur að jafnaði ekki rétt á upplýsingum um málefni starfsmanna þeirra aðila sem heyra undir lögin. Í 7. gr. koma fram nokkrar undantekningar frá þeirri meginreglu en ráðningarsamningur og starfslýsing framkvæmdastjóra opinbers hlutafélags falla ekki undir þær og var synjun Herjólfs því staðfest.


  • 859/2019. Úrskurður frá 13. desember 2019

    Kærð var afgreiðsla Fjársýslu ríkisins á beiðni um upplýsingar um innkaup lögreglu á vörum vegna reksturs rannsóknarlögreglu á tilteknu tímabili. Beiðninni var synjað á þeim grundvelli að Fjársýslunni væri óheimilt að veita slíkar upplýsingar og kæranda var þess í stað bent á að beina beiðninni til lögreglunnar. Úrskurðarnefndin taldi málsmeðferð Fjársýslunnar ekki samræmast ákvæðum upplýsingalaga og lagt var fyrir Fjársýsluna að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.


  • 858/2019. Úrskurður frá 13. desember 2019

    Kærð var afgreiðsla Náttúrufræðistofnunar Íslands á beiðni um gögn varðandi friðlýsingartillögu. Stofnunin kvaðst þegar hafa afhent kæranda öll gögn málsins að undanskildum vinnugögnum, sbr. 5. tölul. 6. gr. og 8. gr. upplýsingalaga. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál var vafalaust að um vinnugögn væri ræða og var ákvörðun Náttúrufræðistofnunar því staðfest.


  • 857/2019. Úrskurður frá 13. desember 2019

    Kærð var synjun Isavia ohf. á beiðni blaðamanns um gögn varðandi bílastæði við Keflavíkurflugvöll. Beiðnin sneri m.a. að greiðslum fyrirtækja fyrir aðstöðu við flugvöllinn og rekstrarkostnaði Isavia af bílastæðum árið 2017. Beiðninni var synjað á grundvelli viðskipta- og samkeppnishagsmuna, sbr. 9. gr. og 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, auk þess sem Isavia kvað hluta umbeðinna gagna ekki liggja fyrir hjá fyrirtækinu. Hins vegar lá fyrir hve mikið hópbifreiðafyrirtæki greiddu fyrir afnot af bílastæðum. Viðkomandi fyrirtæki lögðust ekki gegn afhendingu gagnanna og var Isavia gert að afhenda kæranda þau gögn. Úrskurðarnefndin vísaði hluta beiðninnar aftur til Isavia til nýrrar meðferðar og afgreiðslu, en hluta kærunnar var vísað frá.


  • 856/2019. Úrskurður frá 4. desember 2019

    Kærð var synjun Ríkisútvarpsins ohf. á beiðni um aðgang að lista yfir umsækjendur um stöðu útvarpsstjóra. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál vísaði til þess að samkvæmt 1. mgr. 7. gr. . mgr. 7. gr. upplýsingalaga næði réttur almennings almennt ekki til gagna í málum sem varði umsóknir í starf hjá þeim aðilum sem heyri undir upplýsingalög. Undantekningar frá þessari reglu væru hins vegar að finna vegna umsókna um opinbera starfsmenn en þá væri skylt að veita upplýsingar um nöfn og starfsheiti umsækjenda um starf, þegar umsóknarfrestur væri liðinn. Úrskurðarnefndin taldi hugtakið opinbera starfsmenn aðeins taka til starfsmanna stjórnvalda. Því gæti ákvæði 2. mgr. 7. gr. ekki átt við um starfsmenn Ríkisútvarpsins. Var það því niðurstaða nefndarinnar að félaginu hafi verið heimilt að synja beiðni kæranda um nöfn umsækjenda.


  • 855/2019. Úrskurður frá 4. desember 2019

    Kærð var synjun Vesturbyggðar á beiðni um gögn varðandi ráðningu í starf. Kærandi var meðal umsækjenda um starfið og átti því rétt til aðgangs að gögnum í málinu á grundvelli 15. gr. stjórnsýslulaga. Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gilda lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum og var kæru af þeim sökum vísað frá nefndinni.


  • 854/2019. Úrskurður frá 4. desember 2019

    Kærð var afgreiðsla umhverfis- og auðlindaráðuneytisins á beiðni kæranda um gögn varðandi korta- og gagnagrunna sem stofnunin ÍSOR hefði í sínum vörslum. Ráðuneytið taldi fyrirspurn kæranda ekki fela í sér beiðni um tiltekin fyrirliggjandi gögn. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál áréttaði að ráðuneytinu hafi borið að taka til athugunar hvort fyrirliggjandi væru gögn í málaskrá þess sem felld yrðu undir gagnabeiðni kæranda. Þar sem það hafði ekki verið gert var það mat úrskurðarnefndarinnar að ekki hafi verið tekin rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda líkt og upplýsingalög geri ráð fyrir. Var því lagt fyrir ráðuneytið að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.


  • 853/2019. Úrskurður frá 4. desember 2019

    Kærð var synjun Fiskistofu á beiðni um aðgang að CITES-leyfum vegna útflutnings á hvalaafurðum árið 2018. Ákvörðunin byggðist á 9. gr. upplýsingalaga en útflutningsfyrirtækið sem átti í hlut lagðist gegn afhendingu leyfanna. Úrskurðarnefndin taldi fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækisins ekki koma í veg fyrir að veittur yrði aðgangur að leyfunum að undanskildum upplýsingum um kaupanda vörunnar. Var því Fiskistofu gert að afhenda kæranda leyfin en afmá úr þeim upplýsingar um kaupanda.


  • 852/2019. Úrskurður frá 4. desember 2019

    Kærð var synjun Flóahrepps á beiðni um aðgang að heildarupphæðum tilboða í efniskaup vegna Flóafjóss. Kæranda var synjað um hluta umbeðinna gagna á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga með vísan til mikilvægra fjárhags- og viðskiptahagsmuna tilboðsgjafanna en upplýsingarnar segðu til um einingarverð þeirra. Við meðferð málsins veitti einn tilboðsgjafi samþykki sitt fyrir því að veittur yrði aðgangur að upplýsingum hann og var Flóahreppi því gert að veita kæranda aðgang að þeim upplýsingum. Úrskurðarnefndin staðfesti hins vegar ákvörðun Flóahrepps varðandi upplýsingar um heildarupphæð tilboða annarra tilboðsgjafa með vísan til þess að ekki væri um að ræða ráðstöfun opinberra hagsmuna af hálfu stjórnvalda og að hagsmunir tilboðsgjafanna af því að upplýsingar um einingarverð í tilboðum þeirra færu leynt vægju þyngra en hagsmunir almennings af því að geta kynnt sér upplýsingarnar.


  • 851/2019. Úrskurður frá 4. desember 2019

    Kærð var afgreiðsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands á beiðni Hvalaskoðunarsamtaka Íslands um upplýsingar varðandi skýrslu stofnunarinnar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál skorti á að stofnunin hafi tekið rökstudda afstöðu til gagnabeiðni kæranda. Hin kærða ákvörðun var því haldin verulegum efnislegum annmörkum. Var því lagt fyrir Hagfræðistofnun að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar.


  • 850/2019. Úrskurður frá 15. nóvember 2019

    Kærð var synjun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. á beiðni um upplýsingar um nöfn starfsmanna félagsins og starfssvið þeirra og nöfn umsækjanda um störf hjá félaginu. Beiðni kæranda var synjað með þeim rökum að Herjólfur væri opinbert hlutafélag. Við meðferð málsins var kæranda afhentur listi yfir nöfn starfsmanna og starfssvið þeirra. Úrskurðarnefndin staðfesti synjun félagsins að því er varðar umsækjendur um störf enda er lögaðilum í eigu hins opinbera ekki skylt að afhenda slíkar upplýsingar, sbr. 4. mgr. 7. gr. upplýsingalaga.


  • 849/2019. Úrskurður frá 15. nóvember 2019

    Deilt var um synjun Reykjavíkurborgar á beiðni félagasamtaka um aðgang að öllum gögnum varðandi tiltekinn einstakling. Úrskurðarnefndin taldi samþykki viðkomandi einstaklings ekki liggja fyrir og fór því um rétt samtakanna eftir 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Þá taldi nefndin gögnin öll innihalda viðkvæmar upplýsingar um einkamálefni einstaklingsins sem óheimilt væri að veita aðgang að, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Var ákvörðun Reykjavíkurborgar því staðfest.


  • 848/2019. Úrskurður frá 15. nóvember 2019

    Kærð var synjun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ofh. á beiðni um aðgang að samningi sem félagið gerði við einkaaðila um gerð nýrrar heimasíðu fyrir Herjólf. Beiðninni var synjað á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga með vísan til mikilvægra fjárhags- og viðskiptahagsmuna fyrirtækisins sem samið var við. Úrskurðarnefndin fór yfir samninginn og taldi ákvæði upplýsingalaga ekki standa aðgengi í vegi. Var því lagt fyrir Herjólf að veita kæranda aðgang að samningnum.


  • 847/2019. Úrskurður frá 15. nóvember 2019

    Kærð var synjun heilbrigðisráðuneytisins á beiðni blaðamanns um gögn varðandi samningaviðræður ráðuneytisins við Rauða krossinn á Íslandi um yfirtöku reksturs sjúkrabifreiða. Beiðninni var synjað á grundvelli þess að um vinnugögn væri að ræða, sbr. 8. gr. upplýsingalaga, og að samningsumleitanir aðila væru enn yfirstandandi. Úrskurðarnefndin féllst ekki á að um vinnugögn væri að ræða enda hefðu gögnin þegar verið send utanaðkomandi aðila. Þá taldi nefndin ekki að önnur undanþáguákvæði upplýsingalaga ættu við. Var heilbrigðisráðuneytinu gert að afhenda gögnin.


  • 846/2019. Úrskurður frá 15. nóvember 2019

    Deilt var um afgreiðslu Íslandspósts ohf. á beiðni blaðamanns um aðgang að fundargerðum stjórnar Íslandspósts. Fundargerðirnar voru afhentar kæranda en hluti upplýsinganna sem þar komu fram höfðu verið afmáðar úr fundargerðunum með vísan til þess að um væru að ræða trúnaðarupplýsingar og þess að birting upplýsinganna myndi skaða fjárhags- og viðskiptahagsmuni Íslandspósts, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin lagði mat á fundargerðirnar og taldi stærstan hluta þeirra upplýsinga sem afmáðar höfðu verið ekki falla undir undanþáguákvæði upplýsingalaga. Íslandspósti var því gert að veita kæranda aðgang að þeim. Ákvörðun Íslandspósts um að synja kæranda um aðgang að átján atriðum var hins vegar staðfest.


  • 845/2019. Úrskurður frá 15. nóvember 2019

    Kærð var synjun Isavia ohf. á beiðni kæranda um upplýsingar vegna bílastæða við Keflavíkurflugvöll. Beiðnin sneri að tekjum og kostnaði af rekstri bílastæða, fjölda starfsmanna við bílastæðin, kostnaði við uppbyggingu bílastæða á tilteknu tímabili, hvort tekjur af rekstri bílastæða væru nýttar til að fjármagna aðra starfsemi, hver hlunnindi starfsmanna Isavia væru varðandi bílastæði og hve mikið fjármagn Isavia hefði fengið frá Bílastæðasjóði Sandgerðisbæjar á tilteknu tímabili. Beiðninni var synjað með vísan í viðskipta- og samkeppnishagsmuni Isavia, sbr. 9. gr. og 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi Isavia skylt að veita upplýsingar um tekjur vegna reksturs bílastæðanna. Beiðni um aðgang að upplýsingum um kostnað vegna reksturs bílastæðanna, hversu miklu fjármagni hafi verið varið í uppbyggingu þeirra og hversu mikið fjármagn hafi komið frá Bílastæðasjóði Sandgerðisbæjar, var vísað til Isavia ohf. til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. Kæru var að öðru leyti vísað frá.


  • 844/2019. Úrskurður frá 15. nóvember 2019

    Kærð var synjun Isavia ohf. á beiðni kæranda um upplýsingar vegna bílastæða við Keflavíkurflugvöll. Beiðnin sneri að tekjum af gjaldskyldum bílastæðum fyrir tiltekið tímabil, hvernig tekjunum hefði verið varið, fjölda slíkra bílastæða, upplýsingum um ákvörðun um upphaf gjaldtöku og svo gjaldtöku við aðra flugvelli. Beiðninni var hafnað með vísan í viðskipta- og samkeppnishagsmuni Isavia, sbr. 9. gr. og 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi Isavia skylt að veita aðgang að skjölum þar sem fram komu upplýsingar um tekjur af bílastæðum fyrir tiltekið tímabil. Hins vegar var staðfest synjun um gögn varðandi ákvörðun um upphaf gjaldtöku. Kæru var að öðru leyti vísað frá.


  • 843/2019. Úrskurður frá 15. nóvember 2019

    Deilt var um synjun fjármála- og efnahagsráðuneytis og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis á beiðnum kæranda um gögn varðandi laun rekstrarstjóra rannsóknarnefndar samgönguslysa. Af hálfu sveitarstjórnar- og samgönguráðuneytis kom fram að umbeðin gögn lægju ekki fyrir hjá ráðuneytinu. Fjármála- og efnahagsráðuneytið afhenti gögn sem innihéldu viðkomandi launaákvarðanir og launataxta en sagði engin frekari gögn liggja fyrir hjá ráðuneytinu. Úrskurðarnefndin hafði ekki forsendur til þess að rengja þær staðhæfingar ráðuneytanna og var málinu því vísað frá.


  • 842/2019. Úrskurður frá 28. október 2019

    Kæru var vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál þar sem kærði fellur ekki undir upplýsingalög.


  • 841/2019. Úrskurður frá 28. október 2019

    Kæru vegna afgreiðslu utanríkisráðuneytisins á beiðni um aðgang að gögnum var vísað frá þar sem umbeðin gögn voru ekki fyrirliggjandi í ráðuneytinu.


  • 840/2019. Úrskurður frá 28. október 2019

    Deilt var um ákvörðun Vinnumálastofnunar um að synja beiðni kæranda, blaðamanns, um aðgang að gögnum með upplýsingum um hvaða fyrirtæki hafi gripið til hópuppsagna í maí 2019. Synjun Vinnumálastofnunar var byggð á því að óheimilt væri að veita kæranda aðgang að upplýsingunum vegna 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál óskaði eftir afstöðu tveggja fyrirtækja sem höfðu tilkynnt hópuppsögn til Vinnumálastofnunar. Annað þeirra veitti samþykki fyrir því að kærandi fengi aðgang að upplýsingunum og var synjun Vinnumálastofnunar um aðgang að tilkynningu þess fyrirtækis felld úr gildi. Nefndin staðfesti synjun stofnunarinnar varðandi það fyrirtæki sem ekki veitti samþykki sitt fyrir afhendingu upplýsinganna þar sem nefndin taldi tilkynninguna fela í sér viðkvæmar upplýsingar um fjárhagsstöðu þess fyrirtækis sem óheimilt væri að veita aðgang að sbr. 9. gr. upplýsingalaga.


  • 839/2019. Úrskurður frá 28. október 2019

    Deilt var um ákvörðun Grindavíkurbæjar á beiðni um aðgang að sundurliðuðum útreikningum álagðra fasteignagjalda vegna tiltekinnar fasteignar. Sveitarfélagið hélt því fram að álagningarseðlar fasteignagjalda væru ekki vistaðir sjálfstætt heldur þyrfti að kalla þá fram með sérstakri aðgerð, þannig væru þeir ekki fyrirliggjandi hjá sveitarfélaginu. Úrskurðarnefnd taldi ekki ástæðu til að draga þær skýringar í efa og var kæru því vísað frá.


  • 838/2019. Úrskurður frá 28. október 2019

    Kæru vegna afgreiðslu Landspítala-Háskólasjúkrahúss á gagnabeiðni var vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Landspítali-Háskólasjúkrahús hélt því fram að kærandi hefði fengið afhent öll fyrirliggjandi gögn er varði gagnabeiðni kæranda og hafði úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki forsendur til að rengja þá staðhæfingu.


  • 837/2019. Úrskurður frá 28. október 2019

    Samtök iðnaðarins kærðu ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um synjun beiðni um aðgang að samningi Tryggingastofnunar við Veðurstofu Íslands um aðstöðu fyrir miðlægan tölvubúnað Tryggingastofnunar í tölvusal Veðurstofunnar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fór yfir samninginn og taldi ekki að ákvæði upplýsingalaga stæðu aðgangi í vegi. Var því fallist á rétt kæranda til aðgangs að samningnum með vísan til meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings.


  • 836/2019. Úrskurður frá 28. október 2019

    Kærð var ákvörðun Fjallabyggðar um synjun beiðni um aðgang að gögnum vegna verðkönnunar Fjallabyggðar. Leyst var úr rétti kæranda til aðgangs að gögnunum samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga en kærandi var meðal tilboðsgjafa. Talið var að hagsmunir kæranda til aðgangs að gögnunum vægju þyngra en hagsmunir annarra tilboðsgjafa af því að upplýsingarnar í gögnunum færu leynt, sbr. 3. mgr. 14. gr. laganna. Var því synjun Fjallabyggðar felld úr gildi það lagt fyrir sveitarfélagið að veita kæranda aðgang að gögnunum.


  • 835/2019. Úrskurður frá 28. október 2019

    Kærandi óskaði eftir upplýsingum frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu um það úr hvaða háskólum verkfræðingar, arkitektar, landslagsarkitektar, tæknifræðingar og byggingafræðingar, sem séu á listum sem birtir eru á vefsíðum ráðuneytisins og fengið hafa leyfi til að nota viðkomandi starfsheiti, luku námi sínu, þ.e. nafn háskóla og námsland, auk upplýsinga um námsgráðu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst ekki á það með ráðuneytinu að um væri að upplýsingar um einkahagsmuni einstaklinga sem óheimilt sé að veita aðgang, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Þá féllst nefndin ekki á að umfang beiðninnar væri slíkt að ráðuneytinu væri heimilt að synja beiðninni með vísan til 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Var því ákvörðunin felld úr gildi og það lagt fyrir ráðuneytið að afhenda kæranda gögnin.


  • 834/2019. Úrskurður frá 28. október 2019

    Deilt var um rétt kæranda, blaðamanns, til aðgangs að upplýsingum um kostnað vegna öryggisgæslu við íslensk sendiráð. Fyrir lá að ráðuneytið hafði útbúið skjal með umbeðnum upplýsingum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst á það með utanríkisráðuneytinu að um væri að ræða upplýsingar um öryggi ríkisins sem mikilvægir almannhagsmunir krefjast að fari leynt, sbr. 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Var því synjun ráðuneytisins staðfest.


  • 833/2019. Úrskurður frá 28. október 2019

    Kærandi óskaði eftir gögnum frá Reykjavíkurborg varðandi tiltekna framkvæmd annars vegar og samskipti kæranda við sveitarfélagið hins vegar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi sig ekki hafa forsendur til að rengja þá fullyrðingu Reykjavíkurborgar að aðgangur hafi verið veittur að öllum fyrirliggjandi gögnum er varði framkvæmdina og var því kæru vísað frá að þessu leyti. Beiðni kæranda um gögn varðandi samskipti kæranda og Reykjavíkurborgar var hins vegar vísað aftur til sveitarfélagsins til nýrrar meðferðar þar sem skorta þótti á að kæranda hafi verið leiðbeint með afmörkun beiðninnar.


  • 832/2019. Úrskurður frá 28. október 2019

    Í málinu var deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum sem höfðu verið afmáðar úr samningum sem utanríkisráðuneytið og Þróunarsamvinnustofnun Íslands gerðu við Íslenskar orkurannsóknir. Utanríkisráðuneytið synjaði kæranda um aðgang að upplýsingunum með vísan til 2. og 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál staðfesti synjun utanríkisráðuneytisins að hluta, með vísan til 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, en felldi úr gildi synjun ráðuneytisins að öðru leyti.


  • 831/2019. Úrskurður frá 27. september 2019

    Kæru var vísað frá þar sem afgreiðsla embættis ríkisendurskoðanda á beiðni um aðgang að gögnum er ekki kæranleg til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sbr. 4. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, nr. 46/2016.


  • 830/2019. Úrskurður frá 27. september 2019

    Kæru var vísað frá þar sem kærði var ekki talinn heyra undir upplýsingalög nr. 140/2012.


  • 829/2019. Úrskurður frá 27. september 2019

    Kæru var vísað frá þar sem kærði var ekki talinn heyra undir upplýsingalög nr. 140/2012.


  • 828/2019. Úrskurður frá 27. september 2019

    Í málinu var deilt um rétt kæranda, blaðamanns, til aðgangs að sérfræðiálitum sem veitt voru í tengslum við málarekstur ríkisins fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Úrskurðarnefnd féllst á það með embætti ríkislögmanns að embættinu væri heimilt að takmarka rétt kæranda til aðgangs að gögnunum með vísan til 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga en samkvæmt ákvæðinu nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Taldi nefndin embætti ríkislögmanns vera sérfróðan aðila í skilningi ákvæðisins auk þess sem gögn sem stöfuðu frá öðrum sérfróðum aðilum yrðu felld undir ákvæðið. Var því ákvörðun embættisins staðfest.


  • 827/2019. Úrskurður frá 27. september 2019

    Deilt var um þá ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins að synja beiðni kæranda um aðgang að greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi Lindarhvols ehf. Ákvörðun ráðuneytisins var byggð á ákvæði 3. mgr. 15. gr., sbr. 14. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Úrskurðarnefnd taldi ákvæðið fela í sér sérstaka þagnarskyldureglu sem takmarkaði upplýsingarétt almennings, sbr. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Nefndin féllst á það með ráðuneytinu að greinargerðin hefði verið send ráðuneytinu á grundvelli lagaskyldu og að hún væri í drögum og athugun málsins væri ekki lokið. Væri greinargerðin því undirorpin sérstakri þagnarskyldu, sbr. 3. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Var synjun ráðuneytisins því staðfest.


  • 826/2019. Úrskurður frá 27. september 2019

    Deilt var um þá ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins að synja beiðni kæranda um aðgang að greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi Lindarhvols ehf. Ákvörðun ráðuneytisins var byggð á ákvæði 3. mgr. 15. gr., sbr. 14. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Úrskurðarnefnd taldi ákvæðið fela í sér sérstaka þagnarskyldureglu sem takmarkaði upplýsingarétt almennings, sbr. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Nefndin féllst á það með ráðuneytinu að greinargerðin hefði verið send ráðuneytinu á grundvelli lagaskyldu og að hún væri í drögum og athugun málsins væri ekki lokið. Væri greinargerðin því undirorpin sérstakri þagnarskyldu, sbr. 3. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Var synjun ráðuneytisins því staðfest.


  • 825/2019. Úrskurður frá 27. september 2019

    Kærendur óskuðu eftir því að utanríkisráðuneytið veitti þeim aðgang að öllum gögnum borgaraþjónustumáls. Ráðuneytið synjaði beiðninni að hluta á þeim grundvelli að annars vegar væri um að ræða upplýsingar um viðkvæma einkahagsmuni einstaklinga, sbr. 9. gr. upplýsingalaga, en hins vegar að heimilt væri að takmarka aðgang kærenda að upplýsingum um samskipti við önnur ríki og fjölþjóðastofnanir, sbr. 2. tölul. 10. gr. laganna. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tók fram að um upplýsingarétt kærenda færi eftir 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Fallist var á röksemdir ráðuneytisins varðandi hluta umbeðinna gagna en um önnur vísaði nefndin til þess að ekki væri um viðkvæma einkahagsmuni að ræða eða mikilvægir almannahagsmunir stæðu ekki til beitingar 2. tölul. 10. gr., sbr. 3. mgr. 14. gr., upplýsingalaga. Var því lagt fyrir utanríkisráðuneytið að veita kærendum aðgang að hluta skjalanna en hin kærða ákvörðun staðfest að öðru leyti.


  • 824/2019. Úrskurður frá 27. september 2019

    Í málinu var deilt um þá ákvörðun Menntamálastofnunar að synja beiðni kæranda um aðgang samræmdum könnunarprófum sem lögð voru fyrir dóttur kæranda í september 2018. Fyrir lá að kærandi hafði fengið aðgang að svörum barnsins en hafði verið synjað um aðgang að prófspurningunum. Leyst var úr málinu á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga. Fallist var á heimild Menntamálastofnunar til að synja kæranda um aðgang að prófspurningunum á grundvelli 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, sbr. 2. tölul. 2. mgr. 14. gr. laganna, enda hafði stofnunin fyrirhugað að leggja annað prófið fyrir í óbreyttri mynd og hitt prófið í svo til óbreyttri mynd, haustið 2019.


  • 823/2019. Úrskurður frá 27. september 2019

    Deilt var um synjun sveitarfélagsins Árborgar á beiðni um skýrslu sem unnin var af sálfræðistofunni Lífi og sál og varðaði athugun á innra starfsumhverfi í Barnaskólanum [...]. Í fyrstu var kæranda synjað um aðgang að skýrslunni í heild sinni en undir rekstri málsins fékk kærandi aðgang að skýrslunni, þar sem strikað hafði verið yfir upplýsingar um einkahagsmuni tiltekinna einstaklinga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að um aðgang kæranda að skýrslunni færi samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga. Var það mat nefndarinnar að hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að skýrslunni vægju þyngra en hagsmunir þeirra sem upplýsingarnar vörðuðu af því að það sem strikað var yfir færi leynt, sbr. 3. mgr. 14. gr. laganna. Var því lagt fyrir sveitarfélagið Árborg að veita kæranda aðgang að skýrslunni í heild sinni.


  • 822/2019. Úrskurður frá 10. september 2019

    Kæru var vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál þar sem beiðni kæranda laut að gögnum í tilteknu sakamáli en upplýsingalög taka ekki til slíkra gagna, sbr. 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga.


  • 821/2019. Úrskurður frá 10. september 2019

    Kæru vegna afgreiðslu dómstólasýslunnar á beiðni um aðgang að gögnum var vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál þar sem meðferð dómstólasýslunnar á gagnabeiðni er ekki kæranleg til nefndarinnar.


  • 820/2019. Úrskurður frá 10. september 2019

    Kæru vegna synjunar skrifstofu Alþingis á beiðni um aðgang að gögnum var vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál þar sem ákvörðunin er ekki kæranleg til nefndarinnar.


  • 819/2019. Úrskurður frá 10. september 2019

    Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að umsóknargögnum tilteknar vörumerkjarumsóknar. Ekki var fallist á það að gögnin væru undanskilin upplýsingarétti þar sem óheimilt hafi verið að veita aðgang að þeim á grundvelli ákvæðis í vörumerkjalögum sem var við gildi þegar umsóknin var lögð fram. Þá féllst nefndin ekki á að óheimilt væri að veita kæranda aðgang að gögnunum vegna 9. gr. upplýsingalaga en í þeim væri ekki að finna upplýsingar um einka- eða fjárhagsmálefni sem sanngjarnt væri og eðlilegt að leynt færu. Var því Hugverkastofunni gert að veita kæranda aðgang að umsóknargögnunum.


  • 818/2019. Úrskurður frá 10. september 2019

    Fallist var á rétt kæranda til aðgangs að fylgiskjali yfirlýsingar sem Grímsnes- og Grafningshreppur og Byggingarfélagið Geysir undirrituðu 27. september 2005. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi ekki að fylgiskjalið, sem hafði að geyma yfirlit yfir greiðslur lóðareigenda fyrir vatnsinntak við sumarhúsalóðir í Grímsnes- og Grafningshreppi, innihéldi viðkvæmar fjárhagsupplýsingar um einstaklinga sem óheimilt væri að veita aðgang að vegna 9. gr. upplýsingalaga. Þá var kæru vegna afgreiðslu Grímsnes- og Grafningshrepps á beiðni um aðgang að undirrituðum samningi vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál þar sem umbeðið gagn væri ekki fyrirliggjandi.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta