Úrskurðir og álit
-
04. október 2006 /A-231/2006 Úrskurður frá 4. júlí 2006
Kærð var synjun Þingvallanefndar um aðgang að afritum gagna um sölu sumarhúsa í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. Stjórnvaldsákvörðun. Þinglýsing. Synjun staðfest að hluta. Aðgangur veittur að hluta.
-
04. október 2006 /A-228/2006 Úrskurður frá 18. júlí 2006
Kærð var synjun Ríkiskaupa á beiðni um afrit umsagnar matsnefndar um tillögu [C] frá september 2005 í verkefninu 13571 – „Tónlistarhús, ráðstefnumiðstöð og hótel“, auk annarra gagna og bréfaskipta milli Austurhafnar-TR ehf. og Ríkiskaupa við [C]. Aðili máls. Forvalsgögn. Gildissvið upplýsingalaga. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Tilgreining máls eða gagna í máli. Trúnaðarmál. Útboð. Aðgangur veittur að hluta. Synjun staðfest.
-
04. október 2006 /A-230/2006 Úrskurður frá 4. júlí 2006
Kærð var synjun sveitarstjóra Skeiða- og Gnúpverjahrepps um afhendingu gagna úr bókhaldi sveitarfélagsins, svonefndri aðalbók fyrir árin 2002, 2003, 2004 og 2005. Gildissvið upplýsingalaga. Kerfisbundin skráning og vinnsla upplýsinga. Upplýsingar ekki verið teknar saman. Synjun staðfest.
-
31. mars 2006 /A-226/2006 Úrskurður frá 14. mars 2006
Kærð var synjun utanríkisráðuneytisins um aðgang að upplýsingum er varða vopnakaup íslenskra stjórnvalda vegna rekstrar íslensku friðargæslunnar. Umbeðin gögn aldrei verið til. Frávísun.
-
31. mars 2006 /A-227/2006 Úrskurður frá 14. mars 2006
Kærð var synjun utanríkisráðuneytisins um aðgang að upplýsingum er varða ákvörðun ríkisstjórnar um framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Minnisblöð stjórnvalds. Synjun staðfest.
-
03. mars 2006 /A-223/2006 Úrskurður frá 9. febrúar 2006
Kærð var meðferð utanríkisráðuneytisins á beiðni um aðgang að upplýsingum um árás á íslenska friðargæsluliða í Kabúl í Afganistan hinn 23. október 2004. Einkahagsmunir annarra. Gildissvið gagnvart þjóðréttarsamningum. Skjal sem kærandi hefur ritað sjálfur. Aðgangur veittur að hluta. Synjun staðfest að hluta. Frávísun.
-
27. febrúar 2006 /A-225/2006 Úrskurður frá 9. febrúar 2006
Kærð var synjun byggingarnefndar [A-bæjar] um afhendingu á gögnum sem lögð höfðu verið fram á fundi nefndarinnar 30. nóvember 2005. Beiðni ekki beint að réttu stjórnvaldi. Framsending. Frávísun.
-
09. febrúar 2006 /A-224/2006 Úrskurður frá 9. febrúar 2006
Kærð var synjun sveitarfélagsins [A] um aðgang að tilteknum gögnum sem vörðuðu viðskipti sveitarfélagsins við [B] ehf. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Aðgangur veittur.
-
30. nóvember 2005 /A-222/2005 Úrskurður frá 30. nóvember 2005
Kærð var synjun Fiskistofu um aðgang að upplýsingum um hverjir stæðu að baki viðskiptum með aflamark hinn 13. september 2004. Aflamark. Einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Tilgreining máls. Valdmörk úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Synjun staðfest, á grundvelli upplýsingalaga.
-
16. nóvember 2005 /A-221/2005 Úrskurður frá 16. nóvember 2005
Kærð var synjun Fjármálaeftirlitsins um aðgang að öllum gögnum sem lágu til grundvallar áliti stofnunarinnar sem fram kom í bréfi hennar til tiltekins lífeyrissjóðs. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Þagnarskylda. Frávísun. Synjun staðfest.
-
16. nóvember 2005 /A-220/2005 Úrskurður frá 16. nóvember 2005
Kærð var synjun áfrýjunarnefndar samkeppnismála um aðgang að upplýsingum um gengistap og hækkun launa umfram neysluverðsvísitölu hjá fyrirtækjunum [X] hf. og [Y] hf. sem felldar voru út úr úrskurði nefndarinnar nr. 3/2004. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Synjun staðfest.
-
16. nóvember 2005 /A-218/2005 Úrskurður frá 16. nóvember 2005
Kærð var synjun utanríkisráðuneytisins um aðgang að upplýsingum um það hverjir hefðu fengið diplómatísk vegabréf og þjónustuvegabréf í tíð [X] sem utanríkisráðherra. Til vara var farið fram á lista yfir alla handhafa slíkra vegabréfa. Gildissvið gagnvart lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Frávísun
-
10. október 2005 /A-219/2005 Úrskurður frá 10. október 2005
Kærðar voru fimm synjanir framkvæmdanefndar um einkavæðingu. Úrskurðað var um fjóra kæruliði með úrskurði A-215/2005. Í þessu máli var síðasti liðurinn tekinn til úrskurðar, þ.e. synjun um aðgang að fundargerðum framkvæmdanefndar um einkavæðingu varðandi sölu á hlutabréfum ríkisins í Búnaðarbanka Íslands hf. Einni kæru skipt upp í fleiri mál. Fundargerðir. Vinnuskjöl. Synjun staðfest.
-
10. október 2005 /A-217/2005 Úrskurður frá 10. október 2005
Kærð var synjun landbúnaðarráðuneytisins um aðgang að upplýsingum um hvert lægsta, hæsta og meðalverð hafi verið í hverjum tollflokki vegna tilboða í tollkvóta vegna innflutnings á unnum kjötvörum annars vegar og ostum hins vegar fyrir tímabilið 1. júlí 2004 – 30. júní 2005. Innflutningur. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagmmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Aðgangur veittur.
-
14. september 2005 /A-216/2005 Úrskurður frá 14. september 2005
Kærð var synjun heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins um aðgang að gögnum er vörðuðu leyfisveitingu til framleiðslu forskriftarlyfja. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Aðgangur veittur að hluta.
-
07. september 2005 /A-215/2005 Úrskurður frá 7. september 2005
Kærð var synjun framkvæmdanefndar um einkavæðingu á beiðni kæranda um a) afrit af niðurstöðum úr áreiðanleikakönnun fjárfestingabankans [Y], b) skýrslur fjárfestingabankans [Y] vegna sölu á Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands hf., c) gögn sem Ríkisendurskoðun voru fengin í því skyni að vinna skýrslu um einkavæðingu helstu ríkisfyrirtækja árin 1998-2003, d) öll gögn sem [Z] voru fengin til að vinna úr, þ.m.t. vinnureglur sem þeim voru settar vegna einkavæðingar Landssíma Íslands hf. og e) fundargerðir framkvæmdanefndar um einkavæðingu varðandi sölu á hlutabréfum ríkisins í Búnaðarbanka Íslands hf. Einni kæru skipt upp í fleiri mál. Tilgreining máls eða gagna. Aðgangur veittur. Frávísun staðfest. Frávísun.
-
25. júlí 2005 /A-214/2005 Úrskurður frá 25. júlí 2005
Kærð var synjun Fjársýslu ríkisins um aðgang að upplýsingum um föst laun og kjör 49 nafngreindra opinberra starfsmanna fyrir nóvember 2004. Gildissvið gagnvart lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Kærufrestur. Synjun staðfest.
-
25. júlí 2005 /A-213/2005 Úrskurður frá 25. júlí 2005
Kærð var synjun Flugmálastjórnar um að veita aðgang að fundargerðum aðalvarðstjórafunda hjá flugumferðarþjónustu stofnunarinnar á tilteknu tímabili. Ennfremur var kærð synjun Flugmálastjórnar um að veita aðgang að dagbókum flugturnsins í Reykjavík fyrir tiltekið tímabil. Tilgreining máls eða gagna. Synjun staðfest.
-
28. júní 2005 /A-212/2005 Úrskurður frá 28. júní 2005
Kærð var synjun skólanefndar Landakotsskóla um afhendingu á minnisblaði sem lagt hefði verið fram á fundi fulltrúa kennararáðs með skólanefnd. Gildissvið upplýsingalaga. Minnispunktar. Varðveisla gagna. Kröfu hafnað.
-
14. júní 2005 /A-209/2005 Úrskurður frá 14. júní 2005
Kærð var synjun viðskiptaráðuneytisins um afhendingu á afriti af samningi um sölu á hlut íslenska ríkisins í Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands hf. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Aðgangur veittur að hluta.
-
14. júní 2005 /A-210/2005 Úrskurður frá 14. júní 2005
Kærð var synjun landlæknisembættisins um afrit af kvörtunarbréfi sem embættinu hefði borist vegna meðferðar sem veitt væri af hálfu kæranda. Gildissvið gagnvart stjórnsýslulögum. Valdmörk úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Frávísun.
-
14. júní 2005 /A-211/2005 Úrskurður frá 14. júní 2005
Kærð var synjun Rannsóknarnefndar flugslysa um aðgang að umsögn nefndarinnar um drög að lokaskýrslu sérstakrar rannsóknarnefndar sem skipuð var til að rannsaka orsakir flugslyss. Jafnframt var kært að Rannsóknarnefnd flugslysa skyldi ekki taka afstöðu til kröfu hans um aðgang að öllum bréfaskriftum milli Rannsóknarnefndar flugslysa og hinnar sérstöku rannsóknarnefndar. Flugslys. Vinnuskjöl. Synjun að svo stöddu staðfest.
-
10. júní 2005 /A-208/2005 Úrskurður frá 10. júní 2005
Óskað var eftir því að úrskurðarnefndin tæki afstöðu til þriggja álitamála. Í fyrsta lagi hvort úrskurðarnefnd um upplýsingamál tæki til meðferðar kæru á þeirri ákvörðun Samkeppnisstofnunar að veita [X] aðgang að svonefndum trúnaðarupplýsingum. Voru hin tvö álitamálin skilyrt að því leyti að úr þeim yrði eingöngu leyst ef svar úrskurðarnefndarinnar við fyrsta álitaefninu væri á þá leið að nefndin tæki við kærum í málum sem þessum. Valdmörk úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Frávísun.
-
10. júní 2005 /A-206/2005B Úrskurður frá 10. júní 2005
Þess var krafist að réttaráhrifum úrskurðar í málinu A-206/2005 yrði frestað. Krafa um frestun réttaráhrifa. Kröfu hafnað.
-
10. júní 2005 /A-207/2005 Úrskurður frá 10. júní 2005
Kærð var synjun Umhverfisstofnunar um aðgang að gagnagrunni um þá sem hafa opinber réttindi sem meindýraeyðar eða garðaúðarar. Í sama bréfi var kærð synjun Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur um aðgang að gagnagrunni um þá sem hafa opinbert starfsleyfi í sömu starfsgreinum. Einni kæru skipt upp í fleiri mál. Framsending. Kærufrestur. Kæruleiðbeiningar. Upplýsingar ekki verið teknar saman. Synjun staðfest.
-
25. maí 2005 /A-206/2005 Úrskurður frá 25. maí 2005
Kærð var synjun Vegagerðarinnar um aðgang að tilboðum [A] og [B] í liði E1, F2, A1 og L1 samkvæmt tilboðsskrá í útboði Vestmannaeyjaferju 2001-2003. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Aðgangur veittur.
-
25. maí 2005 /A-205/2005 Úrskurður frá 25. maí 2005
Kærð var synjun tollstjórans í Reykjavík um upplýsingar um hvort [A], [B] og eftir atvikum fleiri aðilar hefðu fengið sömu tolla og vörugjöld, sem kæranda var gert að greiða, felld niður vegna innflutnings á sambærilegum búnaði. Jafnræðisreglan. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Tilgreining máls eða gagna í máli. Frávísun að hluta. Aðgangur veittur að hluta.
-
27. apríl 2005 /A-204/2005 Úrskurður frá 27. apríl 2005
Kærð var synjun yfirdýralæknis um að veita aðgang að öllum gögnum er fyrir lægju hjá embættinu vegna umsagna þess til landbúnaðarráðuneytisins um löggildingu tiltekinna sláturhúsa. Einni kæru skipt upp í fleiri mál. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Aðgangur veittur.
-
11. apríl 2005 /A-203/2005 Úrskurður frá 11. apríl 2005
Kærð var synjun yfirdýralæknis um að veita aðgang að öllum gögnum er fyrir lægju hjá embættinu vegna umsagna þess til landbúnaðarráðuneytisins um löggildingu sláturhúsa í tilteknum sveitarfélögum. Einnig var farið fram á aðgang að skýrslum vegna árlegs eftirlits með þessum sláturhúsum á yfirstandandi ári. Einni kæru skipt upp í fleiri mál. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Aðgangur veittur.
-
11. apríl 2005 /A-201/2005 Úrskurður frá 11. apríl 2005
Kærð var synjun Umhverfisstofnunar um aðgang að gagnagrunni um þá sem hafa opinber réttindi sem meindýraeyðar eða garðaúðarar. Einnig var kærð synjun Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur um aðgang að gagnagrunni um þá sem hafa opinbert starfsleyfi sem meindýraeyðar eða garðaúðarar. Beiðni um aðgang ekki beint að réttu stjórnvaldi. Einni kæru skipt upp í fleiri mál. Framsending. Kerfisbundin skráning og vinnsla upplýsinga. Frávísun.
-
11. apríl 2005 /A-202/2005 Úrskurður frá 11. apríl 2005
Kærð var synjun yfirdýralæknis um að veita aðgang að skjali, „athugasemdum á blaði“, sem fylgdi skýrslu um sláturhús [A]. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Aðgangur veittur.
-
30. mars 2005 /A-200/2005 Úrskurður frá 30. mars 2005
Kærð var synjun landbúnaðarráðuneytisins um að afhenda ættbók Cocker Spaniel hundsins [A]. Kærufrestur. Frávísun.
-
30. mars 2005 /A-198/2005 Úrskurður frá 30. mars 2005
Kærð var synjun landbúnaðarráðuneytisins, um að veita aðgang að öllum gögnum um síðustu löggildingu sláturhúss [A], þ. á m. að umsögn embættis yfirdýralæknis um málið og gögnum henni tengdri. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Tilgreining máls eða gagna í máli. Aðgangur veittur.
-
25. febrúar 2005 /A-199/2005 Úrskurður frá 25. febrúar 2005
Kærð var synjun Bændasamtaka Íslands um að veita aðgang að lista yfir greiðslumark í fjárbúskap. Jafnframt fór kærandi fram á að fá aðgang að lista yfir mjólkurkvóta allra framleiðenda á landinu. Beiðni um aðgang ekki beint að réttu stjórnvaldi. Gildissvið gagnvart lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Kerfisbundin skráning og vinnsla upplýsinga. Stjórnvaldsákvörðun. Tilgreining máls eða gagna í máli. Frávísun á báðum kröfum.
-
26. janúar 2005 /A-197/2005 Úrskurður frá 26. janúar 2005
Kærð var synjun Hafnarfjarðarbæjar um að veita aðgang að yfirliti yfir allar samþykktar íbúðir norðan Reykjanesbrautar. Tilgreining máls eða gagna. Leiðbeiningar um afmörkun beiðni. Frávísun staðfest.
-
26. janúar 2005 /A-196/2005 Úrskurður frá 26. janúar 2005
Kærð var synjun yfirdýralæknis um að veita aðgang að öllum gögnum er fyrir lægju hjá embættinu vegna umsagna þess til landbúnaðarráðuneytisins um löggildingu sláturhúsa í tilteknum sveitarfélögum. Einnig var farið fram á aðgang að skýrslum vegna árlegs eftirlits með þessum sláturhúsum á yfirstandandi ári. Beiðni um aðgang ekki beint að réttu stjórnvaldi. Einni kæru skipt upp í fleiri mál. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Frávísun á fyrri kröfu. Aðgangur veittur skv. seinni kröfu.
-
30. desember 2004 /A-195/2004 Úrskurður frá 30. desember 2004
Kærð var synjun utanríkisráðuneytisins um að veita aðgang að gögnum um viðræður forsætisráðherra og utanríkisráðherra við aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna 5. júní 2003. Vinnuskjal sem stjórnvald hefur ritað til eigin afnota. Öryggi og varnir ríkisins. Samskipti við önnur ríki. Synjun staðfest.
-
22. desember 2004 /A-191/2004 Úrskurður frá 22. desember 2004
Kærð var synjun utanríkisráðuneytisins um að veita aðgang gögnum um árás á íslenska friðargæsluliða í Kabúl í Afganistan 23. október 2004. Vinnuskjal sem stjórnvald hefur ritað til eigin afnota. Einkamálefni einstaklinga. Samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Aðgangur veittur að hluta skjals.
-
17. desember 2004 /A-194/2004 Úrskurður frá 17. desember 2004
Kærð var synjun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. um að veita aðgang að gögnum um bílagæslu við flugstöðina og meðferð utanríkisráðuneytisins á sams konar beiðni.Gildissvið upplýsingalaga. Gögn ekki í vörslum stjórnvalds. Kæruheimild. Frávísun.
-
16. desember 2004 /A-193/2004 Úrskurður frá 16. desember 2004
Kærð var synjun dóms- og kirkjumálaráðuneytisins um að veita aðgang að bréfi frá einum umsækjenda um embætti hæstaréttardómara. Umsóknir um störf hjá ríki eða sveitarfélögum og öll gögn sem þau varða. Synjun staðfest.
-
02. desember 2004 /A-192/2004 Úrskurður frá 2. desember 2004
Kærð var synjun Reykjavíkurhafnar um að veita óskoraðan aðgang að samningi hafnarinnar um útvegun fyllingarefnis fyrir höfnina á árunum 1997 til 1999 og að framlengingu samningsins til og með árinu 2003. Málshraði. Form aðgangs. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja. Samkeppni. Samkeppnishagsmunir hins opinbera. Aðgangur veittur. Afhenda ber ljósrit af undirrituðu frumriti.
-
18. nóvember 2004 /A-189/2004 Úrskurður frá 18. nóvember 2004
Kærð var synjun Umhverfisstofnunar um að veita aðgang að dagbók hundaræktar, sem stofnunin hafði aflað í eftirlits skyni. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja. Synjun staðfest.
-
15. nóvember 2004 /A-190/2004 Úrskurður frá 15. nóvember 2004
Kærð var synjun Fiskistofu um að veita aðgang að upplýsingum um á milli hvaða aðila viðskipti með aflamark í þorski fóru fram 13. september 2004. Gildissvið upplýsingalaga gagnvart lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Tilgreining máls. Frávísun.
-
27. september 2004 /A-188/2004 Úrskurður frá 27. september 2004
Kærð var synjun skrifstofu hæstaréttar um að veita að gang að nöfnum meðmælenda frambjóðenda við kjör forseta Íslands 26. júní 2004. Gildissvið upplýsinglaga. Frávísun.
-
27. september 2004 /A-187/2004 Úrskurður frá 27. september 2004
Kærð var synjun Heilbrigðisstofnunar Austurlands um að veita aðgang að samningi um heilbrigðisþjónustu á virkjanasvæði Kárahnjúkavirkjunar. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja. Samkeppni. Aðgangur veittur.
-
23. ágúst 2004 /A-186/2004 Úrskurður frá 23. ágúst 2004
Kærð var synjun Flugmálastjórnar um að veita aðgang að fundargerðum aðalvarðstjórafunda hjá flugumferðarþjónustu stofnunarinnar frá hluta árs 1999 og aðgang að dagbókum flugturnsins í Reykjavík fyrir tímabilið 1987 til 1990. Fundargerðir. Vinnuskjöl. Tilgreining máls. Fjöldi mála. Synjun staðfest.
-
23. ágúst 2004 /A-185/2004 Úrskurður frá 23. ágúst 2004
Kærð var synjun Reykjavíkurborgar, um að veita aðgang að launaseðlum þriggja nafngreindra starfsmanna borgarinnar á þriggja ára tímabili. Persónuupplýsingar. Fyrirliggjandi gögn. Frávísun.
-
04. ágúst 2004 /A-184/2004 Úrskurður frá 4. ágúst 2004
Kærð var synjun Ríkisútvarpsins um að veita aðgang að gögnum sem lögð voru fram á fundi útvarpsráðs 17. maí 2004. Fundargerðir. Vinnugögn. Samkeppnisstaða opinberrar stofnunar. Mikilvægir almannahagsmunir. Upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá. Aðgangur veittur að hluta.
-
04. ágúst 2004 /A-179/2004 Úrskurður frá 4. ágúst 2004
Kærð var synjun sýslumannsins í Vestmannaeyjum um að veita aðgang að upplýsingum um tilboð sem borist höfðu í auglýsingar í bæjarblöðunum. Tilboð. Mikilvægir fjárhags- og viðskiptahagsmunir fyrirtækja. Samkeppnissjónarmið. Aðgangur veittur.
-
27. júlí 2004 /A-183/2004 Úrskurður frá 27. júlí 2004
Kærð var synjun forsætisráðuneytisins um að veita aðgang að lista um greiðslur fyrir nefndarstörf á tilteknu tímabili. Einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga. Synjun staðfest.
-
14. júlí 2004 /A-182/2004 Úrskurður frá 14. júlí 2004
Kærð var synjun Borgarskjalasafns um að veita aðgang að gögnum um afa og ömmu kæranda. Einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga. Heilbrigðisupplýsingar. Upplýsingar varða kæranda sjálfan. Aðgangur veittur að hluta.
-
02. júlí 2004 /A-181/2004 Úrskurður frá 2. júlí 2004
Kærð var synjun fjármálaráðuneytisins um að veita kæranda aðgang að upplýsingum um heildargreiðslur ríkisins til fyrirtækis í tengslum við verksamning og hugbúnaðarkaup á grundvelli útboðs Ríkiskaupa. Bókhaldsgögn. Fyrirliggjandi gögn. Mikilvægir fjárhags- og viðskiptahagsmunir. Synjun staðfest.
-
10. júní 2004 /A-180/2004 Úrskurður frá 10. júní 2004
Kærð var synjun Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins um að veita aðgang að upplýsingum um söluverð og greiðsluskilmála á tilteknu vörumerki. Mikilvægir fjárhags- og viðskiptahagsmunir fyrirtækja. Upplýsingar varða kæranda sjálfan. Aðgangur veittur.
-
28. maí 2004 /A-178/2004 Úrskurður frá 28. maí 2004
Kærð var synjun bókasafns Vestmannaeyja um aðgang að upplýsingum um umsækjendur um starf bókavarðar. Umsækjendur um opinber störf. Aðgangur veittur.
-
28. maí 2004 /A-176/2004 Úrskurður frá 28. maí 2004
Kærð var synjun fjármálaráðuneytisins að veita aðgang að bréfi til innheimtumanna ríkissjóðs um skuldajöfnun vaxta- og barnabóta. Fyrirliggjandi gögn. Frávísun.
-
28. maí 2004 /A-177/2004 Úrskurður frá 28. maí 2004
Kærð var synjun Vestmannaeyjabæjar um að veita aðgang að lána-, gjaldmiðla- og vaxtaskiptaamningum vegna uppgjörs á gjaldeyrisskiptasamningi frá árinu 2001. Samningur. Mikilvægir fjárhags- og viðskiptahagsmunir fyrirtækis. Þagnarskylda. Aðgangur veittur að hluta.
-
24. maí 2004 /A-174/2004 Úrskurður frá 24. maí 2004
Kærðar voru synjanir forsætisráðuneytisins um að veita aðgang að upplýsingum um utanferðir forsætisráðherra. Bókhaldsgögn. Fyrirliggjandi gögn. Fjöldi mála. Synjun staðfest.
-
24. maí 2004 /A-172/2004 Úrskurður frá 24. maí 2004
Kærð var synjun Kópavogsbæjar um að veita aðgang að upplýsingum um leigu bílaleigubíla hjá Kópavogsbæ. Bókhaldsgögn. Fyrirliggjandi gögn. Synjun staðfest.
-
24. maí 2004 /A-175/2004 Úrskurður frá 24. maí 2004
Kærð var synjun formanns nefndar skv. 5. mgr. 3. gr. laga nr. 97/1990 um heilbrigðisþjónustu um að veita aðgang að öllum niðurstöðum nefndarinnar á tilteknu árabili. Ótiltekinn fjölda mála. Þagnarskylda. Synjun staðfest.
-
24. maí 2004 /A-173/2004 Úrskurður frá 24. maí 2004
Kærð var synjun Akureyrarbæjar um að veita aðgang að upplýsingum um leigu bílaleigubíla hjá Akureyrarbæ. Bókhaldsgögn. Fyrirliggjandi gögn. Synjun staðfest.
-
26. mars 2004 /A-170/2004 Úrskurður frá 26. mars 2004
Kærð var synjun Fiskræktarsjóðs um að veita aðgang að upplýsingum um umsóknir um styrki og styrkveitingar úr sjóðnum á árunum 2002 og 2003. Leiðbeiningarskylda stjórnvalda. Kærufrestur. Almannahagsmunir. Meðferð almannafjár. Fundargerðir. Aðgangur veittur.
-
15. mars 2004 /A-171/2004 Úrskurður frá 15. mars 2004
Kærð var synjun Landmælinga Íslands um að veita aðgang að áskriftarsamningi við ríkisstofnanir um aðgang að hæðarlíkani af Íslandi, svo og að nánar tilgreindum upplýsingum þar að lútandi. Vinnuskjal til eigin afnota. Samningur. Fyrirhugað útboð. Aðgangur veittur að hluta.
-
01. mars 2004 /A-169/2004 Úrskurður frá 1. mars 2004
Kærð var synjun framkvæmdanefndar um einkavæðingu um að veita aðgang að kaupsamningi og umfjöllun um sölu á hlut íslenska ríkisins í Íslenskum aðalverktökum hf. í fundargerðum nefndarinnar. Fundargerðir. Vinnuskjöl stjórnvalds. Samningur. Mikilvægir fjárhags- og viðskiptahagsmunir fyrirtækis. Aðgangur veittur.
-
20. febrúar 2004 /A-168/2004 Úrskurður frá 20. febrúar 2004
Kærð var synjun fjármálaráðuneytisins um að veita aðgang að upplýsingum um fjölda notendaleyfa og greiðslur fyrir aukaverk í tengslum við verksamning og hugbúnaðarkaup á grundvelli útboðs Ríkiskaupa í janúar 2001. Framkvæmd útboðs. Upplýsingar sem varða kæranda sjálfan. Mikilvægir fjárhags- og viðskiptahagsmunir fyrirtækis. Fyrirliggjandi gögn. Aðgangur veittur.
-
17. desember 2003 /A-167/2003 Úrskurður frá 17. desember 2003
Kærð var meðferð forsætisráðuneytisins og synjun utanríkisráðuneytisins á beiðni um að veita aðgang að gögnum um andlát sonar kærenda. Rannsókn í opinberu máli. Samskipti við erlend stjórnvöld. Upplýsingar varða kærendur sjálfa. Frávísun að hluta. Aðgangur veittur að hluta.
-
17. desember 2003 /A-166/2003 Úrskurður frá 17. desember 2003
Kærð var synjun dóms- og kirkjumálaráðuneytisins og ríkislögreglustjóra um að veita aðgang að gögnum um andlát sonar kærenda. Rannsókn í opinberu máli. Samskipti við erlend stjórnvöld. Upplýsingar er varða kærendur sjálfa. Frávísun að hluta. Aðgangur veittur að hluta.
-
28. október 2003 /A-165/2003 Úrskurður frá 28. október 2003
Kærð var synjun Landspítala háskólasjúkrahúss um aðgang að upplýsingum um föst laun læknaritara og skrifstofustjóra á sjúkrahúsinu. Óskað aðgangs að mörgum stjórnsýslumálum. Einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga. Persónuvernd. Aðgangur veittur.
-
03. september 2003 /A-164/2003 Úrskurður frá 3. september 2003
Kærð var synjun framkvæmdanefndar um einkavæðingu um að veita aðgang að mati á tilboðum í útboði á hlut ríkisins í Íslenskum aðalverktökum hf. og að tilboðum annarra tilboðsgjafa í útboðinu. Upplýsingar er varða kæranda sjálfan. Fjárhags- og viðskiptahagsmunir fyrirtækja. Vinnuskjal stjórnvalds. Aðgangur veittur.
-
10. júlí 2003 /A-162/2003 Úrskurður frá 10.júlí 2003
Kærð var synjun Umhverfisstofnunar um aðgang að gögnum um úthlutun innflutningskvóta klórflúorkolefnis og vetnisklórflúorkolefnis 1999 til 2002, svo og um markaðshlutdeild hlutaðeigandi innflytjenda á árinu 1989. Úthlutun innflutningsleyfa. Fjárhags- og viðskiptahagsmunir fyrirtækja. Þagnarskylda. Fyrirliggjandi gögn. Upplýsingar er varða kæranda sjálfan. Aðgangur veittur.
-
10. júlí 2003 /A-163/2003 Úrskurður frá 10. júlí 2003
Kærð var synjun Umhverfisstofnunar um að veita aðgang að minnisblaði um eftirlitsferð dýralæknis í hundaræktarbú. Fjárhags- og viðskiptahagsmunir fyrirtækis. Þagnarskylda. Almannahagsmunir. Aðgangur veittur.
-
26. júní 2003 /A-161/2003 Úrskurður frá 26. júní 2003
Kærð var synjun iðnaðarráðuneytisins um aðgang að gögnum um kaup Orkubús Vestfjarða á Hitaveitu Dalabyggðar. Minnisblað ráðherra. Skjöl tekin saman fyrir ráðherrafund. Vinnuskjöl til eigin afnota. Synjun staðfest.
-
23. júní 2003 /A 160/2003 Úrskurður frá 23. júní 2003
Kærð var synjun Umhverfisstofnunar um að veita aðgang að hæfnisprófum veiðimanna. Aðgangur að prófverkefnum. Almannahagsmunir. Synjun staðfest.
-
07. febrúar 2003 /A-159/2003 Úrskurður frá 7. febrúar 2003
Kærð var synjun forsætis-, fjármála- og utanríkisráðuneyta um að veita aðgang að upplýsingum um utanferðir forsætis-, fjármála- og utanríkisráðherra, m.a. fjölda ferða, kostnað við hverja ferð og greiðslur dagpeninga. Meðferð persónuupplýsinga. Fyrirliggjandi gögn. Óskað aðgangs að skjölum úr mörgum stjórnsýslumálum. Synjun staðfest að hluta. Aðgangur veittur að hluta.
-
20. janúar 2003 /A-158/2003 Úrskurður frá 20. janúar 2003
Kærð var synjun Vegagerðarinnar um að veita bæjarstjórn Vestmannaeyja aðgang að samningi við skipafélag um rekstur ferjunnar Herjólfs. Kæra frá stjórnvaldi. Samningur. Kærufrestur. Leiðbeiningarskylda stjórnvalda. Samkeppnisstaða hins opinbera. Fjárhags- og viðskiptahagsmunir. Aðgangur veittur að hluta.
-
30. desember 2002 /A-157/2002 Úrskurður frá 30. desember 2002
Kærð var synjun dóms- og kirkjumálaráðuneytisins um að veita aðgang að úrlausnum úr heimaverkefnum sem fengu jákvæða umsögn dómnefndar í prófum um dómtúlka og skjalaþýðendur. Mat á prófúrlausnum. Þagnarskylda. Skýring upplýsingalaga. Gildissvið upplýsingalaga. Einkahagsmunir annarra. Veittur aðgangur að hluta.
-
09. desember 2002 /A-156/2002 Úrskurður frá 9. desember 2002
Kærð synjun utanríkisráðuneytisins um að veita aðgang að kröfulista þjóða í yfirstandandi viðræðum á grundvelli alþjóðlegs samnings. Samkeppni. Trúnaðarmál. Almannahagsmunir. Samskipti íslenska ríkisins við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir. Synjun staðfest.
-
08. nóvember 2002 /A-1552002 Úrskurður frá 8. nóvember 2002
Kærð var meðferð landlæknis á beiðni um aðgang að gögnum er vörðuðu veikindi móður beiðanda. Þagnarskylda. Skýring upplýsingalaga. Gildissvið. Lögvarðir hagsmunir. Upplýsingaréttur aðila. Kæruheimild. Frávísun.
-
25. október 2002 /A-154/2002 Úrskurður frá 25. október 2002
Kærð var synjun forsætisráðuneytisins um aðgang að tilteknum gögnum um sölu á hlut ríkisins í Landsbanka Íslands hf. Fyrirhugaðar ráðstafanir. Brottfall takmarkana. Viðskiptahagsmunir. Einka- og fjárhagshagsmunir einstaklinga og fyrirtækja. Skýring upplýsingalaga. Aðgangur veittur.
-
22. október 2002 /A-153/2002 Úrskurður frá 22. október 2002
Kærð var synjun landlæknis um aðgang að bréfi hans til yfirlæknis um starfsleyfi til handa kínverskum lækni. Einka- og fjárhagshagsmunir einstaklinga. Kæruheimild. Aðgangur veittur.
-
08. ágúst 2002 /A-152/2002 Úrskurður frá 8. ágúst 2002
Kærð var synjun dóms- og kirkjumálaráðuneytisins um að veita aðgang að bréfi til flugfélags vegna tiltekinna öryggisráðstafana í tengslum við opinbera heimsókn þjóðhöfðingja til Íslands. Lögskýring. Takmarkanir á upplýsingarétti vegna almannahagsmuna. Einkahagsmunir einstaklinga. Öryggi ríkisins. Stjórnarskrá. Aðgangur að hluta.
-
15. júlí 2002 /A-151/2002 Úrskurður frá 15. júlí 2002
Kærð var synjun dóms- og kirkjumálaráðuneytisins um að veita aðgang að reglum um vopnaburð, settar með stoð í vopnalögum. Takmarkanir á upplýsingarétti vegna almannahagsmuna. Öryggi ríkisins. Lögskýring. Gildissvið upplýsingalaga. Synjun staðfest.
-
11. júlí 2002 /A-150/2002 Úrskurður frá 11. júlí 2002
Kærð var synjun Mosfellsbæjar um að veita aðgang að lögfræðiáliti sem aflað var vegna bótakröfu á hendur bænum. Gildissvið upplýsingalaga gagnvart stjórnsýslulögum. Upplýsingaréttur aðila. Stjórnvaldsákvörðun. Kæruleiðbeiningar. Kæruheimild. Frávísun.
-
03. júlí 2002 /A-148/2002 Úrskurður frá 3. júlí 2002
Kærð var synjun Hreppsnefndar Austur-Eyjafjallahrepps um að veita aðgang að útboðsgögnum. Hlutverk úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Útboð. Gildissvið upplýsingalaga. Upplýsingaréttur aðila. Samkeppnishagsmunir hins opinbera. Takmarkanir á upplýsingarétti. Aðgangur veittur.
-
01. júlí 2002 /A-149/2002 Úrskurður frá 1. júlí 2002
Kærð var synjun landbúnaðarráðuneytis um aðgang að gögnum um ríkisjörð. Beiðni um aðgang að upplýsingum. Tilgreining máls. Fjöldi mála. Synjun.
-
10. apríl 2002 /A-147/2002 Úrskurður frá 10.4 2002
Kærð var synjun Fjármálaeftirlitsins um að veita fréttamönnum aðgang að bréfi sem það hafði sent tilteknum aðilum um sviptingu atkvæðisréttar þeirra á aðalfundi viðskiptabanka. Takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna. Takmarkanir á upplýsingarétti vegna viðskipta- og fjárhagshagsmuna. Þagnarskylda. Eftirlitsskylda hins opinbera. Gildissvið upplýsingalaga. Synjun staðfest.
-
04. apríl 2002 /A-146/2002 Úrskurður frá 4. apríl 2002
Kærð var synjun flugmálastjórnar um að veita upplýsingar um flugferil þyrlu vegna þyrluslyss. Rafræn gögn. Kærufrestur. Kæruleiðbeiningar. Leiðbeiningarskylda stjórnvalda. Fyrirliggjandi gögn. Synjun staðfest.
-
21. mars 2002 /A-144/2002 Úrskurður frá 21. mars 2002
Kærð var synjun félagsmálastjóra Kópavogsbæjar um að veita aðgang að tilteknum gögnum um daggæslu tiltekinna aðila. Rannsókn eða saksókn í opinberu máli. Takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna. Aðgangur að hluta skjals. Aðgangur veittur að hluta.
-
07. mars 2002 /A-145/2002 Úrskurður frá 7. mars 2002
Kærð var synjun landbúnaðarráðuneytisins og Bændasamtaka Íslands um að veita aðgang að upplýsingum um greiðslumark á ríkisjörð við sölu hennar til ábúenda og ráðstöfun greiðslumarksins eftir að jörðin hafði verið afsalað til þeirra. Takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna. Aðgangur veittur að hluta.
-
04. mars 2002 /A-143/2002 Úrskurður frá 4. mars 2002
Kærð var synjun rannsóknarnefndar flugslysa um að veita aðgang að ratsjárgögnum flugferla fjögurra tilgreindra flugvéla að Reykjavíkurflugvelli að kvöldi [dags.] og um að láta honum í té afrit af þeim á prentuðu eða tölvutæku formi. Rannsókn eða saksókn í opinberu máli. Gildissvið upplýsingalaga. Vörslur gagna. Beiðni um aðgang ekki beint að réttu stjórnvaldi. Leiðbeiningarskylda stjórnvalda. Frávísun.
-
08. febrúar 2002 /A-142/2002 Úrskurður frá 8. febrúar 2002
Kærð var synjun forsætisráðuneytisins um að veita aðgang að upplýsingum um skiptingu kostnaðar við einkavæðingu sem leitað var eftir fjárveitingu fyrir í frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 2001. Takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna. Takmarkanir á upplýsingarétti vegna almannahagsmuna. Viðskipta- og einkahagsmunir. Aðgangur veittur.
-
18. janúar 2002 /A-141/2002 Úrskurður frá 18. janúar 2002
Kærð var meðferð úrskurðarnefndar atvinnuleysisbóta um aðgang að tilteknum gögnum. Kæruheimild. Málshraði. Gildissvið upplýsingalaga. Frávísun.
-
18. janúar 2002 /A-140/2002 Úrskurður frá 18. janúar 2002
Kærð var synjun flugmálastjórnar um að veita aðgang að skráðum upplýsingum um hvað fór fram á svonefndum rýnifundi sem haldinn var á vegum stofnunarinnar um flugslys. Rannsókn eða saksókn í opinberu máli. Gildissvið upplýsingalaga. Upplýsinga ekki aflað annars staðar frá. Upplýsingaréttur aðila. Eigin afnot stjórnvalds af vinnuskjali. Synjun staðfest.
-
21. desember 2001 /A-139/2001 Úrskurður frá 21. desember 2001
Kærð var meðferð utanríkisráðuneytisins á beiðni um aðgang að gögnum, sem fyrrverandi utanríkisráðherra hafði látið Ríkisendurskoðun í té vegna athugunar á embættisfærslu hans sem fjármálaráðherra. Gögn afhent Ríkisendurskoðun tilheyra skjalasafni þeirrar stofnunar, sem þau stafa frá. Beiðni ekki beint að réttu stjórnvaldi. Leiðbeiningarskylda stjórnvalda. Synjun staðfest.
-
07. desember 2001 /A-138/2001 Úrskurður frá 7. desember 2001
Kærð var synjun utanríkisráðuneytisins um að veita aðgang að formlegri viðvörun Eftirlitsstofnunar EFTA varðandi jarðalögin. Upplýsingaréttur aðila. Samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Mikilvægir almannahagsmunir. Tími frá því viðvörun barst. Aðgangur veittur.
-
06. desember 2001 /A-137/2001 Úrskurður frá 6. desember 2001
Kærð var synjun lögreglustjórans í Reykjavík og dóms- og kirkjumálaráðuneytisins um að veita aðgang að bréfi ríkislögreglustjóra til lögreglustjórans í Reykjavík um framkvæmd tiltekinnar húsleitar. Rannsókn eða saksókn í opinberu máli. Frávísun. Sérálit.
-
30. nóvember 2001 /A-136/2001 Úrskurður frá 30. nóvember 2001
Kærð var synjun heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um aðgang að öllum gögnum um könnun á örverufræðilegu ástandi á ís úr vél og aðbúnaði á hverjum sölustað um sig. Tilgreining máls. Almenn ákvæði laga um þagnarskyldu. Lögskýring. Mikilvægir viðskiptahagsmunir fyrirtækja. Aðgangur veittur.
-
22. nóvember 2001 /A-135/2001 Úrskurður frá 22. nóvember 2001
Kærð var synjun rannsóknarnefndar flugslysa um að veita aðgang að ratsjárgögnum yfir aðflug fjögurra tilgreindra flugvéla að Reykjavíkurflugvelli að kvöldi 7. ágúst 2000 annars vegar og hins vegar að "logbókum" tiltekinnar flugvélar. Rannsókn eða saksókn í opinberu máli. Gildissvið upplýsingalaga. Vörslur gagna. Beiðni um aðgang ekki beint að réttu stjórnvaldi. Leiðbeiningarskylda stjórnvalda. Frávísun.
-
15. nóvember 2001 /A-134/2001 Úrskurður frá 15. nóvember 2001
Kærð var synjun dóms- og kirkjumálaráðuneytisins um að veita aðgang að fjárlagatillögum lögreglustjórans í Reykjavík fyrir árið 2002.Gildissvið upplýsingalaga. Upplýsingaréttur alþingismanna. Fyrirhugaðar ráðstafanir. Synjun staðfest.
-
25. október 2001 /A-133/2001 Úrskurður frá 25. október 2001
Kærð var synjun Ríkiskaupa um að veita aðgang að samningi ríkisins við tiltekið fyrirtæki um á grundvelli tilboðs þess í útboði stofnunarinnar á nýju fjárhagskerfi fyrir ríkissjóð og stofnanir hans. Tilgreining gagna í máli. Upplýsingaréttur aðila máls. Aðild að máli. Samkeppnishagsmunir hins opinbera. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja. Samkeppni. Stjórnvöld geta ekki heitið trúnaði umfram það er leiðir af ákvæðum upplýsingalaga. Aðgangur veittur að hluta. Synjun staðfest.
-
23. október 2001 /A-132/2001 Úrskurður frá 23. október 2001
Kærð var synjun Ríkisútvarpsins um að veita aðgang að tilteknu bréfi sem formaður og framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna höfðu skrifað útvarpsstjóra. Einkahagsmunir. Álit þess er hlut á að máli. Aðgangur veittur.
-
11. október 2001 /A-131/2001 Úrskurður frá 11. október 2001
Kærð var synjun Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins um að veita aðgang að fundargerðum sjóðsstjórnar á mánuðunum maí, júní og júlí árið 1999. Gildissvið upplýsinglaga. Almenn ákvæði laga um þagnarskyldu. Upplýsingar varða ekki kæranda sjálfan. Tilgreining máls. Beiðni varðar aðgang að upplýsingum í fleiri en einu máli. Umfang gagna. Mikilvægir fjárhagshagsmunir fyrirtækja. Fjárhagsmálefni einstaklinga. Umsóknir um störf hjá ríki eða sveitarfélögum og gögn er þær varða. Aðgangur veittur að hluta.
-
24. september 2001 /A-130/2001 Úrskurður frá 24. september 2001
Kærð var synjun dóms- og kirkjumálaráðuneytisins um að veita aðgang að fjárlagatillögum lögreglustjórans í Reykjavík fyrir árin 2000 og 2001 ásamt gögnum og rökstuðningi er þeim hafi fylgt. Gildissvið upplýsingalaga. Upplýsingaréttur alþingismanna. Gögn sem upplýsingalögin taka til. Vinnuskjöl. Eigin afnot stjórnvalds af vinnuskjali. Gögn tekin saman fyrir ráðherrafund. Fyrirhugaðar ráðstafanir. Ráðstöfunum að fullu lokið. Aðgangur veittur.
-
19. september 2001 /A-129/2001 Úrskurður frá 19. september 2001
Kærð var synjun Íbúðalánasjóðs um að veita aðgang að upplýsingum stöðu á tilteknu láni hjá sjóðnum. Upplýsingar kerfisbundið færðar í skiplagsbundna skrá. Gildissvið gagnvart lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Frávísun.
-
06. september 2001 /A-128/2001 Úrskurður frá 6. september 2001
Kærð var synjun landbúnaðarráðuneytisins um að afhenda kærendum ljósrit af reikningi tiltekins hæstaréttarlögmanns fyrir vinnu við gerð samkomulags um ábúðarlok kærenda á tilteknum jörðum. Málshraði. Ámælisverður dráttur á afgreiðslu máls. Upplýsingaréttur aðila máls. Einkahagsmunir annarra. Aðgangur veittur. Skylt að veita ljósrit af umbeðnu skjali.
-
06. september 2001 /A-127/2001 Úrskurður frá 6. september 2001
Kærð var synjun Endurbótasjóðs menningarbygginga um að veita aðgang að fundargerðum sjóðsstjórnar næstliðin tvö ár. Rannsókn í opinberu máli. Tilgreining máls. Beiðni varðar aðgang að fleiri en einu máli. Umfang gagna. Vinnuskjal. Aðgangur veittur að hluta.
-
31. ágúst 2001 /A-126/2001 Úrskurður frá 31. ágúst 2001
Kærð var synjun Ríkiskaupa um að veita aðgang að niðurstöðum vinnuhópa í verkþætti 2 í útboði á nýju fjárhagskerfi fyrir ríkissjóð og stofnanir hans og að tilteknu tilboði í útboðinu. Upplýsingaréttur aðila máls. Vinnuskjöl. Einkahagsmunir annarra. Mikilvægir viðskiptahagsmunir. Synjun staðfest.
-
10. ágúst 2001 /A-123/2001 Úrskurður frá 10. ágúst 2001
Kærð var synjun þjóðleikhússtjóra um að veita aðgang að fundargerðum byggingarnefndar Þjóðleikhússins. Gögn varða rannsókn að hætti opinberra mála. Frávísun. Sérálit.
-
10. ágúst 2001 /A-124/2001 Úrskurður frá 10. ágúst 2001
Kærð var synjun Framkvæmdasýslu ríkisins um að veita aðgang að sundurliðuðu yfirliti um kostnað vegna framkvæmda við Þjóðleikhúsið á árunum 1996–1998. Gögn varða rannsókn að hætti opinberra mála. Frávísun. Sérálit.
-
10. ágúst 2001 /A-125/2001 Úrskurður frá 10. ágúst 2001
Kærð var synjun menntamálaráðuneytisins um að veita aðgang að minnisblöðum og bréfum í vörslum ráðuneytisins varðandi ráðuneytið og Framkvæmdasýslu ríkisins vegna byggingarnefndar Þjóðleikhússins. Gögn varða rannsókn að hætti opinberra mála. Frávísun. Sérálit.
-
01. ágúst 2001 /A-122/2001 Úrskurður frá 1. ágúst 2001
Kærð var synjun Akureyrarbæjar um að veita aðgang að ráðningarsamningum við tvo sviðsstjóra hjá bænum. Gildissvið gagnvart lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Upplýsingaréttur aðila máls. Einkahagsmunir annarra. Aðgangur veittur.
-
31. júlí 2001 /A-121/2001 Úrskurður frá 31. júlí 2001
Kærð var synjun Flugmálastjórnar um að veita aðgang að athugasemdum stofnunarinnar við drög að skýrslu rannsóknarnefndar flugslysa vegna tiltekins flugslyss. Upplýsingaréttur aðila máls. Sérstök ákvæði laga um þagnarskyldu. Þjóðréttarlegar skuldbindingar um takmarkanir á aðgangi. Skýring upplýsingalaga til samræmis við alþjóðasamninga sem Ísland á aðild að. Markmið upplýsingalaga. Aðgangur veittur.
-
02. júlí 2001 /A-120/2001 Úrskurður frá 2. júlí 2001
Kærð var meðferð Launasjóðs fræðirithöfunda á beiðni um aðgang að tilteknum upplýsingum um úthlutun starfslauna á árinu 2001. Kærandi aðili að stjórnsýslumáli í skilningi stjórnsýslulaga. Gildissvið upplýsingalaga gagnvart stjórnsýslulögum. Frávísun.
-
14. júní 2001 /A-119/2001 Úrskurður frá 14. júní 2001
Kærð var synjun húsnæðisnefndar Reykjavíkur um að veita aðgang að upplýsingum um sölu íbúða á vegum nefndarinnar á tímabilinu frá 4. júní 1999 til 10. febrúar 2001. Umbeðnar upplýsingar ekki verið teknar saman. Fyrirliggjandi gögn. Tilgreining máls eða gagna í máli. Gögn í fjölda mála. Umfang mála. Synjun staðfest.
-
22. maí 2001 /A-118/2001 Úrskurður frá 22. maí 2001
Kærð var synjun hreindýraráðs um að veita aðgang að upplýsingum um skiptingu hreindýraarðs í tilteknu sveitarfélagi vegna hreindýraveiða á árinu 2000. Gildissvið laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga gagnvart upplýsingalögum. Afmörkun máls í skilningi upplýsingalaga. Einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. Aðgangur veittur.
-
17. maí 2001 /A-117/2001B Úrskurður frá 17. maí 2001
Kærð var synjun Byggðastofnunar um að veita aðgang að gögnum samskipti stofnunarinnar við útgerðaraðila togara. Gildissvið upplýsingalaga. Frestur stjórnvalda til að láta úrskurðarnefnd í té rökstutt álit á máli. Skylda stjórnvalda til að láta úrskurðarnefnd gögn máls í té. Mikilvægir fjárhagshagsmunir fyrirtækja. Þagnarskylda. Lögskýring. Samkeppnishagsmunir hins opinbera. Ráðstöfun almannafjár. Almennir lánaskilmálar. Vinnuskjöl. Synjun staðfest. Aðgangur veittur að hluta.
-
07. maí 2001 /A-117/2001 Úrskurður frá 7. maí 2001
Byggðastofnun krafðist þess að réttaráhrifum úrskurðar, sem kveðinn var upp 7. maí 2001 í málinu nr. A-117/2001, yrði frestað að því er varðaði gögn sem stofnuninni var gert skylt að veita kæranda aðgang að. Skýring upplýsingalaga. Kröfu hafnað.
-
23. apríl 2001 /A-116/2001 Úrskurður frá 23. apríl 2001
Kæra á synjun Landsvirkjunar um að veita aðgang að fundargerðum í vörslum Landsvirkjunar um virkjun eða stíflugerð í Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu, uppgræðslu við Kráká og samninga við aðila á Laxársvæðinu var tekin til meðferðar á ný vegna tilmæla umboðmanns Alþingis. Fyrirliggjandi gögn um umhverfismál. Gildissvið upplýsingalaga. Kæruheimild. Gildissvið laga um upplýsingamiðlun og aðgang að upplýsingum um umhverfismál. Áhrif hins opinbera á einkaréttarlegt fyrirtæki. Upplýsingaréttur aðila máls. Vinnuskjöl. Fundargerðir. Upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá. Samkeppnishagsmunir hins opinbera. Einkahagsmunir annarra. Aðgangur veittur.
-
09. mars 2001 /A-115/2001 Úrskurður frá 9. mars 2001
Kærð var synjun landbúnaðarráðuneytisins um að veita að aðgang að myndbandsupptöku, er hafði verið í vörslum ráðuneytisins þegar beiðni um aðgang barst, en fjarlægð þaðan áður en hún var afgreidd. Gagn er varðar tiltekið mál. Málshraði. Meginmarkmið upplýsingalaga. Skylda til að varðveita málsgögn þannig að þau séu aðgengileg. Forsendur kærumeðferðar. Frávísun.
-
23. febrúar 2001 /A-114/2001 Úrskurður frá 23. febrúar 2001
Kærð var meðferð tollstjórans í Reykjavík á beiðni um aðgang að upplýsingum um hversu mörgum gjaldendum hefðu verið greiddir inneignarvextir vegna endurákvörðunar skatta og gjalda á tímabilinu frá 1. janúar 1995 til júlí 1999 og hvaða fjárhæðum þær greiðslur næmu. Umbeðnar upplýsingar ekki verið teknar saman. Fyrirliggjandi gögn. Tilgreining máls. Gögn í fjölda mála. Ekki skylt að verða við beiðni. Synjun staðfest.
-
13. febrúar 2001 /A-113/2001 Úrskurður frá 13. febrúar 2001
Kærðar voru synjanir félagsmálaráðuneytisins og Seðlabanka Íslands um að veita aðgang að drögum að reglugerð um breytingu á reglugerð um húsbréf og húsbréfaviðskipti. Beiðni um aðgang skal einvörðungu beint að því stjórnvaldi sem gefur fyrirmæli út. Kæruheimild. Frávísun. Fyrirhugaðar ráðstafanir á vegum hins opinbera. Synjun staðfest.
-
25. janúar 2001 /A-112/2001 Úrskurður frá 25. janúar 2001
Kærð var synjun ríkissaksóknara um að veita aðgang að bréfum tveggja sálfræðinga. Gildissvið upplýsingalaga. Gagna ekki aflað vegna rannsóknar eða saksóknar í opinberu máli. Gildissvið gagnvart stjórnsýslulögum. Upplýsingaréttur aðila máls. Bréfaskipti við sérfróða menn til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Ástæður stjórnvalds fyrir öflun gagna. Einkahagsmunir annarra. Aðgangur veittur.
-
23. janúar 2001 /A-111/2001 Úrskurður frá 23. janúar 2001
Kærð var synjun forsætisráðuneytisins um að veita aðgang að minnisblaði, sem fylgdi skipunarbréfi starfshóps, er forsætisráðherra skipaði í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnarinnar til að meta áhrif hæstaréttardóms frá 19. desember 2000 í málinu nr. 125/2000: Tryggingastofnun ríkisins gegn Öryrkjabandalagi Íslands. Gögn tekin saman fyrir ráðherrafund. Upplýsingaréttur aðila máls. Synjun staðfest.
-
21. desember 2000 /A-109/2000 Úrskurður frá 21. desember 2000
Kærð var meðferð Húsaskóla og Öldutúnsskóla á beiðnum um aðgang að öllum fyrirliggjandi gögnum um kæranda. Gildissvið gagnvart tölvulögum. Frávísun.
-
21. desember 2000 /A-110/2000 Úrskurður frá 21. desember 2000
Kærð var synjun Siglingastofnunar Íslands um að veita aðgang að skoðunarskýrslu skips. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja eða annarra lögaðila. Aðgangur veittur.
-
30. nóvember 2000 /A-108/2000 Úrskurður frá 30. nóvember 2000
Kærð var meðferð byggingarfulltrúa Dalabyggðar og Reykhólahrepps á ítrekaðri beiðni um aðgang að upplýsingum um tiltekin hús í Flatey á Breiðafirði. Málshraði. Fyrirliggjandi gögn. Tilgreining máls. Ekki skylt að veita aðgang.
-
10. nóvember 2000 /A-106/2000 Úrskurður frá 10. nóvember 2000
Kærð var synjun utanríkisráðuneytisins um aðgang að gögnum varðandi andlát unnusta kæranda. Upplýsingaréttur aðila máls. Fordæmi hæstaréttar. Lögskýring. Meginregla upplýsingalaga. Einkamálefni einstaklinga. Vinnuskjal. Synjun staðfest.
-
07. nóvember 2000 /A-107/2000 Úrskurður frá 7. nóvember 2000
Kærð var synjun Sjúkrahúss Reykjavíkur um að veita aðgang að upplýsingum um hverjum hafi verið veittur aðgangur að sjúkraskrám kæranda. Gildissvið gagnvart tölvulögum og lögum um réttindi sjúklinga. Kæruheimild. Frávísun.
-
02. nóvember 2000 /A-105/2000 Úrskurður frá 2. nóvember 2000
Kærðar voru synjanir samgönguráðuneytisins og Flugmálastjórnar um aðgang að skjölum og öðrum gögnum um vöruflutningavél sem kom hingað til lands. Öll gögn er málið varða. Skráning mála. Skráning upplýsinga um málsatvik. Valdbærni. Þagnarskylda. Synjun staðfest. Aðgangur veittur.
-
13. október 2000 /A-104/2000 Úrskurður frá 13. október2000
Kærð var meðferð utanríkisráðuneytisins á beiðni um aðgang að gögnum um samvinnu íslenskra aðila við fyrirtæki í Kína um framleiðslu á lakkrís. Ámælisverður dráttur á afgreiðslu á beiðni. Kærufrestur. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Mikilvægir almannahagsmunir vegna samskipta við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Skýring upplýsingalaga. Fordæmi hæstaréttar. Synjun staðfest.
-
07. september 2000 /A-102/2000 Úrskurður frá 7. september 2000
Kærð var meðferð sóknarnefndar Garðaprestakalls á Akranesi á beiðni um aðgang að gjaldskrá og ársreikningum Útfararþjónustu Akraneskirkju. Gildissvið upplýsingalaga. Beiðni beint að réttu stjórnvaldi. Samkeppnishagsmunir hins opinbera. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Lögskýring. Aðgangur veittur.
-
07. september 2000 /A-103/2000 Úrskurður frá 7. september 2000
Kærð var meðferð sóknarnefndar Borgarnessóknar á beiðni um aðgang að gjaldskrá og ársreikningum Útfararþjónustu Borgarfjarðar. Gildissvið upplýsingalaga. Beiðni beint að réttu stjórnvaldi. Samkeppnishagsmunir hins opinbera. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja eða annarra lögaðila. Lögskýring. Aðgangur veittur að hluta.
-
11. ágúst 2000 /A-101/2000 Úrskurður frá 11. ágúst 2000
Kærð var synjun ÁTVR um að veita upplýsingar um mánaðarlega sölu einstakra tegunda í tveimur verslunum fyrirtækisins og í hvaða verslunum þær tegundir frá kæranda væru seldar, sem valdar væru af verslunarstjórum. Kærufrestur. Leiðbeiningarskylda stjórnvalda. Gildissvið gagnvart tölvulögum. Fyrirliggjandi gögn. Aðgangur veittur. Synjun staðfest.
-
10. ágúst 2000 /A-100/2000 Úrskurður frá 10. ágúst 2000
Kærð var synjun Skipulagsstofnunar um aðgang að minnisblaði og rafpósti sem farið hafði á milli Skipulagsstofnunar og Dönsku vatnafræðistofnunarinnar, umboðsmanns hennar og stjórnvalda við athugun á frekara kísilnámi úr Mývatni. Gögn í skilningi upplýsingalaga. Vinnuskjal. Eigin afnot stjórnvalds. Upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá. Synjun staðfest. Aðgangur veittur.
-
03. ágúst 2000 /A-099/2000 Úrskurður frá 3. ágúst 2000
Kærð var synjun rannsóknarnefndar sjóslysa um að veita aðgang að gögnum sem látin voru rannsóknarnefndinni í té vegna slyss sem kærandi varð fyrir um borð í skipi. Umsögn aðila. Upplýsingaréttur aðila máls. Einkamálefni annarra. Sérstök ákvæði laga um þagnarskyldu. Stjórnvöld geta ekki heitið trúnaði umfram það sem lögbundnar takmarkanir leyfa. Aðgangur veittur.
-
25. júlí 2000 /A-098/2000 Úrskurður frá 25. júlí 2000
Kærð var meðferð Borgarbyggðar á beiðni um aðgang að gögnum um kostnað af skólaakstri á Mýrum. Kæruheimild. Meginregla upplýsingalaga. Fjárhags- og viðskiptahagsmunir aðila. Lögbundin verkefni sveitarfélaga. Aðgangur veittur.
-
19. júlí 2000 /A-097/2000 Úrskurður frá 19. júlí 2000
Kærð var ákvörðun Félagsþjónustu Reykjavíkur að afmá hluta upplýsinga úr dagálsnótum sem fylgdu erindi stofnunarinnar til kæranda. Kærufrestur. Leiðbeiningarskylda stjórnvalda. Kæruheimild. Stjórnvaldsákvörðun. Gildissvið gagnvart barnaverndarlögum. Upplýsingaréttur aðila. Sérákvæði um þagnarskyldu. Einkamálefni annarra. Aðgangur veittur að hluta.
-
06. júlí 2000 /A-096/2000 Úrskurður frá 6. júlí 2000
Kærð var synjun úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála um að láta kæranda í té ljósrit af þeim færslum í fundargerðum nefndarinnar er vörðuðu umfjöllun hennar um tvö kærumál vegna framkvæmda við barnaspítala á lóð Landspítalans við Hringbraut. Vinnuskjöl. Upplýsingar ekki að finna annars staðar. Skylt að veita ljósrit af umbeðnum gögnum.
-
26. apríl 2000 /A-095/2000 Úrskurður frá 26. apríl 2000
Kærð var meðferð Ríkisútvarpsins á beiðni um aðgang að upplýsingum um nöfn umsækjenda um starf deildarstjóra svæðisstöðvar Ríkisútvarpsins á Akureyri. Kæruheimild. Kærandi þegar fengið umbeðnar upplýsingar. Frávísun.
-
26. apríl 2000 /A-094/2000 Úrskurður frá 26. apríl 2000
Kærð var synjun Veiðimálastofnunar um að veita aðgang að upplýsingum um hvernig árleg laxveiði í net í Ölfusá/Hvítá á tímabilinu 1990–1999 hafi skipst á milli þeirra sem hana stunda. Gildissvið gagnvart tölvulögum. Fjárhagsmálefni einstaklinga. Synjun staðfest.
-
07. febrúar 2000 /A-093/2000 Úrskurður frá 7. febrúar 2000
Kærð var meðferð Vestmannaeyjabæjar á 31 umsókn um aðgang að margvíslegum upplýsingum og gögnum. Meginregla upplýsingalaga. Stjórnvaldi bar að skýra aðila frá ástæðum tafa og hvenær ákvörðunar væri að vænta. Ekki hægt að synja um aðgang að gögnum á grundvelli fjölda beiðna. Ámælisverður dráttur á afgreiðslu erinda úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Aðgangur veittur.
-
31. janúar 2000 /A-092/2000 Úrskurður frá 31. janúar 2000
Kærð var synjun Hollustuverndar ríkisins um að veita aðgang að gögnum er tilgreindu fyrirtæki sem athuguð voru í könnun á þrifum í matvælafyrirtækjum og á hitastigi kælivara í matvöruverslunum og hvaða athugasemdir voru gerðar hjá hverju þeirra um sig. Tilgreining máls. Vinnuskjöl. Vinnuskjöl sem stjórnvald hefur ritað til eigin afnota. Upplýsingar um fyrirhugaðar ráðstafanir á vegum ríkisins. Ráðstöfunum að fullu lokið. Mikilvægir fjárhags- og viðskiptahagsmunir fyrirtækja. Þagnarskylda. Aðgangur veittur.
-
21. janúar 2000 /A-091/2000 Úrskurður frá 21. janúar 2000
Kærð var synjun utanríkisráðuneytisins um að veita aðgang að gögnum sem tengjast samningi ráðuneytisins við Keflavíkurkaupstað og yfirlýsingu þess tengdri umræddum samningi. Aðgangur aðila að upplýsingum um hann sjálfan. Vinnuskjal. Eigin afnot stjórnvalds af vinnuskjali. Upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá. Aðgangur veittur að hluta.
-
06. janúar 2000 /A-090/2000 Úrskurður frá 6. janúar 2000
Kærð var synjun landbúnaðarráðuneytisins um að veita aðgang að kaupsamningi um tiltekna ríkisjörð. Meginregla upplýsingalaga. Einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga. Aðgangur veittur.
-
30. desember 1999 /89/1999 Úrskurður frá 30. desember 1999 í málinu nr. A-89/1999
Kærð var synjun Fiskistofu um að veita aðgang að nánar tilgreindum upplýsingum um söluverðmæti landaðs afla ákveðins skips á tilteknu tímabili. Kæruleiðbeiningar. Kærufrestur. Krafa um sætisvikningu. Gögn í skilningi upplýsingalaga. Beiðni um aðgang beint að réttu stjórnvaldi. Upplýsingaréttur aðila. Þagnarskylda. Einkamálefni annarra. Aðgangur veittur að hluta.
-
22. desember 1999 /88/1999 Úrskurður frá 22. desember 1999 í málinu nr. A-88/1999
Kærð var synjun lögreglustjórans í Reykjavík um að veita aðgang og prenthæft afrit af ljósmynd sem fylgt hefði vegabréfsumsókn tiltekins manns. Gildissvið gagnvart tölvulögum. Beiðni um aðgang beint að réttu stjórnvaldi. Afrit af gagni. Einkamálefni einstaklinga. Jafnræðisregla. Synjun staðfest.
-
02. desember 1999 /87/1999 Úrskurður frá 2.desember 1999 í málinu nr. A-87/1999
Kærð var synjun borgarlögmanns um að veita aðgang að minnisblaði hans til borgarstjóra. Vinnuskjal. Eigin afnot stjórnvalds af vinnuskjali. Aðgangur veittur.
-
17. nóvember 1999 /86/1999 Úrskurður frá 17. nóvember 1999 í málinu nr. A-86/1999
Kærð var synjun bæjarstjóra Seltjarnarneskaupstaðar og formanns stjórnar Hitaveitu Seltjarnarness um að veita aðgang að upplýsingum um laun og launakjör hitaveitustjóra. Gildissvið gagnvart tölvulögum. Einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. Aðgangur veittur að hluta.
-
12. nóvember 1999 /85/1999 Úrskurður frá 12. nóvember 1999 í málinu nr. A-85/1999
Kærð var synjun Fjármálaeftirlitsins um að veita aðgang að öllum bréfum sem farið höfðu á milli stofnunarinnar og tiltekins fyrirtækis. Gildissvið upplýsingalaga. Tilgreining máls eða gagna í máli. Skýring upplýsingalaga. Mikilvægir viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Aðgangur veittur. Þagnarskylda. Synjun staðfest.
-
29. október 1999 /84/1999 Úrskurður frá 29. október 1999 í málinu nr. A-84/1999
Kærð var synjun Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi um að veita aðgang að upplýsingum sem kærandi taldi að leitt hefðu til starfsloka hans og að öðrum gögnum er vörðuðu hann sjálfan. Afmörkun kæruefnis. Gildissvið gagnvart stjórnsýslulögum. Upplýsingaréttur aðila. Einkamálefni annarra. Aðgangur veittur.
-
15. september 1999 /83/1999 Úrskurður frá 15. september 1999 í málinu nr. A-83/1999
Kærð var synjun fjármálaráðuneytisins um aðgang að skýrslu nefndar sem falið var að kanna hvort skattlagningar- og gjaldtökuheimildir fullnægðu tilskildum kröfum. Gögn tekin saman fyrir ráðherrafund. Almannahagsmunir. Synjun staðfest.
-
01. september 1999 /82/1999 Úrskurður frá 1. september 1999 í málinu nr. A-82/1999
Kærð var synjun Seltjarnarneskaupstaðar um aðgang að upplýsingum um laun og launakjör 81 nafngreinds starfsmanns kaupstaðarins. Fyrirliggjandi gögn. Tilgreining máls eða gagna í máli. Gögn í fjölda mála. Gildissvið gagnvart tölvulögum. Einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. Synjun staðfest.
-
01. september 1999 /81/1999 Úrskurður frá 1. september 1999 í málinu nr. A-81/1999
Kærð var synjun iðnaðarráðuneytisins um að að veita aðgang að prófskírteinum tiltekinna arkitekta, húsgagna- og innanhússhönnuða og byggingarfræðinga sem lögð höfðu verið til grundvallar löggildingu starfsréttinda þeirra. Tilgreining máls eða gagna í máli. Gögn í fjölda mála. Synjun staðfest.
-
25. ágúst 1999 /78c/1999 Úrskurður frá 25. ágúst 1999 í málinu nr. A-78/1999c
Fjármálaeftirlitið krafðist þess að réttaráhrifum úrskurðar, sem kveðinn var upp 16. ágúst 1999 í málinu nr. A-78/1999, yrði frestað að því er varðaði gögn sem stofnuninni var gert skylt að veita kæranda aðgang að. Skýring upplýsingalaga. Kröfu hafnað.
-
16. ágúst 1999 /78b/1999 Úrskurður frá 16. ágúst 1999 í málinu nr. A-78/1999b
Kærð var synjun Fjármálaeftirlitsins um aðgang að bréfaskiptum stofnunarinnar og tveggja lífeyrissjóða vegna fjárfestinga þeirra í hlutabréfum fyrirtækja í heimabyggð sjóðanna. Fyrirliggjandi gögn. Þagnarskylda. Mikilvægir fjárhagshagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Synjun staðfest. Eftirlitshagsmunir hins opinbera. Aðgangur veittur.
-
28. júlí 1999 /80/1999 Úrskurður frá 28. júlí 1999 í málinu nr. A-80/1999
Kærð var synjun landbúnaðarráðuneytisins um að veita aðgang að tilteknum upplýsingum um ríkisjarðir. Kærufrestur. Kæruleiðbeiningar. Frávísun. Fyrirliggjandi gögn. Tilgreining máls eða gagna í máli. Gögn í fjölda mála. Synjun staðfest.
-
20. júlí 1999 /79/1999 Úrskurður frá 20. júlí 1999 í málinu nr. A-79/1999
Kærð var synjun ríkissaksóknara um að veita aðgang að greinargerð lögreglu um rannsókn á starfsemi tiltekins eignarleigufyrirtækis ásamt gögnum er henni fylgdu. Rannsókn eða saksókn í opinberu máli. Gildissvið upplýsingalaga. Kæruheimild. Frávísun.
-
20. júlí 1999 /78a/1999 Úrskurður frá 20. júlí 1999 í málinu nr. A-78/1999a
Kærð var synjun Fjármálaeftirlitsins um aðgang að bréfaskiptum stofnunarinnar og tveggja lífeyrissjóða vegna fjárfestinga þeirra í hlutabréfum fyrirtækja í heimabyggð sjóðanna. Meginregla upplýsingalaga. Fyrirliggjandi gögn þegar afstaða er tekin til beiðni. Gildissvið upplýsingalaga. Þagnarskylda. Skýring upplýsingalaga. Kæruheimild. Kærusamband. Rannsóknarskylda úrskurðarnefndar. Skylt að láta úrskurðarnefnd umbeðin gögn í té.
-
02. júlí 1999 /77/1999 Úrskurður frá 2. júlí 1999 í málinu nr. A-77/1999
Kærð var synjun stjórnar Vinnueftirlits ríkisins um aðgang að gögnum er veittu upplýsingar um öryggisútbúnað krana í eigu tiltekinna aðila. Kröfugerð kæranda. Gildissvið gagnvart tölvulögum. Tilgreining máls eða gagna í máli. Ekki skylt að veita aðgang. Sérálit.
-
23. júní 1999 /75/1999 Úrskurður frá 23. júní 1999 í málinu nr. A-75/1999
Kærð var meðferð Vestmannaeyjabæjar á beiðnum um aðgang að upplýsingum. Kæruheimild. Fyrirliggjandi gögn. Gildissvið gagnvart tölvulögum. Frávísun. Gögn í skilningi upplýsingalaga. Tilgreining máls eða gagna í máli. Kröfugerð kæranda. Synjun staðfest.
-
15. júní 1999 /76/1999 Úrskurður frá 15. júní 1999 í málinu nr. A-76/1999
Kærð var meðferð sambýlis fyrir fatlaða á beiðni um aðgang að gögnum sem höfðu að geyma upplýsingar um meðferð og töku ákvörðunar um að binda enda á samskipti kæranda við íbúa á sambýlinu. Gildissvið gagnvart stjórnsýslulögum. Upplýsingaréttur aðila. Einkamálefni annarra. Aðgangur veittur.
-
25. maí 1999 /74/1999 Úrskurður frá 25. maí 1999 í málinu nr. A-74/1999
Kærð var synjun Ríkiskaupa um að veita aðgang að forvalsgögnum vegna tiltekins útboðs og samningum sem gerðir voru á grundvelli þess. Gildissvið upplýsingalaga. Upplýsingaréttur aðila. Skýring upplýsingalaga. Samkeppnishagsmunir hins opinbera. Einkamálefni annarra. Synjun staðfest. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja. Samkeppni. Aðgangur veittur að hluta.
-
23. mars 1999 /73/1999 Úrskurður frá 23. mars 1999 í málinu nr. A-73/1999
Kærð var meðferð læknadeildar Háskóla Íslands á beiðnum um aðgang að tilteknum prófum í deildinni á árunum 1990 til 1998. Meginregla upplýsingalaga. Almannahagsmunir. Fyrirhuguð próf. Brottfall takmarkana. Aðgangur veittur.
-
23. mars 1999 /72/1999 Úrskurður frá 23. mars 1999 í málinu nr. A-72/1999
Kærð var meðferð Þróunarfélags Vestmannaeyja sf. á fjórum umsóknum um aðgang að upplýsingum. Gildissvið upplýsingalaga. Frávísun.
-
27. janúar 1999 /71/1999 Úrskurður frá 27. janúar 1999 í málinu nr. A-71/1999
Kærð var synjun Ríkiskaupa um að veita aðgang að gögnum vegna tiltekins útboðs. Kærufrestur. Leiðbeiningarskylda stjórnvalda. Gildissvið upplýsingalaga. Skýring upplýsingalaga. Gildissvið gagnvart stjórnsýslulögum. Upplýsingaréttur aðila. Samkeppnishagsmunir hins opinbera. Einkamál efni annarra. Aðgangur veittur. Aðgangur veittur að hluta.
-
29. desember 1998 /70/1998 Úrskurður frá 29. desember1998 í málinu nr. A-70/1998
Kærð var synjun heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins um að synja um að veita aðgang að umsögn stöðunefndar um umsækjendur um embætti landlæknis. Umsókn um störf hjá ríki eða sveitarfélögum og gögn sem þær varða. Synjun staðfest.
-
18. desember 1998 /69/1998 Úrskurður frá 18. desember 1998 í málinu nr. A-69/1998
Kærð var synjun Landsbanka Íslands hf. um að veita aðgang að skjölum og gögnum um laxveiðar á kostnað Landsbanka Íslands hf. Fyrirliggjandi upplýsingar. Gögn í skilningi upplýsingalaga. Gildissvið gagnvart tölvulögum. Kæruheimild. Frávísun. Synjun staðfest.
-
17. desember 1998 /68/1998 Úrskurður frá 17. desember 1998 í málinu nr. A-68/1998
Kærð var synjun fjármálaráðuneytisins um að veita aðgang að skjölum um útreikning bifreiðahlunninda ráðherra. Einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. Aðgangur veittur að hluta.
-
03. desember 1998 /67/1998 Úrskurður frá 3. desember 1998 í málinu nr. A-67/1998
Kærð var synjun landbúnaðarráðuneytisins um að veita aðgang að samningi um malartökuleyfi og öðrum tengdum gögnum. Meginregla upplýsingalaga. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja. Aðgangur veittur. Aðgangur veittur að hluta.
-
30. nóvember 1998 /64/1998 Úrskurður frá 30. nóvember 1998 í málinu nr. A-64/1998
Kærð var synjun ríkistollstjóra um að veita aðgang að gögnum um innflutning og tollmeðferð háhyrningsins Keikós. Beiðni um aðgang ekki beint að réttu stjórnvaldi. Valdbærni. Kæruheimild. Frávísun.
-
30. nóvember 1998 /66/1998 Úrskurður frá 30. nóvember 1998 í málinu nr. A-66/1998
Kærð var meðferð Vestmannaeyjabæjar á ýmsum erindum kæranda. Sameining mála. Kæruheimild. Fyrirliggjandi gögn. Tilgreining máls. Gildissvið gagnvart tölvulögum. Meginregla upplýsingalaga. Málshraði. Frávísun. Aðgangur veittur. Synjun staðfest.
-
25. nóvember 1998 /65/1998 Úrskurður frá 25. nóvember 1998 í málinu nr. A-65/1998
Kærð var synjun Siglingastofnunar Íslands um að veita aðgang að gögnum um breytingar á skráðu afli aðalvéla í ótilgreindum fjölda skipa. Gildissvið gagnvart stjórnsýslulögum. Kæruheimild. Kæruleið. Valdþurrð. Kærufrestur. Fyrirliggjandi gögn. Tilgreining máls. Synjun staðfest.
-
19. nóvember 1998 /63/1998 Úrskurður frá 19. nóvember 1998 í málinu nr. A-63/1998
Kærð var synjun landbúnaðarráðuneytisins um að veita aðgang að álagningarskrá sem hafði að geyma yfirlit um leigu á ríkisjörðum. Gögn í skilningi upplýsingalaga. Tilgreining máls. Meginregla upplýsingalaga. Einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. Aðgangur veittur að hluta.
-
12. nóvember 1998 /62/1998 Úrskurður frá 12. nóvember 1998 í málinu nr. A-62/1998
Kærð var synjun utanríkisráðuneytisins um að veita aðgang að bréfaskriftum ráðuneytisins til bandarískra yfirvalda vegna útboðs á sjóflutningum fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli. Tilgreining máls. Mikilvægir almannahagsmunir vegna öryggis- eða varnarmála. Mikilvægir almannahagsmunir vegna samskipta við önnur ríki. Synjun staðfest.
-
18. október 1998 /61/1998 Úrskurður frá 18. október 1998 í málinu nr. A-61/1998
Kærð var synjun landbúnaðarráðuneytisins um að veita aðgang að skýrslu ríkisendurskoðunar um tiltekið hlutafélag og önnur gögn er hana vörðuðu. Gildissvið upplýsingalaga. Mikilvægir fjárhagshagsmunir fyrirtækja. Synjun staðfest.
-
08. október 1998 /60/1998 Úrskurður frá 8. október 1998 í málinu nr. A-60/1998
Kærð var synjun Skipulagsstofnunar um að veita upplýsingar um greiddan og áætlaðan kostnað af gerð svæðisskipulags fyrir miðhálendið. Fyrirliggjandi gögn. Gögn í skilningi upplýsingalaga. Gildissvið gagnvart tölvulögum. Kæruheimild. Frávísun.
-
01. október 1998 /59/1998 Úrskurður frá 1. október 1998 í málinu nr. A-59/1998
Kærð var synjun utanríkisráðuneytisins um að veita aðgang að gögnum um eignir sem eigendur sameignarfélags hefðu tekið úr félaginu og skipt með sér við slit þess. Kærufrestur. Leiðbeiningarskylda stjórnvalda. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja. Mikilvægir almannahagsmunir vegna viðskipta. Synjun staðfest.
-
25. september 1998 /58/1998 Úrskurður frá 25. september 1998 í málinu nr. A-58/1998
Kærð var synjun Samkeppnisstofnunar um að veita aðgang að öllum gögnum um álit samkeppnisráðs um samruna tiltekinna fyrirtækja. Þagnarskylda. Gildissvið gagnvart þjóðréttarsamningum. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja. Synjun staðfest.
-
21. september 1998 /57/1998 Úrskurður frá 21. september 1998 í málinu nr. A-57/1998
Kærð var synjun Hagþjónustu landbúnaðarins um að veita aðgang að drögum að skýrslu um úttekt og stöðumat á hrossabúskap í landinu. Vinnuskjal. Eigin afnot stjórnvalds. Synjun staðfest.
-
18. september 1998 /56/1998 Úrskurður frá 18. september 1998 í málinu nr. A-56/1998
Kærð var synjun Félagsmálastofnunar Reykjavíkur um að veita aðgang að gögnum um afskipti barnaverndarnefndar af högum kæranda og fjölskyldu hennar. Upplýsingaréttur aðila. Einkamálefni annarra. Aðgangur veittur. Einkamálefni einstaklinga. Synjun staðfest.
-
02. september 1998 /B-31/1998 Úrlausn frá 2. september 1998 í málinu nr. B-31/1998
Álitsumleitan Almannavarna ríkisins um úrlausn á beiðni um aðgang að upplýsingum. Hlutverk úrskurðarnefndar. Kæruheimild. Stjórnvöld geta ekki borið álitaefni um túlkun upplýsingalaga undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál.
-
27. ágúst 1998 /55/1998 Úrskurður frá 27. ágúst 1998 í málinu nr. A-55/1998
Kærð var synjun Menningarsjóðs útvarpsstöðva um að veita upplýsingar um greiðslur í sjóðinn og styrkveitingar úr honum. Fyrirliggjandi gögn. Gildissvið gagnvart tölvulögum. Kæruheimild. Aðgangur veittur. Frávísun.
-
17. ágúst 1998 /54/1998 Úrskurður frá 17. ágúst 1998 í málinu nr. A-54/1998
Kærð var synjun Búnaðarbanka Íslands hf. um að veita aðgang að gögnum um afnot af íbúð bankans í Lundúnum. Gildissvið upplýsingalaga. Gildissvið gagnvart tölvulögum. Gögn í skilningi upplýsingalaga. Gildissvið upplýsingalaga gagnvart starfsemi sem færð hefur verið úr opinberu í einkaréttarlegt rekstrarumhverfi. Einkamálefni einstaklinga. Mikilvægir almannahagsmunir. Aðgangur veittur.
-
07. ágúst 1998 /53/1998 Úrskurður frá 7. ágúst 1998 í málinu nr. A-53/1998
Kærð var synjun Búnaðarbanka Íslands hf. um að veita upplýsingar um laxveiðiferðir stjórnenda Búnaðarbanka Íslands. Gildissvið upplýsingalaga. Gildissvið upplýsingalaga gagnvart starfsemi sem færð hefur verið úr opinberu í einkaréttarlegt rekstrarumhverfi. Skylda til skráningar mála og varðveislu málsgagna. Fyrirliggjandi gögn. Synjun staðfest.
-
16. júlí 1998 /52/1998 Úrskurður frá 16. júlí 1998 í málinu nr. A-52/1998
Kærð var synjun Fangelsismálastofnunar ríkisins um að veita aðgang að gögnum um meðferð á umsókn kæranda um að fá að afplána hluta af fangelsisrefsingu með vistun utan fangelsis. Kærandi aðili að stjórnsýslumáli. Gildissvið gagnvart stjórnsýslulögum. Kæruheimild. Frávísun.
-
11. júlí 1998 /51/1998 Úrskurður frá 11. júlí 1998 í málinu nr. A-51/1998
Kærð var synjun Landsbanka Íslands hf. um að veita aðgang að hluta af skýrslu lögmanns um réttarstöðu fyrrverandi bankastjóra bankans. Gildissvið upplýsingalaga. Frávísun.
-
26. júní 1998 /49/1998 Úrskurður frá 26. júní 1998 í málinu nr. A-49/1998
Kærð var synjun sýslumanns um að veita aðgang að lögregluskýrslu vegna ætlaðs húsbrots og eignaspjalla. Rannsókn eða saksókn í opinberu máli. Gildissvið upplýsingalaga. Kæruheimild. Frávísun.
-
26. júní 1998 /50/1998 Úrskurður frá 26. júní 1998 í málinu nr. A-50/1998
Kærð var synjun heilbrigðis og tryggingamálaráðuneytisins um að veita aðgangað tveimur lögfræðiálitum sem hafði verið aflað við undirbúning nýrrar lyfjalöggjafar. Fyrirliggjandi gögn. Bréfaskipti við sérfræðinga til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Aðgangur veittur.
-
22. júní 1998 /48/1998 Úrskurður frá 22. júní 1998 í málinu nr. A-48/1998
Kærð var synjun Tryggingastofnunar ríkisins um að veita upplýsingar um greiðslur stofnunarinnar til einstakra lyfjabúða og um innbyrðis stærðarhlutföll þeirra, á tilteknu tímabili. Gögn í skilningi upplýsingalaga. Samkeppni. Mikilvægir viðskiptahagsmunir fyrirtækja eða annarra lögaðila. Synjun staðfest.
-
02. júní 1998 /B-27/1998 Úrlausn frá 2. júní 1998 í málinu nr. B-27/1998
Kærð var meðferð utanríkisráðuneytisins á beiðni um aðgang að öllum gögnum um svokallað Heiðarfjallsmál eða H-2 svæðið á Heiðarfjalli/Hrolllaugsstaðafjalli í landi Eiðis á Langanesi eða um beiðendur upplýsinganna. Skráning gagna. Málshraði. Tilkynning um ástæður tafa og hvenær ákvörðunar sé að vænta.
-
24. apríl 1998 /47/1998 Úrskurður frá 24. apríl 1998 í málinu nr. A-47/1998
Kærð var staðfesting dóms- og kirkjumálaráðuneytisins og á synjun sýslumannsins í Reykjavík um að veita aðgang að gögnum um fjárhag ófjárráða sonar kæranda. Gildissvið upplýsingalaga gagnvart stjórnsýslulögum. Kærandi aðili að stjórnsýslumáli. Kæruheimild. Frávísun.
-
15. apríl 1998 /45/1998 Úrskurður frá 15. apríl 1998 í málinu nr. A-45/1998
Kærð var synjun Háskóla Íslands um að veita aðgang að dómnefndaráliti um umsækjendur um starf prófessors. Kæruheimild. Umsóknir um störf hjá ríki eða sveitarfélögum og gögn sem þær varða. Synjun staðfest.
-
15. apríl 1998 /40/1998 Úrskurður frá 15. apríl 1998 í málinu nr. A-40/1998
Kærð var synjun heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins um að veita aðgang að skýrslu um fjárhagslega aðgreiningu rannsóknarstofa í blóðmeinafræði og meinefnafræði frá öðrum rekstri Landspítala og Borgarspítala. Samkeppnishagsmunir hins opinbera. Mikilvægir almannahagsmunir. Fyrirhugaðar ráðstafanir. Frestur til að hrinda ráðstöfunum í framkvæmd. Synjun staðfest.
-
26. mars 1998 /46/1998 Úrskurður frá 26. mars 1998 í málinu nr. A-46/1998
Kærð var meðferð Ísafjarðarbæjar á beiðni um upplýsingar um styrki til greiðslu fasteignagjalda af fasteignum á Flateyri og um uppkaup húseigna þar og synjun um aðgang að matsgerð verkfræðinga um skemmdir þar. Tilgreining máls. Kæruheimild. Fjárhagsmálefni einstaklinga. Aðgangur veittur.
-
03. mars 1998 /43/1998 Úrskurður frá 3. mars 1998 í málinu nr. A-43/1998
Kærð var synjun Flugmálastjórnar um að veita upplýsingar um greidda, fasta/óunna yfirvinnu, bifreiðahlunnindi og aðrar fastar greiðslur til nafngreindra starfsmanna stofnunarinnar. Fyrirliggjandi gögn. Tilgreining máls. Gildissvið gagnvart tölvulögum. Fjárhagsmálefni einstaklinga. Synjun staðfest.
-
26. febrúar 1998 /41/1998 Úrskurður frá 26. febrúar 1998 í málinu nr. A-41/1998
Kærð var synjun Biskupsstofu um að veita aðgang að bréfi er kærandi hafði sjálfur ritað. Skylda til að skrá mál og varðveita málsgögn. Einkamálefni einstaklinga. Aðgangur veittur.
-
20. febrúar 1998 /42/1998 Úrskurður frá 20. febrúar 1998 í málinu nr. A-42/1998
Beiðni um endurupptöku máls hafnað.
-
20. febrúar 1998 /44/1998 Úrskurður frá 20. febrúar 1998 í málinu nr. A-44/1998
Kærð var meðferð Kópavogsbæjar á beiðni um upplýsingar um heildargreiðslu til tveggja verktaka fyrir skipulagsvinnu. Málshraði. Ámælisverður dráttur á meðferð máls. Gildissvið gagnvart tölvulögum. Kæruheimild. Frávísun.
-
13. febrúar 1998 /39/1998 Úrskurður frá 13. febrúar 1998 í málinu nr. A-39/1998
Kærð var meðferð og afgreiðsla Reykjavíkurborgar á ýmsum erindum kæranda. Fyrirliggjandi gögn. Tilgreining máls. Gildissvið gagnvart tölvulögum. Meginregla upplýsingalaga. Fjárhagsmálefni einstaklinga. Nýtt skjal eða gagn búið til í skilningi upplýsingalaga. Meðferð máls ekki lokið. Vinnuskjal. Valdbærni. Kærufrestur. Beiðni um endurupptöku máls. Synjun staðfest. Aðgangur veittur. Frávísun. Endurupptöku hafnað.
-
04. febrúar 1998 /38/1998 Úrskurður frá 4. febrúar 1998 í málinu nr. A-38/1998
Kærð var synjun Vegagerðarinnar um að veita aðgang að gögnum um niðurstöðu útboðs á vetrarþjónustu á Holtavörðuheiði. Kærufrestur. Leiðbeiningarskylda stjórnvalds. Upplýsingaréttur aðila. Vinnuskjal. Upplýsingar ekki að finna annars staðar. Einkamálefni annarra. Aðgangur veittur að hluta.
-
13. janúar 1998 /36/1998 Úrskurður frá 13. janúar 1998 í málinu nr. A-36/1998
Kærð var synjun Flugmálastjórnar um að veita upplýsingar um laun ákvörðuð í einstaklingsbundnum ráðningarsamningum við félagsmenn. Kærufrestur. Leiðbeiningarskylda stjórnvalds. Gildissvið gagnvart tölvulögum. Tilgreining máls. Meginregla upplýsingalaga. Einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. Stjórnvaldi ekki skylt að veita aðgang. Stjórnvaldi óheimilt að veita aðgang.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.