Úrskurðir og álit
-
15. júní 1999 /76/1999 Úrskurður frá 15. júní 1999 í málinu nr. A-76/1999
Kærð var meðferð sambýlis fyrir fatlaða á beiðni um aðgang að gögnum sem höfðu að geyma upplýsingar um meðferð og töku ákvörðunar um að binda enda á samskipti kæranda við íbúa á sambýlinu. Gildissvið gagnvart stjórnsýslulögum. Upplýsingaréttur aðila. Einkamálefni annarra. Aðgangur veittur.
-
25. maí 1999 /74/1999 Úrskurður frá 25. maí 1999 í málinu nr. A-74/1999
Kærð var synjun Ríkiskaupa um að veita aðgang að forvalsgögnum vegna tiltekins útboðs og samningum sem gerðir voru á grundvelli þess. Gildissvið upplýsingalaga. Upplýsingaréttur aðila. Skýring upplýsingalaga. Samkeppnishagsmunir hins opinbera. Einkamálefni annarra. Synjun staðfest. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja. Samkeppni. Aðgangur veittur að hluta.
-
23. mars 1999 /72/1999 Úrskurður frá 23. mars 1999 í málinu nr. A-72/1999
Kærð var meðferð Þróunarfélags Vestmannaeyja sf. á fjórum umsóknum um aðgang að upplýsingum. Gildissvið upplýsingalaga. Frávísun.
-
23. mars 1999 /73/1999 Úrskurður frá 23. mars 1999 í málinu nr. A-73/1999
Kærð var meðferð læknadeildar Háskóla Íslands á beiðnum um aðgang að tilteknum prófum í deildinni á árunum 1990 til 1998. Meginregla upplýsingalaga. Almannahagsmunir. Fyrirhuguð próf. Brottfall takmarkana. Aðgangur veittur.
-
27. janúar 1999 /71/1999 Úrskurður frá 27. janúar 1999 í málinu nr. A-71/1999
Kærð var synjun Ríkiskaupa um að veita aðgang að gögnum vegna tiltekins útboðs. Kærufrestur. Leiðbeiningarskylda stjórnvalda. Gildissvið upplýsingalaga. Skýring upplýsingalaga. Gildissvið gagnvart stjórnsýslulögum. Upplýsingaréttur aðila. Samkeppnishagsmunir hins opinbera. Einkamál efni annarra. Aðgangur veittur. Aðgangur veittur að hluta.
-
29. desember 1998 /70/1998 Úrskurður frá 29. desember1998 í málinu nr. A-70/1998
Kærð var synjun heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins um að synja um að veita aðgang að umsögn stöðunefndar um umsækjendur um embætti landlæknis. Umsókn um störf hjá ríki eða sveitarfélögum og gögn sem þær varða. Synjun staðfest.
-
18. desember 1998 /69/1998 Úrskurður frá 18. desember 1998 í málinu nr. A-69/1998
Kærð var synjun Landsbanka Íslands hf. um að veita aðgang að skjölum og gögnum um laxveiðar á kostnað Landsbanka Íslands hf. Fyrirliggjandi upplýsingar. Gögn í skilningi upplýsingalaga. Gildissvið gagnvart tölvulögum. Kæruheimild. Frávísun. Synjun staðfest.
-
17. desember 1998 /68/1998 Úrskurður frá 17. desember 1998 í málinu nr. A-68/1998
Kærð var synjun fjármálaráðuneytisins um að veita aðgang að skjölum um útreikning bifreiðahlunninda ráðherra. Einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. Aðgangur veittur að hluta.
-
03. desember 1998 /67/1998 Úrskurður frá 3. desember 1998 í málinu nr. A-67/1998
Kærð var synjun landbúnaðarráðuneytisins um að veita aðgang að samningi um malartökuleyfi og öðrum tengdum gögnum. Meginregla upplýsingalaga. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja. Aðgangur veittur. Aðgangur veittur að hluta.
-
30. nóvember 1998 /66/1998 Úrskurður frá 30. nóvember 1998 í málinu nr. A-66/1998
Kærð var meðferð Vestmannaeyjabæjar á ýmsum erindum kæranda. Sameining mála. Kæruheimild. Fyrirliggjandi gögn. Tilgreining máls. Gildissvið gagnvart tölvulögum. Meginregla upplýsingalaga. Málshraði. Frávísun. Aðgangur veittur. Synjun staðfest.
-
30. nóvember 1998 /64/1998 Úrskurður frá 30. nóvember 1998 í málinu nr. A-64/1998
Kærð var synjun ríkistollstjóra um að veita aðgang að gögnum um innflutning og tollmeðferð háhyrningsins Keikós. Beiðni um aðgang ekki beint að réttu stjórnvaldi. Valdbærni. Kæruheimild. Frávísun.
-
25. nóvember 1998 /65/1998 Úrskurður frá 25. nóvember 1998 í málinu nr. A-65/1998
Kærð var synjun Siglingastofnunar Íslands um að veita aðgang að gögnum um breytingar á skráðu afli aðalvéla í ótilgreindum fjölda skipa. Gildissvið gagnvart stjórnsýslulögum. Kæruheimild. Kæruleið. Valdþurrð. Kærufrestur. Fyrirliggjandi gögn. Tilgreining máls. Synjun staðfest.
-
19. nóvember 1998 /63/1998 Úrskurður frá 19. nóvember 1998 í málinu nr. A-63/1998
Kærð var synjun landbúnaðarráðuneytisins um að veita aðgang að álagningarskrá sem hafði að geyma yfirlit um leigu á ríkisjörðum. Gögn í skilningi upplýsingalaga. Tilgreining máls. Meginregla upplýsingalaga. Einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. Aðgangur veittur að hluta.
-
12. nóvember 1998 /62/1998 Úrskurður frá 12. nóvember 1998 í málinu nr. A-62/1998
Kærð var synjun utanríkisráðuneytisins um að veita aðgang að bréfaskriftum ráðuneytisins til bandarískra yfirvalda vegna útboðs á sjóflutningum fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli. Tilgreining máls. Mikilvægir almannahagsmunir vegna öryggis- eða varnarmála. Mikilvægir almannahagsmunir vegna samskipta við önnur ríki. Synjun staðfest.
-
18. október 1998 /61/1998 Úrskurður frá 18. október 1998 í málinu nr. A-61/1998
Kærð var synjun landbúnaðarráðuneytisins um að veita aðgang að skýrslu ríkisendurskoðunar um tiltekið hlutafélag og önnur gögn er hana vörðuðu. Gildissvið upplýsingalaga. Mikilvægir fjárhagshagsmunir fyrirtækja. Synjun staðfest.
-
08. október 1998 /60/1998 Úrskurður frá 8. október 1998 í málinu nr. A-60/1998
Kærð var synjun Skipulagsstofnunar um að veita upplýsingar um greiddan og áætlaðan kostnað af gerð svæðisskipulags fyrir miðhálendið. Fyrirliggjandi gögn. Gögn í skilningi upplýsingalaga. Gildissvið gagnvart tölvulögum. Kæruheimild. Frávísun.
-
01. október 1998 /59/1998 Úrskurður frá 1. október 1998 í málinu nr. A-59/1998
Kærð var synjun utanríkisráðuneytisins um að veita aðgang að gögnum um eignir sem eigendur sameignarfélags hefðu tekið úr félaginu og skipt með sér við slit þess. Kærufrestur. Leiðbeiningarskylda stjórnvalda. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja. Mikilvægir almannahagsmunir vegna viðskipta. Synjun staðfest.
-
25. september 1998 /58/1998 Úrskurður frá 25. september 1998 í málinu nr. A-58/1998
Kærð var synjun Samkeppnisstofnunar um að veita aðgang að öllum gögnum um álit samkeppnisráðs um samruna tiltekinna fyrirtækja. Þagnarskylda. Gildissvið gagnvart þjóðréttarsamningum. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja. Synjun staðfest.
-
21. september 1998 /57/1998 Úrskurður frá 21. september 1998 í málinu nr. A-57/1998
Kærð var synjun Hagþjónustu landbúnaðarins um að veita aðgang að drögum að skýrslu um úttekt og stöðumat á hrossabúskap í landinu. Vinnuskjal. Eigin afnot stjórnvalds. Synjun staðfest.
-
18. september 1998 /56/1998 Úrskurður frá 18. september 1998 í málinu nr. A-56/1998
Kærð var synjun Félagsmálastofnunar Reykjavíkur um að veita aðgang að gögnum um afskipti barnaverndarnefndar af högum kæranda og fjölskyldu hennar. Upplýsingaréttur aðila. Einkamálefni annarra. Aðgangur veittur. Einkamálefni einstaklinga. Synjun staðfest.
-
02. september 1998 /B-31/1998 Úrlausn frá 2. september 1998 í málinu nr. B-31/1998
Álitsumleitan Almannavarna ríkisins um úrlausn á beiðni um aðgang að upplýsingum. Hlutverk úrskurðarnefndar. Kæruheimild. Stjórnvöld geta ekki borið álitaefni um túlkun upplýsingalaga undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál.
-
27. ágúst 1998 /55/1998 Úrskurður frá 27. ágúst 1998 í málinu nr. A-55/1998
Kærð var synjun Menningarsjóðs útvarpsstöðva um að veita upplýsingar um greiðslur í sjóðinn og styrkveitingar úr honum. Fyrirliggjandi gögn. Gildissvið gagnvart tölvulögum. Kæruheimild. Aðgangur veittur. Frávísun.
-
17. ágúst 1998 /54/1998 Úrskurður frá 17. ágúst 1998 í málinu nr. A-54/1998
Kærð var synjun Búnaðarbanka Íslands hf. um að veita aðgang að gögnum um afnot af íbúð bankans í Lundúnum. Gildissvið upplýsingalaga. Gildissvið gagnvart tölvulögum. Gögn í skilningi upplýsingalaga. Gildissvið upplýsingalaga gagnvart starfsemi sem færð hefur verið úr opinberu í einkaréttarlegt rekstrarumhverfi. Einkamálefni einstaklinga. Mikilvægir almannahagsmunir. Aðgangur veittur.
-
07. ágúst 1998 /53/1998 Úrskurður frá 7. ágúst 1998 í málinu nr. A-53/1998
Kærð var synjun Búnaðarbanka Íslands hf. um að veita upplýsingar um laxveiðiferðir stjórnenda Búnaðarbanka Íslands. Gildissvið upplýsingalaga. Gildissvið upplýsingalaga gagnvart starfsemi sem færð hefur verið úr opinberu í einkaréttarlegt rekstrarumhverfi. Skylda til skráningar mála og varðveislu málsgagna. Fyrirliggjandi gögn. Synjun staðfest.
-
16. júlí 1998 /52/1998 Úrskurður frá 16. júlí 1998 í málinu nr. A-52/1998
Kærð var synjun Fangelsismálastofnunar ríkisins um að veita aðgang að gögnum um meðferð á umsókn kæranda um að fá að afplána hluta af fangelsisrefsingu með vistun utan fangelsis. Kærandi aðili að stjórnsýslumáli. Gildissvið gagnvart stjórnsýslulögum. Kæruheimild. Frávísun.
-
11. júlí 1998 /51/1998 Úrskurður frá 11. júlí 1998 í málinu nr. A-51/1998
Kærð var synjun Landsbanka Íslands hf. um að veita aðgang að hluta af skýrslu lögmanns um réttarstöðu fyrrverandi bankastjóra bankans. Gildissvið upplýsingalaga. Frávísun.
-
26. júní 1998 /49/1998 Úrskurður frá 26. júní 1998 í málinu nr. A-49/1998
Kærð var synjun sýslumanns um að veita aðgang að lögregluskýrslu vegna ætlaðs húsbrots og eignaspjalla. Rannsókn eða saksókn í opinberu máli. Gildissvið upplýsingalaga. Kæruheimild. Frávísun.
-
26. júní 1998 /50/1998 Úrskurður frá 26. júní 1998 í málinu nr. A-50/1998
Kærð var synjun heilbrigðis og tryggingamálaráðuneytisins um að veita aðgangað tveimur lögfræðiálitum sem hafði verið aflað við undirbúning nýrrar lyfjalöggjafar. Fyrirliggjandi gögn. Bréfaskipti við sérfræðinga til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Aðgangur veittur.
-
22. júní 1998 /48/1998 Úrskurður frá 22. júní 1998 í málinu nr. A-48/1998
Kærð var synjun Tryggingastofnunar ríkisins um að veita upplýsingar um greiðslur stofnunarinnar til einstakra lyfjabúða og um innbyrðis stærðarhlutföll þeirra, á tilteknu tímabili. Gögn í skilningi upplýsingalaga. Samkeppni. Mikilvægir viðskiptahagsmunir fyrirtækja eða annarra lögaðila. Synjun staðfest.
-
02. júní 1998 /B-27/1998 Úrlausn frá 2. júní 1998 í málinu nr. B-27/1998
Kærð var meðferð utanríkisráðuneytisins á beiðni um aðgang að öllum gögnum um svokallað Heiðarfjallsmál eða H-2 svæðið á Heiðarfjalli/Hrolllaugsstaðafjalli í landi Eiðis á Langanesi eða um beiðendur upplýsinganna. Skráning gagna. Málshraði. Tilkynning um ástæður tafa og hvenær ákvörðunar sé að vænta.
-
24. apríl 1998 /47/1998 Úrskurður frá 24. apríl 1998 í málinu nr. A-47/1998
Kærð var staðfesting dóms- og kirkjumálaráðuneytisins og á synjun sýslumannsins í Reykjavík um að veita aðgang að gögnum um fjárhag ófjárráða sonar kæranda. Gildissvið upplýsingalaga gagnvart stjórnsýslulögum. Kærandi aðili að stjórnsýslumáli. Kæruheimild. Frávísun.
-
15. apríl 1998 /45/1998 Úrskurður frá 15. apríl 1998 í málinu nr. A-45/1998
Kærð var synjun Háskóla Íslands um að veita aðgang að dómnefndaráliti um umsækjendur um starf prófessors. Kæruheimild. Umsóknir um störf hjá ríki eða sveitarfélögum og gögn sem þær varða. Synjun staðfest.
-
15. apríl 1998 /40/1998 Úrskurður frá 15. apríl 1998 í málinu nr. A-40/1998
Kærð var synjun heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins um að veita aðgang að skýrslu um fjárhagslega aðgreiningu rannsóknarstofa í blóðmeinafræði og meinefnafræði frá öðrum rekstri Landspítala og Borgarspítala. Samkeppnishagsmunir hins opinbera. Mikilvægir almannahagsmunir. Fyrirhugaðar ráðstafanir. Frestur til að hrinda ráðstöfunum í framkvæmd. Synjun staðfest.
-
26. mars 1998 /46/1998 Úrskurður frá 26. mars 1998 í málinu nr. A-46/1998
Kærð var meðferð Ísafjarðarbæjar á beiðni um upplýsingar um styrki til greiðslu fasteignagjalda af fasteignum á Flateyri og um uppkaup húseigna þar og synjun um aðgang að matsgerð verkfræðinga um skemmdir þar. Tilgreining máls. Kæruheimild. Fjárhagsmálefni einstaklinga. Aðgangur veittur.
-
03. mars 1998 /43/1998 Úrskurður frá 3. mars 1998 í málinu nr. A-43/1998
Kærð var synjun Flugmálastjórnar um að veita upplýsingar um greidda, fasta/óunna yfirvinnu, bifreiðahlunnindi og aðrar fastar greiðslur til nafngreindra starfsmanna stofnunarinnar. Fyrirliggjandi gögn. Tilgreining máls. Gildissvið gagnvart tölvulögum. Fjárhagsmálefni einstaklinga. Synjun staðfest.
-
26. febrúar 1998 /41/1998 Úrskurður frá 26. febrúar 1998 í málinu nr. A-41/1998
Kærð var synjun Biskupsstofu um að veita aðgang að bréfi er kærandi hafði sjálfur ritað. Skylda til að skrá mál og varðveita málsgögn. Einkamálefni einstaklinga. Aðgangur veittur.
-
20. febrúar 1998 /44/1998 Úrskurður frá 20. febrúar 1998 í málinu nr. A-44/1998
Kærð var meðferð Kópavogsbæjar á beiðni um upplýsingar um heildargreiðslu til tveggja verktaka fyrir skipulagsvinnu. Málshraði. Ámælisverður dráttur á meðferð máls. Gildissvið gagnvart tölvulögum. Kæruheimild. Frávísun.
-
20. febrúar 1998 /42/1998 Úrskurður frá 20. febrúar 1998 í málinu nr. A-42/1998
Beiðni um endurupptöku máls hafnað.
-
13. febrúar 1998 /39/1998 Úrskurður frá 13. febrúar 1998 í málinu nr. A-39/1998
Kærð var meðferð og afgreiðsla Reykjavíkurborgar á ýmsum erindum kæranda. Fyrirliggjandi gögn. Tilgreining máls. Gildissvið gagnvart tölvulögum. Meginregla upplýsingalaga. Fjárhagsmálefni einstaklinga. Nýtt skjal eða gagn búið til í skilningi upplýsingalaga. Meðferð máls ekki lokið. Vinnuskjal. Valdbærni. Kærufrestur. Beiðni um endurupptöku máls. Synjun staðfest. Aðgangur veittur. Frávísun. Endurupptöku hafnað.
-
04. febrúar 1998 /38/1998 Úrskurður frá 4. febrúar 1998 í málinu nr. A-38/1998
Kærð var synjun Vegagerðarinnar um að veita aðgang að gögnum um niðurstöðu útboðs á vetrarþjónustu á Holtavörðuheiði. Kærufrestur. Leiðbeiningarskylda stjórnvalds. Upplýsingaréttur aðila. Vinnuskjal. Upplýsingar ekki að finna annars staðar. Einkamálefni annarra. Aðgangur veittur að hluta.
-
13. janúar 1998 /36/1998 Úrskurður frá 13. janúar 1998 í málinu nr. A-36/1998
Kærð var synjun Flugmálastjórnar um að veita upplýsingar um laun ákvörðuð í einstaklingsbundnum ráðningarsamningum við félagsmenn. Kærufrestur. Leiðbeiningarskylda stjórnvalds. Gildissvið gagnvart tölvulögum. Tilgreining máls. Meginregla upplýsingalaga. Einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. Stjórnvaldi ekki skylt að veita aðgang. Stjórnvaldi óheimilt að veita aðgang.
-
29. desember 1997 /37/1997 - Úrskurður frá 29. desember 1997 í málinu nr. A-37/1997
Kærð var synjun Landsvirkjunar um að veita aðgang að gögnum um virkjun eða stíflugerð í Laxá, uppgræðslu við Kráká og samningum við aðila á Laxársvæðinu. Gildissvið. Kæruheimild. Frávísun.
-
19. desember 1997 /35/1997 - Úrskurður frá 19. desember 1997 í málinu nr. A-35/1997
Kærð var meðferð bankastjórnar Landsbanka Íslands á beiðni um upplýsingar um ferðakostnað maka bankastjóra og aðstoðarbankastjóra bankans á tilteknu tímabili. Málshraði. Ámælisverður dráttur á að beiðni væri afgreidd. Synjun. Kæruheimild. Gildissvið gagnvart tölvulögum. Tilgreining máls. Fyrirliggjandi gögn. Synjun staðfest.
-
15. desember 1997 /34/1997 - Úrskurður frá 15. desember 1997 í málinu nr. A-34/1997
Kærð var meðferð Ríkiskaupa á beiðni um aðgang að útboðsskilmálum vegna sölu tiltekinnar ríkisjarðar, öllum kauptilboðum sem bárust og að kaupsamningi sem gerður var um hana. Málshraði. Synjun. Kæruheimild. Einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. Ákvæði annarra laga, er heimila víðtækari aðgang að gögnum, halda gildi sínu. Þinglýsing. Aðgangur veittur.
-
04. desember 1997 /30/1997 - Úrskurður frá 4. desember 1997 í málinu nr. A-30/1997
Kærð var synjun landbúnaðarráðuneytisins um að veita aðgang að forðagæsluskýrslum fyrir Hvalfjarðarstrandarhrepp. Beiðni beint að réttu stjórnvaldi. Ákvæði annarra laga, sem heimila víðtækari aðgang að upplýsingum, halda gildi sínu. Gildissvið gagnvart tölvulögum. Tilgreining máls. Aðgangur veittur.
-
04. desember 1997 /33/1997 - Úrskurður frá 4. desember 1997 í málinu nr. A-33/1997
Kærðar voru synjanir iðnaðarráðuneytisins, Náttúruverndar ríkisins og Orkustofnunar um að veita aðgang að skýrslu sem nefnd á vegum þessara þriggja stofnana hafði látið vinna um áhrif hugsanlegra virkjana norðan Vatnajökuls á ferðaþjónustu. Gildissvið. Lögvarðir hagsmunir kæranda. Frávísun. Vinnuskjal. Höfundarréttur. Aðgangur veittur.
-
27. nóvember 1997 /32/1997 - Úrskurður frá 27. nóvember 1997 í málinu nr. A-32/1997
Kærðar voru synjanir félagsmálaráðuneytisins og umhverfisráðuneytisins um að veita upplýsingar um öll starfskjör starfsmanna í ráðuneytunum. Gildissvið gagnvart tölvulögum. Tilgreining máls. Skýring upplýsingalaga. Einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. Synjanir staðfestar.
-
27. nóvember 1997 /31/1997 - Úrskurður frá 27. nóvember 1997 í málinu nr. A-31/1997
Kærð var synjun Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar um að veita upplýsingar um starfskjör allra háskólamenntaðra starfsmanna stofnunarinnar. Gildissvið gagnvart tölvulögum. Tilgreining máls eða gagna sem mál varða. Synjun staðfest.
-
20. nóvember 1997 /29/1997 - Úrskurður frá 20. nóvember 1997 í málinu nr. A-29/1997
Kærð var meðferð Sjúkrahúss Reykjavíkur og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins á beiðni um aðgang að skýrslu um meintar ávirðingar tiltekins hóps starfsmanna á einni af deildum sjúkrahússins. Málshraði. Ámælisverður dráttur á að beiðni væri afgreidd. Synjun. Kæruheimild. Stjórnsýslulög. Upplýsingaréttur aðila. Einkamálefni annarra. Aðgangur veittur að hluta.
-
10. nóvember 1997 /28/1997 - Úrskurður frá 10. nóvember 1997 í málinu nr. A-28/1997
Kærð var synjun félagsmálaráðuneytisins um að veita aðgang að hluta skýrslu, sem unnin hafði verið um samstarfsörðugleika kæranda og annarra starfsmanna á tilteknum vinnustað. Stjórnsýslulög. Upplýsingaréttur aðila. Einkamálefni annarra. Þagnarskylda. Upplýsingar veittar í trúnaði. Aðgangur veittur að hluta.
-
31. október 1997 /27/1997 - Úrskurður frá 31. október 1997 í málinu nr. A-27/1997
Kærð var synjun Seðlabanka Íslands um að veita aðgang að gögnum um utanferðir bankastjóra, aðstoðarbankastjóra og eiginkvenna bankastjóra Seðlabankans á tilteknu tímabili. Gildissvið. Tilgreining máls. Mikilvægir almannahagsmunir. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. Vinnuskjal sem stjórnvald ritar. Eigin afnot stjórnvalds. Synjun staðfest. Aðgangur veittur í heild og að hluta.
-
09. október 1997 /26/1997 - Úrskurður frá 9. október 1997 í málinu nr. A-26/1997
Kærð var synjun útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins um að veita aðgang að greinargerðum sem útvarpsráð hafði leitað eftir frá umsækjendum um starf fréttastjóra fréttastofu Ríkisútvarpsins sjónvarps um viðhorf þeirra til starfsins. Umsóknir um störf hjá ríki eða sveitarfélögum og gögn sem þær varða. Hlutverk útvarpsráðs. Synjun staðfest.
-
01. október 1997 /25/1997 - Úrskurður frá 1. október 1997 í málinu nr. A-25/1997
Kærð var synjun Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar um að veita upplýsingar um nöfn og heimilisföng bótaþega húsaleigubóta hjá stofnuninni. Gildissvið gagnvart tölvulögum. Kæruheimild. Frávísun.
-
19. september 1997 /24/1997 - Úrskurður frá 19. september 1997 í málinu nr. A-24/1997
Kærð var synjun Landsvirkjunar um að veita afrit af fundargerðum stjórnar Landsvirkjunar þar sem fjallað hefði verið um virkjun eða stíflugerð í Laxá, uppgræðslu við Kráká og samninga við aðila á Laxársvæðinu, svo og að fundargerðum samninganefndar Landsvirkjunar við samninganefnd heimaaðila um sömu mál. Gildissvið. Frávísun.
-
03. september 1997 /23/1997 - Úrskurður frá 3. september 1997 í málinu nr. A-23/1997
Kærðar voru synjanir flugmálastjórnar og samgönguráðuneytisins um að veita aðgang að gögnum ákvörðunar um að framlengja uppsagnarfrest flugumferðarstjóra vegna hópuppsagna þeirra haustið 1995. Kærufrestur. Skráning upplýsinga um málsatvik. Kæruheimild. Öll gögn er málið varða. Almannahagsmunir. Gögn tekin saman fyrir ráðherrafund. Synjun staðfest.
-
22. ágúst 1997 /21/1997 - Úrskurður frá 22. ágúst 1997 í málinu nr. A-21/1997
Kærð var synjun Framkvæmdasýslu ríkisins um að veita undirverktaka upplýsingar um fyrir hve marga fermetra stofnunin hefði greitt aðalverktaka fyrir múrverk. Gildissvið gagnvart stjórnsýslulögum. Upplýsingaréttur aðila. Einkamálefni annarra. Samþykki. Aðgangur veittur.
-
22. ágúst 1997 /22/1997 - Úrskurður frá 22. ágúst 1997 í málinu nr. A-22/1997
Kærð var synjun Akraneskaupstaðar um að veita upplýsingar um launakjör tiltekinna starfsmanna sveitarfélagsins. Leiðbeiningarskylda stjórnvalda. Gildissvið gagnvart tölvulögum. Einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. Fyrirliggjandi gögn. Aðgangur veittur í heild og að hluta.
-
18. ágúst 1997 /20/1997 - Úrskurður frá 18. ágúst 1997 í málinu nr. A-20/1997
Kærð var synjun bankastjórnar Landsbanka Íslands um að veita upplýsingar um kaupverð bankans á tiltekinni íbúð, greiðsluskilmálum kaupverðs, mánaðarlegri leigufjárhæð meðan fasteignin var í eigu bankans og söluverði þegar eignin var seld. Einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. Þagnarskylda. Ákvæði annarra laga, sem heimila víðtækari aðgang að upplýsingum, halda gildi sínu. Synjun staðfest.
-
08. ágúst 1997 /19/1997 - Úrskurður frá 8. ágúst 1997 í málinu nr. A-19/1997
Kærð var synjun Vestmannaeyjabæjar um að veita aðgang að ráðningarsamningum og upplýsingum um launakjör nítján nafngreindra bæjarstarfsmanna. Gildissvið gagnvart tölvulögum. Einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. Þagnarskylda. Aðgangur veittur.
-
08. ágúst 1997 /18/1997 - Úrskurður frá 8. ágúst 1997 í málinu nr. A-18/1997
Kærð var synjun Vestmannaeyjabæjar um að veita upplýsingar um hvort tiltekinn söfnuður hefði þegið greiðslu frá bæjarsjóði sem húsaleigu vegna tónlistarskóla, hvenær hætt hefði verið að sérgreina sálfræði- og sérfræðiþjónustu í ársreikningum bæjarsjóðs og aðgang að samningi bæjarins við einkafyrirtæki um sorphirðu. Tilgreining máls. Kæruheimild. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja eða annarra lögaðila. Lögbundin verkefni sveitarfélaga. Samkeppni. Aðgangur veittur.
-
17. júlí 1997 /17/1997 - Úrskurður frá 17. júlí 1997 í málinu nr. A-17/1997
Hinn 17. júlí 1997 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-17/1997: Kæruefni Með bréfi, dagsettu 26. júní sl., kærði [...], f.h. [...] synjun Vestmannaeyjabæ)...
-
04. júlí 1997 /16/1997 - Úrskurður frá 4. júlí 1997 í málinu nr. A-16/1997
Kærð var synjun dóms- og kirkjumálaráðuneytisins um að veita brotaþola upplýsingar um ástæður náðunar á afplánun refsingar brotamanns. Aðild að stjórnsýslumáli. Gildissvið gagnvart stjórnsýslulögum. Ekki hefur þýðingu í hvaða skyni ætlunin er að nota umbeðnar upplýsingar. Skjöl tekin saman fyrir fundi ríkisráðs. Einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. Synjun staðfest að hluta. Aðgangur veittur að hluta.
-
03. júlí 1997 /15/1997 - Úrskurður frá 3. júlí 1997 í málinu nr. A-15/1997
Kærð var synjun Listasafns Reykjavíkur um að veita upplýsingar um öll keypt verk á tilteknu tímabili, kaupverð og seljendur. Gildissvið gagnvart tölvulögum. Kæruheimild. Frávísun.
-
12. júní 1997 /14/1997 - Úrskurður frá 12. júní 1997 í málinu nr. A-14/1997
Kærð var synjun Vestmannaeyjabæjar um að veita aðgang að samningi við Hvítasunnusöfnuðinn um rekstur leikskóla í bænum. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Mikilvægir almannahagsmunir. Samkeppni. Lögboðin verkefni sveitarfélaga. Aðgangur veittur.
-
28. maí 1997 /13/1997 - Úrskurður frá 28. maí 1997 í málinu nr. A-13/1997
Kærð var synjun menntamálaráðuneytisins um að veita aðgang að skýrslu um Þjóðminjasafn Íslands. Kærufrestur. Vinnuskjal. Eigin afnot stjórnvalds. Einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. Skjal merkt sem trúnaðarmál. Aðgangur veittur
-
12. maí 1997 /12/1997 - Úrskurður frá 12. maí 1997 í málinu nr. A-12/1997
Kærð var synjun landbúnaðarráðuneytisins um að veita aðgang að upplýsingum um kaup ríkisins á fasteignum á tilteknum ríkisjörðum. Ekki hefur þýðingu í hvaða skyni ætlunin er að nota umbeðnar upplýsingar. Einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. Þinglýsing. Synjun staðfest. Sérálit. Ákvæði annarra laga, sem heimila víðtækari aðgang að upplýsingum, halda gildi sínu. Aðgangur veittur.
-
09. apríl 1997 /11/1997 - Úrskurður frá 9. apríl 1997 í málinu nr. A-11/1997
Kærð var synjun Byggðastofnunar um að veita upplýsingar um afgreiðslu umsókna tiltekinna fyrirtækja um lán samkvæmt lögum nr. 96/1994, um ráðstafanir til að stuðla að stækkun atvinnu- og þjónustusvæða á Vestfjörðum. Beiðni um aðgang beint að réttu stjórnvaldi. Öll gögn er málið varða. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Þagnarskylda. Synjun staðfest að hluta. Aðgangur veittur.
-
07. apríl 1997 /10/1997 - Úrskurður frá 7. apríl 1997 í málinu nr. A-10/1997
Kærð var synjun Akureyrarbæjar um að veita upplýsingar um launakjör bæjarstjórans. Gildissvið gagnvart tölvulögum. Einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. Aðgangur veittur.
-
24. mars 1997 /09/1997 - Úrskurður frá 24. mars 1997 í málinu nr. A-9/1997
Kærð var synjun sjávarútvegsráðuneytisins um að veita aðgang að skýrslu starfshóps sem sjávarútvegsráðherra hafði skipað til að undirbúa tillögu til þingsályktunar um hvalveiðar. Almannahagsmunir. Gögn tekin saman fyrir ráðherrafund. Synjun staðfest.
-
24. mars 1997 /06/1997 - Úrskurður frá 24. mars 1997 í málinu nr. A-6/1997
Kærð var synjun Iðnlánasjóðs um að veita aðgang að upplýsingum um ráðstöfun fjár til að greiða fyrir hagrannsóknum í þágu iðnaðarins og aðgerðum sem stuðla að þjóðhagslega hagkvæmri iðnþróun í landinu og til nýrra útflutningsverkefna, þróunarverkefna og rannsókna í iðnaði. Gildissvið. Tilgreining máls. Mikilvægir almannahagsmunir. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Þagnarskylda. Meginregla upplýsingalaga. Aðgangur veittur.
-
19. mars 1997 /08/1997 - Úrskurður frá 19. mars 1997 í málinu nr. A-8/1997
Kærðar voru synjanir iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar um að veita upplýsingar um mögulegt söluverð raforku í stórsölu o.fl. Gildissvið upplýsingalaga. Frávísun. Tilgreining máls. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Synjun staðfest.
-
12. mars 1997 /07/1997 - Úrskurður frá 12. mars 1997 í málinu nr. A-7/1997
Kærð var synjun Rafmagnsveitna ríkisins um að veita aðgang að bréfi, er hafði að geyma upplýsingar er snertu kæranda sjálfan. Gildissvið upplýsingalaga. Gildissvið gagnvart stjórnsýslulögum. Upplýsingaréttur aðila. Einkamálefni annarra. Aðgangur veittur.
-
04. mars 1997 /05/1997 - Úrskurður frá 4. mars 1997 í málinu nr. A-5/1997
Kærð var meðferð átta ráðuneyta á beiðni um upplýsingar um nöfn arkitekta og verkfræðinga sem unnið höfðu sem verktakar fyrir ráðuneytin á tilteknu tímabili og um greiðslur til þeirra á sama tímabili. Kæruheimild. Gildissvið gagnvart tölvulögum. Tilgreining máls. Aukinn aðgangur. Frávísun. Synjun staðfest.
-
30. janúar 1997 /03/1997 - Úrskurður frá 30. janúar 1997 í málinu nr. A-3/1997
Kærð var synjun Súðavíkurhrepps um að veita aðgang að bókunum í fundargerðum tveggja hreppsnefndarfunda og drög að viðskiptasamkomulagi hreppsins við stjórnir tveggja hlutafélaga og Landsbanka Íslands. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Mikilvægir almannahagsmunir. Þagnarskylda. Aðgangur veittur. Aðgangur veittur að hluta. Synjun staðfest.
-
27. janúar 1997 /02/1997 - Úrskurður frá 27. janúar 1997 í málinu nr. A-2/1997
Kærð var synjun Rannsóknastofnunar uppeldis- og menntamála um að leysa úr beiðni um aðgang að útreikningum á meðaltali einkunna úr samræmdum prófum í 10. bekk einstakra grunnskóla árin 1995 og 1996 á grundvelli upplýsingalaga. Gildissvið gagnvart tölvulögum. Þagnarskylda. Einkamálefni einstaklinga. Álit sérfróðs aðila. Aðgangur veittur að hluta.
-
22. janúar 1997 /01/1997 - Úrskurður frá 22. janúar 1997 í málinu nr. A-1/1997
Kærðar voru synjanir sýslumannsins í Hafnarfirði, lögreglustjórans í Reykjavík og dóms- og kirkjumálaráðuneytisins um að veita aðgang að gögnum um umsókn tiltekins umsækjanda um leyfi til að eiga og nota skotvopn. Beiðni ekki beint að réttu stjórnvaldi. Frávísun. Einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. Samþykki. Synjun staðfest að hluta. Aðgangur veittur að hluta. Aðgangur veittur.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.