Hoppa yfir valmynd

Úrskurðir og álit


Úrskurðarnefnd vel..
Sýni 1401-1469 af 1469 niðurstöðum.

Áskriftir

  • 09. desember 2009 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 64/2009

    Kærandi var skráður í nám á því tímabili sem hann sótti um atvinnuleysisbætur fyrir og telst því ekki tryggður og á ekki rétt á atvinnuleysisbótum.


  • 09. desember 2009 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 67/2009

    Bótaréttur kæranda var ákvarðaður samkvæmt 1. og 2. mgr. 19. gr. laga um atvinnuleysistryggingar sem fjallar um ávinnslutímabil sjálfstætt starfandi einstaklinga. Hin kærða ákvörðun var staðfest.


  • 12. nóvember 2009 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 57/2009

    Mál þetta lýtur að túlkun á 1. mgr. 54. gr. laga um atvinnuleysistryggingar.


  • 12. nóvember 2009 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 62/2009

    Nám kæranda var talið svo umfangsmikið að hann geti ekki talist vera í virkri atvinnuleit samhliða náminu.


  • 12. nóvember 2009 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 70/2009

    Kærandi var ekki lengur í virkri atvinnuleit í skilningi laga um atvinnuleysistryggingar þegar hann fór af landi brott í ótiltekinn tíma. Kærandi átti ekki rétt til útgáfu E303 vottorðs enda uppfyllti hann ekki skilyrði þess að fá slíkt vottorð útgefið, sbr. 1. mgr. 42. gr. laga um atvinnuleysistryggingar.


  • 05. nóvember 2009 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 61/2009

    Kærandi var í lánshæfu námi og telst því ekki tryggður og á ekki rétt á atvinnuleysisbótum.


  • 05. nóvember 2009 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 58/2009

    Kærandi greiddi staðgreiðsluskatt og tryggingargjald af lægra endurgjaldi en nemur viðmiðunarfjárhæð fjármálaráðherra í viðkomandi starfsgrein. Ákvörðun Vinnumálastofnunar um 29% bótarétt var staðfest.


  • 05. nóvember 2009 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 43/2009

    Kærandi starfaði í öðru aðildarríki að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið eða stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum. Kærandi lagði ekki fram nein gögn frá vinnuveitanda sínum erlendis og var því ekki unnt að meta hvaða áhrif vinna hennar þar hefði við ákvörðun um rétt til greiðslu atvinnuleysistrygginga.


  • 21. október 2009 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 73/2009

    Frá því kærandi hóf töku atvinnuleysisbóta dvaldist hún um langt skeið erlendis án þess að láta Vinnumálastofnun vita af því fyrirfram. Á þessu tímabili var hún því ekki lengur í virkri atvinnuleit í skilningi laga um atvinnuleysistryggingar og hafði brotið þá skyldu sína sem atvinnuleitanda að upplýsa Vinnumálastofnun um breytta hagi sína. Sú ákvörðun Vinnumálastofnunar að kærandi hafi ekki átt rétt til greiðslu atvinnuleysisbóta var staðfest. Sú ákvörðun Vinnumálastofnunar var einnig staðfest að kærandi eigi ekki rétt til útgáfu E303 vottorðs enda taldist hún ekki hafa verið tryggð samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar þegar hún sótti um útgáfu þess vottorð. Kærandi uppfyllti því ekki skilyrði þess að fá slíkt vottorð útgefið, sbr. 1. mgr. 42. gr. laga um atvinnuleysistryggingar.


  • 21. október 2009 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 34/2009

    Talið var að 40 daga biðtími hafa byrjað að líða strax að loknu fæðingarorlofi kæranda og var kærandi talinn eiga rétt á atvinnuleysisbótum frá þeim tíma.


  • 21. október 2009 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 50/2009

    Það er mat úrskurðarnefndarinnar að kærandi uppfylli skilyrði laganna til greiðslu atvinnuleysisbóta, sbr. ákvæði c-liðar 3. gr. og 3. mgr. 52. gr. laga um atvinnuleysistryggingar.


  • 14. október 2009 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 56/2009

    Ekki var talið leitt í ljós að kærandi hafi átt sök á uppsögn sinni í skilningi 1. mgr. 54. gr. laga um atvinnuleysistryggingar og átti kærandi því rétt á greiðslu atvinnuleysisbóta í 40 daga.


  • 14. október 2009 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 42/2009

    Staðið hefur verið skil á tryggingagjaldi og staðgreiðslu af reiknuðu endurgjaldi vegna kæranda á ávinnslutímabili. Á grundvelli þess á hann rétt til atvinnuleysisbóta með vísan til b-liðar 3. gr. og 2. mgr. 19. gr. laga um atvinnuleysisbætur.


  • 14. október 2009 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 41/2009

    Samkvæmt staðgreiðsluskrá Ríkisskattstjóra var ekki greitt af kæranda lögbundin gjöld á þeim tíma sem hér um ræðir. Kærandi nær ekki lágmarksbótarétti og telst því ekki tryggður skv. 1. mgr. 15. gr., sbr. a-lið 3. gr. laga um atvinnuleysistryggingar.


  • 01. október 2009 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 23/2009

    Kærandi sótti um atvinnuleysisbætur 20. október 2008 og 24. nóvember 2008. Tekin var afstaða til fyrri umsóknar hans á þeim grundvelli að hann væri launamaður en síðari umsóknin var afgreidd á þeim grundvelli að hann væri sjálfstætt starfandi einstaklingur. Vinnumálastofnun hafnaði báðum umsóknum kæranda og úrskurðarnefnd atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða staðfesti þær niðurstöður.


  • 01. október 2009 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 11/2009

    Niðurfelling bótaréttar í 40 daga var felld úr gildi. Kærandi vildi halda vinnu sinni og ekki var fallist á að ástæður þær sem Vinnumálastofnun gaf vegna áminningar og uppsagnar hans skuli teljast sök í skilningi 1. mgr. 54. gr. laga um atvinnuleysistryggingar.


  • 01. október 2009 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 37/2009

    Meirihlutinn staðfesti hina kærðu ákvörðun þess efnis að kærandi ætti rétt á greiðslu hluta kostnaðar vegna leigu á sendibifreið, en styrkveitingu vegna annarra kostnaðarliða var hafnað. Minnihlutinn taldi kæranda einnig eiga rétt á styrk vegna eldsneytiskostnaðar sem rekja megi til búferlaflutninga vegna atvinnuleitar hans.


  • 01. október 2009 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 30/2009

    Ástæður sem kærandi færði fram voru ekki taldar gildar í skilningi 55. gr. laga um atvinnuleysisbætur og var ákvörðun Vinnumálastofnunar um niðurfellingu bóta­réttar kæranda í 40 bóta­daga því staðfest.


  • 01. október 2009 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 28/2009

    Ástæður kæranda fyrir uppsögn á starfi sínu teljast ekki gildar ástæður í skilningi 1. mgr. 54. gr. laga um atvinnuleysistryggingar og var ákvörðun Vinnumálastofnunar um niðurfellingu bótaréttar í 40 daga staðfest.


  • 01. október 2009 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 55/2009

    Samkvæmt upplýsingum frá skattyfirvöldum um skil kæranda á staðgreiðslu og tryggingagjaldi árin 2006?2008 voru engin skil gerð vegna slíks á síðustu tólf mánuðum áður en sótt var um greiðslu atvinnuleysisbóta eða árið 2008 og því var ekki unnt að fallast á að kæranda hafi skapast réttur til greiðslu atvinnuleysisbóta.


  • 24. september 2009 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 21/2008

    Kærandi greiddi hvorki mánaðarlega né reglubundna staðgreiðslu af reiknuðu endurgjaldi og gat því ekki talist sjálfstætt starfandi einstaklingur.


  • 30. júní 2009 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 32/2009

    Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar þess efnis að stöðva greiðslur atvinnuleysistrygginga til kæranda með vísan til c-liðar 3. gr. og 1. mgr. 52. gr. laga um atvinnuleysisbætur þar sem kærandi var í námi.


  • 30. júní 2009 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 21/2009

    Bótaréttur var felldur niður í 40 daga þar sem kærandi hafnaði starfi sem honum bauðst.


  • 30. júní 2009 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 29/2009

    Staðfest er hin kærða ákvörðun Vinnumálastofnunar þess efnis að kærandi fékk greiddar atvinnuleysisbætur frá umsókn þar að lútandi en ekki frá því að hann varð atvinnulaus.


  • 30. júní 2009 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 33/2009

    Ákvörðun Vinnumálastofnunar að stöðva greiðslur atvinnuleysisbóta til kæranda var staðfest þar sem hann var í námi og því ekki tryggður og átti ekki rétt á atvinnuleysisbótum.


  • 30. júní 2009 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 46/2009

    Kærandi lét hjá líða að mæta á fund sem Vinnumálastofnun hafði gert honum að mæta á og slíkt leiðir til viðurlaga í formi biðtíma eftir atvinnuleysisbótum.


  • 30. júní 2009 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 36/2009

    Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar að stöðva greiðslur atvinnuleysisbóta til kæranda þar sem hann var ekki í virkri atvinnuleit eða búsettur hér á landi, sbr. a- og c-lið 13. gr. laga um atvinnuleysistryggingar.


  • 30. júní 2009 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 48/2009

    Óumdeilt var að ástæða starfsloka kæranda voru samstarfsörðugleikar hans og annars starfsmanns hjá fyrirtækinu. Ekki var leitt í ljós að kærandi hafi átt sök á uppsögn sinni í skilningi 1. mgr. 54. laga um atvinnuleysistryggingar. Hinni kærðu ákvörðun Vinnumálastofnunar var því hrundið og kærandi talinn eiga rétt á greiðslu atvinnuleysisbóta í 40 daga.


  • 30. júní 2009 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 40/2009

    Kærandi hafði ekki óbundna heimild til atvinnuþátttöku á Íslandi, þ.e. ótímabundið atvinnuleyfi, og gat því ekki notið réttar til atvinnuleysisbóta hér á landi.


  • 15. maí 2009 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 5/2009

    Kærandi var sjálfstætt starfandi einstaklingur í skilningi 1. gr., sbr. 3. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, og var tryggður samkvæmt lögunum. Hann naut 100% réttar til atvinnuleysisbóta en miða skal tekjutengdar atvinnuleysisbætur við tekjuárið á undan því ári sem kærandi varð atvinnulaus og var kröfum kæranda því hafnað.


  • 15. maí 2009 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 6/2009

    Brotið var á andmælareglunni við meðferð málsins hjá Vinnumálastofnun, sbr. 13. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Samkvæmt 3. mgr. 52. gr. laga um atvinnuleysistryggingar bar Vinnumálastofnun sérstök skylda til að meta hvort kærandi, sem var í minna en 75% námshlutfalli, ætti rétt til greiðslu atvinnuleysisbóta þrátt fyrir námið. Ákvörðunin var felld úr gildi og lagt fyrir Vinnumálastofnun að taka mál kæranda á ný til meðferðar.


  • 15. maí 2009 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 12/2009

    Kærandi var í tveggja ára meistaranámi í Háskóla Íslands. Með vísan til c-liðar 3. gr., sbr. 1. mgr. 52. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, á kærandi ekki rétt á atvinnuleysisbótum. Hin kærða ákvörðun var staðfest.


  • 15. maí 2009 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 14/2009

    Kærandi fór í tímabundið launalaust leyfi frá starfi sínu hjá X að eigin ósk. Þann tíma er hann var í launalausu leyfi var hann ekki atvinnulaus í skilningi 1. gr. laga um atvinnu­leysistryggingar og hann hafði ekki misst fyrra starf sitt, sbr. 2. gr. laganna. Kærandi uppfyllti ekki skilyrði a-liðar 1. mgr. 13. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, sbr. 14. gr. laganna, þar sem ekki var hægt að líta svo á að hann væri í virkri atvinnuleit meðan hann var með gildan ráðningarsamning.


  • 15. maí 2009 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 25/2009

    Kæranda var sagt upp starfi í kjölfar minni háttar skemmdarverks sem hann var valdur að á íbúðarhúsnæði á vegum vinnuveitanda að kvöldlagi. Ekki var um að ræða brot í starfi heldur atburð sem átti sér stað utan vinnutíma. Hegðun kæranda var ekki talin falla undir sök í skilningi 1. mgr. 54. gr. laga um atvinnuleysistryggingar og var felld úr gildi sú ákvörðun Vinnumálastofnunar að fella niður bótarétt kæranda í 40 daga.


  • 15. maí 2009 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 18/2009

    Kærandi sagði starfi sínu lausu vegna þess að henni misbauð að fá ekki launahækkun samhliða boði um annað starf hjá fyrirtækinu sem að hennar sögn fylgdi meiri umsvif og ábyrgð en fyrra starfi. Að mati úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða taldist þessi ástæða ekki gild í skilningi 1. mgr. 54. gr. laga um atvinnuleysistryggingar og var ákvörðun Vinnumálastofnunar því staðfest.


  • 15. maí 2009 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 16/2009

    Kærandi sagði starfi sínu lausu vegna þess að hann taldi sig ekki geta komið sér í vinnuna á réttum tíma þar sem hann missti ökutæki sitt. Ekki liggur fyrir að kærandi hafi gripið til mögulegra úrræða til þess að komast í vinnuna á tilsettum tíma eða gert tilraunir til þess að semja við vinnuveitanda um að hnika til vinnutímanum. Talið var að kærandi hafi ekki haft gildar ástæður til að segja upp starfi sínu og var ákvörðun Vinnumálastofnunar staðfest.


  • 20. apríl 2009 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 23/2008

    Kærandi var ekki talinn hafa átt ótekið orlof við starfslok og lagði hann fram gögn því til staðfestu. Ákvörðun Vinnumálastofnunar er því hrundið.


  • 20. apríl 2009 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 39/2009

    Þar sem ekki hafði verið tekin ákvörðun um lyktir málsins var því vísað frá úrskurðarnefnd atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða með vísan til 2. mgr. 26. gr. stjórnsýslulaga.


  • 20. apríl 2009 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 15/2009

    Kærandi stóð ekki skil á greiðslu tryggingagjalds og staðgreiðsluskatts af reiknuðu endurgjaldi. Hann átti því ekki rétt á greiðslu atvinnuleysisbóta og var hin kærða ákvörðun staðfest.


  • 20. apríl 2009 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 3/2009

    Kærandi var sjálf talin eiga sök á uppsögn sinni og var niðurfelling bótaréttar í 40 daga því staðfest.


  • 20. apríl 2009 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 39/2008

    Niðurfelling á bótarétti í 40 daga er staðfest.


  • 20. apríl 2009 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 36/2008

    Staðfest sú ákvörðun Vinnumálastofnunar að skerða bótarétt kæranda vegna fjármagnstekna.


  • 20. apríl 2009 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 33/2008

    Kærandi var sjálfstætt starfandi iðnaðarmaður. Sú fjárhæð sem hann greiddi staðgreiðslu og tryggingagjald af á ávinnslutímabilinu náði ekki 25% af árslaunum sjálfstætt starfandi iðnaðarmanns. Hann átti því ekki rétt til greiðslu atvinnuleysisbóta og var hin kærða ákvörðun staðfest.


  • 01. apríl 2009 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 28/2008

    Ákvörðun Vinnumálastofnunar að samþykkja rétt kæranda til atvinnuleysisbóta að liðnum 40 dögum er felld úr gildi. Kærandi á ekki rétt til atvinnuleysisbóta. Synjun Vinnumálastofnunar um útgáfu E 303 vottorðs til handa kæranda er staðfest.


  • 01. apríl 2009 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 40/2008

    Ekki fallist á að kærandi hafi haft gildar ástæður fyrir uppsögn. Niðurfelling bótaréttar í 40 daga er staðfest.


  • 01. apríl 2009 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 16/2008

    Meðferð Vinnumálastofnunar á málinu háð alvarlegum annmörkum. Ákvörðunin ómerkt og málinu vísað aftur til löglegrar meðferðar.


  • 26. mars 2009 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 1/2009

    Kærandi er í háskólanámi, staðfest að hann eigi ekki rétt á bótum.


  • 26. mars 2009 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 35/2008

    Kærandi sagði starfi sínu lausu, niðurfelling bótaréttar í 40 daga staðfest.


  • 26. mars 2009 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 38/2008

    Kærandi sagði starfi sínu lausu, niðurfelling bótaréttar í 40 daga staðfest.


  • 19. febrúar 2009 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 25/2008

    Meiri hluti nefndarinnar telur kæranda sjálfstætt starfandi einstakling í skilningi laga um atvinnuleysistryggingar nr. 54/2006 og staðfestir synjun um greiðslu atvinnuleysisbóta. Minni hluti nefndarinnar telur að fella eigi hina kærðu ákvörðun úr gildi og að kærandi eigi rétt á greiðslu atvinnuleysisbóta.


  • 22. janúar 2009 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 29/2008

    Sá þáttur ákvörðunar Vinnumálastofnunar að fella niður bótarétt í 40 daga er felldur úr gildi. Vinnumálastofnun er falið að taka þann þátt málsins til löglegrar meðferðar.


  • 22. janúar 2009 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 26/2008

    Niðurfelling bótaréttar í 40 daga er staðfest.


  • 11. desember 2008 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 18/2008

    Niðurfelling bótaréttar í 40 daga er staðfest.


  • 11. desember 2008 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 12/2008

    Kæru er vísað frá þar sem hún var of seint fram komin.


  • 14. nóvember 2008 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 20/2008

    Bótaréttur felldur niður í 40 daga. Staðfest.


  • 14. nóvember 2008 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 14/2008

    Niðurfelling bótaréttar í 40 daga. Kærandi hætti störfum vegna óánægju með eðli starfsins.


  • 29. október 2008 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 15/2008

    Máli vísað frá þar sem ekki hafði verið tekin stjórnvaldsákvörðun af hálfu Vinnumálastofnunar.


  • 29. október 2008 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 11/2008

    Bótaréttur felldur niður í 40 daga, en fyrir annað tímabil og hin kærða ákvörðun því felld úr gildi.


  • 29. október 2008 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 13/2008

    Máli vísað frá. Krafa kæranda ekki reist á lögum um atvinnuleysistryggingar eða lögum um vinnumarkaðsaðgerðir.


  • 12. september 2008 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 2/2008

    Niðurfelling bótaréttar í 40 daga. Fellt úr gildi.


  • 17. júlí 2008 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 61/2007

    Krafa um endurgreiðslu ofgreiddra atvinnuleysisbóta. Brotið á málshraðareglu og rannsóknarreglu stjórnsýslulaga og brotið á andmælarétti. Fellt úr gildi.


  • 17. júlí 2008 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 55/2007

    Hafnað kröfu Vinnumálastofnunar um að vísa málinu frá úrskurðarnefndinni. Hafnað kröfu kæranda um að viðurkennt verði að Vinnumálastofnun hafi ekki mátt óska eftir sundurliðuðum gögnum um verðbréfaviðskipti hans og fjármagnstekjur á tilteknu tímabili. Ákvörðunin felld úr gildi.


  • 10. júlí 2008 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 5/2008

    Niðurfelling bótaréttar í 40 daga. Lagt var til grundvallar að kæranda hafi verið sagt upp störfum.


  • 10. júlí 2008 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 7/2008

    Ákvörðun ómerkt og máli vísað til Vinnumálastofnunar að nýju.


  • 10. júlí 2008 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 9/2008

    Ákvörðun ómerkt og málinu vísað til löglegrar meðferðar hjá Vinnumálastofnun. Kæranda var ekki gefinn kostur á að tjá sig áður en hin kærða ákvörðun var tekin.


  • 01. júlí 2008 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 52/2007

    Staðfest ákvörðun um 30% bótahlutfall.


  • 01. júlí 2008 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 3/2008

    Niðurfelling bótaréttar í 40 daga. Ágreiningur um ástæður starfsloka.


  • 01. júlí 2008 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 4/2008

    Kæru vísað frá þar sem kærufrestur var liðinn.


  • 01. júlí 2008 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 1/2008

    Felld úr gildi ákvörðun um niðurfellingu bótaréttar í 40 daga þar sem leiðbeiningar skorti um afleiðingar þess að hafna boði um starf.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum