Úrskurðir og álit
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
25. september 2014 /Mál nr. 26/2013 - endurupptaka
Ekki kemur fram í hinni kærðu ákvörðun hvers vegna styrkur til greiðslu lögmannsaðstoðar er takmarkaður við 22 tíma og af henni verður ekki ráðið að litið hafi verið til tímaskýrslunnar sem á við um úrlausnarefnið. Hin kærða ákvörðun var hvorki talin hafa verið byggð á réttum grunni né að færð hafi verið fyrir henni viðhlítandi rök. Af þeim sökum var hún felld úr gildi.
-
10. september 2014 /Mál nr. 6/2014
Hin kærða ákvörðun, sem tekin var með bókun, var ekki í samræmi við þær kröfur þ.a.l. í barnaverndarlögum. Ákvörðunin var felld úr gildi og málinu vísað til velferðarnefndar C til meðferðar að nýju samkvæmt heimild í 4. mgr. 51. gr. barnaverndarlaga, sbr. 4. mgr. 25. gr. laga nr. 80/2011.
-
10. september 2014 /Mál nr. 8/2014
Úrskurður barnaverndarnefndar um kröfu afa og ömmu barns í fóstri um rýmri umgengni var staðfestur. Málinu var, samkvæmt 4. mgr. 51. gr. barnaverndarlaga, sbr. 4. mgr. 25. gr. laga nr. 80/2011, vísað til barnaverndarnefndar til meðferðar að nýju vegna kröfu fósturforeldra um niðurfellingu á umgengni við kærendur.
-
14. júlí 2014 /Mál nr. 4/2014
Málið varðar ágreining vegna styrks til greiðslu lögmannsaðstoðar. Hin kærða ákvörðun var felld úr gildi.
-
09. júlí 2014 /Mál nr. 2/2014
Málið varðar beiðni um endurskoðun á málsmeðferð í barnaverndarmáli um aðgang að gögnum máls. Málinu var vísað frá kærunefnd barnaverndarmála þar sem ekki voru uppfyllt skilyrði 1. mgr. 6. gr. barnaverndarlaga til að málinu yrði skotið til kæranefndarinnar.
-
09. júlí 2014 /Mál nr. 3/2014
Málið varðar kröfu móðurömmu barns í fóstri um umgengni við það skv. 74. gr. barnaverndarlaga.
-
09. júlí 2014 /Mál nr. 5/2014
Málið varðar kröfu föður um rýmri umgengni við dóttur sína, skv. 74. gr. barnaverndarlaga, sem er í fóstri.
-
09. júlí 2014 /Mál nr. 7/2014
Málið varðar nafnleynd tilkynnanda skv. 2. mgr. 19. gr. barnaverndarlaga. Ákvörðunin var staðfest.
-
14. maí 2014 /Mál nr. 1/2014
Ekki lá fyrir rökstuddur úrskurður sem kæranlegur væri samkvæmt 1. mgr. 6. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, sbr. 2. gr. laga nr. 80/2011, til kærunefndar barnaverndarmála. Engin kæruheimild var fyrir hendi. Málinu var vísað frá kærunefnd barnaverndarmála.
-
11. apríl 2014 /Mál nr. 28/2013
Umgengni foreldris, skv. 74. gr. barnaverndarlaga, við barn sem er vistað utan heimilis á vegum barnaverndarnefndar.
-
04. apríl 2014 /Mál nr. 29/2013
Málið varðar greiðslu lögmannsaðstoðar samkvæmt 47. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.
-
05. mars 2014 /Mál nr. 25/2013
Mál þetta varðar 1. mgr. 86. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 um leyfi til þess að taka barn á vegum barnaverndarnefndar til dvalar á einkaheimili í allt að þrjá mánuði yfir sumartíma og reglugerð um úrræði á ábyrgð sveitarfélaga samkvæmt ákvæðum barnaverndarlaga nr. 652/2004. Kærunefndin taldi félagsmálanefndina ekki hafa upplýst málið í samræmi við 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og var hinni kærðu ákvörðun hrundið og málinu vísað til félagsmálanefndarinnar til meðferðar að nýju skv. 4. mgr. 51. gr. barnaverndarlaga.
-
05. mars 2014 /Mál nr. 26/2013
Beiðni um fjárstyrk til greiðslu lögmannsaðstoðar. Málið var ekki talið hafa verið endanlega til lykta leitt með hinni kærðu ákvörðun og var hún því ekki kæranleg samkvæmt 2. mgr. 26. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Málinu var vísað frá kærunefnd barnaverndarmála.
-
05. mars 2014 /Mál nr. 27/2013
Mál þetta varðar 1. mgr. 23. gr. barnaverndarmála en skv. lagagreininni geta aðeins foreldrar skotið ákvörðun barnaverndarnefndar um að loka máli til kærunefndar barnaverndarmála. Kæruheimild skorti fyrir því að málið yrði kært af hálfu kæranda til kærunefndarinnar og var því vísað frá.
-
05. febrúar 2014 /Mál nr. 22/2013.
Mál þetta lýtur að kröfu móður um rýmri umgengni við tvö börn sín. Hinn kærði úrskurður var staðfestur með vísan til 74. gr. barnaverndarlaga, nr. 80/2002.
-
05. febrúar 2014 /Mál nr. 19/2013.
Kærð var ákvörðun barnaverndarnefndar um að loka máli er varðar dóttur kærenda. Hin kærða niðurstaða var felld úr gildi þar sem ljóst var af gögnum málsins að ekki hafi legið fyrir greinargerð um úrbætur sem þörf kynni að vera á varðandi líðan og aðstæður stúlkunnar svo og um viðhlítandi tillögur að heppilegum úrræðum eins og mælt er fyrir um í 1. mgr. 23. gr. barnaverndarlaga.
-
05. febrúar 2014 /Mál nr. 23/2013.
Kærð var ákvörðun um að loka máli kæranda á grundvelli greinargerðar um könnun máls skv.21. gr. reglugerðar um málsmeðferð fyrir barnaverndarnefnd, nr. 56/2004 sbr. 23. gr. barnaverndarlaga, nr. 80/2002. Ákvörðunin var staðfest þar sem kærandi getur ekki talist barn í skilningi barnaverndarlaga.
-
05. febrúar 2014 /Mál nr. 24/2013.
Máli þessu var vísað frá með vísan til 1. mgr. 6. gr. barnaverndarlaga, nr. 80/2002.
-
08. janúar 2014 /Mál nr. 21/2013.
Kærð var ákvörðun fjölskylduráðs Garðabæjar um að loka máli dóttur kæranda hjá nefndinni. Málinu var vísað frá kærunefnd barnaverndarmála þar sem skilyrði 2. og 3. mgr. 23. gr. barnaverndarlaga um kæruheimild var ekki uppfyllt.
-
08. janúar 2014 /Mál nr. 18/2013.
Mál þetta lýtur að kröfu föður um rýmri umgengni við dóttur sína sem er í varanlegu fóstri. Hinn kærði úrskurður var staðfestur með vísan til 74. gr. barnaverndarlaga, nr. 80/2002
-
11. desember 2013 /Mál nr. 17/2013.
Kærð var ákvörðun barnaverndarnefndar Eyjafjarðar um að umgengni kæranda og sonarsonar hennar færi fram á heimili fósturforeldra. Með vísan til 1.-3. mgr. 74. gr. barnaverndarlaga var hin kærða ákvörðun staðfest.
-
11. desember 2013 /Mál nr. 20/2013.
Kröfu kæranda um að aflétta nafnleynd tilkynnanda vegna sonar hans var synjað skv. 2. mgr. 19. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.
-
31. október 2013 /Mál nr. 16/2013.
Málið varðar styrk til greiðslu lögmannsaðstoðar, skv. 47. gr. barnaverndarlaga, nr. 80/2002. Hin kærða ákvörðun var staðfest
-
04. október 2013 /Mál nr. 14/2013.
Mál þetta lýtur að kröfu föður um rýmri umgengni við tvö börn sín. Hinn kærði úrskurður var staðfestur með vísan til 74. gr. barnaverndarlaga, nr. 80/2002.
-
18. september 2013 /Mál nr. 10/2013.
Staðfestur var úrskurður barnaverndarnefndar Reykjavíkur um að að eftirlit verði haft með heimili C, sbr. a-lið 1. mgr. 26. gr. barnaverndarlaga, og skóla, sbr. b-lið 1. mgr. 26. gr. sömu laga, í sex mánuði.
-
18. september 2013 /Mál nr. 12/2013.
Í málinu var til úrlausnar hvort sú rétt hafi verið að loka máli dóttur kæranda sem var til meðferðar hjá barnaverndarnefnd Reykjavíkur. Með vísan til 22. og 23. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 ber að staðfesta mat Barnaverndar um að rétt hafi verið að loka málinu og er hin kærða ákvörðun því staðfest með vísan til þessa.
-
21. ágúst 2013 /Mál nr. 9/2013.
Kröfu kæranda um að aflétta nafnleynd tilkynnanda vegna sonar þeirra var vísað aftur til löglegrar meðferðar skv. 4. mgr. 51. gr. barnaverndarlaga. Ekki hafði verið gætt að 22. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.
-
21. ágúst 2013 /Mál nr. 7/2013.
Málinu vísað frá kærunefnd barnaverndamála þar sem kærendur eiga ekki aðild að hinni kærðu ákvörðun Barnaverndarstofu skv. 3. mgr. 84. gr. barnaverndarlaga.
-
03. júlí 2013 /Mál nr. 11/2013.
Í málinu var til úrlausnar hvort sú ákvörðun barnaverndarnefnar, að loka máli því sem var til meðferðar hjá barnaverndarnefndinni, hafi verið lögmæt. Hin kærða niðurstaða var felld úr gildi þar sem ljóst var af gögnum málsins að nauðsynlegt væri að sú ráðstöfun sem beitt hefur verið samkvæmt barnaverndarlögum haldist þar til fyrir liggur að kærandi muni njóta viðeigandi þjónustu og aðstoðar áfram.
-
19. júní 2013 /Mál nr. 5/2013.
Mál þetta lýtur að kröfu móður um rýmri umgengni við barn sitt. Hinn kærði úrskurður var staðfestur með vísan til 74. gr. barnaverndarlaga, nr. 80/2002.
-
15. maí 2013 /Mál nr. 3/2013.
Málið varðar styrk til greiðslu lögmannsaðstoðar, skv. 47. gr. barnaverndarlaga, nr. 80/2002. Hin kærða ákvörðun var felld úr gildi.
-
08. maí 2013 /Mál nr. 2/2013.
Kröfu kæranda um að aflétta nafnleynd tilkynnanda vegna sonar þeirra var staðfest skv. 2. mgr. 19. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.
-
24. apríl 2013 /Mál nr. 1/2013
Mál þetta lýtur að kröfu móður um rýmri umgengni við tvö börn sín. Hinn kærði úrskurður var staðfestur með vísan til 74. gr. barnaverndarlaga, nr. 80/2002.
-
10. apríl 2013 /Mál nr. 25/2012.
Í málinu var til úrlausnar hvort sú ákvörðun barnaverndarnefnar, að loka máli því sem var til meðferðar hjá barnaverndarnefndinni, hafi verið lögmæt. Hin kærða niðurstaða var felld úr gildi þar sem ljóst var af gögnum málsins að ekki hafi verið aflað viðhlítandi upplýsinga um líðan barnsins, aðbúnað þess og hagi.
-
10. apríl 2013 /Mál nr. 26/2012.
Mál þetta lýtur að kröfu föðurömmu um umgengni við barnabarn sitt sem er í varanlegu fóstri. Hinn kærði úrskurður var staðfestur með vísan til 2. Mgr. 74.gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.
-
10. apríl 2013 /Mál nr. 27/2012.
Mál þetta lýtur að kröfu föður um rýmri umgengni við son sinn sem er í varanlegu fóstri. Hinn kærði úrskurður var staðfestur með vísan til 74. gr. barnaverndarlaga, nr. 80/2002.
-
10. apríl 2013 /Mál nr. 28/2012.
Málið varðar aðgang kæranda að gögnum barnaverndarnefndar vegna dætra kæranda. Byggði hinn kærði úrskurður á lögmætum sjónarmiðum og takmarkanir á aðgangi að gögnum gekk ekki lengra en nauðsyn bar til. Ber með vísan til þess að staðfesta úrskurðinn.
-
27. febrúar 2013 /Mál nr. 23/2012
Málið varðar styrk til greiðslu lögmannsaðstoðar, skv. 47. gr. barnaverndarlaga, nr. 80/2002. Hin kærða ákvörðun var staðfest.
-
27. febrúar 2013 /Mál nr. 24/2012
Málið varðar tilkynningu til barnaverndarnefndar undir nafnleynd vegna dóttur kæranda, samkvæmt 19. gr. barnaverndarlaga, nr. 80/2002. Hin kærða ákvörun var staðfest.
-
16. janúar 2013 /Mál nr. 18/2012
Beiðni kæranda um endurupptöku fyrri úrskurðar kærunefndar barnaverndarmála þess efnis að synja kröfu kæranda um nafnleynd. Hin kærða ákvörðun Barnaverndar B varðandi beiðni um afléttingu nafnleyndar var verin tekin af starfsmanni nefndarinnar en ekki barnaverndarnefndinni sjálfri.
-
-
-
12. desember 2012 /Mál nr. 14/2012
Kröfur kæranda eru í fjórum liðum auk beiðni um að úrskurður B um aðgang að gögnum yrði felldur úr gildi en hann var staðfestur. Fyrsta lið, um að felld verði úr gildi ráðstöfun barnsins í fóstur í 12 mánuði var vísað frá, sbr. 25. gr. barnaverndarlaga. Öðrum lið, um að úrskurður B um að barnið yrði áfram í fóstri í allt að tvo mánuði, eftir að tímabundinni fósturráðstöfun lauk, var einnig vísað frá, sbr. 2. mgr. 27. gr. barnaverndarlaga. Þriðja lið, um umgengi við barnið var líka vísað frá nefndinni þar sem B hafði ekki tekið ákvörðun þess efnis, skv. 74. gr. barnaverndarlaga. Fjórða lið, um fjárstyrk vegna lögmannskostnaðar var vísað heim til löglegrar meðferðar, sbr. 3. mgr. 51. gr. barnaverndarlaga.
-
28. september 2012 /Mál nr. 12/2012
Mál þetta lýtur að kröfu föður um rýmri umgengni við tvö börn sín. Hinn kærði úrskurður var staðfestur með vísan til 74. gr. barnaverndarlaga, nr. 80/2002.
-
28. september 2012 /Mál nr. 11/2012
Máli var vísað aftur til meðferðar barnaverndarnefndar B, sbr. 4. mgr. 51. gr. barnaverndarlaga, nr. 80/2002 vegna formgalla.
-
28. september 2012 /Mál nr. 10/2012
Í málinu var til úrlausnar hvort sú ákvörðun barnaverndarnefnar, að loka máli því sem var til meðferðar hjá barnaverndarnefndinni, hafi verið lögmæt. Niðurstaðan var að það hafi verið rétt, þar sem ljóst var af gögnum málsins að mál dætra kæranda heyrði á þeim tíma er ákvörðun var tekin undir Barnavernd C, sbr. 5. mgr. 15. gr. barnaverndarlaga.
-
28. september 2012 /Mál nr. 15/2012
Í máli þessu var til úrlausnar sú ákvörðun barnaverndar B að beita ekki neyðarráðstöfun á grundvelli 31. gr. barnaverndarlaga, nr. 80/2002. Kröfu kæranda, um að hnekkt verði þeirri ákvörðun barnaverndarnefndar B að hafna beitingu neyðarráðstöfunar var vísað frá kærunefnd barnaverndarmála.
-
24. september 2012 /Mál nr. 9/2012
Kröfu kærenda um að aflétta nafnleynd tilkynnanda vegna sonar þeirra var staðfest skv. 2. mgr. 19. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.
-
22. ágúst 2012 /Mál nr. 13/2012
Mál þetta varðar 47. gr. barnaverndarlaga. Málinu var skv. 2. mgr. 51. gr. barnaverndarlaga vísað til nýrrar meðferðar.
-
27. júní 2012 /Mál nr. 6/2012
Málið varðar umgengni móður við börn sín, skv. 1. mgr. 74. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.
-
27. júní 2012 /Mál nr. 7/2012
Málið varðar umgengni föður við barn sitt skv. 1. mgr. 74. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.
-
11. janúar 2012 /Mál nr. 14/2011
Málið varðar umgengni móður við barn sitt, skv. 1. mgr. 74. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.
-
11. janúar 2012 /Mál nr. 13/2011
Miðvikudaginn 11. janúar 2012 var á fundi kærunefndar barnaverndarmála tekið fyrir mál nr. 13/2011, A, gegn barnaverndarnefnd Reykjavíkur, vegna umgengni hans við B, og kveðinn upp svohljóðandi úrskurður:
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.