Úrskurðir og álit
-
11. desember 2013 /Mál nr. 155/2011 - endurupptaka.
110%. Endurupptaka. Endurskoðað verðmat. Fyrirliggjandi verðmat of hátt. Veðrými á aðfararhæfum eignum svarar ekki að öllu leyti til fyrirhugaðrar niðurfærslu veðkröfu, sbr. 1. og 2. mgr. 1. gr. laga nr. 29/2011. Hin kærða ákvörðun felld úr gildi og lagt fyrir Íbúðalánasjóð að taka nýja ákvörðun á grundvelli endurskoðaðs verðmats.
-
11. desember 2013 /Mál nr. 55/2013.
Fjárhagsaðstoð. Kæra barst að liðnum hinum þriggja mánaða kærufresti 2. málsl. 1. mgr. 42. gr. laga um húsnæðismál nr. 44/1998. Ekki talin skilyrði til að taka kæruna til efnislegrar meðferðar á grundvelli 1. eða 2. tölul. 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Kærunni var því vísað frá.
-
04. desember 2013 /Mál nr. 10/2013.
Fjárhagsaðstoð. Aðfinnslur. Mosfellsbæ óheimilt að endurkrefja kæranda um fjárhagsaðstoð sem ákvörðuð var á grundvelli tekjuupplýsinga fyrir rangt tímabil, sbr. 1. mgr. 10. gr. reglna um fjárhagsaðstoð í Mosfellsbæ. Hin kærða ákvörðun felld úr gildi og lagt fyrir sveitarfélagið að endurgreiða kæranda fjárhæðina.
-
04. desember 2013 /Mál nr. 6/2013.
Fjárhagsaðstoð. Lán vegna sérstakra erfiðleika. Aðfinnslur. Tekjur kæranda voru yfir grunnfjárhæð undanfarna sex mánuði og skilyrði 2. mgr. 25. gr. reglna um fjárhagsaðstoð hjá Félagsþjónustu Grindavíkur því ekki fullnægt. Hin kærða ákvörðun staðfest.
-
04. desember 2013 /Mál nr. 11/2013.
110%. Endurskoðað verðmat. Fyrirliggjandi matsgerðir í samræmi við verðmæti fasteigna. Engin fyrirliggjandi gögn um eignarhald á fasteignum sem komu til frádráttar niðurfærslu. Óljóst þótti á hvaða grundvelli fasteignarnar og torfæruhjól töldust til aðfararhæfra eigna fremur en aðrar eignir á landbúnaðarskýrslu, sbr. 2. mgr. 1. gr. laga nr. 29/2011. Hin kærða ákvörðun felld úr gildi og vísað til löglegrar meðferðar.
-
04. desember 2013 /Mál nr. 17/2013.
Sérstakar húsaleigubætur. Kærandi hafði ekki átt lögheimili síðustu þrjú ár fyrir umsóknina, sbr. b-lið 4. gr. reglna um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur. Kærandi ekki talin uppfylla a- og b-lið 5. gr. reglnanna um undanþágu frá skilyrði um lögheimili síðustu þrjú ár. Hin kærða ákvörðun staðfest.
-
04. desember 2013 /Mál nr. 13/2013.
Endurkaup íbúðar í kjölfar nauðungarsölu. Talið að skilyrði stjórnar Íbúðalánasjóðs fyrir sölunni hafi verið reist á málefnalegum forsendum. Þar sem kærandi fullnægði ekki skilyrðunum var hin kærða ákvörðun staðfest.
-
04. desember 2013 /Mál nr. 54/2013.
110% og eftirstöðvar veðskuldar. Krafa um greiðslu eftirstöðva veðskuldar eftir nauðungarsölu ekki talin stjórnvaldsákvörðun og kæru hvað það varðar vísað frá, sbr. 1. mgr. 42. gr. laga um húsnæðismál nr. 44/1998. Kæra á ákvörðun um endurútreikning lána barst að liðnum rúmum tveimur árum frá því að ákvörðun var tilkynnt kæranda og því vísað frá, sbr. 2. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. tur
-
20. nóvember 2013 /Mál nr. 59/2011- endurupptaka
110%. Endurskoðað verðmat. Fyrirliggjandi verðmat of hátt. Veðrými á aðfararhæfum eignum svarar ekki að öllu leyti til fyrirhugaðrar niðurfærslu veðkröfu, sbr. 1. og 2. mgr. 1. gr. laga nr. 29/2011. Hin kærða ákvörðun felld úr gildi og lagt fyrir Íbúðalánasjóð að taka nýja ákvörðun á grundvelli endurskoðaðs verðmats.
-
20. nóvember 2013 /Mál nr. 8/2013.
Fjárhagsaðstoð. Sérstakur styrkur. Ekki nægjanlegar upplýsingar um hvort aðstæður kæranda hafi verið frábrugðnar annarra í endurhæfingarúrræðinu Grettistaki sem fengið hafa styrk til kaupa á strætókorti, sbr. a-lið 27. gr. reglna um fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg. Hin kærða ákvörðun felld úr gildi og málinu vísað til löglegrar meðferðar.
-
20. nóvember 2013 /Mál nr. 105/2011- endurupptaka
110%. Endurskoðað verðmat. Fyrirliggjandi verðmat of hátt. Veðrými á aðfararhæfum eignum svarar ekki að öllu leyti til fyrirhugaðrar niðurfærslu veðkröfu, sbr. 1. og 2. mgr. 1. gr. laga nr. 29/2011. Hin kærða ákvörðun felld úr gildi og lagt fyrir Íbúðalánasjóð að taka nýja ákvörðun á grundvelli endurskoðaðs verðmats.
-
20. nóvember 2013 /Mál nr. 9/2013.
Sérstakar húsaleigubætur. Aðstæður kæranda metnar til fjögurra stiga en í þágildandi 15. gr. reglna um úthlutun á almennu leiguhúsnæði hjá Hafnarfjarðarbæ og sérstakar húsaleigubætur var einungis heimilt að greiða sérstakar húsaleigubætur til þeirra sem metnir voru með 6-10 stig. Hin kærða ákvörðun staðfest.
-
20. nóvember 2013 /Mál nr. 3/2013.
Fjárhagsaðstoð. Aðfinnslur. 50% lækkun á grunnfjárhagsaðstoð vegna þess að kærandi var settur á bið eftir atvinnuleysisbótum átti sér ekki stoð í 3. gr. reglna um um fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg. Kærandi átti rétt á fjárhagsaðstoð, sbr. 1. mgr. 12. gr., sbr. 1. mgr. 11. gr. reglnanna. Hin kærða ákvörðun felld úr gildi og vísað til löglegrar meðferðar.
-
20. nóvember 2013 /Mál nr. 14/2013.
Yfirtaka láns. Leita bar samþykkis Íbúðalánasjóðs um yfirtöku kæranda á öllum lánum seljenda fasteignarinnar sem ætlað var að hvíla áfram á eigninni, sbr. 16. gr. reglugerðar nr. 522/2004. Kærandi óskaði einungis eftir yfirtöku hluta þeirra lána. Hin kærða ákvörðun staðfest.
-
06. nóvember 2013 /Mál nr. 86/2011- endurupptaka
110%. Endurskoðað verðmat. Fyrirliggjandi verðmat of hátt. Veðrými á aðfararhæfum eignum svarar ekki að öllu leyti til fyrirhugaðrar niðurfærslu veðkröfu, sbr. 1. og 2. mgr. 1. gr. laga nr. 29/2011. Hin kærða ákvörðun felld úr gildi og lagt fyrir Íbúðalánasjóð að taka nýja ákvörðun á grundvelli endurskoðaðs verðmats.
-
06. nóvember 2013 /Mál nr. 12/2013.
Fjárhagsaðstoð. Aðfinnslur. Tekjur kæranda á viðmiðunartímabili skv. 1. mgr. 12. gr. reglna fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar um fjárhagsaðstoð voru hærri en grunnfjárhæð og kærandi átti því ekki rétt á fjárhagsaðstoð, en hann hafði fengið greidda hálfa. Málskot til nefndarinnar ekki talið geta leitt til óhagstæðari niðurstöðu fyrir kæranda enda um að ræða framfærslugreiðslur. Hin kærða ákvörðun staðfest.
-
23. október 2013 /Mál nr. 13/2012
Húsaleigubætur. Endurupptaka. Aðfinnslur. Dóttir kæranda stundaði nám í lengur en sex mánuði árið 2010 og bar því að undanskilja tekjur hennar, sbr. 1. mgr. 9. gr. laga um húsaleigubætur nr. 138/1997, við ákvörðun um húsaleigubætur til kæranda fyrir árið 2010. Hin kærða ákvörðun felld úr gildi að hluta og vísað til löglegrar meðferðar.
-
23. október 2013 /Mál nr. 1/2013.
Fjárhagsaðstoð. Aðfinnslur. Ekki talið upplýst hvort lán frá móður kæranda teldist til skattskyldra tekna, sbr. 4. tölul. 7. gr. A laga um tekjuskatt, nr. 90/2003, sbr. 18. gr. reglna Kópavogsbæjar, sem kæmi til frádráttar við ákvörðun um fjárhæð fjárhagsaðstoðar. Hin kærða ákvörðun felld úr gildi og vísað til löglegar meðferðar.
-
23. október 2013 /Mál nr. 15/2013.
Fjárhagsaðstoð. Styrkur til tryggingar leiguhúsnæðis. Tekjur kæranda voru yfir viðmiðunarmörkum 23. gr., sbr. 11. gr., reglna um fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg. Hin kærða ákvörðun var því staðfest.
-
23. október 2013 /Mál nr. 50/2012.
110%. Endurskoðað verðmat. Fyrirliggjandi verðmat of hátt. Veðrými á aðfararhæfum eignum svarar ekki að öllu leyti til fyrirhugaðrar niðurfærslu veðkröfu, sbr. 1. og 2. mgr. 1. gr. laga nr. 29/2011. Hin kærða ákvörðun felld úr gildi og lagt fyrir Íbúðalánasjóð að taka nýja ákvörðun á grundvelli endurskoðaðs verðmats.
-
23. október 2013 /Mál nr. 53/2012.
110%. Endurskoðað verðmat. Fyrirliggjandi verðmat í samræmi við verðmæti fasteignarinnar. Ekki talið upplýst hvort hlutabréf teldust aðfararhæf eign í skilningi laga nr. 90/1989 sem kæmu til frádráttar niðurfærslu veðlána, sbr. 3. mgr. 1. gr. laga nr. 29/2011. Hin kærða ákvörðun felld úr gildi og lagt fyrir Íbúðalánasjóð að taka málið til löglegrar meðferðar.
-
09. október 2013 /Mál nr. 40/2012.
Fjárhagsaðstoð. Aðfinnslur vegna afhendingu gagna. Kæra barst að liðnum kærufresti, sbr. 2. málsl. 1. mgr. 42. gr. laga um húsnæðismál, nr. 44/1998. Ekki talið að skilyrðum 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 væri fullnægt. Kæru vísað frá.
-
09. október 2013 /Mál nr. 18/2012.
110%. Miðað við matsgerðir Íbúðalánasjóðs, sbr. 3. mgr. 1. gr. laga nr. 29/2011. Hin kærða ákvörðun staðfest.
-
09. október 2013 /Mál nr. 90/2012.
110%. Endurskoðað verðmat. Fyrirliggjandi verðmat of hátt. Hin kærða ákvörðun felld úr gildi og lagt fyrir Íbúðalánasjóð að taka nýja ákvörðun á grundvelli endurskoðaðs verðmats.
-
09. október 2013 /Mál nr. 88/2012.
Gjaldfelling veðskuldabréfa. Samþykkis Íbúðalánasjóðs ekki aflað um yfirtöku kaupanda fasteignar á þeim lánum sem ætlað var að hvíla áfram á eigninni og sjóðnum því heimilt að gjaldfella skuldabréf kæranda, sbr. 16. gr. reglugerðar nr. 522/2004. Hin kærða ákvörðun staðfest.
-
09. október 2013 /Mál nr. 46/2012.
110%. Endurskoðað verðmat. Fyrirliggjandi verðmat of hátt. Hin kærða ákvörðun felld úr gildi og lagt fyrir Íbúðalánasjóð að taka nýja ákvörðun á grundvelli endurskoðaðs verðmats.
-
09. október 2013 /Mál nr. 91/2012.
110%. Aðfinnslur vegna birtingar ákvörðunar. Ekki fallist á með kæranda að miða hafi átt við fasteignamat, sbr. 3. mgr. 1. gr. laga nr. 29/2011. Miðað við stöðu veðkrafna 1. janúar 2011, sbr. 1. gr. laganna. Endurskoðað verðmat. Fyrirliggjandi verðmat í samræmi við verðmæti fasteignarinnar. Hin kærða ákvörðun staðfest.
-
09. október 2013 /Mál nr. 95/2012- endurupptaka
Tímabundin aflétting láns. Endurupptaka. Aðfinnslur. Íbúðalánasjóði bar að leggja mat á hvort flutningur veðlánsins yfir á aðra fasteign í eigu annars kærenda teldist gild trygging skv. 3. málsl. 32. gr. reglugerðar nr. 522/2004. Þar sem sjóðurinn hefur einvörðungum metið bankaábyrgð gilda tryggingu og sjóðurinn samþykkti að heimila afléttingu lánsins gegn fullnægjandi bankaábyrgð á greiðslu alls lánsins var hin kærða ákvörðun staðfest.
-
11. september 2013 /Mál nr. 96/2012.
Fjárhagsaðstoð. Styrkur vegna fyrirframgreiðslu húsaleigu. Kærandi átti ekki rétt á styrk þar sem ekki var liðið ár frá því henni hafði verið veittur fyrri styrkur, sbr. 23. gr. reglna um fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg.
-
11. september 2013 /Mál nr. 4/2013.
Þjónustuíbúð. Kærandi átti ekki rétt á þjónustuíbúð þar sem hann átti fasteign sem var yfir meðalverði á tveggja herbergja íbúð á höfuðborgarsvæðinu, sbr. c-lið 4. gr. reglna Reykjavíkurborgar um þjónustuíbúðir fyrir aldraða. Hin kærða ákvörðun staðfest.
-
11. september 2013 /Mál nr. 86/2012.
Námsstyrkur. Umsókn kæranda synjað þar sem hann var í lánshæfu námi, sbr. 23. gr. reglna Kópavogsbæjar um fjárhagsaðstoð án þess að fram færi mat á raunverulegum aðstæðum kæranda um hvort hann nyti réttar til láns hjá LÍN. Hin kærða ákvörðun felld úr gildi og vísað til nýrrar meðferðar.
-
11. september 2013 /Mál nr. 98/2012.
Greiðsluerfiðleikaaðstoð. Greiðslubyrði kæranda eftir lok úrræða ekki talin rúmast innan greiðslugetu, sbr. 4. tölul. 4. gr. reglugerðar nr. 584/2001, miðað við tekjur hans áður en til tekjulækkunar kom, sbr. 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar. Hin kærða ákvörðun staðfest.
-
11. september 2013 /Mál nr. 94/2012.
110%. Miðað skal við stöðu veðkrafna 1. janúar 2011, sbr. 1. gr. laga nr. 29/2011. Hin kærða ákvörðun staðfest.
-
11. september 2013 /Mál nr. 70/2012.
110%. Kærufrestur. Endurskoðað verðmat. Fyrirliggjandi verðmat of lágt. Miðað við fyrirliggjandi verðmat. Hin kærða ákvörðun staðfest.
-
28. ágúst 2013 /Mál nr. 5/2013.
Fjárhagsaðstoð. Styrkur vegna tannlækninga. Aðfinnslur. Meðaltekjur kæranda voru yfir grunnfjárhæð, sbr. 11. gr. reglna um fjárhagsaðstoð frá Hafnarfjarðarbæ, og uppfyllti kærandi því ekki skilyrði 18. gr. reglnanna um að hafa tekjur við eða undir grunnfjárhæð. Hin kærða ákvörðun var því staðfest.
-
28. ágúst 2013 /Mál nr. 89/2012.
Húsaleigubætur. Ólögráða sonur kæranda dvaldist við nám innan sveitarfélags þar sem hann átti lögheimili er námið hófst og átti því ekki rétt á húsaleigubótum, sbr. 1. og 2. mgr. 4. gr. laga nr. 138/1997 um húsaleigubætur.
-
28. ágúst 2013 /Mál nr. 93/2012.
Sérstakar húsaleigubætur. Aðfinnslur. Mat sveitarfélagsins á því hvort kærandi uppfyllti undanþágu frá búsetuskilyrði reglna um sérstakar húsaleigubætur í Sandgerðisbæ, Garði og Vogum, vegna mikilla félagslegra erfiðleika, sbr. b-lið 4. gr., var ekki talið fullnægjandi. Hin kærða ákvörðun felld úr gildi og málinu vísað heim.
-
28. ágúst 2013 /Mál nr. 7/2013.
Fjárhagsaðstoð. Styrkur til að greiða tryggingu vegna húsaleigu. Aðfinnslur. Kærandi naut ekki fjárhagsaðstoðar í mánuðinum sem sótt var um og í mánuðinum á undan, sbr. 23. gr. reglna um fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg og átti því ekki rétt á styrk til að greiða tryggingu vegna húsaleigu. Hin kærða ákvörðun var því staðfest.
-
14. ágúst 2013 /Mál nr. 77/2012.
110%. Ágreiningur um verðmæti eigna sem komu til frádráttar niðurfærslu veðlána. Íbúðalánasjóði ber að meta hvert mál og gefa umsækjanda kost á að sýna fram á raunverð eigna telji hann eignir rangt metnar í skattframtali. Hin kærða ákvörðun felld úr gildi og málinu vísað heim.
-
14. ágúst 2013 /Mál nr. 73/2012.
Uppgreiðsluþóknun. Yfirlýsing skv. 3. mgr. 15. gr. reglugerðar nr. 522/2004. Rannsóknarskylda framsalshafa skuldabréfs. Innheimta uppgreiðsluþóknunar ekki í andstöðu við 3. mgr. 23. gr. laga nr. 44/1998. Lánayfirlit vegna fyrirhugaðrar sölu ekki talin hafa áhrif á greiðsluskyldu. Ákvörðun Íbúðalánasjóðs staðfest.
-
14. ágúst 2013 /Mál nr. 85/2012.
Veðlánaflutningur. Eftir veðlánaflutning hefði veðstaða lánsins ekki uppfyllt skilyrði 3 . mgr. 19. gr. laga nr. 44/1998 þar sem fjárhæð lánsins hefði numið minna en 40% af fasteignamati íbúðarinnar, þ.e. 32%. Veðlánaflutningurinn uppfyllti því ekki skilyrði 1. mgr. 32. gr. reglugerðar nr. 522/2004, sbr. 4. mgr. 21. gr. laga um húsnæðismál. Hin kærða ákvörðun staðfest.
-
14. ágúst 2013 /Mál nr. 173/2011
Endurupptaka. 110%. Ekki talið að úrskurður í máli kæranda hafi byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik. Beiðni um endurupptöku hafnað.
-
14. ágúst 2013 /Mál nr. 24/2013
SIS-mat. 5. gr. a laga nr. 59/1992. Niðurstaða mats á stuðningsþörf fatlaðs einstaklings ekki talin til stjórnvaldsákvarðana. Engin stjórnvaldsákvörðun hafði verið tekin á grundvelli matsins. Kæru vísað frá.
-
02. júlí 2013 /Mál nr. 36/2012.
110%. Heimild til niðurfærslu bundin við veðlán veitt af sjóðnum. Frá niðurfærslu skal draga verðmæti aðfararhæfra eigna, sbr. 2. mgr. 1. gr. laga nr. 29/2011, en ekki er í ákvæðinu vikið að öðrum skuldum umsækjenda. Hin kærða ákvörðun staðfest.
-
02. júlí 2013 /Mál nr. 51/2012.
110%. Ágreiningur um verðmæti hlutabréfa, sbr. 2. mgr. 1. gr. laga nr. 29/2011. Nefndin taldi ekki einsýnt að sú aðferð sjóðsins að miða við endurreiknað eigið fé gæfi rétta niðurstöðu um verðmæti hlutabréfanna og rétt niðurstaða fengist vart nema með aðkomu sérfræðinga. Hin kærða ákvörðun felld úr gildi og vísað til nýrrar meðferðar.
-
02. júlí 2013 /Mál nr. 40/2012.
Vextir af viðbótarláni. Íbúðalánasjóður synjaði beiðni um endurreikning vaxta af skuldabréfi. Samkvæmt skuldabréfinu voru vextir af láninu breytilegir skv. ákvörðun stjórnar Íbúðalánasjóðs, sbr. 31. gr. laga nr. 44/1998. Stjórn sjóðsins hafði ekki tekið slíka ákvörðun. Hin kærða ákvörðun því staðfest.
-
02. júlí 2013 /Mál nr. 12/2012.
110%. Endurskoðað verðmat. Fyrirliggjandi verðmat of hátt. Vveðrými á aðfararhæfum eignum svarar að öllu leyti til fyrirhugaðrar niðurfærslu veðkröfu, sbr. 1. og 2. mgr. 1. gr. laga nr. 29/2011. Hin kærða ákvörðun staðfest.
-
19. júní 2013 /Mál nr. 72/2012.
Fjárhagsaðstoð. Umsókn kæranda synjað hjá Reykjavíkurborg. Kæru vísað frá úrskurðarnefndinni þar sem kærandi var látinn.
-
19. júní 2013 /Mál nr. 64/2012.
Námsstyrkur. Umsókn kæranda synjað þar sem hann var ekki talinn eiga við mikla félagslega erfiðleika að stríða, sbr. a-lið1. mgr. 18. gr. reglna um fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg. Enn fremur barst umsókn ekki innan frests, sbr. 18. gr. reglnanna. Hin kærða ákvörðun staðfest.
-
19. júní 2013 /Mál nr. 80/2012.
Greiðsluerfiðleikaaðstoð. Umsókn synjað þar sem kærandi hafði þegar fengið frestun á greiðslum í þrjú ár, sbr. 2. mgr. 48. gr. laga nr. 44/1998. Hin kærða ákvörðun staðfest.
-
19. júní 2013 /Mál nr. 57/2012.
Ferðaþjónusta fatlaðs fólks. Aldraðir. Umsókn kæranda synjað þar sem hann hafi búið á hjúkrunarheimili. Nefndin taldi ekki upplýst hvort og hvaða almennu þjónustu kærandi ætti rétt á, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 14. gr. laga nr. 125/1999. Sveitarfélagið hafi því ekki getað lagt mat á hvort þjónustuþörf kæranda hafi verið meiri en svo að henni yrði fullnægt innan almennrar þjónustu, sbr. 7. gr. laga nr. 59/1992. Hin kærða ákvörðun felld úr gildi og vísað til nýrrar meðferðar.
-
05. júní 2013 /Mál nr. 83/2012.
Ferðaþjónusta fatlaðs fólks. Aldraðir. Aðfinnslur. Umsókn kæranda synjað þar sem hún hafi búið á hjúkrunarheimili. Nefndin taldi ekki upplýst hvort og hvaða almennu þjónustu kærandi ætti rétt á, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 14. gr. laga nr. 125/1999. Sveitarfélagið hafi því ekki getað lagt mat á hvort þjónustuþörf kæranda hafi verið meiri en svo að henni yrði fullnægt innan almennrar þjónustu, sbr. 7. gr. laga nr. 59/1992. Hin kærða ákvörðun felld úr gildi og vísað til nýrrar meðferðar.
-
05. júní 2013 /Mál nr. 54/2012.
110%. Endurupptaka. Tvær fasteignir keyptar með kaupsamningi dags., 10. desember 2008 og 12. janúar 2009. Synjun vegna fyrrnefndrar fasteignar felld úr gildi og málinu vísað heim þar sem stofnað var til láns vegna kaupanna fyrir 31. desember 2008, sbr. 2. málsl. 1. mgr. 1. gr. laga nr. 29/2011. Synjun vegna síðarnefndrar fasteignar staðfest þar sem stofnað var til láns vegna kaupanna eftir 31. desember 2008.
-
10. apríl 2013 /Mál nr. 52/2012
Fjárhagsaðstoð. Aðfinnslur. Umsókn synjað, sbr. 3. og 8. gr. reglna um fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg. Hin kærða ákvörðun felld úr gildi og málið sent heim til löglegrar meðferðar.
-
10. apríl 2013 /Mál nr. 52/2011
Endurupptaka. Leiðrétting á úrskurðarorði. Hin kærða ákvörðun felld úr gildi og lagt fyrir Íbúðalánasjóð að taka nýja ákvörðun.
-
03. apríl 2013 /Mál nr. 49/2012
Aflétting krafna, umfram söluverð, við frjálsa sölu. Beiðni kæranda synjað þar sem hann átti aðrar eignir og söluverð var ekki í samræmi við markaðsverð, sbr. a- og c-liða skilyrða stjórnar Íbúðalánasjóðs. Hin kærða ákvörðun staðfest.
-
03. apríl 2013 /Mál nr. 34/2012
Glatað veð. Beiðni um afskrift kröfu sem glataði veð við nauðungarsölu synjað, sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 359/2010. Hin kærða ákvörðun staðfest.
-
13. mars 2013 /Mál nr. 92/2012
Fjárhagsaðstoð. Kærandi átti töluverða fjármuni á bankareikningi og umsókn hans því synjað á grundvelli 5. mgr. 12. gr. reglna um fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg. Hin kærða ákvörðun staðfest.
-
13. mars 2013 /Mál nr. 71/2012
Fjárhagsaðstoð. Umsókn kæranda um aðstoð vegna sérstakra erfiðleika til að greiða húsaleiguskuld við Félagsbústaði var synjað þar sem hann hafði ekki verið með fjárhagsaðstoð sér til framfærslu undanfarna sex mánuði eða lengur, sbr. a-lið 24. gr. reglna um fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg. Hin kærða ákvörðun staðfest.
-
27. febrúar 2013 /Mál nr. 22/2012
Málefni fatlaðs fólks. Þjónustusamningur um beingreiðslu. Búseta í þjónustukjarna ekki sjálfstæðri búsetu. Synjun talin byggð á málefnalegum ástæðum. Hin kærða ákvörðun staðfest.
-
27. febrúar 2013 /Mál nr. 84/2012
Húsaleigubætur. Krafa um framlagningu gagna á miðju bótatímabili. 15. gr. laga nr. 138/1997. Bótaréttur ekki talinn brott falinn. Hin kærða ákvörðun felld úr gildi.
-
13. febrúar 2013 /Mál nr. 16/2011
Húsaleigubætur. Endurupptaka. Greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins teljast ekki til tekna, sbr. 1. og 2. mgr. 9. gr. laga nr. 138/1997. Hin kærða ákvörðun felld úr gildi og málinu vísað heim til nýrrar meðferðar.
-
13. febrúar 2013 /Mál nr. 45/2011
Fjárhagsaðstoð. Endurupptaka. Kærandi var íbúi sveitarfélagsins, sbr. 1. mgr. 12. gr. og 13. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, sbr. 1. mgr. 9. gr. laga um lögheimili nr. 21/1990. Hin kærða ákvörðun felld úr gildi og vísað heim til nýrrar meðferðar.
-
13. febrúar 2013 /Mál nr. 58/2012
Húsaleigubætur. Bílskúr er ætlaður til annarra nota en íbúðar, sbr. 4. mgr. 7. gr. laga um húsaleigubætur nr. 138/1997. Hin kærða ákvörðun staðfest.
-
13. febrúar 2013 /Mál nr. 67/2012
Fjárhagsaðstoð. Kæranda var synjað um styrk vegna sérstakra erfiðleika til að greiða húsaleiguskuld en skv. 3. mgr. 24. gr. reglna um fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg er óheimilt að veita styrk eða lán til greiðslu skulda við einkaaðila. Hin kærða ákvörðun staðfest.
-
30. janúar 2013 /Mál nr. 87/2012
Sérstakar húsaleigubætur. Ómálefnalegt að byggja synjun á órökstuddri fullyrðingu um að hið leigða húsnæði standi ekki öllum íbúum sveitarfélagsins til boða og að leiga á húsnæðinu sé mögulega hagkvæmari en annars staðar. Hin kærða ákvörðun felld úr gildi og málinu vísað til nýrrar meðferðar.
-
30. janúar 2013 /Mál nr. 66/2012
Sérstakar húsaleigubætur. Kærandi uppfyllti ekki skilyrði b- og c-liðar 4. gr. reglna um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur í Reykjavík þar sem hún bjó ekki í sveitarfélaginu síðustu þrjú ár og tekjur hennar voru umfram tekjumörk. Ekki talin skilyrði til að veita undanþágu. Hin kærða ákvörðun staðfest.
-
30. janúar 2013 /Mál nr. 45/2012
Sérstakar húsaleigubætur. Kærandi uppfyllti ekki skilyrði 15. gr. reglna um úthlutun á almennu leiguhúsnæði hjá Hafnarfjarðarbæ og sérstakar húsaleigubætur þar sem hann var talinn í öruggri leiguíbúð. Hin kærða ákvörðun staðfest.
-
30. janúar 2013 /Mál nr. 74/2012
Sérstakar húsaleigubætur. Kærandi uppfyllti ekki skilyrði 7. gr. reglna um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur í Reykjavík þar sem tekjur hennar voru umfram tekjumörk. Hin kærða ákvörðun staðfest.
-
19. desember 2012 /Mál nr. 172/2011
110%. Endurskoðað verðmat. Raunvirði bifreiðar ekki nægilega kannað. Ákvörðun Íbúðalánasjóðs felld úr gildi og málinu vísað til nýrrar meðferðar.
-
19. desember 2012 /Mál nr. 132/2011
110%. Endurskoðað verðmat. Síðari ákvörðun Íbúðalánasjóðs staðfest. Fyrri ákvörðun Íbúðalánasjóðs felld úr gildi.
-
19. desember 2012 /Mál nr. 193/2011
110%. Endurskoðað verðmat. Ákvörðun Íbúðalánasjóðs staðfest að öðru leyti en að miðað skyldi við hið endurskoðaða verðmat.
-
19. desember 2012 /Mál nr. 190/2011
110%. Endurskoðað verðmat. Ákvörðun Íbúðalánasjóðs staðfest að öðru leyti en að miðað skyldi við hið endurskoðaða verðmat.
-
-
19. desember 2012 /Mál nr. 196/2011
110%. Endurskoðað verðmat. Ákvörðun Íbúðalánasjóðs staðfest að öðru leyti en að miðað skyldi við hið endurskoðaða verðmat.
-
05. desember 2012 /Mál nr. 141/2011
Endurupptaka. Uppgreiðsluþóknun. Yfirlýsing skv. 3. mgr. 15. gr. reglugerðar nr. 522/2004. Innheimta uppgreiðsluþóknunar ekki í andstöðu við 3. mgr. 23. gr. laga nr. 44/1998. Ákvörðun Íbúðalánasjóðs staðfest.
-
05. desember 2012 /Mál nr. 48/2012
Uppgreiðsluþóknun. Yfirlýsing skv. 3. mgr. 15. gr. reglugerðar nr. 522/2004. Rannsóknarskylda framsalshafa skuldabréfs. Innheimta uppgreiðsluþóknunar ekki í andstöðu við 3. mgr. 23. gr. laga nr. 44/1998. Ákvörðun Íbúðalánasjóðs staðfest.
-
05. desember 2012 /Mál nr. 50/2011
Endurupptaka. Fjárhagsaðstoð. Sveitarfélagi gert að endurgreiða framfærslustyrk sem kæranda var veittur og hún endurgreiddi sveitarfélaginu.
-
05. desember 2012 /Mál nr. 61/2012
Uppgreiðsluþóknun. Yfirlýsing skv. 3. mgr. 15. gr. reglugerðar nr. 522/2004. Rannsóknarskylda framsalshafa skuldabréfs. Innheimta uppgreiðsluþóknunar ekki í andstöðu við 3. mgr. 23. gr. laga nr. 44/1998. Ákvörðun Íbúðalánasjóðs staðfest.
-
05. desember 2012 /Mál nr. 65/2012
Uppgreiðsluþóknun. Yfirlýsing skv. 3. mgr. 15. gr. reglugerðar nr. 522/2004. Innheimta uppgreiðsluþóknunar ekki í andstöðu við 3. mgr. 23. gr. laga nr. 44/1998. Ákvörðun Íbúðalánasjóðs staðfest.
-
05. desember 2012 /Mál nr. 21/2012
Uppgreiðsluþóknun. Yfirlýsing skv. 3. mgr. 15. gr. reglugerðar nr. 522/2004. Innheimta uppgreiðsluþóknunar ekki í andstöðu við 3. mgr. 23. gr. laga nr. 44/1998.
-
05. desember 2012 /Mál nr. 42/2012
Uppgreiðsluþóknun. Innheimta uppgreiðsluþóknunar ekki stjórnvaldsákvörðun. Kæru vísað frá.
-
20. nóvember 2012 /Mál nr. 79/2012
Vanskil félags hjá Íbúðalánasjóði. Ekki fyrirliggjandi stjórnvaldsákvörðun. Kæru vísað frá.
-
20. nóvember 2012 /Mál nr. 201/2011
110%. Réttaráhrif ákvörðunar Íbúðalánasjóðs um niðurfærslu veðlána miðast við birtingu ákvörðunarinnar. Ákvörðun Íbúðalánasjóðs staðfest.
-
31. október 2012 /Mál nr. 177/2011
110% leið. Tvær ákvarðanir. Valdþurrð. Óhagfelldari ákvörðun felld úr gildi.
-
31. október 2012 /Mál nr. 195/2011
110% leið. Þrjár ákvarðanir. Valdþurrð. Óhagfelldari ákvarðanirnar tvær felldar úr gildi.
-
31. október 2012 /Mál nr. 175/2011
110% leið. Tvær ákvarðanir. Valdþurrð. Óhagfelldari ákvörðun felld úr gildi.
-
31. október 2012 /Mál nr. 120/2011
110% leið. Tvær ákvarðanir. Valdþurrð. Óhagfelldari ákvörðun felld úr gildi.
-
24. október 2012 /Mál nr. 52/2011
Úrskurðað var í máli kæranda þann 14. september 2011. Eftir samskipti við umboðsmann Alþingis var málið tekið upp. Íbúðalánasjóður tók nýja ákvörðun í máli kæranda, dags. 9. ágúst 2012. Úrskurðir nefndarinnar eru fullnaðarúrskurðir á sviði stjórnsýslunnar, sbr. 3. mgr. 65. gr. laga nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga. Íbúðalánasjóður var því ekki bær til að taka nýja ákvörðun í málinu eftir að úrskurðarnefndin hafði kveðið upp úrskurð og því um valdþurrð að ræða. Ákvörðun Íbúðalánasjóðs, dags. 9. ágúst 2012, felld úr gildi vegna verulegs annmarka. Úrskurðarnefndin tók málið upp vegna upplýsinga um að áhvílandi lán sem hvíldu á aðfararhæfum eignum í skilningi laga nr. 29/2011 væru ekki rétt fram talin í ákvörðun Íbúðalánasjóðs. Ekki taldar forsendur til að raska með öðrum hætti málsgrundvelli hinnar kærðu ákvörðunar. Upplýsingum í lánayfirlitum bar ekki saman við upplýsingar sem Íbúðalánasjóður miðaði við. Hin kærða ákvörðun staðfest og áhvílandi lán á öðrum eignum kæranda og foreldra hennar skyldu leiðrétt hjá Íbúðalánasjóði.
-
24. október 2012 /Mál nr. 56/2012
Kæra barst að liðnum 3 mánaða kærufresti 2. málsl. 1. mgr. 42. gr. laga nr. 44/1998. Ákvörðunin var tilkynnt kæranda með bréfi, dags. 3. nóvember 2011, en kærð til með bréfi, dags. 10. maí 2012. Í kæru kom hins vegar fram að kærandi hafi ekki fengið verðmat fasteignasala sem byggt var á fyrr en í apríl 2012. Samkvæmt upplýsingum frá Íbúðalánasjóði eru verðmöt fasteignasala afhent ef þess er sérstaklega óskað og það gerði kærandi ekki. Jafnvel þótt kærandi hafi ekki fengið verðmat fasteignasala afhent fyrr en í apríl 2012 var ekki talið afsakanlegt að kæran hafi ekki borist fyrr, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/199, enda lágu fyrir upplýsingar í niðurstöðu endurútreikninga og bréfi Íbúðalánasjóðs um verðmæti fasteignarinnar að B ásamt því að fasteignin að C hafi verið talin til annarra eigna kæranda. Kærunni því vísað frá.
-
24. október 2012 /Mál nr. 81/2012
Kærð var ákvörðun þjónustuteymis B um að setja umsókn kæranda um stuðningsfjölskyldu fyrir C, á bið þar til um áramót 2013. Sveitarfélagið D ber ábyrgð á skipulagi og framkvæmd þjónustu við fatlað fólk, sbr. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 59/1992. Samkvæmt 1. málsl. 1. mgr. 3. gr. reglna um stuðningsfjölskyldur vegna fatlaðra barna hjá fjölskyldusviði D er sveitarfélaginu skylt að tryggja að fjölskyldur fatlaðra barna eigi kost á þjónustu stuðningsfjölskyldna eftir því sem þörf krefur. Ákvörðun um að setja umsókn á bið ekki stjórnvaldsákvörðun enda bindur hún ekki enda á málið. Í málinu var því ekki til að dreifa kæranlegri ákvörðun á grundvelli 5. gr. a laga um málefni fatlaðs fólks og málinu vísað frá úrskurðarnefndinni til félagsmálanefndar D til löglegrar meðferðar.
-
24. október 2012 /Mál nr. 161/2011
Kærendur óskuðu endurupptöku á úrskurði í máli þeirra, dags. 11. janúar 2012. Kærendur héldu fram að þau hafi ekki verið heima þegar fasteignasali hafi samkvæmt fyrirliggjandi verðmati átt að hafa skoðað fasteign þeirra. Þessu mótmælti fasteignasalinn og lýsti samskiptum sínum við annan kærenda þegar fasteignin var skoðu. Kærendur gerðu ekki sérstakar athugasemdir við það né lögðu fram gögn eða annað sem studdi kröfu um endurupptöku. Ekki talin ástæða til að draga í efa að fasteignasali hafi skoðað fasteign kærenda. Kröfu um endurupptöku hafnað þar sem skilyrðum 1. mgr. 24. gr. stjórnsýslulaga var ekki fullnægt.
-
03. október 2012 /Mál nr. 203/2011
Kærandi taldi að taka ætti tililit tilláns hjá Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga við niðurfærslu veðlána hjá Íbúðalánasjóði. Samkvæmt samkomulagi lánveitenda á íbúðalánamarkaði um verklagsreglur í þágu yfirveðsettra heimila frá 15. janúar 2011 skal einungis tekið tillit til þeirra lána sem hvíla á fasteign umsækjanda, en ekki annarra skulda umsækjanda. Umrætt lán var ekki meðal áhvílandi skulda á eign kæranda er málið sneri að. Ákvörðun Íbúðalánasjóðs staðfest.
-
03. október 2012 /Mál nr. 197/2011
Eftir að kæra barst úrskurðarnefndinni tók Íbúðalánasjóður nýja ákvörðun í málinu. Þar sem um ívilnandi ákvörðun var að ræða var hin nýja ákvörðun ekki felld úr gildi. Kærendur gerðu kröfu um að miðað yrði við stöðu lána 8. desember 2011 í stað 1. janúar 2011 og að tekið yrði tillit til skulda þeirra við móður annars kærenda. Af skýru ákvæði 1. gr. laga nr. 29/2011 leiðir að miða ber við stöðu veðkrafna þann 1. janúar 2011, en ekki við síðara tímamark. Þá tekur niðurfærsla Íbúaðlánasjóðs einungis til áhvílandi veðlána Íbúðalánasjóðs en ekki annarra lána skv. 1. mgr. 1. gr. laganna. Þá töldu kærendur félag sitt vera verðlaust og mótmæltu að bankainnstæða hafi komið til frádráttar niðurfærslu. Í 2. mgr. 1. gr. laga nr. 29/2011 segir að reynist veðrými vera til staðar á aðfararhæfum eignum á niðurfærsla skulda að lækka sem því nemur. Líta ber á bankainnstæður sem aðfararhæfa eign sem kemur til frádráttar niðurfærslu. Við mat á verðmæti hlutabréfa kærenda var í síðari ákvörðun Íbúðalánasjóðs miðað við óráðstafað eigið fé og gerði úrskurðarnefndin ekki athugasemd við það. Ákvörðun Íbúðalánasjóðs staðfest.
-
03. október 2012 /Mál nr. 28/2011
Fyrir lá úrskurður í málinu frá 8. júní 2011 þar sem staðfest var synjun Íbúðalánasjóðs um flutning veðlána kæranda milli fasteigna. Málið tekið upp í kjölfar fyrirspurnar umboðsmanns Alþingis. Með ákvæði 1. gr. reglugerðar um breytingu á reglugerð um ÍLS-veðbréf og íbúðabréf, nr. 522/2004, með síðari breytingum nr. 1038/2009 er Íbúðalánasjóði veitt heimild til að víkja frá reglum 2. gr. reglugerðar um lánshlutfall og fjárhæð ÍLS-veðbréfa, nr. 540/2006, um veðmörk fasteignar við veðlánaflutning ef sérstaklega stendur á. Í ákvæðinu eru tvenns konar aðstæður nefndar, þ.e. flutningur umsækjanda milli atvinnusvæða og flutningur í ódýrari íbúð. Úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að við afgreiðslu erindis kæranda hafi ekki verið lagt mat á það hvort svo sérstaklega stæði á í málinu að rétt væri að víkja frá reglum um veðmörk fasteignar. Ákvörðun Íbúðalánasjóðs felld úr gildi og vísað heim til nýrrar meðferðar.
-
03. október 2012 /Mál nr. 9/2012
Kærendur mótmæltu að bifreið sonar þeirra kæmi til frádráttar niðurfærslu veðlána hjá Íbúðalánasjóði. Bifreiðin var skráð á annan kæranda. Þá hafi stofnsjóðseign þeirra í reynd verið hugsuð sem líftrygging og hafi verið tekin til að vega upp á móti skuldum kærenda. Í 2. mgr. 1. gr. laga nr. 29/2011 segir að reynist veðrými vera til staðar á aðfararhæfum eignum á niðurfærsla skulda að lækka sem því nemur. Er hvergi að finna heimild til handa Íbúðalánasjóði um að taka tillit til aðdraganda eða ástæðna þess að eign er skráð á kærendur. Íbúðalánasjóði því rétt að lækka niðurfærslu veðlána vegna bifreiðarinnar. Hins vegar varð ekki séð að Íbúðalánasjóður hafi lagt mat á það hvort stofnsjóðsbréfin féllu undir undantekningarreglu 47. gr. laga um aðför, nr. 90/1989, og þar með hvort þau teldust til aðfararhæfra eigna. Hin kærða ákvörðun felld úr gildi og vísað heim til nýrrar meðferðar.
-
03. október 2012 /Mál nr. 78/2012
Kærandi lagði fram kæru vegna sveitarfélagsins B. Kærandi upplýsti ekki um hvaða ákvarðanir var að ræða og í málinu lá einungis fyrir ein ákvörðun velferðarráðs B. Kæra barst að liðnum kærufresti vegna þeirrar ákvörðunar. Þar sem mál kæranda hafði að öðru leyti ekki komið til úrlausnar hjá velferðarráði var kærunni vísað frá.
-
11. september 2012 /Mál nr. 43/2012
Kærandi var ósáttur við verðmat á fasteign sinni sem samanstóð af þremur íbúðum, hver með sitt fastanúmer. Íbúðirnar hafi ekki verið metnar af sama fasteignasala og munur á mati hafi verið mikill. Af ákvæði 4. mgr. 1. gr. laga nr. 29/2011 leiðir að við afgreiðslu mála er varða niðurfærslu veðkrafna Íbúðalánasjóðs verður ekki miðað við lægri fjárhæð en sem nemur fasteignamati. Í málinu lá fyrir að jafnvel þótt miðað hefði verið við fasteignamat íbúðarinnar hefði ekki komið til niðurfærslu veðlána þar sem áhvílandi veðskuldir á íbúðinni voru undir 110% af fasteignamati. Hin kærða ákvörðun staðfest.
-
11. september 2012 /Mál nr. 76/2012
Félagsþjónusta. Talið að ákvörðun um innheimtu vangoldinnar leigu, riftun leigusamnings og aðfararbeiðni þar sem krafist var útburðar teldist ekki til þeirra ákvarðana félagsmálanefndar sem kæranleg væri til úrskurðarnefndarinnar. Kæru vísað frá.
-
11. september 2012 /Mál nr. 191/2011
Kærandi taldi að miða ætti yrði við núverandi stöðu lána hennar og að bifreið hennar hafi ekki átt að koma til frádráttar á niðurfærslu lána. Þá taldi kærandi að taka hafi átt tillit til láns hennar hjá lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga. Í 2. mgr. 1. gr. laga nr. 29/2011 kemur skýrt fram að ef veðrými er á aðfararhæfum eignum lækkar niðurfærsla veðskulda sem því nemur. Íbúðalánasjóði bar því að taka tillit til bifreiðareignar kæranda. Samkvæmt skýru orðalagi 1. gr. laga nr. 29/2011 ber að miða við stöðu veðkrafna þann 1. janúar 2011, en ekki við síðara tímamark. Þá tekur niðurfærsla Íbúðalánasjóðs einungis til áhvílandi veðlána Íbúðalánasjóðs en ekki annarra lána skv. 1. mgr. 1. gr. laganna. Hin kærða ákvörðun staðfest.
-
11. september 2012 /Mál nr. 202/2011
Kærendur töldu fasteignamat fasteignar sinnar of hátt og vildu að miðað yrði við lægra verð en skráð fasteignamat. Af ákvæði 4. mgr. 1. gr. laga nr. 29/2011 leiðir að við afgreiðslu mála er varða niðurfærslu veðkrafna Íbúðalánasjóðs verður ekki miðað við lægri fjárhæð en sem nemur fasteignamati enda ber að miða við það sem er hærra, fasteignamat eða matsverð. Hin kærða ákvörðun staðfest.
-
11. september 2012 /Mál nr. 24/2012
Kærandi taldi verðmat fasteignar sinnar vera of hátt og að forsendur hans fyrir greiðslu afborgana hafi breyst. Meginmarkmið 110% leiðarinnar var almenn niðurfærsla veðkrafna að 110% verðmæti fasteignar, en úrræðið stóð til hliðar við önnur og einstaklingsmiðaðri úrræði. Því er ekki litið til greiðslubyrði eða greiðslugetu umsækjanda um 110% leiðina með þeirri undantekningu sem er að finna í 4. mgr. 1. gr. laga nr. 29/2011. Af ákvæði 3. mgr. 1. gr. laga nr. 29/2011 leiðir að við afgreiðslu mála er varða niðurfærslu veðkrafna Íbúðalánasjóðs verður ekki miðað við lægri fjárhæð en sem nemur fasteignamati. Jafnvel þótt miðað hefði verið við fasteignamat hefði ekki komið til niðurfærslu veðlána þar sem veðrými á öðrum aðfararhæfum eignum var umfram mögulega niðurfærslu. Hin kærða ákvörðun staðfest.
-
03. september 2012 /Mál nr. 15/2012
Álitaefni um hvort eignir samskuldara komi til lækkunar á niðurfærslu veðkröfu. Þar sem hugtakið lántaki er notað í ákvæði 2. mgr. 1. gr. laga nr. 29/2011 taldi úrskurðarnefndin að allir sem tókust á hendur lán sem tryggð voru með veði í umræddri fasteign féllu undir hugtakið og því yrði að líta til aðfararhæfra eigna viðkomandi. Kærandi og móðir hans voru bæði taldir lántakendur í skilningi 1. gr. laga nr. 29/2011. Ekki var fallist á að greina bæri á milli eftir því hvernig greiðsluábyrgð hafi verið skipt innbyrðis enda telst ábyrgð þeirra gagnvart Íbúðalánasjóði óskipt. Ákvörðun Íbúðalánasjóðs staðfest.
-
30. ágúst 2012 /Mál nr. 41/2012
Kærandi telur að við endurútreikning lána hjá Íbúðalánasjóði eigi einnig að taka tillit til endurbótaláns sem hann tók í febrúar 2009. Í greinargerð með frumvarpi til laga nr. 29/2011 kemur fram að heimild til niðurfærslu áhvílandi veðkrafna Íbúðalánasjóðs taki eingöngu til veðkrafna sem stofnað var til vegna kaupa eða byggingu fasteigna 31. desember 2008 eða fyrr. Íbúðalánasjóði bar því ekki að líta til umrædds endurbótaláns. Hin kærða ákvörðun staðfest.
-
30. ágúst 2012 /Mál nr. 39/2012
Greiðsluerfiðleikaaðstoð. Umsókn kæranda synjað þar sem greiðslubyrði rúmaðist ekki innan greiðslugetu. Úrskurðarnefndin taldi að af svörum Íbúðalánasjóðs og gögnum málsins fengist ekki séð að málið hafi verið kannað út frá 2. mgr. 4. gr. reglugerðar nr. 584/2001 þar sem fram kemur að ef ástæða greiðsluerfiðleika er tímabundin tekjulækkuni, skuli í mati á greiðslugetu miða við tekjur umsækjanda áður en til tekjulækkunar kom. Hin kærða ákvörðun felld úr gildi og málinu vísað heim til nýrrar meðferðar.
-
30. ágúst 2012 /Mál nr. 6/2012
Kærandi telur að við endurútreikning lána hjá Íbúðalánasjóði eigi einnig að taka tillit til láns hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins sem tekið hafi verið í tengslum við kaup kæranda á íbúð hennar, en umrætt lán er með veði í fasteign sem er ekki í eigu kæranda. Heimild til niðurfærslu tekur eingöngu til áhvílandi veðkrafna Íbúðalánasjóðs. Staðfest.
-
30. ágúst 2012 /Mál nr. 47/2012
Ágreiningur um afararhæfar eignir. Íbúðalánasjóði bar að kanna nánar raunvirði bifreiða og hlutabréfa kærenda í tengslum við afgreiðslu umsóknar þeirra. Hin kærða niðurstaða felld úr gildi og málinu vísað heim til nýrrar meðferðar.
-
30. ágúst 2012 /Mál nr. 69/2012
Íbúðalánasjóður tók ekki við umsókn um endurútreikning lána hjá sjóðnum sem barst þann 1. mars 2012. Samkvæmt skýru orðalagi 1. gr. laga nr. 29/2011 er Íbúðalánasjóði ekki heimilt að taka við umsóknum eftir að frestur til þess rann út þann 1. júlí 2011. Hin kærða ákvörðun staðfest.
-
30. ágúst 2012 /Mál nr. 55/2012
Fjárhagsaðstoð. Kærandi sótti um aðstoð fyrir nóvember, desember og janúar en var synjað þar sem hún uppfyllti ekki skilyrði fyrir greiðslu fjárhagsaðstoðar. Ekki talið að mat velferðarráðs Reykjavíkurborgar á aðstæðum kæranda vegna umsóknar um styrk fyrir nóvember og desember hafi verið ómálefnalegt eða andstætt reglum sem um það gilda. Varðandi umsókn um styrk fyrir janúar var talið að kæranda hafi ekki verið leiðbeint um að koma á framfæri viðbótargögnum en fyrir lá að ástæða synjunar vegna þess mánaðar var sú að kærandi hafi ekki komið nægum upplýsingum á framfæri um breytingu á eignastöðu. Synjun um fjárhagsaðstoð fyrir janúarmánuð felld úr gildi og vísað heim til nýrrar meðferðar.
-
30. ágúst 2012 /Mál nr. 62/2012
Kærandi taldi fasteignamat of hátt og gerði kröfu um að miðað yrði við verðmat fasteignasala sem var lægra. Við afgreiðslu málsins var miðað við fasteignamat enda er í 4. mgr. 1. gr. laga nr. 29/2011 kveðið skýrt á um að miða skuli við það sem er hærra. Hin kærða ákvörðun staðfest.
-
22. ágúst 2012 /Mál nr. 11/2012
Frádráttur vegna annarra eigna við endurútreikning Íbúðalánasjóðs á lánum kæranda samanstóð af eignum í hlutabréfum, tveimur bifreiðum, hjólhýsi og tveimur þungum bifhjólum. Auk þess fram kom í endurútreikningum ótilgreind fasteign en engar upplýsingar lágu fyrir í málinu hvernig því eignarhaldi var háttað eða hvernig fjárhæðin var fundin út. Ekki lá fyrir hvaðan fjárhæðir vegna annarra framangreindra eigna voru fengnar. Úrskurðarnefndin taldi málið því ekki nægilega upplýst og vísaði því til nýrrar meðferðar hjá Íbúðalánasjóði.
-
22. ágúst 2012 /Mál nr. 2/2012
Íbúðalánasjóður neitaði að taka við umsókn kæranda um endurútreikning lána samkvæmt 110% leiðinni eftir að lögbundinn frestur til þess rann út. Ekki talið að umboðsmanni kæranda hafi verið veittar rangar leiðbeiningar. Staðfest.
-
22. ágúst 2012 /Mál nr. 31/2012
Ágreiningur um við hvaða tímamörk skuli miða þegar verðmæti aðfararhæfra eigna er metið. Í lögum nr. 29/2011 er eingöngu fjallað um hvaða tímamark skuli miðað við þegar staða áhvílandi veðkrafna er metin, en í 1. mgr. ákvæðisins er mælt fyrir um að staða veðkrafna skuli miðast við 1. janúar 2011. Í ljósi þeirra sjónarmiða sem fram koma í athugasemdum við ákvæðið að því er varðar stöðu veðkrafna og til að gætt sé samræmis milli þess tímamarks sem staða veðkrafna er miðuð við annars vegar og mats á verðmæti fasteignar hins vegar, hefur úrskurðarnefndin talið rétt miða við sama tímamark. Hin kærða ákvörðun staðfest.
-
22. ágúst 2012 /Mál nr. 199/2011
Þess krafist að lífeyrissjóðslán væri tekið til greina þegar Íbúðalánasjóður endurútreiknaði lán hjá sjóðnum. Staðfest.
-
22. ágúst 2012 /Mál nr. 205/2011
Ágreiningur um aðfararhæfar eignir. Lagt var mat á það hvort bankainnstæða kæranda, sem var fyrirfram greiddur arfur, teldist aðfararhæf eign í skilningi 1. mgr. 1. gr. laga nr. 29/2911. Þar sem ekki höfðu verið gerðar ráðstafanir til að undanskilja fjárhæðina innheimtu skuldheimtumanna, sjá skilyrði 50. - 52. g. erfðalaga nr. 8/1962, taldist innstæðan til aðfararhæfra eigna sem ekki var sérstaklega undanþegin fjárnámi. Hin kærða ákvörðun var því staðfest.
-
22. ágúst 2012 /Mál nr. 16/2012
Fyrir lá að kærandi átti aðfararhæfar eignir með veðrými sem svaraði að öllu leyti til fyrirhugaðrar niðurfærslu veðkröfu, sbr. 2. mgr. 1. gr. laga nr. 29/2011. Hin kærða ákvörðun var því staðfest.
-
22. ágúst 2012 /Mál nr. 14/2012
Kærandi óskaði endurskoðunar á synjun Íbúðalánasjóðs á niðurfærslu lána hennar. Kærandi benti á að ekki væri unnt að líta á fasteign og bifreið maka hennar sem aðfararhæfar eignir þar sem fjárhagur þeirra væri aðskilinn. Í málinu lá hins vegar fyrir að innstæða kæranda á innlánsreikningi, sem ekki var talin til séreignar maka samkvæmt kaupmála, var hærri en sem nam veðsetningu áhvílandi veðlána umfram 110%. Hin kærða ákvörðun var því staðfest.
-
27. júní 2012 /Mál nr. 192/2011
Ágreiningur um hvort veita bæri þriggja ára fötluðu barni ferðaþjónustu til að fara í sjúkra- og iðjuþjálfun og sund. Samkvæmt 35. gr. laga um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992 skal sveitarfélag gefa fötluðu fólki kost á ferðaþjónustu, en markmið ferðaþjónustu fatlaðs fólks sé að gera þeim sem ekki geta nýtt sér almenningsfarartæki vegna fötlunar kleift að stunda atvinnu og nám og njóta tómstunda. Úrskurðarnefndin taldi að þar sem um var að ræða barn undir 18 ára aldri sem lúti forsjá foreldra, eigi foreldrar rétt til greiðslna vegna ferðakostnaðar, sem hluta umönnunarbóta sem greiddar séu foreldrum langveikra barna á grundvelli laga um félagslega aðstoð nr. 99/2007. Sú ferðaþjónusta sem fötluðu fólki væri færð í 35. gr. laga nr. 59/1992, sbr. lög nr. 152/2010, hafi því verið takmörkuð við þá sem séu eldri en 18 ára. Hin kærða ákvörðun var því staðfest.
-
27. júní 2012 /Mál nr. 25/2012
Húsaleigubætur. Ágreiningur um hvort greiða ætti kæranda húsaleigubætur aftur í tímann frá 1. ágúst 2011 til 30. desember 2011. Þar sem engra annarra gagna naut við í málinu var litið svo á að engar upplýsingar hafi legið fyrir um skólavist kæranda fyrr en í janúar 2012. Hin kærða ákvörðun staðfest.
-
27. júní 2012 /Mál nr. 1/2012
Ákvörðun velferðarráðs Reykjavíkurborgar um að synja kæranda um greiðslu námsstyrks staðfest. Kærandi uppfyllti ekki skilyrði 18. gr. reglna Reykjavíkurborgar um fjárhagsaðstoð. Kærandi hafi ekki verið talin eiga við mikla félagslega erfiðleika að stríða, ekki liggi fyrir að kærandi hafi ekki tök á að vinna með skóla né að hún myndi flosna úr námi kæmi ekki til aðstoðar. Þá áttu önnur ákvæði 18. gr. reglnanna ekki við um kæranda.
-
27. júní 2012 /Mál nr. 19/2012
Ágreiningur um hvort velferðarráði Reykjavíkurborgar beri að sinna akstursþjónustu fyrir kæranda frá hjúkrunarheimili þar sem hún býr til að sinna ýmsum erindum. Hvorki er í lögum nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga né lögum um málefni aldraðra nr. 125/1999 að finna skyldu til að veita öldruðum akstursþjónustu. Samkvæmt 8. gr. reglna Reykjavíkurborgar um akstursþjónustu aldraðra gilda reglurnar ekki um akstursþjónustu fyrir aldraða sem eru á stofnunum, svo sem hjúkrunarheimilum. Hin kærða ákvörðun var því staðfest.
-
27. júní 2012 /Mál nr. 5/2012
Í málinu var ágreiningur um hvort félagsmálanefnd bæri að veita kæranda þjónustu tiltekins sálfræðings í stað sálfræðings og annarra sérfræðinga sem störfuðu fyrir nefndina. Samkvæmt 5. gr. laga um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992 á einstaklingur rétt á þjónustu þar sem hann kýs að búa og komi fram umsókn um slíka þjónustu skal skv. 3. mgr. 5. gr. laganna meta þá umsókn af teymi fagfólks, sem meti heildstætt þörf fatlaðs einstaklings fyrir þjónustuna og jafnframt hvernig koma megi til móts við óskir hans. Úrskurðarnefndin taldi að slíkt mat hefði ekki farið fram á umsókn kæranda. Var því talið að málið hafi ekki verið rannsakað nægilega og málinu því vísað heim til nýrrar meðferðar.
-
27. júní 2012 /Mál nr. 26/2012
Ekki tekið við umsókn kærenda um niðurfærslu veðlána hjá Íbúðalánasjóði þar sem aftasti veðréttur væri hjá Arion banka. Málið var því framsent Arion banka. Íbúðalánasjóður upplýsti að þegar svar bærist frá bankanum yrði málið afgreitt. Í málinu lá því ekki fyrir kæranleg ákvörðun. Frávísun.
-
27. júní 2012 /Mál nr. 44/2012
Ákvörðun velferðarráðs Reykjavíkurborgar um synjun um fjárhagsaðstoð staðfest. Kærandi uppfyllti ekki skilyrði fyrir greiðslu styrks, þ.á.m. skilyrði 24. gr. reglna Reykjavíkurborgar að hafa verið með fjárhagsaðstoð sér til framfærslu undanfarna sex mánuði eða lengur.
-
27. júní 2012 /Mál nr. 8/2012
Íbúðalánasjóður synjaði umsókn kæranda um greiðsluerfiðleikaaðstoð á þeim grundvelli að greiðslubyrði hans rúmaðist ekki innan greiðslugetu, sbr. 4. tölul. 4. gr. reglugerðar nr. 584/2001 um úrræði til að bregðast við greiðsluvanda vegna lána Íbúðalánasjóðs. Hin kærða ákvörðun staðfest.
-
-
-
-
-
-
-
-
28. mars 2012 /Mál nr. 183/2011
Ákvörðun um endurútreikning lána er felld úr gildi og málinu vísað til löglegrar meðferðar.
-
28. mars 2012 /Mál nr. 174/2011
Kærð ákvörðun félagsmálaráðs um synjun um undanþágu frá reglum, er felld úr gildi og málinu vísað aftur til fjölskylduráðs til löglegrar meðferðar.
-
28. mars 2012 /Mál nr. 158/2011
Felld er úr gildi ákvörðun Íbúðalánasjóðs um synjun um endurútreikning á lánum og málinu vísað til löglegrar meðferðar.
-
22. febrúar 2012 /Mál nr. 70/2011
Ágreiningur vegna þjónustusamnings vegna greiðslna fyrir liðveislu, frekari liðveislu og heimaþjónustu auk kostnaðar vegna búsetuþjónustu. Frávísun.
-
22. febrúar 2012 /Mál nr. 114/2011
Ekki er fallist á kröfur kæranda um að tekið verði tillit til lögveðskrafna og söluþóknunar, hvort heldur útlagðrar þóknunar eða hluta hennar sem taki mið af söluþóknun við nauðungarsölu fasteigna og er hin kærða ákvörðun því staðfest.
-
-
08. febrúar 2012 /Mál nr. 156/2011
Kærandi hefur andmælt því að við afgreiðslu umsóknar hennar verði litið til eigna og skulda eiginmanns hennar þar sem það sé umsókninni óviðkomandi. Á það var ekki ekki fallist þar sem tekið er fram í 2. mgr. 1. gr. laga nr. 29/2011 að heimild til niðurfærslu sé alltaf háð því að lántaki eða maki hans eigi ekki aðfararhæfar eignir með veðrými sem svari að hluta eða öllu leyti til fyrirhugaðrar niðurfærslu kröfu. Staðfest.
-
08. febrúar 2012 /Mál nr. 121/2011
Það er niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að af gögnum málsins megi ráða að kærandi uppfylli ekki skilyrði a-liðar 5. gr. reglna Reykjavíkurborgar um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur. Þá er fallist á það mat kærða að kærandi uppfylli ekki hið matskennda viðmið b-liðar 5. gr. reglnanna eins og hér stendur á. Staðfest.
-
25. janúar 2012 /Mál nr. 157/2011
Kærandi kærir ákvörðun Íbúðalánasjóðs um að synja beiðni hans um niðurfærslu íbúðarlána hjá sjóðnum sem hvíla á 50% eignarhluta hans í fasteigninni að B. Í rökstuðningi greinir kærandi frá því að hann sé eigandi 50% eignarhluta í fasteigninni. Staðfest.
-
25. janúar 2012 /Mál nr. 72/2011
Kærendur krefjast þess að við endurútreiknun lána þeirra hjá Íbúðalánasjóði eigi að taka tillit til annarra skulda, sem meðal annars hafi verið stofnað til í því skyni að fjármagna kaup þeirra á fasteigninni þeirra. Staðfest.
-
25. janúar 2012 /Mál nr. 153/2012
Í máli þessu liggur fyrir að staða áhvílandi veðlána á íbúð kæranda var undir 110% veðsetningarhlutfalli og af þeim sökum hafnaði Íbúðalánasjóður umsókn hennar. Kærandi hefur fært fram þau rök að eingöngu eigi að líta til 80% eignarhluta hennar við útreikning á veðsetningarhlutfalli, en ekki alls eignarhlutans, þar sem eignarhluti hennar er 80% en 20% eru í eigu föður hennar. Auk þess er kærandi ein skráð skuldari áhvílandi lána, en meðeigandi hennar er hvorki skráður sem meðskuldari lánanna né ábyrgðarmaður. Staðfest.
-
25. janúar 2012 /Mál nr. 143/2011
Ágreiningur um: lögmæti sölu íbúðarlána frá skilanefnd SPRON til Íbúðalánasjóðs; var Dróma heimilt að selja lánið eftir að búið var að skila inn umsókn til Dróma um endurútreikning áhvílandi íbúðarlána í 110% leiðinni; var Dróma heimilt að synja umsókn þeirra þar sem kærendur stóðust ekki greiðslumat. Ákvörðun Íbúðalánasjóðs, varðandi endurútreikning á lánum kærenda var felld úr gildi og lagt fyrir Íbúðalánasjóð að taka málið til meðferðar að nýju.
-
-
11. janúar 2012 /Mál nr. 154/2011
Kærandi óskaði eftir búsetu í félagslegri íbúð, en ágreiningur var um það hvort velferðarráði Reykjavíkurborgar bæri að veita undanþágu frá skilyrðum í c-lið 4. gr. framangreindra reglna, sbr. b-lið 5. gr. um tekjuviðmið. Staðfest.
-
-
11. janúar 2012 /Mál nr. 116/2011
Kærandi átti rétt á atvinnuleysisbótum en þær bætur eru hærri en grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar. Hann uppfyllti því ekki það skilyrði 25. gr. reglna um fjárhagsaðstoð hjá Kópavogsbæ að vera með tekjur undir grunnfjárhæð. Staðfest.
-
-
-
-
-
11. janúar 2012 /Mál nr. 130/2011
Ágreiningur um það hvort félagsmálaráði Kópavogs hafi borið að veita kæranda aðstoð til náms við í fjölbrautaskóla á haustönn 2011. Kærandi átti rétt á atvinnuleysisbótum en þær bætur eru hærri en grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar. Hún uppfyllti því ekki það skilyrði 25. gr. reglna sveitarfélagsins um fjárhagsaðstoð að vera með tekjur undir grunnfjárhæð. Staðfest.
-
11. janúar 2012 /Mál nr. 139/2011
Ágreiningur um að miðað hafi verið við stöðu áhvílandi veðkrafna þann 1. janúar 2011. Staðfest.
-
14. desember 2011 /Mál nr. 146/2011
Áhvílandi veðskuldir voru 109% af verðmæti fasteignarinnar samkvæmt mati fasteignar löggilts fasteignasala. Staðfest.
-
14. desember 2011 /Mál nr. 119/2011
Íbúðalánasjóður neitaði að taka við umsókn kæranda um endurútreikning lána samkvæmt 110% leiðinni eftir að lögbundinn frestur til þess rann út. Staðfest.
-
14. desember 2011 /Mál nr. 151/2011
Ágreiningur um verðmat íbúðar. Verðmatið var frá árinu 2008. Ákvörðun Íbúðalánasjóðs var felld úr gildi og lagt fyrir sjóðinn að taka málið til meðferðar að nýju.
-
14. desember 2011 /Mál nr. 118/2011
Ágreiningur um endurbótalán hjá Íbúðalánasjóði vegna endurbyggingar, en kærendur telja að Íbúðalánasjóði beri að færa niður veðkröfur vegna endurbótaláns. Staðfest.
-
-
14. desember 2011 /Mál nr. 126/2011
Kærandi telur að við endurútreikning lána hjá Íbúðalánasjóði eigi einnig að taka tillit til láns hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna, sem tekið hafi verið í tengslum við kaup kæranda á íbúð hans, en umrætt lán er með veði í fasteign sem er ekki í eigu kæranda. Heimild til niðurfærslu tekur eingöngu til áhvílandi veðkrafna Íbúðalánasjóðs. Staðfest.
-
14. desember 2011 /Mál nr. 148/2011
Þess var krafist að lán með veði í annarri fasteign en fasteign kærenda yrði tekið til greina er Íbúðalánasjóður endurútreiknaði áhvílandi lán hjá Íbúðalánasjóði. Staðfest.
-
-
-
-
-
-
-
14. desember 2011 /Mál nr. 99/2011
Ágreiningur um greiðsluerfiðleikaaðstoð. Hin kærða ákvörðun er staðfest.
-
-
-
14. desember 2011 /Mál nr. 159/2011
Ágreiningur um lán sem tekið var til að fjármagna íbúð en var með veði í annarri íbúð. Staðfest.
-
14. desember 2011 /Mál nr. 125/2011
Ágreiningur um verðmat íbúðar. Kærandi telur verðmat fasteignar hans ekki gefa rétta mynd af raunvirði hennar þar sem umrætt mat var framkvæmt árið 2007, en síðar hafi komið í ljós ýmsir gallar á fasteigninni og að mikilla endurbóta sé þörf. Í mati löggilts fasteignasala kemur fram að matið sé byggt á skoðun sem sögð er hafa farið fram í júlí 2011, en sú skoðun virðist hafa farið fram með skoðun rafrænna gagna um fyrri sölu fasteignarinnar. Ákvörðun Íbúðalánasjóðs, um endurútreikning á lánum A, áhvílandi á íbúðinni að B, er felld úr gildi og lagt fyrir Íbúðalánasjóð að taka málið til meðferðar að nýju.
-
-
-
-
16. nóvember 2011 /Mál nr. 98/2011
Ágreiningur um aðfararhæfar eignir. Hin kærða ákvörðun er felld úr gildi og málinu vísað aftur til Íbúðalánasjóðs til löglegrar meðferðar.
-
-
16. nóvember 2011 /Mál nr. 105/2011
Staða áhvílandi lána á íbúð kæranda var undir 110% veðsetningarhlutfalli og því voru ekki lagaskilyrði fyrir því að verða við umsókn kæranda. Staðfest.
-
-
-
-
16. nóvember 2011 /Mál nr. 106/2011
Ágreiningur um að aðfararhæfar eignir í eigu kærenda komi til frádráttar niðurfærslu á lánum þeirra hjá Íbúðalánasjóði. Kærendur töldu einnig að taka ætti tillit til láns sem var með veði í fasteign sem er ekki í eigu kærenda. Staðfest.
-
-
16. nóvember 2011 /Mál nr. 113/2011
Ágreiningur vegna veðrýmis á öðrum aðfararhæfum eignum. Staðfest.
-
16. nóvember 2011 /Mál nr. 123/2011
Ágreiningur um aðfararhæfar eignir í eigu kæranda sem komu til frádráttar niðurfærslu á lánum hans hjá Íbúðalánasjóði. Staðfest.
-
16. nóvember 2011 /Mál nr. 124/2011
Kæra í máli þessu barst eftir að kærufresturinn var liðinn. Málinu vísað frá.
-
-
-
02. nóvember 2011 /Mál nr. 85/2011
Þess var krafist að taka eigi tillit til lána sem hvíla á annarri fasteign í eigu kærenda en þeirrar sem umsókn um niðurfærslu íbúðalána tekur til. Einnig telja kærendur að ekki eigi að taka tillit til lausafjáreignar þeirra í formi innstæðu á banka. Ákvörðun Íbúðalánasjóðs staðfest.
-
-
02. nóvember 2011 /Mál nr. 74/2011
Synjun um greiðsluerfiðleikaaðstoð. Breyting á fjárhagslegum forsendum og greiðslubyrði kæranda gefa tilefni til þess að taka málið fyrir að nýju. Ákvörðun felld úr gildi.
-
-
-
-
02. nóvember 2011 /Mál nr. 73/2011
Við endurútreikning hjá Íbúðalánasjóði er miðað við eignir sem voru til staðar þann 31. desember 2010. Niðurfærsla á veðkröfum tekur eingöngu til lána sem hvíla á viðkomandi eign.
-
19. október 2011 /Mál nr. 115/2011
Umkvörtunarefni kæranda snýr að niðurfellingu lána hjá Íslandsbanka en ekki hjá Íbúðalánasjóði eða húsnæðisnefnd. Málinu vísað frá.
-
19. október 2011 /Mál nr. 101/2011
Íbúðalánasjóður neitaði að taka við umsókn kæranda um endurútreikning lána eftir að lögbundinn frestur til þess rann út. Staðfest.
-
19. október 2011 /Mál nr. 40/2011
Ákvörðun velferðarráðs Reykjavíkurborgar um synjun á fjárhagsaðstoð staðfest.
-
-
19. október 2011 /Mál nr. 50/2011
Kærðri ákvörðun velferðarsviðs Kópavogs um endurgreiðslu framfærslustyrks vísað frá úrskurðarnefnd.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.