Hoppa yfir valmynd

Úrskurðir og álit


Kærunefnd útboðsmála
Sýni 601-800 af 1251 niðurstöðum.

Áskriftir

  • 26. júní 2015 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál 12/2015.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru 10. júní 2015 kæra Íslenskir aðalverktakar hf. ákvörðun Framkvæmdasýslu ríkisins fyrir hönd Fjallabyggðar um að velja tilboð Köfunarþjónustunnar ehf. í útboði nr. 15849 „Snjóflóðavarnir Siglufirði, N-Fífladalir. Uppsetning stoðvirkja“. Kröfur kæranda eru að kærunefnd útboðsmála felli ákvörðunina úr gildi, gefi álit á skaðabótaskyldu og úrskurði að varnaraðilum verði gert að greiða málskostnað. Í greinargerð varnaraðila Framkvæmdasýslu ríkisins 18. júní 2015 var þess krafist að öllum kröfum kæranda yrði hafnað. Lítur nefndin svo á að í því felist krafa um afléttingu sjálfkrafa stöðvunar. Varnaraðili Köfunarþjónustan ehf. gerði athugasemdir við kæruna 16. júní sl. Kærunefnd útboðsmála óskaði eftir frekari upplýsingum frá varnaraðilum 18. júní sl. og bárust þær 19. júní sl. Kærandi gerði athugasemdir við greinargerðir varnaraðila 22. júní 2015. Í þessum þætti málsins tekur nefndin afstöðu til kröfu varnaraðila um afléttingu sjálfkrafa banns við samningsgerð samkvæmt 1. mgr. 94. gr. a. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup, sbr. 12. gr. laga nr. 58/2013, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.


  • 26. júní 2015 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 9/2015.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru 8. júní 2015 kærir Húnavirki ehf. ákvörðun Húnaþings vestra um val á tilboði í leið 7 í útboði „vegna skólaaksturs fyrir Grunnskóla Húnaþings vestra skólaárin 2015-2016 til og með 2018-2019“. Kröfur kæranda eru að kærunefnd útboðsmála ógildi útboðið og beini því til varnaraðila að bjóða þjónustuna út að nýju. Þá er þess krafist að veitt verði álit á skaðabótaskyldu og að varnaraðila gert að greiða málskostnað. Í þessum þætti málsins tekur nefndin afstöðu til kröfu varnaraðila um afléttingu sjálfkrafa banns við samningsgerð samkvæmt 1. mgr. 94. gr. a. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup, sbr. 12. gr. laga nr. 58/2013, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.


  • 26. júní 2015 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 7/2015.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru 1. júní 2015 kærir Míla ehf. útboð varnaraðila Ríkiskaupa og fjarskiptasjóðs nr. 15843 auðkennt „Ljósleiðarahringtenging Snæfellsness“. Kærandi krefst þess aðallega að felld verði úr gildi ákvörðun varnaraðila Ríkiskaupa frá 22. maí 2015 um val á tilboði Orkufjarskipta hf. í útboðinu. Jafnframt er þess krafist að felld verði úr gildi ákvörðun varnaraðila frá 21. maí 2015 um að útiloka ekki Orkufjarskipti hf. frá þátttöku í útboðinu. Auk þess er krafist málskostnaðar. Í þessum þætti málsins tekur nefndin afstöðu til kröfu varnaraðila um afléttingu sjálfkrafa banns við samningsgerð samkvæmt 1. mgr. 94. gr. a. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup, sbr. 12. gr. laga nr. 58/2013, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.


  • 22. júní 2015 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 8/2015.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru 1. júní 2015 kærir Orka náttúrunnar ohf. ákvörðun Hagvangs ehf. 13. maí 2015, fyrir hönd þrettán tilgreindra aðila rammasamnings Ríkiskaupa nr. 4220 „Raforka“, um að viðhafa örútboð á grundvelli rammasamningsins. Í þessum þætti málsins tekur nefndin afstöðu til kröfu sóknaraðila um stöðvun samningsgerðar við Orkusöluna ehf. á grundvelli örútboðsins þar til endanlega hefur verið skorið úr kæru samkvæmt 1. mgr. 96. gr. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup, sbr. 15. gr. laga nr. 58/2013, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar. Af hálfu varnaraðila hefur öllum kröfum kæranda verið mótmælt.


  • 22. júní 2015 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál 11/2015.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála

    Með bréfi 28. maí 2015 óskuðu Landspítali og Ríkiskaup eftir ráðgefandi áliti kærunefndar útboðsmála samkvæmt 4. mgr. 91. gr. laga nr. 84/2007, vegna ágreinings sem upp hefur komið milli þeirra í útboði nr. 15756 um innkaup á einnota líni. Upplýst er að tilboð í útboðinu hafi verið opnuð 29. janúar 2015.


  • 26. maí 2015 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 5/2015.  Ákvörðun kærunefnda útboðsmála:

    Með kæru 4. maí 2015 kærir Jarðlist ehf. útboð varnaraðila Ríkiskaupa nr. 15586 auðkennt „Gjögurflugvöllur. Endurbætur 2015“. Kærandi krefst að kærunefnd útboðsmála stöðvi fyrirhugða samningsgerð um stundarsakir. Þess er jafnframt krafist að kærunefnd „leggi fyrir kærða að ganga til samninga við kæranda vegna þjónustu sem boðin var út“ í hinu kærða útboði. Til vara er þess krafist að kærunefnd ógildi útboðið og leggi fyrir Ríkiskaup „að bjóða út þjónustuna að nýju“. Til þrautavara er þess krafist að kærunefnd láti í té álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila Ríkiskaupa. Auk þess er krafist málskostnaðar. Í þessum þætti málsins tekur nefndin afstöðu til kröfu varnaraðila um afléttingu sjálfkrafa banns við samningsgerð samkvæmt 1. mgr. 94. gr. a. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup, sbr. 12. gr. laga nr. 58/2013, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.


  • 04. maí 2015 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 1/2015.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 6. febrúar 2015 kærði WOW air ehf. ætlaða sniðgöngu varnaraðila, fjármála- og efnahagsráðuneytisins, á skyldu þess til að bjóða út flugfarmiðakaup í samræmi við ákvæði laga nr. 84/2007 um opinber innkaup. Kærandi krefst þess aðallega að „kærunefnd útboðsmála beini því til kærða að bjóða út umrædd innkaup heildstætt í gegnum miðlægt innkaupakerfi og mæti þar með útboðsskyldu allra þeirra opinberu aðila sem eru aðilar að slíku miðlægu innkaupakerfi.“ Kærandi krefst þess einnig að „viðurkennt verði að óheimilt sé að veita svokallaða vildarpunkta eða aðra fjárhagslega umbun til opinberra starfsmanna í skiptum fyrir kaup hins opinbera á þjónustu.“ Þá krefst kærandi þess að kærunefnd „lýsi fyrirtækjasamning Icelandair og kærða, um afslátt frá flugfargjöldum og önnur sérkjör, dags. 29. maí 2009, óvirkan.“ Til vara krefst kærandi þess að kærunefnd beini því til varnaraðila að bjóða út umrædd innkaup.


  • 04. maí 2015 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 4/2015.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 16. apríl 2015 kærir Optima ehf. útboð varnaraðila Reykjavíkurborgar nr. 13119 auðkennt „Rammasamningur um tölvu- og netbúnað“. Í þessum hluta málsins tekur kærunefnd útboðsmála afstöðu til þess hvort rétt sé að verða við kröfu kæranda um að stöðva samningsgerðina um stundarsakir, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.


  • 04. maí 2015 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 2/2015.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru 20. febrúar 2015 kærir Inter ehf. rammasamningsútboð nr. 15686 „Framework agreement for delivery of Surgical Lights for Landspitali – University Hospital, Reykjavik Iceland“. Kröfur kæranda eru að kærunefnd útboðsmála ógildi ákvörðun frá 11. febrúar 2015  um val á tilboði og leggi fyrir varnaraðila, Ríkiskaup og Landspítalann, að taka nýja ákvörðun um val á tilboði. Þá er þess krafist að varnaraðilum verði gert að greiða málskostnað.


  • 07. apríl 2015 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 26/2014.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála

    Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 29. desember 2014 kærði Fastus ehf. rammasamningsútboð varnaraðila Ríkiskaupa og Landspítala nr. 15585 vegna kaupa á hjartagangráðum, hjartabjargráðum, leiðslum o.fl. Kærandi krefst þess aðallega að kærunefnd útboðsmála felli úr gildi ákvörðun varnaraðila Ríkiskaupa og Landspítala um val á tilboði í útboðinu, en til vara að þeim verði gert að bjóða út innkaupin í heild sinni að nýju. Þess er einnig krafist til vara að nefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila.


  • 27. mars 2015 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 19/2014.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 9. október 2014 kærðu Íslenska Gámafélagið ehf. og Metanorka ehf. fyrirhugaða samningsgerð varnaraðila, SORPU bs., vegna kaupa á tæknilausn og tæknilegri ráðgjöf við uppbyggingu fyrirhugaðrar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi. Endanlegar kröfur kærenda eru „að kærunefnd útboðsmála úrskurði að kærða verði gert að auglýsa útboð um tæknilausn á Evrópska efnahagssvæðinu“, auk þess sem krafist er málskostnaðar.


  • 26. mars 2015 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 20/2014.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru 24. október 2014 kærir Logaland ehf. örútboðið „Bleyjur, netbuxur og undirlegg ásamt heimsendingu“ sem fram fór á grundvelli rammasamnings „RK 09.02 (útboð 15583)“. Kröfur kæranda eru aðallega þær að felld verði úr gildi ákvörðun varnaraðila um að hafna öllum tilboðum frá kæranda um viðbótarvöruúrval en til vara að felld verði úr gildi ákvörðun varnaraðila um val tilboða og lagt fyrir þá að auglýsa útboðið á nýjan leik. Þá er þess krafist að varnaraðilum verði gert að greiða málskostnað.


  • 18. mars 2015 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 2/2015.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru 20. febrúar 2015 kærir Inter ehf. rammasamningsútboð nr. 15686 „Framework agreement for delivery of Surgical Lights for Landspitali – University Hospital, Reykjavik Iceland“. Kröfur kæranda eru að kærunefnd útboðsmála ógildi ákvörðun um val á tilboði og leggi fyrir varnaraðila, Ríkiskaup og Landspítalann, að taka nýja ákvörðun um val á tilboði. Þá er þess krafist að varnaraðilum verði gert að greiða málskostnað.


  • 06. mars 2015 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 22/2014.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru 7. nóvember 2014 kærir Tölvu- og rafeindaþjónusta Suðurlands ehf. örútboð varnaraðila nr. 15669 um hýsingar- og rekstrarþjónustu sem fram fór á grundvelli rammasamnings RK 03.06 um hýsingar- og rekstrarþjónustu. Kröfur kæranda eru að felld verði úr gildi ákvörðun varnaraðila um að taka tilboði Símans hf. og að nefndin láti uppi álit á skaðabótaskyldu varnaraðila. Þá er þess krafist að varnaraðila verði gert að greiða málskostnað. Varnaraðila var gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum við kæruna og bárust þær 14. nóvember 2014. Varnaraðili krefst þess að öllum kröfum kæranda verði hafnað. Kærandi gerði athugasemdir við greinargerð varnaraðila 27. janúar 2015.


  • 04. mars 2015 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 25/2014.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 20. nóvember 2014 kærðu G.V. Gröfur ehf. og G. Hjálmarsson hf. útboð varnaraðila Akureyrarbæjar auðkennt „Snjómokstur og hálkuvarnir 2014-2017“. Kærendur krefjast þess að kærunefnd útboðsmála ógildi útboðið og leggi fyrir kærða að auglýsa útboðið á nýjan leik. Þá er þess jafnframt krafist að nefndin nefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila auk málskostnaðar.


  • 04. mars 2015 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 23/2014.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 14. nóvember 2014 kærði Reykjafell ehf. útboð varnaraðila Ríkiskaupa og Isavia ohf. nr. 15698 auðkennt „Ambulift, for passengers with reduced mobility.“ Kærandi krefst þess aðallega að kærunefnd útboðsmála felli úr gildi ákvörðun varnaraðila 6. nóvember 2014 um val á tilboði í útboðinu en til vara að nefndin beini því til þeirra að bjóða út innkaupin að nýju. Þá er þess jafnframt krafist að nefndin nefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila, auk þess sem krafist er málskostnaðar.


  • 03. mars 2015 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 18/2014.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru 30. september 2014 kærir Logaland ehf. rammasamningsútboð nr. 15629 „Skurðstofuhanskar og nitril skoðunarhanskar“. Varnaraðilar eru Ríkiskaup, Landspítali, Sjúkrahúsið á Akureyri, Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja, Heilbrigðisstofnun Austurlands, Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, Heilbrigðisstofnun Blönduóss, Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks og Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins. Kröfur kæranda eru aðallega þær að kærunefnd útboðsmála leggi fyrir varnaraðila að auglýsa útboðið að nýju en til vara að vöruflokkar A, C og D verði auglýstir að nýju.


  • 03. mars 2015 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál 16/2014.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru 19. september 2014 kærir Eirberg ehf. rammasamningsútboð nr. 15629 „Skurðstofuhanskar og nitril skoðunarhanskar“. Varnaraðilar eru Ríkiskaup, Landspítali, Sjúkrahúsið á Akureyri, Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja, Heilbrigðisstofnun Austurlands, Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, Heilbrigðisstofnun Blönduóss, Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks og Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins. Kröfur kæranda eru að kærunefnd útboðsmála leggi fyrir varnaraðila að bjóða innkaupin út að nýju.


  • 10. febrúar 2015 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 24/2014.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru, sem móttekin var 18. nóvember 2014, kærir Álfaborg ehf. útboð Isavia ohf. á innkaupum á gólfefnum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Kröfur kæranda eru að ákvörðun um val á tilboði verði ógilt og að varnaraðila verði gert að bjóða út innkaupin. Til vara er þess krafist að nefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda. Varnaraðila var gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum við kæruna og bárust þær 3. desember 2014. Varnaraðili krefst þess aðallega að kærunni verði vísað frá en til vara að öllum kröfum kæranda verði hafnað. Kærandi gerði athugasemdir við greinargerð varnaraðila 15. desember 2014.


  • 04. febrúar 2015 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 19/2014.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 9. október 2014 kærðu Íslenska Gámafélagið ehf. og Metanorka ehf. fyrirhugaða samningsgerð SORPU bs. vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi. Með ákvörðun 29. október 2014 féllst kærunefnd útboðsmála á þá kröfu kærenda að stöðva hina fyrirhuguðu samningsgerð um stundarsakir. Með bréfi 18. desember 2014, sem fylgt var eftir með tölvupósti daginn eftir, gerðu kærendur kröfu um að þeim yrði afhent þau gögn sem varnaraðilar höfðu lagt fram til kæruefndar en áskilið sér trúnað um. Um er að ræða skýrslu Mannvits um gasgerðarstoð í Álfsnesi og samanburð tæknilausna frá 2. apríl 2014, drög að samningum við Aikan A/S og þróunarsamning SORPU bs. og Aikan A/S frá 16. janúar 2014.


  • 04. febrúar 2015 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 17/2014.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 29. september 2014 kærði Fastus ehf. útboð varnaraðila Landspítala og Ríkiskaupa nr. 15513 um kaup á fatavinnslulínu fyrir þvottahús Landsspítala. Kærandi krefst þess aðallega að kærunefnd útboðsmála felli úr gildi ákvörðun varnaraðila um val á tilboði í útboðinu en til vara að varnaraðilum verði gert að bjóða út innkaupin í heild sinni að nýju. Þá er jafnframt krafist að nefndin nefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila, auk þess sem krafist er málskostnaðar.


  • 19. janúar 2015 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 26/2014.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru 29. desember 2014 kærir Fastus ehf. rammasamningsútboð varnaraðila nr. 15585 vegna kaupa á hjartagangráðum, hjartabjargráðum og leiðslum. Kærandi krefst þess aðallega að kærunefnd útboðsmála felli úr gildi ákvörðun varnaraðila um val á tilboði í útboðinu, en til vara að varnaraðilum verði gert að bjóða út innkaupin í heild sinni að nýju. Þess er einnig krafist til vara að nefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila. Þá er krafist málskostnaðar. Í þessum þætti málsins tekur nefndin afstöðu til kröfu varnaraðila um afléttingu sjálfkrafa banns við samningsgerð samkvæmt 1. mgr. 94. gr. a. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup, sbr. 12. gr. laga nr. 58/2013, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.


  • 05. janúar 2015 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 25/2014.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 20. nóvember 2014 kæra G.V. Gröfur ehf. og G. Hjálmarsson hf. útboð varnaraðila Akureyrarbæjar auðkennt „Snjómokstur og hálkuvarnir 2014-2017“. Kærendur krefjast þess að kærunefnd útboðsmála ógildi útboðið og leggi fyrir varnaraðila að auglýsa útboðið á nýjan leik. Þess er jafnframt krafist að nefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila auk þess sem krafist er málskostnaðar. Í þessum þætti málsins tekur kærunefnd útboðsmála afstöðu til þess hvort rétt sé að verða við kröfu kæranda um að stöðva framangreint innkaupaferli og samningsgerð um stundarsakir, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.


  • 05. janúar 2015 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 21/2014.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 7. nóvember 2014 kærði Öryggismiðstöð Íslands ehf. útboð varnaraðila nr. 15705 auðkennt „Fangelsi á Hólmsheiði. Samskiptakerfi (kallkerfi)“. Kærandi krefst þess aðallega að kærunefnd útboðsmála felli úr gildi ákvörðun varnaraðila um val á tilboði í útboðinu, en til vara að varnaraðilum verði gert að bjóða út innkaupin í heild sinni að nýju og að nefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila.


  • 11. desember 2014 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 20/2014.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru 24. október 2014 kærir Logaland ehf. örútboðið „Bleyjur, netbuxur og undirlegg ásamt heimsendingu“ sem fram fór á grundvelli rammasamnings „RK 09.02 (útboð 15583)“. Kröfur kæranda eru aðallega þær að felld verði úr gildi ákvörðun varnaraðila um að hafna öllum tilboðum frá kæranda um viðbótarvöruúrval en til vara að felld verði úr gildi ákvörðun varnaraðila um val tilboða og lagt fyrir þá að auglýsa útboðið á nýjan leik. Þá er þess krafist að varnaraðilum verði gert að greiða málskostnað. Í þessum þætti málsins tekur nefndin afstöðu til kröfu kæranda um að gerð samnings verði stöðvuð þar til endanlega hefur verið skorið úr kæru samkvæmt 1. mgr. 96. gr. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup, sbr. 15. gr. laga nr. 58/2013, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar. Af hálfu varnaraðila er öllum kröfum kæranda mótmælt.


  • 11. desember 2014 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 15/2014.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru 16. september 2014 kærir Atlantsolía ehf. útboð Akureyrarbæjar á eldsneyti fyrir bæinn. Kröfur kæranda eru að nefndin leggi fyrir varnaraðila að fella niður eftirfarandi skilmála í útboðslýsingu: „Akureyrarbær hefur ákveðið að taka einu tilboði í allar diselolíur og bensín í þessu útboði. Bjóða verður í allar tegundir þessara vörutegunda“. Þá er þess krafist að varnaraðila verði gert að bjóða innkaupin út að nýju. Hafi varnaraðili tekið ákvörðun um val á tilboði krefst kærandi þess að sú ákvörðun verði felld úr gildi. Hann krefst einnig málskostnaðar. Varnaraðila var gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum við kæruna og bárust þær 22. september 2014. Varnaraðili krefst þess að öllum kröfum kæranda verði hafnað. Kærandi gerði athugasemdir við greinargerð varnaraðila 30. október 2014.


  • 11. desember 2014 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 14/2014.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 29. ágúst 2014 kærði Drífa ehf. forval varnaraðila auðkennt „Commercial opportunities at Keflavik Airport“ er varðar verslunar- og veitingarekstur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Kærandi krefst þess aðallega að kærunefnd felli úr gildi ákvörðun varnaraðila um val á tilboðum í forvalinu en til vara að innkaupin verði boðin út í heild sinni að nýju. Þá krefst kærandi þess einnig að kærunefnd láti í ljós álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila, auk þess sem krafist er málskostnaðar.           Varnaraðila var kynnt kæran og gefinn kostur á að gera athugasemdir. Með greinargerð 3. september 2014 krafðist varnaraðili þess að kröfum kæranda yrði vísað frá nefndinni. Frekari athugasemdir bárust ekki.            Með ákvörðun 9. september 2014 hafnaði kærunefnd útboðsmála kröfu kæranda um að framangreint innkaupaferli yrði stöðvað um stundarsakir.


  • 09. desember 2014 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 23/2014.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru 14. nóvember 2014 kærir Reykjafell ehf. útboð varnaraðila, Ríkiskaupa og Isavia ohf., nr. 15698 auðkennt „Ambulift, transport and lifting vehicle for passengers with reduced mobility“. Kærandi krefst þess aðallega að kærunefnd útboðsmála felli úr gildi ákvörðun varnaraðila um val á tilboði í útboðinu, en til vara að varnaraðilum verði gert að bjóða út innkaupin í heild sinni að nýju. Þess er jafnframt krafist að nefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila auk þess sem krafist er málskostnaðar. Í þessum þætti málsins tekur nefndin afstöðu til kröfu varnaraðila um afléttingu sjálfkrafa banns við samningsgerð samkvæmt 1. mgr. 94. gr. a. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup, sbr. 12. gr. laga nr. 58/2013, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.


  • 28. nóvember 2014 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 19/2014.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 9. október 2014 kæra Íslenska Gámafélagið ehf. og Metanorka ehf. fyrirhugaða samningsgerð Sorpu bs. vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi. Í þessum þætti málsins tekur kærunefnd útboðsmála afstöðu til þess hvort rétt sé að verða við kröfu kærenda um að stöðva samningsgerð um stundarsakir, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.


  • 28. nóvember 2014 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 17/2014.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru 29. september 2014 kærir Fastus ehf. útboð varnaraðila nr. 15513 um fatavinnslulínu fyrir þvottahús Landspítala. Kærandi krefst þess aðallega að kærunefnd útboðsmála felli úr gildi ákvörðun varnaraðila um val á tilboði í útboðinu, en til vara að varnaraðilum verði gert að bjóða út innkaupin í heild sinni að nýju. Þá er þess jafnframt krafist að nefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila, auk þess sem krafist er málskostnaðar. Í þessum þætti málsins tekur nefndin afstöðu til kröfu varnaraðila Landspítala um afléttingu sjálfkrafa banns við samningsgerð samkvæmt 1. mgr. 94. gr. a. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup, sbr. 12. gr. laga nr. 58/2013, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.


  • 28. nóvember 2014 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 21/2014.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru 7. nóvember 2014 kærir Öryggismiðstöð Íslands hf. útboð varnaraðila nr. 15705 auðkennt „Fangelsi á Hólmsheiði. Samskiptakerfi (kallkerfi)“. Kærandi krefst þess aðallega að kærunefnd útboðsmála felli úr gildi ákvörðun varnaraðila um val á tilboði í útboðinu, en til vara að varnaraðilum verði gert að bjóða út innkaupin í heild sinni að nýju. Þess er jafnframt krafist að nefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila auk þess sem krafist er málskostnaðar. Í þessum þætti málsins tekur nefndin afstöðu til kröfu varnaraðila um afléttingu sjálfkrafa banns við samningsgerð samkvæmt 1. mgr. 94. gr. a. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup, sbr. 12. gr. laga nr. 58/2013, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.


  • 17. október 2014 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 13/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru 15. júlí 2014 kærðu Verkís hf. og Arkís arkitektar ehf. niðurstöðu forvals hönnunarsamkeppni Vegagerðarinnar og Vina Þórsmerkur vegna göngubrúar yfir Markarfljót við Húsadal. Kærendur krefjast þess að felld verði úr gildi ákvörðun varnaraðila 20. júní 2014 þar sem þrír aðilar voru valdir til þátttöku í samkeppninni.


  • 17. október 2014 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 18/2014.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru 30. september 2014 kærir Logaland ehf. rammasamningsútboð nr. 15629 „Skurðstofuhanskar og nitril skoðunarhanskar“. Kröfur kæranda eru aðallega þær að kærunefnd útboðsmála leggi fyrir varnaraðila, sem eru Ríkiskaup ásamt Landspítalanum og 10 öðrum heilbrigðiststofnunum, að auglýsa útboðið að nýju en til vara að vöruflokkar A, C og D verði auglýstir að nýju.


  • 07. október 2014 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 16/2014.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru 19. september 2014 kærir Eirberg ehf. rammasamningsútboð nr. 15629 „Skurðstofuhanskar og nitril skoðunarhanskar“. Kröfur kæranda eru að kærunefnd útboðsmála leggi fyrir varnaraðila, sem eru Ríkiskaup ásamt Landspítalanum og 10 öðrum heilbrigðiststofnunum, að bjóða innkaupin út að nýju. Þá er þess krafist að nefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila og að varnaraðila verði gert að greiða málskostnað. Í þessum þætti málsins tekur nefndin afstöðu til kröfu varnaraðila um afléttingu sjálfkrafa banns við samningsgerð samkvæmt 1. mgr. 94. gr. a. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup, sbr. 12. gr. laga nr. 58/2013, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.


  • 06. október 2014 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 15/2014.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru 16. september 2014 kærir Atlantsolía ehf. útboð Akureyrarbæjar á eldsneyti fyrir bæinn. Kröfur kæranda eru að nefndin leggi fyrir varnaraðila að fella niður eftirfarandi skilmála í útboðslýsingu: „Akureyrarbær hefur ákveðið að taka einu tilboði í allar diselolíur og bensín í þessu útboði. Bjóða verður í allar tegundir þessara vörutegunda“. Þá er þess krafist að varnaraðila verði gert að bjóða innkaupin út að nýju. Krafist er stöðvunar á samningsgerð þar til skorið hefur verið úr málinu. Í þessum þætti málsins tekur nefndin afstöðu til síðastgreindu kröfu kæranda, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.


  • 06. október 2014 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 9/2014.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru 13. maí 2014 kærir Ístak hf. ákvörðun Ríkiskaupa um val tilboðs í útboði fyrir Isavia ohf. nr. 15606 auðkennt „Stækkun Suðurbyggingar til vesturs 2014, SSV14-07 Jarðvinna, burðarvirki og ytri frágangur“. Endanlegar kröfur kæranda eru að tilboði Íslenskra aðalverktaka hf. verði vísað frá vegna formgalla og að kærunefnd útboðsmála yfirfari tilboð sem bárust í heild sinni.


  • 17. september 2014 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 14/2014.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 29. ágúst 2014 kærir Drífa ehf. forval varnaraðila nefnt „Commercial opportunities at Keflavik Airport“ er varðar verslunar- og veitingarekstur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Í þessum hluta málsins tekur kærunefnd útboðsmála afstöðu til þess hvort rétt sé að verða við kröfu kæranda um að stöðva forvalsferlið um stundarsakir, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.


  • 21. ágúst 2014 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 11/2014.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 28. maí 2014 kærði Á. Óskarsson ehf. innkaup Reykjanesbæjar á nýjum hreinsikerfum fyrir sundlaugar í Reykjanesbæ samkvæmt svonefndri verðkönnun. Kærandi krefst þess að kærunefnd „felli úr gildi ákvörðun Reykjanesbæjar þess efnis að framkvæma umrædda verðkönnun, svo og aðrar ákvarðanir sem teknar hafa verið á grundvelli hennar, og beini því til Reykjanesbæjar að bjóða út umrædd innkaup með lögmætum hætti.“ Þá krefst kærandi þess einnig að kærunefnd láti í ljós álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila, auk þess sem krafist er málskostnaðar.


  • 21. ágúst 2014 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 12/2014.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru 31. maí 2014 kæra Laugar ehf. ákvörðun Kópavogsbæjar um að hafna tilboði kæranda í útboði um útleigu á líkamsræktaraðstöðu við sundlaugar í Kópavogsbæ. Kærandi krefst þess aðallega að kærunefnd útboðsmála felli úr gildi ákvörðun varnaraðila um að hafna tilboði kæranda í framangreindu útboði. Til vara krefst kærandi þess að nefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda. Þá krefst kærandi þess að varnaraðila verði gert að greiða kæranda málskostnað.


  • 20. ágúst 2014 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 10/2014.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru 22. maí 2014 kærðu Afvélar ehf. útboð Ríkiskaupa auðkennt nr. 15647 „Sand-, salt- og pækildreifarar (3-4) fyrir Vegagerðina“. Kærandi krefst þess að kærunefnd felli niður eftirfarandi málsgrein í lið 12 á tilboðsblaði 2: „Skráningarkerfið á að skila notkunar- og afkastagögnum á öruggan hátt inn í tölvukerfi Vegagerðarinnar á DAU-sniði án leyfis- og áskriftargjalda“, og einnig eftirfarandi málsgrein í grein 3.5 í útboðslýsingu: „ ... (þ.m.t. leyfis- og áskriftargjöld) sem hljótast af vegna kaupanna og vegna notkunar boðnar vöru, hverju nafni sem þau nefnast...“. Þá krefst kærandi þess einnig að kærunefnd úrskurði að útboðið „hafi verið ólögmætt og að varnaraðilarnir Ríkiskaup og/eða Vegagerðin séu skaðabótaskyld gagnvart kæranda vegna þess.“ Þá er krafist málskostnaðar.


  • 14. júlí 2014 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 7/2014.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru 11. apríl 2014 kærir Hlaðan ehf. ákvörðun og málsmeðferð við innkaup varnaraðila, Húnaþings vestra, á rekstri skólamötuneytis og veitingastaðar á Hvammstanga. Þess er aðallega krafist að ákvörðun varnaraðila um að viðhafa forval verði felld úr gildi en til vara að ákvörðun um að hafna kæranda í forvalinu verði felld úr gildi. Til þrautavara er þess krafist að samningur varnaraðila við Gauksmýri ehf. verði lýstur óvirkur og til þrautaþrautavara að nefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda.


  • 20. júní 2014 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 11/2014.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 28. maí 2014 kærir Á. Óskarsson ehf. innkaup Reykjanesbæjar á nýjum hreinsikerfum fyrir sundlaugar í Reykjanesbæ samkvæmt svonefndri verðkönnun. Í þessum hluta málsins tekur kærunefnd útboðsmála afstöðu til þess hvort rétt sé að verða við kröfu kæranda um að stöðva innkaupaferlið um stundarsakir.


  • 19. júní 2014 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 3/2014.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru 28. febrúar 2013 kærir ISS Ísland ehf. útboð Ríkiskaupa nr. 15576 „ISAVIA – ræsting FLE“. Kærandi krefst þess aðallega að kærunefnd útboðsmála felli úr gildi ákvörðun um val á tilboði en til vara að nefndin láti í ljós álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda. Þá krefst kærandi þess að kærunefndin úrskurði kæranda málskostnað vegna meðferðar málsins.


  • 19. júní 2014 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 9/2014.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru 13. maí 2014 kærir Ístak hf. ákvörðun Ríkiskaupa á vali tilboðs í útboði fyrir Isavia ohf. nr. 15606 auðkennt „Stækkun Suðurbyggingar til vesturs 2014, SSV14-07 Jarðvinna, burðarvirki og ytri frágangur“. Endanlegar kröfur kæranda eru að tilboði ÍAV verði vísað frá vegna formgalla og kærunefnd útboðsmála yfirfari tilboð sem bárust í heild sinni. Í þessum þætti málsins tekur nefndin afstöðu til kröfu varnaraðila um afléttingu sjálfkrafa banns við samningsgerð samkvæmt 1. mgr. 94. gr. a. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup, sbr. 12. gr. laga nr. 58/2013, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.


  • 19. júní 2014 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 10/2014.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru 22. maí 2014 kæra Aflvélar ehf. útboð Ríkiskaupa auðkennt nr. 15647 „Sand-, salt- og pækildreifarar (3-4) fyrir Vegagerðina“. Í þessum hluta málsins tekur kærunefnd útboðsmála afstöðu til þess hvort rétt sé að verða við kröfu kæranda um stöðvun útboðsins. Varnaraðilum hefur verið gefin kostur á að tjá sig um stöðvunarkröfu kæranda.


  • 19. júní 2014 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 4/2014.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 6. mars 2014 kærði Fastus ehf. útboð nr. 15554 auðkennt „Rannsóknartæki og rekstarvara fyrir LSH“. Kærandi krefst þess að kærunefnd útboðsmála „leggi fyrir kærða að fella niður hina ólögmætu skilmála í útboðsgögnum, ella felli úr gildi ákvörðun kærða um framangreint útboð og beini því til kærða að bjóða út innkaupin að nýju með lögmætum hætti“. Einnig er þess krafist að kærunefnd láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda auk þess sem krafist er málskostnaðar.


  • 19. júní 2014 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 6/2014.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 17. mars 2014 kærði Logaland ehf. útboð nr. 15554 auðkennt „Rannsóknartæki og rekstrarvara fyrir LSH“. Kærandi krefst þess aðallega að kærunefnd útboðsmála felli niður skilmála 2. mgr. inngangskafla í viðauka 14 í útboðsgögnum að hluta til, skilmála 1. mgr. liðar 1.02 í viðauka 14 og lið 3.1.2 í útboðsgögnum auk eftirfarandi liði í viðauka 14 í útboðsgögnum: 2.24, 2.25, 2.26, 3.01, 3.20, 3.26, 3.27, 3.31 og 3.38 og 3.20. Til vara er þess krafist að kærunefnd felli útboðið niður í heild sinni og leggi fyrir varnaraðila Ríkiskaup að auglýsa útboð á nýjan leik. Þá er krafist málskostnaðar.


  • 23. maí 2014 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 8/2014. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru 8. maí 2014 kærir Óskatak ehf. útboð Vegagerðarinnar auðkennt „Svínadalsvegur (502-02) Leirársveitarvegur – Kambshóll“. Kærandi krefst þess aðallega að kærunefnd útboðsmála felli úr gildi ákvörðun varnaraðila um að hafna tilboði kæranda, en til vara að nefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila. Auk þess er krafist málskostnaðar.


  • 06. maí 2014 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 7/2014.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru 11. apríl 2014 kærir Hlaðan ehf. ákvörðun og málsmeðferð við innkaup, varnaraðila, Húnaþings vestra á rekstri skólamötuneytis og veitingastaðar á Hvammstanga. Jafnframt er kærð ákvörðun varnaraðila um að velja kæranda ekki til þátttöku í útboði um innkaupin. Í þessum hluta málsins tekur nefndin afstöðu til kröfu kæranda um stöðvun samningsgerðar um stundarsakir en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar. Varnaraðila auk Gauksmýri ehf., sem einnig tók þátt í innkaupsferlinu, hefur verið gefinn kostur á að tjá sig um kröfu um stöðvun.


  • 09. apríl 2014 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 6/2014.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru 17. mars 2014 kærir Logaland ehf. útboð auðkennt nr. 15554 „Rannsóknartæki og rekstrarvara fyrir LSH.“ Í þessum hluta málsins tekur kærunefnd útboðsmála afstöðu til þess hvort rétt sé að verða við kröfu kæranda um stöðvun útboðsins um stundarsakir. Varnaraðilum hefur verið gefinn kostur á að tjá sig um stöðvunarkröfu kæranda, auk þess sem kæranda hefur verið gefinn kostur á að tjá sig um tiltekin atriði sem fram komu í athugasemdum varnaraðila.


  • 26. mars 2014 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 4/2014.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru 6. mars 2014 kærir Fastus ehf. útboð nr. 15554 auðkennt „Rannsóknartæki og rekstrarvara f. LSH“. Í þessum hluta málsins tekur kærunefnd útboðsmála afstöðu til þess hvort rétt sé að verða við kröfu kæranda um stöðvun útboðsins. Varnaraðilum hefur verið gefinn kostur á að tjá sig um stöðvunarkröfu kæranda.


  • 20. mars 2014 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 2/2014.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru 27. janúar 2014 kærði Hiss ehf. útboð Ríkiskaupa, fyrir hönd Ríkislögreglustjórans, nr. 15577 „Aðgerða og búnaðarvesti með kevlarplötum“. Skilja verður kröfugerð kæranda þannig að þess sé aðallega krafist að varnaraðilum verði gert að breyta útboðsgögnum á þann veg að felldur verði niður skilmáli útboðsgagna sem leggur bann við því að eigendur, stjórnendur og aðilar tengdir bjóðendum megi ekki vera starfandi lögreglumenn eða tengjast þeim. Til vara krefst kærandi þess að lagt verði fyrir varnaraðila að bjóða út kaupin á nýjan leik og breyta útboðsauglýsingu og útboðsgögnum „hvað varðar kafla 1.6.2. um að lögreglumenn megi ekki tengjast bjóðanda“.


  • 20. mars 2014 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 5/2014.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru 7. mars 2014 kærir Yutong Eurobus ehf. ákvörðun Strætó bs. um val á tilboði á grundvelli rammasamnings sem gerður var á grundvelli samningskaupa nr. 13002 „Endurnýjun strætisvagna“.


  • 19. mars 2014 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 3/2014.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru 28. febrúar 2013 kærir ISS Ísland ehf. útboð Ríkiskaupa nr. 15576 „ISAVIA – ræsting FLE“. Í þessum hluta málsins tekur nefndin afstöðu til stöðvunar samningsgerðar um stundarsakir en úrlausn málsins að öðru leyti bíður endanlegs úrskurðar.


  • 10. mars 2014 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 28/2013. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru 20. nóvember 2013 kærði Logaland ehf. verðfyrirspurnir Landspítala  auðkenndar nr. 16/2013 „Almennar stungunálar“, nr. 17/2013 „Innrennslisnálar ungbarna“, nr. 18/2013 „Sprautur án skrúfgangs“ og nr. 19/2013 „Blóðgas sprautur með og án nálar“. Þá kærði kærandi einnig „fyrirkomulag innkaupa á öðrum vörum sem tilgreindar voru í rammasamningsútboði Ríkiskaupa nr. 15066.“ Kærandi krefst þess aðallega að kærunefnd leggi fyrir varnaraðila að bjóða út innkaup á þeim vörum sem kærði óskar eftir að kaupa samkvæmt framangreindum verðfyrirspurnum, en til vara að hann felli úr gildi ákvörðun varnaraðila um að leggja verðfyrirspurnirnar fram að hluta eða öllu leyti. Þá er þess jafnframt krafist að kærunefnd leggi fyrir varnaraðila „að bjóða út innkaup á öllum öðrum vörum sem óskað var eftir í útboði nr. 15066“. Að lokum er krafist málskostnaðar.


  • 10. mars 2014 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 1/2014. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru 7. janúar 2014 kærði Spennandi ehf. innkaup Fasteigna Akureyrarbæjar á vatnsrennibraut og uppgöngustigahúsi við Sundlaug Akureyrar samkvæmt svonefndri verðkönnun. Kærandi krefst þess að kærunefnd útboðsmála felli úr gildi ákvörðun varnaraðila „þess efnis að framkvæma umrædda verðkönnun, svo og aðrar ákvarðanir sem teknar hafa verið á grundvelli hennar, og beini því til varnaraðila að bjóða út umrædd innkaup með lögmætum hætti.“ Þá krefst kærandi þess að kærunefnd láti í ljós álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila auk þess sem krafist er málskostnaðar.


  • 29. janúar 2014 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 30/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi 25. nóvember 2013 kærði Axis húsgögn ehf. rammasamningsútboð Ríkiskaupa nr. 15400 auðkennt „Húsgögn“. Kærandi krefst þess að kærunefnd útboðsmála felli úr gildi ákvörðun varnaraðila um val tilboða í framangreindu útboði og „að lagt verði fyrir kærða að endurmeta stig kæranda samkvæmt valforsendum útboðslýsingar útboðsins og semja við kæranda sem alhliða sölu- og þjónustuaðila á grundvelli útboðsins, sbr. heimild í 1. málslið 1. mgr. 97. gr. laga nr. 84/2007. Telji kærunefndin sig ekki hafa heimild til að leggja það fyrir kærða að endurmeta stig kæranda eða semja við kæranda sem alhliða sölu- og þjónustuaðila er þess krafist að lagt verði fyrir kærða að bjóða innkaupin út að nýju.“ Þá er þess jafnframt krafist að kærunefnd láti í ljós álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila auk þess sem krafist er málskostnaðar. 


  • 29. janúar 2014 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 1/2014.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru 7. janúar 2014 kærir Spennandi ehf. innkaup Fasteigna Akureyrarbæjar á vatnsrennibraut og uppgöngustigahúsi við Sundlaug Akureyrar samkvæmt svonefndri verðkönnun. Í þessum hluta málsins tekur kærunefnd útboðsmála afstöðu til þess hvort rétt sé að verða við kröfu kæranda um að stöðva innkaupaferlið.


  • 29. janúar 2014 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 29/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru 20. nóvember 2013 sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærði Túlkaþjónustan slf. útboð Reykjavíkurborgar nr. 13086 ,,Rammasamningur um túlka- og þýðingarþjónustu“. Kærandi krefst þess að kærunefnd útboðsmála láti uppi álit á skaðabótaskyldu varnaraðila og að varnaraðila verði gert að greiða kæranda málskostnað vegna kærumeðferðarinnar.


  • 29. janúar 2014 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 27/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi 18. nóvember 2013 kærði Fastus ehf. rammasamningsútboð Ríkiskaupa nr. 15408 um kaup á svæfingartækjum vegna Landspítala, Heilbrigðisstofnunar Austurlands, Sjúkrahúss Akureyrar og Sjúkrahúss Akraness. Kærandi krefst þess aðallega að felld verði úr gildi sú ákvörðun Ríkiskaupa að taka tilboði General Electric Healthcare í svæfingartæki í útboðinu og lagt verði fyrir varnaraðila að velja úr framkomnum tilboðum að nýju. Til vara er þess krafist að útboðsferlið verði fellt úr gildi og útboð auglýst á nýjan leik og til þrautavara að nefndin láti í ljós álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila. Þá er krafist málskostnaðar.


  • 23. janúar 2014 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 26/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru 28. september 2013 sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærðu Aflvélar ehf. útboð Ríkiskaupa fyrir hönd Vegagerðarinnar nr. 15493 ,,Sand-, salt- og pækildreifarar (4) fyrir Vegagerðina”. Kærandi krefst þess aðallega að kærunefnd útboðsmála lýsi samning Vegagerðarinnar við A. Wendel ehf., um kaup á fjórum Epoke Sirius AST3800 vélum, óvirkan. Til vara krefst kærandi þess að kærunefnd útboðsmála úrskurði að hið kærða útboð sé ólögmætt og að varnaraðilar, Ríkiskaup og/eða Vegagerðin séu skaðabótaskyld gagnvart kæranda vegna útboðsins. Jafnframt krefst kærandi þess að varnaraðila, Vegagerðinni, verði gert að auglýsa útboðið á nýjan leik. Þá krefst kærandi þess að kærunefndin úrskurði að Ríkiskaup og/eða Vegagerðin skuli greiða kæranda málskostnað vegna kærumeðferðarinnar.


  • 20. desember 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 27/2013. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru 18. nóvember 2013 kærir Fastus ehf. rammasamningsútboð Ríkiskaupa nr. 15408 um kaup á svæfingarvélum vegna Landspítala, Heilbrigðisstofnunar Austurlands, Sjúkrahúss Akureyrar og Sjúkrahúss Akraness. Gerir kærandi þær kröfur aðallega að felld verði úr gildi sú ákvörðun Ríkiskaupa að taka tilboði General Electric Healthcare í svæfingartæki í útboðinu og lagt verði fyrir varnaraðila að velja úr framkomnum tilboðum að nýju. Þá er þess krafist að innkaupaferlið verði stöðvað um stundarsakir teljist kæra ekki hafa haft í för með sér sjálfkrafa stöðvun.


  • 06. desember 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 24/2013. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

      Með bréfi 10. september 2013 kærði KOS, óstofnað félag tiltekinna ráðgjafafyrirtækja í mannvirkjahönnun, ákvörðun varnaraðila, vegna forvals fyrir hönnunarútboð auðkennt nr. 15453 „Nýr Landspítali við Hringbraut, meðferðarkjarni og rannsóknarhús“, þess efnis að kærandi uppfylli ekki kröfur forvalsgagna til þess að taka þátt í útboðinu. Kærandi krefst þess að ákvörðun varnaraðila verði felld úr gildi og að kærunefnd leggi fyrir varnaraðila „að fella niður tiltekna ólögmæta skilmála í útboðsgögnum, nánar tiltekið kröfur útboðsgagna um formlegar staðfestingar eigenda á því að þeir standi að baki umsókninni“. Þá er jafnframt gerð krafa um málskostnað.  


  • 06. desember 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 28/2013.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru 20. nóvember 2013 kærir Logaland ehf. verðfyrirspurnir Landspítala  auðkenndar nr. 16/2013 „Almennar stungunálar“, nr. 17/2013 „Innrennslisnálar ungbarna“, nr. 18/2013 „Sprautur án skrúfgangs“ og nr. 19/2013 „Blóðgas sprautur með og án nálar“. Þá kærir kærandi einnig „fyrirkomulag innkaupa á öðrum vörum sem tilgreindar voru í rammasamningsnútboði Ríkiskaupa nr. 15066.“  Í þessum hluta málsins tekur kærunefnd útboðsmála afstöðu til þess hvort rétt sé að verða við kröfum kæranda um að stöðva „það innkaupaferli sem verðfyrirspurnirnar hafa sett af stað“ og „núverandi innkaupaferli/samningsgerð á öðrum vörum sem voru tilgreindar í útboði nr. 15066“.


  • 06. desember 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 25/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

      Með bréfi 10. september 2013 kærði samstarfshópurinn SALUS ákvörðun varnaraðila vegna forvals fyrir hönnunarútboð auðkennt nr. 15453 „Nýr Landspítali við Hringbraut, meðferðarkjarni og rannsóknarhús“, þess efnis að kærandi uppfylli ekki kröfur forvalsgagna til þess að taka þátt í útboðinu. Kærandi krefst þess að ákvörðun varnaraðila verði „ógilt og úrskurðað að SALUS uppfylli kröfur forvalsgagna og sé heimilt að taka þátt í útboðinu.“ Þá er jafnframt óskað eftir því að kærunefnd láti í ljós álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila. Að lokum er gerð krafa um endurgreiðslu kærugjalds og málskostnað. Með bréfi 13. nóvember 2013 gerði kærandi auk þess kröfu um að kærunefnd viki sæti við frekari umfjöllun málsins.


  • 05. desember 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 21/2013. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

      Með kæru 6. ágúst 2013 kærðu Fjallasýn ehf., Sel sf., Jón Ingimundarson og Guðmundur Þórarinsson útboð Norðurþings auðkennt „Skólaakstur í Norðurþingi 2013-2017“. Kærendur kröfðust þess að „þeir aðilar sem ekki skiluðu skilyrtum gögnum verði útilokaðir frá samningum við Norðurþing og gengið verði til samninga við bjóðendur sem skiluðu inn öllum umbeðnum gögnum“. Með bréfi 8. sama mánaðar komu fram frekari skýringar við kæruna og sú krafa að „þau tilboð sem ekki fylgdu tilskilin gögn verði dæmd ógild“. Þá var þess krafist að samningsgerð yrði stöðvuð þar til nefndin hefði úrskurðað í málinu.


  • 29. október 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 23/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru 10. september 2013 kærði Inter ehf. ákvörðun varnaraðila Ríkiskaupa, um að hafna þeirri kröfu kæranda að auglýsa útboð nr. 15468, „Rekstrarvörur fyrir speglun“, á nýjan leik. Kærandi krafðist þess að kærunefnd stöðvaði innkaupaferlið þegar í stað og að hinu kærða útboði yrði hætt og að útboð yrði auglýst á nýjan leik.


  • 29. október 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 20/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru 6. ágúst 2013 kærði Kolur ehf. útboð varnaraðila, Vegagerðarinnar, auðkennt „Vetrarþjónusta í Dalasýslu 2013-2016“. Kærandi krafðist þess að kærunefnd útboðsmála stöðvaði samningsgerð varnaraðila og BS þjónustu ehf. þar til endanlega yrði skorið úr kærunni. Þá krafðist kærandi þess að felld yrði úr gildi sú ákvörðun varnaraðila að velja tilboð BS þjónustu ehf., að lagt yrði fyrir varnaraðila að bjóða verkið út á nýjan leik og að nefndin léti í ljós álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda.


  • 29. október 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 18/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi 1. júlí 2013 kærði Tengill ehf. ákvörðun, varnaraðila, Vegagerðarinnar um að vísa frá tilboði fyrirtækisins í verkið „Múlagöng, endurbætur á rafkerfi 2013-2014“ og hefja samningaviðræður við Rafmenn ehf. Kærandi krefst þess aðallega að ákvörðun varnaraðila um að vísa tilboði kæranda frá verði felld úr gildi en til vara að nefndin láti uppi álit á skaðabótaskyldu varnaraðila.


  • 28. október 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 25/2013.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru 10. september 2013 kærir samstarfshópurinn SALUS ákvörðun varnaraðila, vegna forvals fyrir hönnunarútboð auðkennt nr. 15453 „Nýr Landspítali við Hringbraut, meðferðarkjarni og rannsóknarhús“, þess efnis að kærandi uppfylli ekki kröfur forvalsgagna til þess að taka þátt í útboðinu.


  • 26. september 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 16/2013. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi dagsettu 21. maí 2013 kærði Fjarskipti hf. örútboð Ríkiskaupa nr. 15369 „Fjarskiptaþjónusta“. Kærandi krafðist þess að samningsgerð sem fram fór á grundvelli útboðsins yrði stöðvuð, að felld yrði úr gildi ákvörðun varnaraðila um að taka tilboði Símans hf. og að kærunefnd felldi niður svohljóðandi skilmála útboðsgagna merktan V1 í kafla 1.2: „Til staðar sé virkt og vottað upplýsingaöryggiskerfi eftir viðurkenndum og almennum stöðlum s.s. ISO 27001.“


  • 26. september 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 19/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi 18. júlí 2013 kærði RST Net ehf. ákvörðun Landsnets hf. um að láta fara fram lokað útboð án auglýsingar í útboðinu „STU-31, Tengivirki Stuðlum, spennuhækkun í 132 kV, stjórn – og varnarbúnaðar og uppsetning rafbúnaðar“. Kærandi krafðist þess að útboðið yrði ógilt og að innkaupaferlið yrði stöðvað þar til leyst yrði úr kæruefninu.


  • 26. september 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 23/2013: Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru 10. september 2013 kærir Inter ehf. ákvörðun varnaraðila, Ríkiskaupa, um að hafna þeirri kröfu kæranda að auglýsa útboð nr. 15468, „Rekstrarvörur fyrir speglun“ á nýjan leik. Í þessum hluta málsins tekur kærunefnd útboðsmála afstöðu til þess hvort rétt þyki að stöðva innkaupaferlið að kröfu kæranda.


  • 23. september 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál 24/2010B. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með tölvubréfi 8. nóvember 2012 krafðist Heflun ehf. þess að mál kærunefndar útboðsmála nr. 24/2010: Þjótandi ehf. gegn Vegagerðinni yrði endurupptekið. Í bréfinu var krafa bjóðandans Heflunar ehf. orðuð með svofelldum hætti: „Með hliðsjón af meðfylgjandi áliti umboðsmanns Alþingis óskar [Heflun ehf.] hér með eftir því að nefndin taki mál nr. 24/2010 til meðferðar að nýju og hagi úrlausn málsins í samræmi við þau sjónarmið sem fram koma í áliti umboðsmanns Alþingis [31. október 2012 í máli nr. 6340/2011].“


  • 10. september 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 21/2013. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru 6. ágúst 2013 kæra Fjallasýn ehf., Sel sf., Jón Ingimundarson og Guðmundur Þórarinsson útboð Norðurþings auðkennt „Skólaakstur í Norðurþingi 2013-2017“. Kærendur krefjast þess að „þeir aðilar sem ekki skiluðu skilyrtum gögnum verði útilokaðir frá samningum við Norðurþing og gengið verði til samninga við bjóðendur sem skiluðu inn öllum umbeðnum gögnum“.


  • 10. september 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 10/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi 11. apríl 2013 kærði Roja Holding ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um að kefjast gjalds af þátttakendum fyrir afhendingu útboðsgagna í útboði nr. 15429 „Vörubifreið fyrir Isavia“. Kærandi krafðist þess að kærunefnd útboðsmála stöðvaði innkaupaferlið þar til endanlega yrði skorið úr kæru. Þá krafðist kærandi þess að nefndin legði fyrir varnaraðila að auglýsa útboðið á nýjan leik. Að síðustu krafðist kærandi þess að nefndin úrskurðaði kæranda málskostnað.


  • 10. september 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 14/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi mótteknu 7. maí 2013 kærir Gámaþjónustan hf. ákvörðun Garðabæjar og Mosfellsbæjar um að leita samninga við Íslenska gámafélagið ehf. vegna útboðsins „Sorphirða í Garðabæ og Mosfellsbæ 2013-2017“.


  • 10. september 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 11/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi 11. apríl 2013 kærði Roja Holding ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um að kefjast gjalds af þátttakendum fyrir afhendingu útboðsgagna í útboði nr. 15397 „Hjólaskófla fyrir Isavia“. Kærandi krafðist þess að kærunefnd útboðsmála stöðvaði innkaupaferlið þar til endanlega yrði skorið úr kæru. Þá krafðist kærandi þess að nefndin legði fyrir varnaraðila að auglýsa útboðið á nýjan leik. Að síðustu krafðist kærandi þess að nefndin úrskurðaði kæranda málskostnað.


  • 10. september 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 20/2013.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru 6. ágúst 2013 kærir Kolur ehf. útboð Vegagerðarinnar auðkennt „Vetrarþjónusta í Dalasýslu 2013-2016“. Í kærunni hefur kærandi uppi þær meginkröfur um að felld verði úr gildi ákvörðun varnaraðila 26. júlí 2013 um að velja tilboð BS þjónustunnar ehf. og lagt verði fyrir varnaraðila að bjóða innkaupin að nýju út.


  • 21. ágúst 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 12/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með ódagsettu bréfi mótteknu hjá kærunefnd útboðsmála 12. apríl 2013 kærir Logaland ehf. örútboð Landspítala nr. 1212 „Latex og vinyl skoðunarhanskar – Örútboð innan rammasamnings ríkisins nr. 13.03“.


  • 21. ágúst 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 1/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 15. janúar 2013, kærir Logaland ehf. örútboð Landspítala nr. 1212 „Latex og vinyl skoðunarhanskar – Örútboð innan rammasamnings ríkisins nr. 13.03“.


  • 13. ágúst 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 15/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála

    Með kæru móttekinni 15. maí 2013, kærir BYD Auto Ltd. ákvörðun, varnaraðila, Strætó bs., dagsett sama dag, þar sem kæranda var vísað frá þátttöku í samningskaupum nr. 13002 „Endurnýjun strætisvagna“.


  • 23. júlí 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 18/2013.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru 2. júlí 2013 kærði Tengill ehf. ákvörðun Vegagerðarinnar um að hafna tilboði kæranda og taka tilboði Rafmanna ehf. í útboði varnaraðila nefnt Múlagöng: Endurbætur á rafkerfi.


  • 22. júlí 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 3/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 24. janúar 2013, kærir Norkring AS samkeppnisviðræður Ríkiskaupa „Broadcast Network Renewal – Digital Television Broadcast“.


  • 22. júlí 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 13/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála

    Með bréfi 19. apríl 2013 kærði Hestvík ehf. val á tilboði í útboði Vegagerðarinnar „Yfirborðsmerkingar á Suðursvæði 2013-2014“.


  • 08. júní 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 5/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi mótteknu 14. febrúar 2013, kærði Rafey ehf. útboð Vegagerðarinnar „Fáskrúðsfjarðargöng – Endurbætur á rafkerfi 2013“.


  • 08. júní 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 15/2013. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru móttekinni 15. maí 2013, kærði BYD Auto Limited Ltd. ákvörðun Strætó bs. um að hafna tilboði félagsins í samningskaupum nr. 13002 „Endurnýjun strætisvagna“.


  • 08. júní 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 14/2013.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi mótteknu 7. maí 2013 kærir Gámaþjónustan hf. ákvörðun Garðabæjar og Mosfellsbæjar um að leita samninga við Íslenska gámafélagið ehf. vegna útboðsins „Sorphirða í Garðabæ og Mosfellsbæ 2013-2017“.


  • 08. júní 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 17/2013.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru 24. maí 2013 kærði Portfarma ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um að hafna tilboði kæranda í útboði varnaraðila nr. 15387 „Ýmis lyf 23“.


  • 08. júní 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr 4/2013. Úrskurður kærunefndar útboðsmála

    Með kæru, dags. 4. febrúar 2013, kærði Bílaumboðið Askja ehf. ákvörðun Reykjavíkurborgar um að velja tilboð Heklu ehf. í útboði nr. 12929 „Bifreiðaútboð, flokkabifreiðar að 3,5 t. og að 7,5 t., pallbifreiðar og smærri sendibifreiðar“.


  • 08. júní 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 12/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 16. maí 2012, kærði Iceland Express ákvörðun Ríkiskaupa um val á tilboði í útboði nr. 15003: „Flugsæti til og frá Íslandi“.


  • 08. júní 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 8/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru 6. mars 2013 kærði CMS ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um að hafna tilboði kæranda í útboði varnaraðila nr. 15294 „Björgunarþyrlur á leigu fyrir LHG“. Kærandi krefst þess að viðurkennt verði að ákvörðun varnaraðila hafi verið ólögmæt og nefndin láti uppi álit á skaðabótaskyldu varnaraðila.


  • 08. júní 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 9/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 4. apríl 2013, kærir Grafa og grjót ehf. útboð Framkvæmdasýslu ríkisins nr. 15420 „Nýtt fangelsi á Hólmsheiði, jarðvinna og heimlagnir“.


  • 08. júní 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 7/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála

    Með kæru 1. mars 2013 kærði Kone ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um að velja tilboð Íslandslyftna ehf. í útboði nr. 15373 „FLE – Lyftur og rúllustigar Endurhönnun Suðurbyggingar 2013“.


  • 07. júní 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 13/2013.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 19. apríl 2013, kærði Hestvík ehf. val á tilboði í útboði Vegagerðarinnar „Yfirborðsmerkingar á Suðursvæði 2013-2014“.


  • 07. júní 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 12/2013.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála

    Með ódagsettu bréfi kærir Logaland ehf. örútboð Landspítala nr. 1212 „Latex og vinyl skoðunarhanskar – Örútboð innan rammasamnings ríkisins nr. 13.03“.


  • 27. maí 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 37/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 20. desember 2012, kærir Kubbur ehf. ákvörðun Hafnarfjarðarkaupstaðar 13. sama mánaðar um að leita samninga við Íslenska gámafélagið ehf. í útboðinu „Hafnarfjörður – Sorphirða 2013-2021“.


  • 27. maí 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 35/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 13. desember 2012, kærir Nortek ehf. útboð Ríkiskaupa nr. 1533 „Aðgangsstýrikerfi fyrir LSH. 1. áfangi: Slysa- og bráðadeild“.


  • 27. maí 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 1/2013.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 15. janúar 2013, kærir Logaland ehf. örútboð Landspítala nr. 1212 „Latex og vinyl skoðunarhanskar – Örútboð innan rammasamnings ríkisins nr. 13.03“.


  • 27. maí 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 11/2013.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 11. apríl 2013, kærði Roja Holding ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um að krefjast gjalds af þátttakendum fyrir afhendingu útboðsgagna í útboði nr. 15397 „Hjólaskófla fyrir Isavia“.


  • 27. maí 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr 37/2012B.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 3. apríl 2013, krafðist Íslenska gámafélagið ehf. þess með vísan til 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 að mál nr. 37/2012, Kubbur ehf. gegn Hafnarfjarðarkaupstað, yrði endurupptekið. Í bréfinu var krafa Íslenska gámafélagsins ehf. orðuð með svofelldum hætti: „Fyrir hönd Íslenska gámafélagsins ehf. er þess krafist, með vísan til 24. gr. laga nr. 37/1993, að málið verði endurupptekið og að kveðinn verði upp nýr úrskurður í málinu þar sem fallist verði á kröfur og sjónarmið [Íslenska gámafélagsins ehf.] í málinu. Þá er þess krafist að kærunefndin afturkalli úrskurð í málinu með vísan til 25. gr. laga nr. 37/1993.“


  • 27. maí 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 9/2013.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála

    Með bréfi, dags. 4. apríl 2013, kærir Grafa og grjót ehf. útboð Framkvæmdasýslu ríkisins nr. 15420 „Nýtt fangelsi á Hólmsheiði, jarðvinna og heimlagnir“.


  • 27. maí 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 32/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 29. október 2012, kærir Logaland ehf. örútboð Landspítala nr. 1201 „Latex og vinyl skoðunarhanskar – Örútboð innan rammasamnings ríkisins nr. 13.03“.


  • 27. maí 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 10/2013.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 11. apríl 2013, kærði Roja Holding ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um að krefjast gjalds af þátttakendum fyrir afhendingu útboðsgagna í útboði nr. 15429 „Vörubifreið fyrir Isavia“.


  • 23. apríl 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 5/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi 12. mars 2012 kærir Cetus ehf. útboð Ríkiskaupa nr. 15068: Vökva- og sprautudælur, tengikvíar, skráningarkerfi og rekstrarvörur fyrir Landspítala.


  • 23. apríl 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 34/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru, dags. 5. nóvember 2012, kærði Sérverk ehf. val Kópavogsbæjar í útboðinu „Leikskóli Austurkór 1, Alútboð“.


  • 23. apríl 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 2/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru, dags. 18. janúar 2013, kærði Rafkaup hf. rammasamningsútboð Ríkiskaupa nr. 15270 „Byggingavörur og ljósaperur“.


  • 23. apríl 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 5/2013.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 14. febrúar 2013, kærði Rafey ehf. útboð Vegagerðarinnar „Fáskrúðsfjarðargöng – Endurbætur á rafkerfi 2013“.


  • 23. apríl 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál 36/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 20. desember 2012, kærðu Kynnisferðir ehf. útboð Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum nr. A-SSS-01 „Útboð á akstri til og frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar“.


  • 26. mars 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál 25/2011. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 2. september 2011, kærði Logaland ehf. samkeppnisviðræður Ríkiskaupa nr. 14981 „Tækjabúnaður og rekstrarvara fyrir Kjarna- og bráðarannsóknastofu Landspítala“.


  • 07. mars 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 4/2013.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru, dags. 4. febrúar 2013, kærði Bílaumboðið Askja ehf. ákvörðun Reykjavíkurborgar um að velja tilboð Heklu ehf. í útboði nr. 12929 „Bifreiðaútboð, flokkabifreiðar að 3,5 t. og að 7,5 t., pallbifreiðar og smærri sendibifreiðar“.


  • 07. mars 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 3/2013.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 24. janúar 2013, kærir Norkring AS útboð Ríkiskaupa „Broadcast Network Renewal – Digital Television Broadcast“.


  • 05. mars 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 24/2010B. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

      Með tölvubréfi 8. nóvember 2012 krafðist Heflun ehf. þess að mál kærunefndar útboðsmála nr. 24/2010 yrði endurupptekið.


  • 05. mars 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 1/2013.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 15. janúar 2013, kærir Logaland ehf. örútboð Landspítala nr. 1212 „Latex og vinyl skoðunarhanskar – Örútboð innan rammasamnings ríkisins nr. 13.03“.


  • 05. mars 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 30/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 8. október 2012, kærir Klettur – sala og þjónusta ehf. ákvörðun Innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar fyrir hönd Strætó bs. um að synja kæranda áframhaldandi þátttöku í samningskaupaferli nr. 12903 um endurnýjun strætisvagna.


  • 05. mars 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 31/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 17. október 2012, kæra Kynnisferðir ehf. og VDL Bus & Coach B V ákvörðun Innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar, fyrir hönd Strætó bs., að vísa frá tilboði þeirra í útboði „Strætó bs. Endurnýjun strætisvagna, nr. 12903“.


  • 12. febrúar 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 33/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, sem barst kærunefnd útboðsmála 30. október 2012, kærði Fylkir ehf. ákvörðun Reykjavíkurborgar um að ganga til samninga við Kubb ehf. í kjölfar útboðsins „Kaup á 240 l bláum sorptunnum“.


  • 12. febrúar 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 35/2012.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 13. desember 2012, kærir Nortek ehf. útboð Ríkiskaupa nr. 1533 „Aðgangsstýrikerfi fyrir LSH. 1. áfangi: Slysa- og bráðadeild“.


  • 11. febrúar 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 37/2012.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 20. desember 2012, kærir Kubbur ehf. ákvörðun Hafnarfjarðarkaupstaðar 13. sama mánaðar um að leita samninga við Íslenska gámafélagið ehf. í útboðinu „Hafnarfjörður – Sorphirða 2013-2021“.


  • 11. febrúar 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 11/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 14. maí 2012, kærði Bikun ehf. ákvarðanir Vegagerðarinnar um að ganga ekki til samninga við kæranda í kjölfar útboðanna „Yfirlagnir á Norðvestursvæði 2012, klæðning“, „Yfirlagnir á Norðaustursvæði 2012, klæðning“ og „Yfirlagnir á Suðursvæði og Suðvestursvæði 2012 - Klæðning“.


  • 07. febrúar 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 40/2011.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 30. desember 2011, kærði Logaland ehf. útboð Ríkiskaupa nr. 15097 „Lághitadauðhreinsiofn fyrir dauðhreinsideild LSH“.


  • 07. febrúar 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 38/2011.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, sem barst kærunefnd útboðsmála hinn 16. desember 2011, kærði Logaland ehf. útboð Ríkiskaupa nr. 14974 „Rammasamningsútboð gifs og fylgihlutir fyrir heilbrigðisstofnanir“.


  • 07. febrúar 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál 25/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 24. júlí 2012, kærði Hamarsfell byggingafélag ehf. ákvörðun Mosfellsbæjar um val á tilboði í útboði nr. 1209 „Þjónustumiðstöð við Hlaðhamra Mosfellsbæ“. 


  • 07. febrúar 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál 36/2012.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 20. desember 2012, kærðu Kynnisferðir ehf. útboð Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum nr. A-SSS-01 „Útboð á akstri til og frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar“.


  • 07. febrúar 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 29/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 4. október 2012, kærir Bílaumboðið Askja ehf. ákvörðun Reykjavíkurborgar um að hafna öllum tilboðum sem bárust í útboði nr. 12842 „Metanbifreiðar, flokkabifreiðar“.


  • 07. febrúar 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 21/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 12. júlí 2012, kærir Verktakafélagið Glaumur ehf. útboð Vegagerðarinnar „Strandavegur (643): Djúpvegur – Geirmundarstaðavegur“.


  • 06. febrúar 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 32/2012.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 29. október 2012, kærir Logaland ehf. örútboð Landspítala – háskólasjúkrahúss nr. 1201 „Latex og vinyl skoðunarhanskar – Örútboð innan rammasamnings ríkisins nr. 13.03“.


  • 06. febrúar 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 28/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 2. október 2012, kærir ÍAV hf. ákvörðun Vegagerðarinnar um að velja tilboð Loftorku Reykjavíkur ehf. í útboðinu „Álftanesvegur (415) Hafnafjarðarvegur - Bessastaðavegur“.


  • 06. febrúar 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 24/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 20. júlí 2012, sem barst kærunefnd útboðsmála 23. sama mánaðar, kærir Grund ehf. útboð Borgarbyggðar á skólaakstri við grunnskóla í Borgarbyggð og akstur í tómstundastarf 2012 til 2016.


  • 06. febrúar 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 23/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 16. júlí 2012, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir Sturla Stefánsson útboð Borgarbyggðar á skólaakstri við grunnskóla í Borgarbyggð og akstur í tómstundastarf 2012 til 2016.


  • 05. febrúar 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 17/2012. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 20. júní 2012, sem barst kærunefnd útboðsmála degi síðar, kæra Davíð Ólafsson og Einar Steinþór Traustason útboð Borgarbyggðar á skólaakstri við grunnskóla í Borgarbyggð og akstur í tómstundastarf 2012 til 2016.


  • 05. febrúar 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 27/2012: Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 12. september 2012, kærir Rafkaup hf. ákvörðun Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar um að hafna tilboði kæranda og taka tilboði S. Guðjónssonar ehf. í verðfyrirspurn nr. 12874, „Renewal of lighting museum of Kjarvalstaðir“.


  • 05. febrúar 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 22/2012. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 12. júlí 2012, sem barst kærunefnd útboðsmála degi síðar, kærir Sigurður Ingi Þorsteinsson útboð Borgarbyggðar á skólaakstri við grunnskóla í Borgarbyggð og akstur í tómstundastarf 2012 til 2016. Með bréfi, dags. 19. júlí 2012, kom kærandi að viðbótarsjónarmiðum í tilefni af kærunni.


  • 24. janúar 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 18/2012: Úrskurður kærunefndar útboðsmála

    Með bréfi, dags. 4. júlí 2012, kærði VB Landbúnaður ehf. útboð Reykjavíkurborgar nr. 12760 „Dráttavélar og fylgibúnaður“. 


  • 24. janúar 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 39/2011. Úrskurður kærunefndar útboðsmála

    Með bréfi, dags. 22. desember 2011, kærði Hópferðamiðstöðin ehf. ákvörðun Sambands sunnlenskra sveitarfélaga um að semja við Hópbíla hf. um almenningssamgöngur á Suðurlandi.


  • 23. janúar 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 7/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 20. mars 2012, kærði Hafnarnes Ver ehf. útboð Ríkiskaupa nr. 15178 „Netarall 2012“.


  • 05. nóvember 2012 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 31/2012.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 17. október 2012, kæra Kynnisferðir ehf. og VDL Bus & Coach B V ákvörðun Innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar að vísa frá tilboði þeirra í útboði „Strætó bs. Endurnýjun strætisvagna, nr. 12903“.


  • 05. nóvember 2012 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 30/2012.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 8. október 2012, kærir Klettur – sala og þjónusta ehf. ákvörðun Innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar um að synja kæranda áframhaldandi þátttöku í samningskaupaferli nr. 12903 um endurnýjun strætisvagna.


  • 02. nóvember 2012 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 16/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 19. júní 2012, kærði Íslenska gámafélagið ehf. útboð Sorpu bs. vegna útboðsins „Endurvinnslustöðvar – Gámaleiga, flutningur og losun gáma frá endurvinnslustöðvum SORPU“. 


  • 02. nóvember 2012 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 19/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 6. júlí 2012, kærðu Logaland ehf. og Beckman Coulter AB samkeppnisviðræður Ríkiskaupa nr. 14981 „Tækjabúnaður og rekstrarvara fyrir Kjarna- og bráðarannsóknastofu Landspítala“.


  • 02. nóvember 2012 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 20/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 9. júlí 2012, kærði Fastus ehf. samkeppnisviðræður Ríkiskaupa nr. 14981 „Tækjabúnaður og rekstrarvara fyrir Kjarna- og bráðarannsóknastofu Landspítala“.


  • 02. nóvember 2012 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 28/2012.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 2. október 2012, kærir ÍAV hf. ákvörðun Vegagerðarinnar um að velja tilboð Loftorku Reykjavík ehf. í útboðinu „Álftanesvegur (415) Hafnafjarðarvegur - Bessastaðavegur“.


  • 02. nóvember 2012 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 29/2012.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 4. október 2012, kærir Bílaumboðið Askja ehf. ákvörðun Reykjavíkurborgar um að hafna öllum tilboðum sem bárust í útboði nr. 12842 „Metanbifreiðar, flokkabifreiðar“.


  • 02. nóvember 2012 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 13/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 23. maí 2012, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir Logaland ehf. útboð Ríkiskaupa nr. 15157: Skurðstofu- og skoðunarhanskar.


  • 23. október 2012 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 13/2012.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 20. júlí 2012, óskar kærandi, Logaland ehf., eftir því „að kærunefnd útboðsmála afturkalli að eigin frumkvæði ákvörðun sína frá 18. júní 2012 í máli [...] nr. 13/2012 með vísan til 25. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.“ Kærunefnd útboðsmála lítur svo á að með fyrrgreindu erindi hafi kærandi óskað eftir endurupptöku á ákvörðun nefndarinnar 18. júní 2012 í máli nr. 13/2012. Kærða, Ríkiskaupum, var gefinn kostur á að tjá sig um endurupptökubeiðnina og með bréfi, dags. 6. september 2012, krefst hann þess að kröfu kæranda verði hafnað. 


  • 23. október 2012 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 15/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála

    Með bréfi, dags. 18. júní 2012, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir Penninn á Íslandi ehf. rammasamningsútboð Reykjavíkurborgar nr. 12756 „Ramma-samningur um ritföng og skrifstofuvörur“.


  • 23. október 2012 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 25/2012.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 24. júlí 2012, kærði Hamarsfell byggingafélag ehf. ákvörðun Mosfellsbæjar um val á tilboði í útboðinu „Þjónustumiðstöð við Hlaðhamra Mosfellsbæ“. 


  • 23. október 2012 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 14/2012.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 11. júní 2012, sem barst kærunefnd útboðsmála hinn 13. júní 2012, kærði Félag hópferðarleyfishafa útboð Sambands sunnlenskra sveitarfélaga, sem á m.a. rætur að rekja til samnings við Fjölbrautaskóla Suðurlands nr. 12842 „Viðbótarakstur almenningsvagna á Suðurlandi“. 


  • 04. október 2012 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 21/2012. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 12. júlí 2012, kærir Verktakafélagið Glaumur ehf. útboð Vegagerðarinnar „Strandavegur (643): Djúpvegur - Geirmundarstaðavegur“.


  • 04. október 2012 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 10/2012. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 25. apríl 2012, sem barst kærunefnd útboðsmála 30. sama mánaðar, kærir Jökulfell ehf. útboð Reykjavíkurborgar nr. 12788 „Sæmundargata - 2. áfangi: Gatnagerð og veitur“.


  • 02. október 2012 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 20/2012. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 9. júlí 2012, kærði Fastus ehf. samkeppnisviðræður Ríkiskaupa nr. 14981 „Tækjabúnaður og rekstrarvara fyrir Kjarna- og bráðarannsóknastofu Landspítala“.


  • 02. október 2012 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 22/2012. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála

    Með bréfi, dags. 12. júlí 2012, sem barst kærunefnd útboðsmála degi síðar, kærir Sigurður Ingi Þorsteinsson útboð Borgarbyggðar á skólaakstri við grunnskóla í Borgarbyggð og akstur í tómstundastarf 2012 til 2016. Með bréfi, dags. 19. júlí 2012, kom kærandi að viðbótarsjónarmiðum í tilefni af kærunni.


  • 02. október 2012 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 23/2012. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 16. júlí 2012, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir Sturla Stefánsson útboð Borgarbyggðar á skólaakstri við grunnskóla í Borgarbyggð og akstur í tómstundastarf 2012 til 2016.


  • 02. október 2012 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 24/2012. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 20. júlí 2012, sem barst kærunefnd útboðsmála 23. sama mánaðar, kærir Grund ehf. útboð Borgarbyggðar á skólaakstri við grunnskóla í Borgarbyggð og akstur í tómstundastarf 2012 til 2016.


  • 28. september 2012 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 19/2012. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 6. júlí 2012, kærði Logaland ehf. samkeppnisviðræður Ríkiskaupa nr. 14981 „Tækjabúnaður og rekstrarvara fyrir Kjarna- og bráðarannsóknastofu Landspítala“.


  • 28. september 2012 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 18/2012. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 4. júlí 2012, kærði VB Landbúnaður ehf. útboð Reykjavíkurborgar nr. 12760 „Dráttavélar og fylgibúnaður“.


  • 04. júlí 2012 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál 16/2012. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 19. júní 2012, kærði Íslenska gámafélagið ehf. útboð Sorpu bs. vegna útboðsins „Endurvinnslustöðvar - Gámaleiga, flutningur og losun gáma frá endurvinnslustöðvum SORPU“.


  • 04. júlí 2012 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 8/2012. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 21. mars 2012, sem barst kærunefnd útboðsmála degi síðar, kærir RVK ráðgjöf ehf. ákvörðun Ríkiskaupa, fyrir hönd verkkaupans Isavia ohf., 16. mars 2012 um val á tilboði í útboði nr. 15222 „Verkeftirlit - FLE stækkun til austurs“.


  • 04. júlí 2012 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 6/2012. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 12. mars 2012, kærði Bíladrangur ehf. útboð Vegagerðarinnar „Leirnavegur og breyting Svaðbælisár 2012“.


  • 04. júlí 2012 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 14/2012. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 11. júní 2012 sem barst kærunefnd útboðsmála hinn 13. júní 2012, kærði Félag hópferðarleyfishafa útboð Sambands sunnlenskra sveitarfélaga, sem á m.a. rætur að rekja til samnings við Fjölbrautaskóla Suðurlands nr. 12842 „Viðbótarakstur almenningsvagna á Suðurlandi“.


  • 04. júlí 2012 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 13/2012. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 23. maí 2012, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir Logaland ehf. útboð Ríkiskaupa nr. 15157: Skurðstofu- og skoðunarhanskar.


  • 05. júní 2012 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 11/2012. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 14. maí 2012, kærði Bikun ehf. ákvarðanir Vegagerðarinnar um að ganga ekki til samninga við kæranda í kjölfar útboðanna „Yfirlagnir á Norðvestursvæði 2012, klæðning“, „Yfirlagnir á Norðaustursvæði 2012, klæðning“ og „Yfirlagnir á Suðursvæði og Suðvestursvæði 2012 - Klæðning“.


  • 05. júní 2012 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 10/2012. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 25. apríl 2012, sem barst kærunefnd útboðsmála 30. sama mánaðar, kærir Jökulfell ehf. útboð Reykjavíkurborgar nr. 12788 „Sæmundargata - 2. áfangi: Gatnagerð og veitur“.


  • 04. júní 2012 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 4/2012. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 9. mars 2012, kærði Öryggismiðstöð Íslands hf. útboð Reykjanesbæjar „Vöktun viðvörunarkerfa“.


  • 04. júní 2012 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 1/2012. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 3. janúar 2012, kærðu ÞÁ bílar ehf. ákvörðun Árborgar um „að semja við Guðmund Tyrfingsson ehf.“ í útboði kærða nr. 11229: „Útboð á akstri, skólaakstur og hópferðabifreiðaþjónusta fyrir sveitarfélagið Árborg 2011 - 2014“.


  • 04. júní 2012 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 2/2012. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 23. janúar 2012, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir ÍAS ehf., í eigin nafni og fyrir hönd CHINT Power Transmission & Distribution, Cromton Greaves, Schneider Electric og GBE Srl., útboð RARIK nr. 11005: „Brennimelur Substation Power Transformer, 20MVA, 132/33 kV“.


  • 04. júní 2012 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 3/2012. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 24. janúar 2012, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir ÍAS ehf. útboð RARIK nr. 11004: „Neskaupstaður Substation Power Transformer, 20MVA, 63/11 kV“.


  • 03. maí 2012 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 6/2012. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 12. mars 2012, kærði Bíladrangur ehf. útboð Vegagerðarinnar „Leirnavegur og breyting Svaðbælisár 2012“.


  • 25. apríl 2012 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 7/2012. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 20. mars 2012, kærði Hafnarnes Ver ehf. útboð Ríkiskaupa nr. 15178 „Netarall 2012“.


  • 24. apríl 2012 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 4/2012. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 9. mars 2012, kærði Öryggismiðstöð Íslands hf. útboð Reykjanesbæjar „ Vöktun viðvörunarkerfa“.


  • 24. apríl 2012 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 5/2012. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi 12. mars 2012 kærir Cetus ehf. útboð Ríkiskaupa nr. 15068: Vökva- og sprautudælur, tengikvíar, skráningarkerfi og rekstrarvörur fyrir Landspítala.


  • 24. apríl 2012 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 30/2011. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 9. nóvember 2011, sem barst kærunefnd útboðsmála 17. sama mánaðar, kærir Resqtec Zumro B.V. útboð Ríkiskaupa nr. 15088: „Flugslysabjörgunarbúnaður fyrir Isavia ohf.“ Með bréfi, dags. 23. nóvember sama ár, voru kæranda veittar upplýsingar um hlutverk kærunefndar útboðsmála samkvæmt lögum nr. 84/2007 um opinber innkaup, þær kröfur sem gerðar eru til kæru sem borin er undir nefndina samkvæmt 2. mgr. 94. gr. sömu laga og úrræði nefndarinnar samkvæmt 96. og 97. gr. laganna. Þá var kæranda með vísan til 3. mgr. 94. gr. laga nr. 84/2007 veittur frestur til þess að leggja fram nýja kæru til samræmis við kröfur laganna. Með bréfi, dags. 13. desember sama ár lagði kærandi fram endurskoðaða kæru vegna áðurgreinds útboðs.


  • 10. apríl 2012 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 31/2011. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, sem barst kærunefnd útboðsmála hinn 16. nóvember 2011, kærði AIH ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um að vísa frá tilboði AIH ehf. vegna útboðs nr. 15066 „Rammasamningsútboð - Ýmsar gerðir af nálum, vökva- og blóðgjafasettum o.fl. fyrir heilbrigðisstofnanir“.


  • 10. apríl 2012 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 32/2011. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 16. nóvember 2011, kærði Logaland ehf. útboð Ríkiskaupa nr. 15066 „Rammasamningsútboð - Ýmsar gerðir af nálum, vökva- og blóðgjafasettum o.fl. fyrir heilbrigðisstofnanir“.


  • 10. apríl 2012 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 35/2011. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 13. desember 2011, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir Stefán Jónsson ehf. ákvörðun Ríkiskaupa, fyrir hönd verkkaupans Isavia ohf., frá 28. október 2011 um að „bjóða út að nýju í rammasamningsútboði viðhaldsverk ríkisins á fasteignum. Þjónusta verktaka í iðnaði.“


  • 28. febrúar 2012 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 34/2011. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 2. desember 2011, kærði Bílar og fólk ehf. ákvörðun Sambands sunnlenskra sveitarfélaga um að semja við Hópbíla hf. um almenningssamgöngur á Suðurlandi.


  • 27. febrúar 2012 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 2/2012. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 23. janúar 2012, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir ÍAS ehf., í eigin nafni og fyrir hönd CHINT Power Transmission & Distribution, Cromton Greaves, Schneider Electric og GBE Srl., útboð RARIK nr. 11005: „Brennimelur Substation Power Transformer, 20MVA, 132/33 kV“.


  • 27. febrúar 2012 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 3/2012. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 24. janúar 2012, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir ÍAS ehf. útboð RARIK nr. 11004: „Neskaupstaður Substation Power Transformer, 20MVA, 63/11 kV“.


  • 13. febrúar 2012 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 40/2012. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 30. desember 2011, kærði Logaland ehf. útboð Ríkiskaupa nr. 15097 „Lághitadauðhreinsiofn fyrir dauðhreinsideild LSÞ“.


  • 13. febrúar 2012 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 38/2012. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 16. desember 2011, kærði Logaland ehf. útboð Ríkiskaupa nr. 14974 „Rammasamningsútboð gifs og fylgihlutir fyrir heilbrigðisstofnanir“.


  • 30. janúar 2012 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 31/2011. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, sem barst kærunefnd útboðsmála hinn 16. nóvember 2011, kærði AIH ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um að vísa frá tilboði AIH ehf. vegna útboðs nr. 15066 „Rammasamningsútboð - Ýmsar gerðir af nálum, vökva- og blóðgjafasettum o.fl. fyrir heilbrigðisstofnanir“.


  • 30. janúar 2012 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 29/2011. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 8. nóvember 2011, sem barst kærunefnd útboðsmála degi síðar, kærir ÍAV Fasteignaþjónusta ehf. ákvörðun Ríkiskaupa, fyrir hönd verkkaupans Isavia ohf., 28. október 2011 um val á tilboði í útboði nr. 15122 „Fjarskiptamiðstöð Gufunesi: Rif og smíði millibyggingar Sóleyjarrima 6“.


  • 30. janúar 2012 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 35/2011. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 13. desember 2011, sem barst kærunefnd útboðsmála degi síðar, kærir Stefán Jónsson ehf. ákvörðun Ríkiskaupa, fyrir hönd verkkaupans Isavia ohf., 28. október 2011 um að „bjóða út að nýju í rammasamningsútboði viðhaldsverk ríkisins á fasteignum. Þjónusta verktaka í iðnaði.“


  • 30. janúar 2012 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 32/2011. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 16. nóvember 2011, kærði Logaland ehf. útboð Ríkiskaupa nr. 15066 „Rammasamningsútboð - Ýmsar gerðir af nálum, vökva- og blóðgjafasettum o.fl. fyrir heilbrigðisstofnanir“.


  • 02. desember 2011 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 21/2011. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 15. júlí 2011, kærði Medor ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um val á tilboði í útboði kærða nr. 15039 „Automated system for viral screening and measurement of ferritin in blood donors“.


  • 02. desember 2011 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 28/2011. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 31. október 2011, kærir Eykt ehf. forval Félagsstofnunar stúdenta „Bygging stúdentagarða við Sæmundargötu í Reykjavík. Forval: Alútboð á framkvæmdum“.


  • 02. desember 2011 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 29/2011. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 8. nóvember 2011, sem barst kærunefnd útboðsmála degi síðar, kærir ÍAV Fasteignaþjónusta ehf. ákvörðun Ríkiskaupa, fyrir hönd verkkaupans Isavia ohf., 28. október 2011 um val á tilboði í útboði nr. 15122 „Fjarskiptamiðstöð Gufunesi: Rif og smíði millibyggingar Sóleyjarrima 6“.


  • 15. nóvember 2011 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 12/2011. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 17. maí 2011, kærði Logaland ehf. útboð Ríkiskaupa nr. 15039 „Automated system for viral screening and measurement of ferritin in blood donors“.


  • 15. nóvember 2011 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 23/2011. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 25. ágúst 2011, kærði Erlingur Þór Guðjónsson ákvörðun Árborgar um að hafna tilboði kæranda í útboðinu „Útboð á aktsri, skólaakstur og hópferðabifreiðaþjónusta fyrir sveitarfélagið Árborg 2011 - 2014“.


  • 15. nóvember 2011 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 12/2011: Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 17. maí 2011, kærði Logaland ehf. útboð Ríkiskaupa nr. 15039 „Automated system for viral screening and measurement of ferritin in blood donors“.


  • 14. nóvember 2011 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 22/2011. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 9. [ágúst] 2011, sem barst kærunefnd útboðsmála 10. sama mánaðar, kærir Logaland ehf. útboð Ríkiskaupa nr. 15098: Ýmsar gerðir af skurðstofu- og skoðunarhönskum fyrir heilbrigðisstofnanir.


  • 14. nóvember 2011 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 24/2011. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 26. ágúst 2011, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir Skrauta ehf. útboð Vegagerðarinnar „Hringvegur (1): Göngubrú við Krikahverfi í Mosfellsbæ“.


  • 10. nóvember 2011 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 27/2011: Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 7. október 2011, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir N1 hf. útboð Akureyrarbæjar „Útboð á eldsneyti fyrir Akureyrarbæ“.


  • 10. nóvember 2011 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 20/2011: Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með ódagsettu bréfi, sem barst kærunefnd útboðsmála 11. júlí 2011, kærði THK ehf. ákvörðun Reykjavíkurborgar um val á tilboði í útboði kærða nr. 12589 „Metanbifreiðar“.


  • 28. október 2011 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 24/2011. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 26. ágúst 2011, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir Skrauta ehf. útboð Vegagerðarinnar „Hringvegur (1): Göngubrú við Krikahverfi í Mosfellsbæ“.


  • 28. október 2011 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 25/2011. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 2. september 2011, kærði Logaland ehf. samkeppnisviðræður Ríkiskaupa nr. 14981 „Tækjabúnaður og rekstrarvara fyrir Kjarna- og bráðarannsóknastofu Landspítala“.


  • 28. október 2011 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 15/2011. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Hinn 26. maí 2011 kærði ISS Ísland ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um val á tilboði í útboðinu „14926: Mötuneyti ríkisins, Borgartún 7, Hverfisgata 113-115, Skúlagata 4, Tryggvagata 19“.


  • 28. október 2011 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 26/2011. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 14. september 2011, kærði Guðmundur Tyrfingsson ehf. ákvörðun Árborgar um að „taka tilboði ÞÁ bíla ehf. um verkhluta 2 og 3“ í útboði kærða nr. 11229: „Útboð á aktsri, skólaakstur og hópferðabifreiðaþjónusta fyrir sveitarfélagið Árborg 2011 - 2014“.


  • 28. október 2011 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 35/2010B. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 9. mars 2011, krafðist GlaxoSmithKline ehf. þess að úrskurður kærunefndar útboðsmála í máli nr. 35/2010, dags. 17. febrúar 2011, yrði endurupptekinn.


  • 28. október 2011 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 23/2011. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 25. ágúst 2011, kærði Erlingur Þór Guðjónsson ákvörðun Árborgar um að hafna tilboði kæranda í útboðinu „Útboð á aktsri, skólaakstur og hópferðabifreiðaþjónusta fyrir sveitarfélagið Árborg 2011 - 2014“.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta