Úrskurðir og álit
-
10. desember 2021 /Mál nr. 21/2021. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Kærufrestur. Lögverndaður einkaréttur. Útboðsskylda. Viðmiðunarfjárhæð. Valdsvið kærunefndar. Frávísun.
-
10. desember 2021 /Mál nr. 44/2021. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Valforsendur. Sjálfkrafa stöðvun samningsgerðar aflétt.
-
10. desember 2021 /Mál nr. 36/2021. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Efni tilboðs óljóst. Ógilt tilboð.
-
-
10. desember 2021 /Mál nr. 31/2021. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Vottorð samræmismatsstofu. Tæknilýsing. Val tilboðs. Skaðabætur.
-
09. desember 2021 /Mál nr. 40/2021. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Sjálfkrafa stöðvun samningsgerðar aflétt.
-
09. desember 2021 /Mál nr. 45/2021. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Stöðvunarkröfu hafnað. Bindandi samningur.
-
09. desember 2021 /Mál nr. 39/2021. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Kærufrestur. Stöðvunarkröfu hafnað.
-
25. nóvember 2021 /Mál nr. 37/2021. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Valforsendur. Sjálfkrafa stöðvun samningsgerðar aflétt.
-
25. nóvember 2021 /Mál nr. 25/2021. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Kærufrestur. Lögvarðir hagsmunir. Viðmiðunarfjárhæð vegna útboðs á EES- svæðinu. Auglýsing útboðs. Öllum tilboðum hafnað. Álit á skaðabótaskyldu. Málskostnaður.
-
25. nóvember 2021 /Mál nr. 23/2021. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Útboðsgögn. Tæknilegt hæfi. Skaðabótaskyldu hafnað.
-
04. nóvember 2021 /Mál nr. 36/2021. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Stöðvun samningsgerðar aflétt.
-
04. nóvember 2021 /Mál nr. 33/2021. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Stöðvun samningsgerðar aflétt.
-
04. nóvember 2021 /Mál nr. 35/2021. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Stöðvunarkröfu hafnað. Bindandi samningur.
-
07. október 2021 /Mál nr. 23/2021. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Kröfu um stöðvun samningsgerðar hafnað.
-
-
07. október 2021 /Mál nr. 24/2021. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Kærufrestur. Útboðsgögn. Frávísun.
-
07. október 2021 /Mál nr. 22/2021. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Sérleyfi. Gerð samnings án útboðs. Lögvarðir hagsmunir. Frávísun.
-
-
-
24. september 2021 /Mál nr. 29/2021. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Sjálfkrafa stöðvun samningsgerðar aflétt.
-
24. september 2021 /Mál nr. 14/2021. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Ákvörðun um val tilboðs afturkölluð. Lögvarðir hagsmunir. Skaðabótaskyldu hafnað.
-
24. september 2021 /Mál nr. 19/2021. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Ákvörðun um val tilboðs afturkölluð. Lögvarðir hagsmunir. Málskostnaður.
-
24. september 2021 /Mál nr. 12/2021. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Ákvörðun um val tilboðs afturkölluð. Lögvarðir hagsmunir. Málskostnaður.
-
24. september 2021 /Mál nr. 18/2021. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Útboð fellt niður. Lögvarðir hagsmunir. Málskostnaður.
-
-
13. ágúst 2021 /Mál nr. 26/2021. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Kröfu um stöðvun samningsgerðar hafnað.
-
13. ágúst 2021 /Mál nr. 24/2021. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Kærufrestur. Útboðsgögn. Sjálfkrafa stöðvun samningsgerðar aflétt.
-
-
-
-
-
13. júlí 2021 /Mál nr. 19/2021. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Kröfu um afléttingu sjálfkrafa stöðvunar samningsgerðar hafnað.
-
13. júlí 2021 /Mál nr. 15/2021. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Aðild. Kærufrestur. Óvirkni samnings hafnað. Rammasamningur. Verðkönnun.
-
13. júlí 2021 /Mál nr. 13/2021. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Útboð. Fjárhagslegt hæfi. Bindandi samningur. Áliti á skaðabótaskyldu hafnað.
-
30. júní 2021 /Mál nr. 11/2021. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Útboð. Skil tilboðs. Stafrænt útboðssvæði.
-
30. júní 2021 /Mál nr. 10/2021. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Útboðsgögn. Tæknilegar kröfur. Málskostnaður.
-
30. júní 2021 /Mál nr. 18/2021. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Stöðvun samningsgerðar. Útboðsgögn. Ólögmætur skilmáli.
-
16. júní 2021 /Mál nr. 44/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Útboðsskylda. Sérleyfissamningur. Viðmiðunarfjárhæð. Valdsvið kærunefndar útboðsmála. Kærufrestur. Óvirkni samnings. Stjórnvaldssekt. Stytting samnings. Skaðabótaskylda.
-
26. maí 2021 /Mál nr. 4/2021. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Tilboðsgögn. Hæfisskilyrði. Viðbótargögn. Val tilboða. Ógilt tilboð.
-
26. maí 2021 /Mál nr. 49/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Tilboðsgögn. Hæfisskilyrði. Viðbótargögn.
-
26. maí 2021 /Mál nr. 9/2021. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Rammasamningur. Örútboð. Álit á skaðabótaskyldu.
-
26. maí 2021 /Mál nr. 17/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Kærufrestur. Innanhússamningur. Útboðsskylda. Óvirkni samnings hafnað. Stjórnvaldssekt. Áliti á skaðabótaskyldu hafnað.
-
25. maí 2021 /Mál nr. 1/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Kærufrestur. Innanhússsamningur. Útboðsskylda. Óvirkni samnings hafnað. Stjórnvaldssekt. Áliti á skaðabótaskyldu hafnað.
-
-
25. maí 2021 /Mál nr. 52/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Aðkoma fyrirtækis að undirbúningi innkaupa. Jafnræði.
-
25. maí 2021 /Mál nr. 14/2021. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Afturköllun ákvörðunar um val tilboðs. Kröfu um stöðvun samningsgerðar hafnað.
-
25. maí 2021 /Mál nr. 12/2021. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Afturköllun ákvörðunar um val tilboðs. Sjálfkrafa stöðvun samningsgerðar aflétt.
-
25. maí 2021 /Mál nr. 14/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Útboðsgögn. Tæknilegt hæfi. Fjárhagsleg geta. Skaðabótaskyldu hafnað.
-
25. maí 2021 /Mál nr. 37/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Tilboð. Hæfi bjóðenda. Fylgigögn með tilboði.
-
19. maí 2021 /Mál nr. 13/2021. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Útboð. Fjárhagslegt hæfi. Bindandi samningur. Stöðvunarkröfu hafnað.
-
19. maí 2021 /Mál nr. 7/2021. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Örútboð. Rammasamningur. Bindandi samningur. Áliti á skaðabótaskyldu hafnað.
-
19. maí 2021 /Mál nr. 2/2021. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Fjárhagslegt hæfi. Tæknilegt hæfi. Bindandi samningur. Áliti á skaðabótaskyldu hafnað.
-
16. apríl 2021 /Mál nr. 11/2021. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Útboð. Skil tilboðs. Stöðvunarkröfu hafnað.
-
16. apríl 2021 /Mál nr. 51/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Gildissvið laga um opinber innkaup. Leiga á fasteign. Frávísun. Valdsvið kærunefndar.
-
16. apríl 2021 /Mál nr. 12/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Útboðsgögn. Tæknilegt hæfi. Álit á skaðabótaskyldu.
-
15. apríl 2021 /Mál nr. 6/2021. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Gildissvið laga um opinber innkaup. Sala fasteignar. Frávísun. Valdsvið kærunefndar.
-
24. mars 2021 /Mál nr. 10/2021. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Útboðsgögn. Stöðvunarkröfu hafnað.
-
-
-
23. mars 2021 /Mál nr. 29/2018. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Útboðsskylda. Þjónustusamningur. Ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins. Frávísun.
-
23. mars 2021 /Mál nr. 55/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Aðild. Auglýsing á EES-svæðinu. Rammasamningur. Tilboðsfrestur. Forauglýsing. Markaðskönnun. Útboð ógilt. Álit á skaðabótaskyldu.
-
23. mars 2021 /Mál nr. 9/2021. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Rammasamningur. Örútboð. Kröfu um stöðvun innkaupaferlis hafnað.
-
23. mars 2021 /Mál nr. 7/2021. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Örútboð. Rammasamningur. Stöðvunarkröfu hafnað.
-
05. mars 2021 /Mál nr. 53/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Valdsvið kærunefndar. Reglugerð nr. 340/2017.
-
05. mars 2021 /Mál nr. 4/2021. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Hæfisskilyrði. Útboðsgögn. Kröfu um afléttingu stöðvunar samningsgerðar hafnað.
-
05. mars 2021 /Mál nr. 6/2021. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Gildissvið laga um opinber innkaup. Sala fasteignar. Kröfu um stöðvun söluferlis hafnað.
-
05. mars 2021 /Mál nr. 54/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Rammasamningur. Örútboð. Útboð fellt niður. Lögvarðir hagsmunir. Skaðabótaskyldu hafnað. Málskostnaður.
-
05. mars 2021 /Mál nr. 46/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Útboðsgögn. Val tilboðs. Frávísun. Málskostnaður.
-
05. mars 2021 /Mál nr. 41/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Kærufrestur. Útboðsgögn. Tæknilegt hæfi. Áliti á skaðabótaskyldu hafnað.
-
-
24. febrúar 2021 /Mál nr. 47/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Bindandi samningur. Tæknilegt hæfi. Fjárhagslegt hæfi. Byggt á getu annarra. Viðbótargögn. Skaðabótaskyldu hafnað.
-
24. febrúar 2021 /Mál nr. 43/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Bindandi samningur. Afturköllun. Gildistími tilboðs. Skaðabótakröfu hafnað.
-
24. febrúar 2021 /Mál nr. 42/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Bindandi samningur. Afturköllun valákvörðunar. Gildistími tilboðs. Skaðabótakröfu hafnað.
-
24. febrúar 2021 /Mál nr. 2/2021. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Fjárhagslegt hæfi. Tæknilegt hæfi. Sjálfkrafa stöðvun samningsgerðar aflétt.
-
04. febrúar 2021 /Mál nr. 50/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Örútboð. Rammasamningur. Bindandi samningur. Álit á skaðabótaskyldu.
-
04. febrúar 2021 /Mál nr. 25/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Kærufrestur. Lögvarðir hagsmunir. Jafnræði. Tæknilýsingar. Valforsendur. Útboð ógilt. Álit á skaðabótaskyldu.
-
04. febrúar 2021 /Mál nr. 52/2020. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Aðkoma fyrirtækis að undirbúningi innkaupa. Jafnræði. Stöðvun samningsgerðar aflétt.
-
04. febrúar 2021 /Mál nr. 35/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Auglýsing á EES svæðinu. Álit á skaðabótaskyldu.
-
-
04. febrúar 2021 /Mál nr. 55/2020. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Stöðvun samningsgerðar. Auglýsing á EES-svæðinu. Tilboðsfrestur. Rammasamningur.
-
04. febrúar 2021 /Mál nr. 54/2020. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Rammasamningur. Örútboð. Stöðvun innkaupaferlis.
-
29. janúar 2021 /Mál nr. 48/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Innkaup á sviði félagsþjónustu og annarrar sértækrar þjónustu. Forauglýsing. Málskotsheimild. Lögvarðir hagsmunir. Kærufrestur. Frávísun.
-
31. desember 2020 /Mál nr. 51/2020. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Gildissvið laga um opinber innkaup. Leiga á fasteign. Kröfu um stöðvun samningsgerðar hafnað.
-
31. desember 2020 /Mál nr. 26/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Kærufrestur. Gildistími tilboða. Framlenging á gildistíma tilboða.
-
31. desember 2020 /Mál nr. 24/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Hæfiskröfur. Viðbótargögn. Ársreikningar. Málskostnaður.
-
-
30. desember 2020 /Mál nr. 50/2020. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Örútboð. Rammasamningur. Biðtími. Bindandi samningur. Stöðvunarkröfu hafnað.
-
30. desember 2020 /Mál nr. 32/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Kærufrestur. Tæknilegt hæfi. Ógilt tilboð. Val tilboða. Bindandi samningur. Álit um skaðabótaskyldu hafnað. Málskostnaður.
-
30. desember 2020 /Mál nr. 31/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Kærufrestur. Tæknilegt hæfi. Val tilboða. Bindandi samningur. Álit um skaðabótaskyldu hafnað. Málskostnaður.
-
17. desember 2020 /Mál nr. 32/2019. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Kærufrestur. Óvirkni samnings hafnað. Stjórnvaldssekt. Álit á skaðabótaskyldu. Valdsvið kærunefndar.
-
15. desember 2020 /Mál nr. 30/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Kærufrestur. Tæknilegt hæfi. Ógilt tilboð. Val tilboða. Bindandi samningur. Álit um skaðabótaskyldu hafnað. Málskostnaður.
-
15. desember 2020 /Mál nr. 27/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Kærufrestur. Fjárhagslegt hæfi. Tæknilegt hæfi. Ógilt tilboð. Val tilboða. Álit um skaðabótaskyldu hafnað. Málskostnaður.
-
-
27. nóvember 2020 /Mál nr. 38/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Fjárhagslegt hæfi. Tæknilegt hæfi. Bindandi samningur. Álit á skaðabótaskyldu hafnað.
-
27. nóvember 2020 /Mál nr. 36/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Fjárhagslegt hæfi. Persónulegt hæfi. Tæknilegt hæfi. Ársreikningur. Bindandi samningur. Álit á skaðabótaskyldu hafnað.
-
27. nóvember 2020 /Mál nr. 45/2020. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Tæknilýsingar. Sjálfkrafa stöðvun samningsgerðar aflétt.
-
13. nóvember 2020 /Mál nr. 47/2020. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Tæknilegt hæfi. Byggt á getu annarra. Viðbótargögn. Almannahagsmunir. Krafa um afléttingu stöðvunar samþykkt.
-
13. nóvember 2020 /Mál nr. 46/2020. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Kærufrestur. Útboðsgögn. Tæknilegt hæfi. Kröfu um stöðvun útboðs hafnað.
-
-
05. nóvember 2020 /Mál nr. 44/2020. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Útboðsskylda. Viðmiðunarfjárhæð. Valdsvið kærunefndar. Stöðvunarkröfu hafnað.
-
05. nóvember 2020 /Mál nr. 18/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Reglugerð nr. 340/2017. Viðmiðunarfjárhæð. Valdsvið kærunefndar.
-
03. nóvember 2020 /Mál nr. 39/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Reglugerð nr. 340/2017. Valdsvið kærunefndar.
-
19. október 2020 /Mál nr. 43/2020. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Fjárhagslegt hæfi. Tæknilegt hæfi. Afturköllun ákvörðunar um val tilboðs. Kröfu um stöðvun samningsgerðar hafnað.
-
19. október 2020 /Mál nr. 42/2020. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Fjárhagslegt hæfi. Tæknilegt hæfi. Afturköllun ákvörðunar um val tilboðs. Krafa um afléttingu stöðvunar samþykkt.
-
-
19. október 2020 /Mál nr. 8/2019. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Kærufrestur. Þjónustusamningur. Útboðsskylda á EES-svæðinu. Ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins. Útboð ógilt. Álit á skaðabótaskyldu.
-
16. október 2020 /Mál nr. 41/2020. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Kærufrestur. Útboðsgögn. Tæknilegt hæfi. Kröfu um stöðvun útboðs hafnað.
-
16. október 2020 /Mál nr. 22/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Kærufrestur. Framlenging tilboða. Valforsendur. Ógilding útboðs. Gildistími tilboðs. Álit á skaðabótaskyldu
-
24. september 2020 /Mál nr. 3/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Bindandi samningur. Kröfugerð. Úrræði kærunefndar. Álit um skaðabótaskyldu hafnað.
-
24. september 2020 /Mál nr. 39/2020. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Tæknilegt hæfi. Reglugerð nr. 340/2017. Valdsvið kærunefndar. Kröfu um stöðvun útboðs hafnað.
-
17. september 2020 /Mál nr. 38/2020. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Fjárhagslegt hæfi. Tæknilegt hæfi. Stöðvun samningsgerðar aflétt.
-
17. september 2020 /Mál nr. 36/2020. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Fjárhagslegt hæfi. Persónulegt hæfi. Tæknilegt hæfi. Ársreikningur. Stöðvun samningsgerðar aflétt.
-
17. september 2020 /Mál nr. 35/2020. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Stöðvun samningsgerðar. Auglýsing á EES svæðinu.
-
17. september 2020 /Mál nr. 37/2020. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Stöðvun samningsgerðar hafnað. Tilboð. Fylgigögn með tilboði.
-
-
11. september 2020 /Mál nr. 19/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Bindandi samningur. Kröfugerð. Úrræði kærunefndar.
-
11. september 2020 /Mál nr. 15/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Útboðsskilmálar. Krafa um reynslu. Örútboð.
-
03. september 2020 /Ákvörðun ríkisskattstjóra um að hafna beiðni hans um endurgreiðslu
Hinn 31. júlí 2020 kærði Y, f.h. X ehf. ákvörðun ríkisskattstjóra um að hafna beiðni hans um endurgreiðslu frá 13. maí 2020. Málavextir eru þeir að hinn 11. maí 2020 var framkvæmd gírógreiðsla af heimabanka X ehf. vegna skattkröfu annars manns, Z. Greiðslan var að fjárhæð kr. 79.235 og að því er fram kemur frá Skattinum var henni ráðstafað inn á AB 2019 11 og 12.
-
20. ágúst 2020 /Mál nr. 28/2020. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Kærufrestur. Kröfu um afléttingu stöðvunar samningsgerðar hafnað. Útboðsgögn.
-
-
20. ágúst 2020 /Mál nr. 34/2020. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Valforsendur. Val tilboða. Hafnað að aflétta stöðvun á samningsgerð.
-
20. ágúst 2020 /Mál nr. 29/2020B. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Endurupptaka. Útboðsgögn. Stöðvun samningsgerðar aflétt.
-
20. ágúst 2020 /Mál nr. 20/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Örútboð. Kröfur til eiginleika boðinna vara. Gæðamat.
-
07. ágúst 2020 /Mál nr. 32/2020. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Fjárhagslegt hæfi. Tæknilegt hæfi. Kröfu um stöðvun útboðs hafnað.
-
07. ágúst 2020 /Mál nr. 31/2020. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Fjárhagslegt hæfi. Tæknilegt hæfi. Kröfu um stöðvun útboðs hafnað.
-
07. ágúst 2020 /Mál nr. 30/2020. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Fjárhagslegt hæfi. Tæknilegt hæfi. Kröfu um stöðvun útboðs hafnað.
-
07. ágúst 2020 /Mál nr. 29/2020. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Hafnað að aflétta stöðvun samningsgerðar. Auglýsing á EES svæðinu.
-
07. ágúst 2020 /Mál nr. 27/2020. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Fjárhagslegt hæfi. Tæknilegt hæfi. Krafa um afléttingu stöðvunar samþykkt.
-
07. ágúst 2020 /Mál nr. 21/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Kærufrestur. Útboðsgögn. Fjárhagslegt hæfi. Velta. Jafnræði.
-
07. ágúst 2020 /Mál nr. 6/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Útboð fellt niður. Sérleyfissamningur. Kærufrestur. Álit á skaðabótaskyldu.
-
07. ágúst 2020 /Mál nr. 9/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Hönnunarsamkeppni. Forval. Kærufrestur. Valforsendur. Kröfugerð.
-
07. ágúst 2020 /Mál nr. 4/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Hönnunarsamkeppni. Forval. Valforsendur. Skaðabætur.
-
07. ágúst 2020 /Mál nr. 25/2020. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Valforsendur. Stöðvun innkaupaferlis.
-
07. ágúst 2020 /Mál nr. 23/2020. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Útboðsgögn. Lágmarkskröfur. Stöðvunarkröfu hafnað.
-
07. ágúst 2020 /Mál nr. 26/2020. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Kærufrestur. Gildistími tilboðs. Stöðvun samningsgerðar hafnað.
-
07. ágúst 2020 /Mál nr. 24/2020. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Hæfiskröfur. Aflétting stöðvunar á samningsgerð.
-
07. ágúst 2020 /Mál nr. 22/2020. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Valforsendur. Kærufrestur. Stöðvun samningsgerðar.
-
07. ágúst 2020 /Mál nr. 21/2020. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Kærufrestur. Útboðsgögn. Fjárhagslegt hæfi. Velta. Stöðvunarkrafa samþykkt.
-
-
07. ágúst 2020 /Mál nr. 16/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Fjárhagslegt hæfi. Gagnaframlagning. Ársreikningar.
-
07. ágúst 2020 /Mál nr. 5/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Hönnunarsamkeppni. Ólögmætar valforsendur. Val á tilboði ógilt. Álit á skaðabótaskyldu.
-
07. ágúst 2020 /Mál nr. 11/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Verksamningur. Viðmiðunarfjárhæð. Útboðsskylda. Valdsvið kærunefndar útboðsmála. Frávísun.
-
07. ágúst 2020 /Mál nr. 20/2020. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Örútboð. Stöðvunarkrafa samþykkt.
-
07. ágúst 2020 /Mál nr. 18/2020. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Hæfiskröfur. Tæknilegt hæfi. Stöðvunarkröfu hafnað.
-
07. ágúst 2020 /Mál nr. 19/2020. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Stöðvun aflétt. Virðisaukaskattur. Persónulegt hæfi.
-
06. ágúst 2020 /Mál nr. 15/2020. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Örútboð. Rammasamningur. Biðtími. Bindandi samningur. Stöðvunarkröfu hafnað.
-
06. ágúst 2020 /Mál nr. 13/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Lögvarðir hagsmunir. Fjárhagslegt hæfi. Velta. Gildi tilboðs. Skaðabætur.
-
06. ágúst 2020 /Mál nr. 16/2020. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Stöðvun aflétt. Fjárhagslegt hæfi. Ársreikningar.
-
06. ágúst 2020 /Mál nr. 4/2020. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Hönnunarsamkeppni. Forval. Aðgangur að gögnum.
-
06. ágúst 2020 /Mál nr. 31/2019. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Kærufrestur. Útboðsskilmálar. Krafa um reynslu.
-
02. júlí 2020 /Mál nr. 27/2019. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Sveitarfélag. Auglýsing á Evrópska efnhagssvæðinu.
-
02. júlí 2020 /Mál nr. 10/2020. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Útboðsgögn. Stöðvunarkröfu hafnað.
-
02. júlí 2020 /Mál nr. 12/2020. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Stöðvunarkröfu hafnað. Bindandi samningur. Tilkynning um kæru.
-
09. júní 2020 /Mál nr. 7/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Fyrirvarar. Tilboðsgerð. Ógilt tilboð. Jafnræði bjóðenda.
-
08. maí 2020 /Mál nr. 2/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Óvirkni samnings. Uppsögn samnings. Mistök við tilboðsgerð. Tilboðsskrá. Ógilt tilboð. Jafnræði bjóðenda.
-
22. apríl 2020 /Mál nr. 34/2019. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 27. desember 2019 kærði Smith & Norland hf. útboð varnaraðila Reykjavíkurborgar nr. 14356 auðkennt „Rammasamningur um stýribúnað umferðarljósa“. Kærandi krefst þess að ákvörðun varnaraðila um að fella niður hið kærða útboð verði ógilt, „svo og að lagt verði fyrir varnaraðila að halda áfram því ferli útboðsins er fólst í tillögu hans til innkauparáðs borgarinnar 27. nóvember 2019.“ Kærandi krefst þess einnig að kærunefnd útboðsmála láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila auk þess sem hann krefst málskostnaðar úr hendi varnaraðila.
-
22. apríl 2020 /Mál nr. 29/2019. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Kröfugerð. Bindandi samningur. Kominn var á bindandi samningur á milli varnaraðila samkvæmt 1. mgr. 114. gr. laga nr. 120/2016 um opinber innkaup. Þegar af þeirri ástæðu var hvorki unnt að ógilda val varnaraðila á tilboði né velja tilboð kæranda í hinu kærða útboði, en aðrar kröfur voru ekki gerðar. Kröfum kæranda var því hafnað.
-
21. apríl 2020 /Mál nr. 13/2020. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Stöðvunarkrafa samþykkt. Kröfu kæranda um stöðvun útboðs um kaup á einkennisfatnaði fyrir lögreglu um stundarsakir var samþykkt.
-
21. apríl 2020 /Mál nr. 33/2019. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 18. desember 2019 kærði Íslensk orkumiðlun ehf. útboð Veitna ohf. og Orkuveitu Reykjavíkur – Vatns- og fráveitu sf. (hér eftir vísað til sem varnaraðila) auðkennt „VEIK-2019-11 Raforkukaup fyrir Veitur“. Kærandi krefst þess aðallega að felld verði úr gildi ákvörðun varnaraðila um að hafna tilboði kæranda vegna raforkukaupa í flokki C í hinu kærða útboði, að felld verði úr gildi ákvörðun varnaraðila að ganga að tilboði Orku náttúrunnar ehf. vegna raforkukaupa í flokki C og að varnaraðilum verði gert að taka tilboði kæranda í sama flokki. Kærandi krefst þess til vara að kærunefnd útboðsmála lýsi útboðið ógilt. Þá er þess krafist í öllum tilvikum að kærunefnd útboðsmála láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda. Jafnframt er krafist málskostnaðar úr hendi varnaraðila.
-
25. mars 2020 /Mál nr. 9/2020. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Hönnunarsamkeppni. Forval. Stöðvunarkrafa samþykkt. Kröfu kærenda um stöðvun forvals varnaraðila vegna þátttöku í hönnunarsamkeppni var samþykkt vegna ágalla á forsendum fyrir vali umsókna.
-
25. mars 2020 /Mál nr. 8/2020. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Örútboð. Rammasamningu. Bindandi samningur. Stöðvunarkröfu hafnað. Kröfu kæranda um stöðvun samningsgerðar vegna örútboðs sem fór fram á grundvelli rammasamnings var hafnað þar sem kominn var á bindandi samningur, sbr. 1. mgr. 114. gr. laga um opinber innkaup.
-
25. mars 2020 /Mál nr. 7/2020. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Fyrirvarar. Stöðvun aflétt. Fallist var á kröfu varnaraðila um að sjálfkrafa stöðvun útboðs vegna skýrslugerðar fyrir heilbrigðisráðuneytið yrði aflétt.
-
25. mars 2020 /Mál nr. 5/2020. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Hafnað að aflétta stöðvun samningsgerðar. Hafnað var kröfu varnaraðila um að aflétta banni við samningsgerð í kjölfar innkaupaferlisins „Aðalskipulag Suðurnesjabæjar“.
-
23. mars 2020 /Mál nr. 4/2020. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Hönnunarsamkeppni. Forval. Stöðvunarkrafa samþykkt. Kröfu kærenda um stöðvun forvals varnaraðila vegna þátttöku í hönnunarsamkeppni var samþykkt, sbr. 1. mgr. 110. gr. laga um opinber innkaup.
-
23. mars 2020 /Mál nr. 3/2020. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Með kæru 30. janúar 2020 kærði Verkís hf. útboð Ríkiskaupa fyrir hönd Þjóðgarðsins á Þingvöllum (hér eftir vísað til sem varnaraðila) nr. 21010 „Innheimtuþjónusta fyrir þjóðgarðinn á Þingvöllum“. Kærandi gerir aðallega þá kröfu að útboðið verði fellt úr gildi og lagt fyrir varnaraðila að auglýsa útboðið á nýjan leik. Til vara er þess krafist að „ákvörðun varnaraðila um að hafna því að þeir þjónustuaðilar sem kjósa að nýta núverandi búnað skuli kaupa hann af þjóðgarðinum, á uppreiknuðu kaupverði samkvæmt neysluvísitölu“ verði felld úr gildi og lagt verði fyrir varnaraðila að gera slíkar breytingar. Þá er gerð krafa um að kærunefndin veiti álit á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda. Jafnframt er gerð krafa um málskostnað. Í þessum þætti málsins tekur nefndin afstöðu til kröfu kæranda um stöðvun samningsgerðar, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.
-
28. febrúar 2020 /Mál nr. 25/2019. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Með kæru 27. september 2019 kærði Öryggismiðstöð Íslands hf. útboð Ríkiskaupa fyrir hönd Sjúkratrygginga Íslands (hér eftir vísað til sem varnaraðila) nr. V20769 „Sjúkrabifreiðar 2018-2019“. Kærandi gerir þá kröfu að felld verði úr gildi ákvörðun varnaraðila um að hafna tilboði kæranda í hinu kærða útboði. Þá er gerð krafa um að varnaraðilum verði gert að greiða kæranda málskostnað. Varnaraðilum var kynnt kæran og gefinn kostur á að gera athugasemdir. Með greinargerð móttekinni hjá kærunefndinni 4. október 2019 kröfust varnaraðilar þess að öllum kröfum kæranda yrði hafnað. Kæranda var gefinn kostur á að gera athugasemdir við greinargerð varnaraðila en kærandi tilkynnti nefndinni 11. desember 2019 að hann hyggðist ekki gera frekari athugasemdir. Með ákvörðun kærunefndar útboðsmála 11. október 2019 var kröfu kæranda um stöðvun hins kærða útboðs hafnað.
-
28. febrúar 2020 /Mál nr. 30/2019. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 22. nóvember 2019 kærði Mertex UK Limited útboð Orku náttúrunnar ohf. (hér eftir vísað til sem varnaraðila) nr. ONIK-2019-14 auðkennt „Casings and Liners“. Kærandi krefst þess að kærunefnd útboðsmála felli úr gildi þær ákvarðanir varnaraðila að velja tilboð frá Vatni og veitum ehf. og að vísa frá tilboði kæranda í hinu kærða útboði „á þeim grundvelli að afhendingardagur væri ekki í samræmi við skilmála útboðsgagna“. Jafnframt er þess krafist að „lagt verði fyrir Orku náttúrunnar ohf. að ganga til samninga við sóknaraðila í samræmi við tilboð félagsins í hinu umdeilda útboði.“ Til vara er þess krafist að útboðið verði lýst ógilt í heild sinni og að lagt verði fyrir varnaraðila að auglýsa útboðið að nýju, auk þess sem óskað er álits á skaðabótaábyrgð varnaraðila gagnvart kæranda. Jafnframt er krafist málskostnaðar.
-
28. febrúar 2020 /Mál nr. 28/2019. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 11. nóvember 2019 kærði Vátryggingafélag Íslands hf. útboð Borgarbyggðar auðkennt „Vátryggingaútboð Borgarbyggðar 2020“. Kærandi krefst þess að kærunefnd útboðsmála „felli niður 3. tölul. 6.1. gr. útboðsskilmála“ í hinu kærða útboði, sem hljóðar svo: „Bjóðandi starfræki starfsstöð í Borgarbyggð með starfsmanni a.m.k. 16 tíma á viku. Starfsstöð í borgarbyggð skuli að lágmarki vera komin 6 mánuðum eftir að samningur er undirritaður við viðkomandi bjóðanda um verkið og skal hún starfrækt a.m.k. út samningstímann.“ Þess er jafnframt krafist að kærunefnd láti í ljós álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila auk þess sem krafist er málskostnaðar.
-
28. febrúar 2020 /Mál nr. 19/2019. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Með kæru 5. júlí 2019 kærði K16 ehf. þá „ákvörðun framkvæmdasýslu ríkisins að ganga til samninga við Reginn vegna Vegagerðarinnar“. Kærandi gerir þá kröfu að felldur verði úr gildi „samningur sem Framkvæmdasýsla ríkisins gerði f.h. Vegagerðar vegna uppbyggingar á og leigu á lóð að Suðurhrauni í Hafnarfirði“. Ríkiskaupum, Vegagerðinni og Framkvæmdasýslu ríkisins (hér eftir vísað til sem varnaraðila) var kynnt kæran og gefinn kostur á að gera athugasemdir. Með greinargerð móttekinni 7. ágúst 2019 kröfðust varnaraðilar þess að öllum kröfum kæranda yrði vísað frá nefndinni eða hafnað. Reginn hf. var gefinn kostur á að tjá sig um kæruna sem hagsmunaaðili og skilaði félagið greinargerð til nefndarinnar 18. júlí 2019. Kæranda var gefinn kostur á að gera athugasemdir við greinargerðir varnaraðila og bárust þær nefndinni 3. desember 2019.
-
18. febrúar 2020 /Mál nr. 14/2019. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 13. maí 2019 kæra Aflvélar ehf. útboð Ríkiskaupa f.h. Vegagerðarinnar (hér eftir vísað til sameiginlega sem varnaraðila) nr. 20931 auðkennt „Öryggisvottaðir vegriðsendar fyrir Vegagerðina.“ Kærandi krefst þess aðallega að kærunefnd útboðsmála felli úr gildi ákvörðun varnaraðila um að velja tilboð Nortek ehf. í hinu kærða útboði og að lagt verði fyrir þá „að velja tilboð að nýju.“ Til vara gerir kærandi þá kröfu að hið kærða útboð verði ógilt og lagt verði fyrir varnaraðila að bjóða út innkaupin að nýju. Þá er þess einnig krafist að kærunefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda. Jafnframt er krafist málskostnaðar. Í þessum hluta málsins tekur kærunefnd útboðsmála afstöðu til þess hvort rétt sé að verða við kröfu varnaraðila um að aflétta sjálfkrafa stöðvun sem komst á með kæru í þessu máli.
-
18. febrúar 2020 /Mál nr. 8/2019. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 12. apríl 2019 kærir Tak – Malbik ehf. útboð Vegagerðarinnar (hér eftir vísað til sem varnaraðila) auðkennt „Efnisvinnsla á Vestursvæði 2019, Fossamelar“. Kærandi krefst þess að kærunefnd útboðsmála ógildi ákvörðun kærða um að velja tilboð Þróttar ehf. í hinu kærða útboði. Þá er þess krafist að kærunefnd „tjái sig um bótaskyldu kærða og grundvöll skaðabóta“. Auk þess er krafist málskostnaðar. Með bréfi 13. maí 2019 óskaði kærunefnd útboðsmála eftir upplýsingum um það frá varnaraðila hvort hið kærða útboð hefði verið auglýst á EES- svæðinu og hvaða sjónarmið réðu því ef það var ekki gert. Svar barst frá varnaraðila 20. maí 2019. Í þessum hluta málsins tekur kærunefnd útboðsmála afstöðu til þess hvort rétt sé að verða við kröfu varnaraðila um að aflétta sjálfkrafa stöðvun innkaupaferlisins sem komst á með kæru í þessu máli.
-
17. febrúar 2020 /Mál nr. 20/2019. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 11. júlí 2019 kærði Penninn ehf. örútboð Landspítala (hér eftir vísað til sem varnaraðila) nr. 11/2019 auðkennt „Húsgögn fyrir Skaftahlíð“ sem fram fór á grundvelli rammasamnings nr. 20563 RS – Húsgögn. Kærandi krefst þess aðallega að kærunefnd útboðsmála felli úr gildi ákvörðun varnaraðila „um að ganga til samninga við Sýrusson ehf. um kaup á skrifborðum í húsnæðið að Skaftahlíð 24, Reykjavík.“ Til vara að nefndin felldi úr gildi framangreinda ákvörðun og leggi fyrir varnaraðila að auglýsa útboðið að nýju. Þá er þess krafist að nefndin láti í ljós álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila. Jafnframt er krafist málskostnaðar.
-
17. febrúar 2020 /Mál nr. 23/2019. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 22. júlí 2019 kærðu Hópferðabílar Reynis Jóhannssonar ehf. og Sigurður Sverrir Jónsson útboð Ríkiskaupa fyrir hönd Hvalfjarðarsveitar (hér eftir vísað til sem varnaraðila) nr. 20912 „Skólaakstur fyrir Hvalfjarðarsveit“. Kærendur krefjast þess að kærunefnd útboðsmála ógildi útboðið og geri varnaraðilum að auglýsa það að nýju. Þá er þess krafist að kærunefnd útboðsmála láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kærendum. Jafnframt er krafist málskostnaðar. Varnaraðilum var kynnt kæran og gefinn kostur á að gera athugasemdir. Með greinargerðum varnaraðila 6. og 29. ágúst 2019 kröfðust varnaraðilar þess að öllum kröfum kæranda yrði vísað frá eða hafnað. Kærandi gerði athugasemdir við greinargerð varnaraðila 21. október 2019. Með ákvörðun kærunefndar útboðsmála 15. ágúst 2019 var aflétt stöðvun samningsgerðar milli varnaraðila og Skagaverks ehf. í kjölfar hins kærða útboðs.
-
17. febrúar 2020 /Mál nr. 21/2019. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 11. júlí 2019 kærir Jökulfell ehf. samningskaup RARIK auðkennd „Hitaveita RARIK í Hornafirði – Lagning stofnpípu frá Hoffelli og að kyndistöð á Höfn“. Kærandi krefst þess að kærunefnd útboðsmála felli úr gildi ákvörðun varnaraðila RARIK (hér eftir vísað til sem varnaraðila) um að ganga til samningskaupa við Rósaberg ehf. um fyrrnefnt verk og að lagt verði fyrir RARIK að auglýsa verkið að nýju. Til vara er þess krafist að fyrrnefnd ákvörðun verði ógilt og að tilboð sem bárust utan tilboðsfrests verði metin ógild. Þá er þess krafist að kærunefnd útboðsmála láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda. Jafnframt er krafist málskostnaðar. Varnaraðila var kynnt kæran og gefinn kostur á að gera athugasemdir. Með greinargerð 18. júlí 2019 krafðist hann þess að kærunni yrði vísað frá nefndinni en til vara að öllum kröfum kæranda yrði hafnað. Aðilum var gefinn kostur á að skila frekari athugasemdum en þeir nýttu ekki það tækifæri.
-
17. febrúar 2020 /Mál nr. 17/2019. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Með kæru 21. júní 2019 kærðu Þ.S. Verktakar ehf. útboð Vegagerðarinnar „Dettifossvegur (862-02) Hólmatungur – Ásheiði“. Kærandi gerir aðallega þá kröfu að felld verði úr gildi ákvörðun varnaraðila Vegagerðarinnar (hér eftir vísað til sem varnaraðila) um að velja tilboð G. Hjálmarssonar hf. í hinu kærða útboði. Til vara er þess krafist að kærunefnd útboðsmála láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda. Í báðum tilvikum er þess einnig krafist að varnaraðila verði gert að greiða kæranda málskostnað. Varnaraðilum var kynnt kæran og gefinn kostur á að gera athugasemdir. Með greinargerðum varnaraðila 10. og 19. ágúst og 31. júlí 2019 krafðist varnaraðili þess að öllum kröfum kæranda yrði hafnað. G. Hjálmarssyni hf. var gefinn kostur á að koma að athugasemdum og bárust þær 5. júlí 2019. Kærandi gerði athugasemdir við greinargerð varnaraðila 27. september 2019. Með ákvörðun kærunefndar útboðsmála 17. júlí 2019 var aflétt stöðvun samningsgerðar milli varnaraðila og G. Hjálmarsson hf.
-
17. febrúar 2020 /Mál nr. 2/2020. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Stöðvunarkröfu hafnað. Útboðsskylda á evrópska efnahagssvæðinu. Uppsögn samnings. Kröfu kæranda um stöðvun útboðs varnaraðila um kaup á ýmsum tegundum glerja var hafnað þar sem þegar gerðum samningi hafði verið sagt upp og varnaraðili hugðist hefja nýtt innkaupaferli.
-
11. febrúar 2020 /Úrskurður fjármála- og efnahagsráðuneytisins vegna stjórnsýslukæru á synjun ríkisskattstjóra á að veita undanþágu frá skattskyldu vegna greiðslna til félagsins í tengslum við verkefni þess hér á landi.
Hinn 2. desember 2019 barst ráðuneytinu stjórnsýslukæra , fyrir hönd , dags. 27. nóvember 2019. Þess er krafist að synjun ríkisskattstjóra á að veita undanþágu frá skattskyldu vegna greiðslna til félagsins í tengslum við verkefni þess hér á landi verði felld úr gildi í heild eða að hluta. Þá er krafist málskostnaðar úr ríkissjóði.
-
05. febrúar 2020 /Mál nr. 33/2019. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 18. desember 2020 kærir Íslensk orkumiðlun ehf. útboð Veitna ohf. og Orkuveitu Reykjavíkur – Vatns- og fráveitu sf. (hér eftir vísað til sem varnaraðila) auðkennt „VEIK-2019-11 Raforkukaup fyrir Veitur“. Kærandi krefst þess aðallega að kærunefnd útboðsmála stöðvi um stundarsakir samningsviðræður varnaraðila við Orku náttúrunnar ohf. vegna raforkukaupa í flokki C þar til endanlega hefur verið skorið úr kæru. Þá er þess krafist að felld verði úr gildi ákvörðun varnaraðila um að hafna tilboði kæranda vegna raforkukaupa í flokki C í hinu kærða útboði, að felld verði úr gildi ákvörðun varnaraðila að ganga að tilboði Orku náttúrunnar ehf. vegna raforkukaupa í flokki C og að varnaraðilum verði gert að taka tilboði kæranda í sama flokki. Kærandi krefst þess til vara að kærunefnd útboðsmála lýsi útboðið ógilt. Þá er þess krafist í öllum tilvikum að kærunefnd útboðsmála láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda. Jafnframt er krafist málskostnaðar úr hendi varnaraðila. Í þessum þætti málsins verður tekin afstaða til þeirrar kröfu kæranda að hið kærða útboð verði stöðvað um stundarsakir.
-
05. febrúar 2020 /Mál nr. 20/2018. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 1. nóvember 2018 kærði Vistor hf. f.h. Octaparma AB rammasamningsútboð Ríkiskaupa f.h. Landspítala, Sjúkrahússins á Akureyri, Sólvangs Hjúkrunarheimilis, Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Heilbrigðisstofnunar Austurlands, Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar, Áss í Hveragerði, Markar hjúkrunarheimilis og Sjúkratrygginga Íslands (hér eftir sameiginlega vísað til sem varnaraðila). Útboðið var nr. 20727 og auðkennt „Ýmis lyf 43 fyrir sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir; Storkuþáttur VIII, framleiddur með raðbrigða erfðatækni (human recombinant factor VIII) í ATC flokki B02BD02“. Endanlegar kröfur kæranda eru þær að kærunefnd útboðsmála láti uppi álit á skaðabótaskyldu varnaraðila og að honum verði úrskurðaður málskostnaðar.
-
05. febrúar 2020 /Mál nr. 23/2018. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 11. nóvember 2018 kærði Icepharma hf. f.h. Bayer AG rammasamningsútboð Ríkiskaupa f.h. Landspítala, Sjúkrahússins á Akureyri, Sólvangs Hjúkrunarheimilis, Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Heilbrigðisstofnunar Austurlands, Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar, Áss í Hveragerði, Markar hjúkrunarheimilis og Sjúkratrygginga Íslands (hér eftir sameiginlega vísað til sem varnaraðila). Útboðið var nr. 20727 og auðkennt „Ýmis lyf 43 fyrir sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir; Storkuþáttur VIII, framleiddur með raðbrigða erfðatækni (human recombinant factor VIII) í ATC flokki B02BD02“. Kærandi krefst þess „að hið kærða útboð verði fellt úr gildi, samningur varnaraðila við CSL-Behring GmbH lýstur óvirkur og varnaraðila verði gert að auglýsa útboðið að nýju. Til vara er þess krafist að ákvörðun varnaraðila um að meta ekki tilboð kæranda á þeim grundvelli að það uppfyllti ekki hæfiskröfur verði lýst ólögmæt og nefndin viðurkenni skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda.“ Þá er krafist málskostnaðar.
-
03. febrúar 2020 /Mál nr. 29/2018. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 20. desember 2018 kærði Hraðbraut ehf. að þjónustusamningar mennta- og menningarmálaráðuneytisins (hér eftir vísað til sem „varnaraðila“) við Verslunarskóla Íslands ses., Tækniskólann ehf., og Menntaskóla Borgarfjarðar ehf. hefðu ekki verið boðnir út í samræmi við ákvæði laga nr. 120/2016 um opinber innkaup. Kærandi gerir þær kröfur að „ráðherra tryggi að útboð þessara þjónustusamninga fari fram sem fyrst“ í samræmi við ákvæði laga um opinber innkaup. Til vara er þess krafist „að ráðherra sæti fjárhagslegri ábyrgð.“ Þá er þess krafist að kærunefnd útboðsmála láti uppi álit á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda. Kærandi krefst jafnframt málskostnaðar. Varnaraðila var kynnt kæran og gefinn kostur á að gera athugasemdir. Skilaði hann greinargerð 21. febrúar 2019, sem skilja verður með þeim hætti að hann krefjist þess að öllum kröfum kæranda verði hafnað. Með bréfum 9. júní 2019 og 28. ágúst 2019 var óskað frekari upplýsinga frá varnaraðila sem svarað var með bréfum mótteknum 12. júní og 23. september 2019. Verzlunarskóla Íslands ses., Tækniskólanum ehf. og Menntaskóla Borgarfjarðar ehf. voru jafnframt kynnt gögn málsins og gefinn kostur á að gera athugasemdir. Verzlunarskóli Íslands ses. og Tækniskólinn ehf. skiluðu greinargerðum mótteknum 11. og 12. september 2019 án þess að í þeim kæmu fram sérstakar kröfur um málsúrslit. Menntaskóli Borgarfjarðar ehf. lét málið ekki til sín taka. Kærandi kom frekari röksemdum á framfæri með greinargerðum sem mótteknar voru 11. mars og 30. september 2019. Með erindi 26. nóvember 2019 tilkynnti kærunefnd útboðsmála aðilum að hún hefði til skoðunar að leita ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins á því hvort framlög ríkisins til framhaldsskóla samkvæmt þjónustusamningum leiði til þess að útboðsskylda sé til staðar, sbr. tilskipun nr. 2014/24/ESB. Var aðilum gefið færi á að tjá sig um þetta, sbr. 3. mgr. 108. gr. laga nr. 120/2016 um opinber innkaup. Athugasemdir bárust frá kæranda og varnaraðila 5. desember 2019, en aðrir aðilar hafa ekki látið þennan þátt málsins til sín taka.
-
18. janúar 2020 /Mál nr. 26/2019. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 11. október 2019 kærði Öryggismiðstöð Íslands hf. örútboð Framkvæmdasýslu ríkisins á búnaði fyrir hjúkrunarheimili á Sléttuvegi í Reykjavík, sem efnt var til á grundvelli rammasamnings nr. 20674. Kærandi krefst þess að kærunefnd útboðsmála felli úr gildi ákvörðun varnaraðila frá 10. október 2019 um að hafna tilboði kæranda í hinu kærða útboði. Jafnframt er gerð krafa um að kæruefnd láti í ljós álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila. Kærandi skilaði viðbótarupplýsingum með kæru 22. október 2019. Varnaraðila var kynnt kæran og þær viðbótarupplýsingar sem fylgdu með henni og gefinn kostur á að gera athugasemdir. Með greinargerð móttekinni 24. október 2019 krafðist hann þess að öllum kröfum kæranda yrði hafnað. Með tölvubréfi 2. nóvember 2019 óskaði kærunefnd útboðsmála eftir frekari upplýsingum og gögnum frá kæranda sem bárust 4. nóvember 2019. Varnaraðili skilaði viðbótarathugasemdum af sinni hálfu með tölvubréfum 22. nóvember og 4. desember 2019. Kærandi skilaði andsvörum 19. desember 2019. Með ákvörðun kærunefndar útboðsmála 8. nóvember 2019 var fallist á þá kröfu kæranda að hið kærða útboð yrði stöðvað um stundarsakir.
-
18. janúar 2020 /Mál nr. 22/2019. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 19. júlí 2019 kærði Orkuvirki ehf. útboð Landsnets hf. (hér eftir vísað til sem varnaraðila) auðkennt „Substation Hnappavellir – HNA-40 New 132 kV substation EPC“. Kærandi krefst þess að viðurkennt verði að kærandi teljist „lægstbjóðandi í útboðinu og Landsneti hafi á grundvelli útboðsgagna borið að semja við“ fyrirtækið. Jafnframt er krafist málskostnaðar. Varnaraðila var kynnt kæran og gefinn kostur á að gera athugasemdir. Með greinargerð 29. júlí 2019 krafðist hann þess að öllum kröfum kæranda yrði vísað frá eða hafnað, auk málskostnaðar. Með bréfi 12. ágúst 2019 óskaði kærunefnd útboðsmála eftir frekari upplýsingum og gögnum frá varnaraðila sem bárust 16. ágúst 2019, auk frekari skýringa 23. ágúst 2019. RST net ehf. skilaði greinargerð 23. júlí 2019, sem skilja verður með þeim hætti að þess sé krafist að kröfum kæranda verði hafnað. Kærandi skilaði andsvörum sem voru móttekin 4. desember 2019. Með ákvörðun kærunefndar útboðsmála 27. ágúst 2019 var aflétt sjálfkrafa stöðvun samningsgerðar sem komist hafði á með kæru.
-
18. janúar 2020 /Mál nr. 18/2019. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 25. júní 2019 kærði Tyrfingsson ehf. útboð Reykjavíkurborgar f.h. Strætó bs. (hér eftir vísað til sameiginlega sem varnaraðila) nr. 14403 auðkennt „Purchase of Hydrogen Buses.“ Kærandi krefst þess aðallega að kærunefnd útboðsmála felli úr gildi ákvörðun varnaraðila 5. júní 2019 um að hafna tilboði kæranda í hinu kærða útboði. Til vara er þess krafist að kærunefnd láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda samkvæmt 2. mgr. 111. gr. laga nr. 120/2016 um opinber innkaup. Jafnframt er krafist málskostnaðar. Varnaraðila var kynnt kæran og gefinn kostur á að gera athugasemdir. Með greinargerðum 2. júlí og 15. ágúst 2019 krafðist hann þess að öllum kröfum kæranda yrði hafnað. Kærandi skilaði andsvörum 16. september 2019. Vegna aðkomu innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar að hinu kærða útboði gaf nefndin Reykjavíkurborg kost á að koma að athugasemdum vegna málsins og bárust þær 2. desember 2019. Með ákvörðun kærunefndar útboðsmála 16. júlí 2019 var hafnað þeirri kröfu kæranda að stöðva hið kærða innkaupaferli um stundarsakir.
-
18. janúar 2020 /Mál nr. 24/2019. Úrskurður kærunefndar útboðsmála
Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 6. ágúst 2019 kærði Almenna umhverfisþjónustan ehf. innkaup Grundafjarðarbæjar (hér eftir vísað til sem varnaraðila) á verki auðkennt „Steypt gata við G. Run – milli Nesvegar og Sólvalla“. Skilja verður kæru svo að þess sé krafist að sú ákvörðun varnaraðila að ganga til samninga við Þ.G. Þorkelsson verktaka ehf. um verkið sé ógild og að samið verði við kæranda. Auk þess er krafist málskostnaðar. Varnaraðilum var kynnt kæran og gefin kostur á að gera athugasemdir. Með greinargerðum 13. og 29. ágúst 2019 krafðist varnaraðili þess að öllum kröfum kæranda yrði vísað frá eða hafnað. Kærandi skilaði andsvörum móteknum 24. september 2019. Þ.G. Þorkelsson verktaki ehf. hefur ekki látið málið til sín taka. Með ákvörðun kærunefndar útboðsmála 15. ágúst 2019 var hafnað þeirri kröfu kæranda að samningsgerð um framangreint verk yrði stöðvað um stundarsakir.
-
10. janúar 2020 /Mál nr. 2/2019. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 1. mars 2019 kærði Íslensk orkumiðlun ehf. kaup RARIK ohf. (hér eftir vísað til sem varnaraðila) á raforku frá Orkusölunni ehf. til að mæta dreifitapi í dreifikerfi raforku. Kærandi krefst þess að kærunefnd útboðsmála felli úr gildi ákvörðun varnaraðila að framkvæma kaup á umræddri raforku án útboðs, að kærunefnd lýsi samninga milli varnaraðila og Orkusölunnar ehf. um kaupin óvirka og leggi fyrir varnaraðila að bjóða út kaup á raforku til að mæta tapi í dreifikerfinu. Þá er krafist málskostnaðar. Varnaraðila og Orkusölunni ehf. var kynnt kæran og gefinn kostur á að gera athugasemdir. Með greinargerð 6. maí 2019 krafðist varnaraðili aðallega frávísunar á kröfum kæranda en til vara að þeim yrði hafnað. Kærandi skilaði andsvörum 11. júní 2019. Með bréfi 19. ágúst 2019 óskaði kærunefnd eftir nánari upplýsingum og gögnum um raforkukaup varnaraðila og Orkusölunnar ehf., sem bárust nefndinni 13. september 2019. Kærandi kom frekari athugasemdum á framfæri við nefndina með tölvupósti 2. október 2019. Orkusalan ehf. hefur ekki látið málið til sín taka.
-
04. janúar 2020 /Mál nr. 32/2019. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 27. nóvember 2019 kærir Reykjafell hf. samningsgerð Reykjavíkurborgar (hér eftir vísað til sem varnaraðila) við Smith & Norland hf. um vélbúnað og hugbúnað auk þjónustusamnings vegna uppfærslu á miðlægri stýringu umferðarljósa í Reykjavík og útboð varnaraðila nr. 14356 auðkennt „Rammasamningur um stýribúnað umferðarljósa“. Kærandi krefst þess að kærunefnd útboðsmála stöðvi innkaupaferli varnaraðila þar til endanlega hefur verið skorið úr kæru. Þá er þess jafnframt krafist að kærunefnd útboðsmála „lýsi óvirkan, með eða án annarra viðurlaga, samning milli varnaraðila og Smith & Norland/Siemens um vélbúnað og hugbúnað auk þjónustusamnings vegna uppfærslu á miðlægri stýringu umferðarljósa í Reykjavík“. Jafnframt er þess krafist að hið kærða útboð verði fellt úr gildi og að lagt verði fyrir varnaraðila að bjóða að nýju út innkaup á stýribúnaði umferðarljósa. Þess er einnig krafist að að „[h]ið nýja útboð lúti að stýribúnaði í heild sinni og verði án skilyrða sem lúta að tækni og búnaði frá einum framleiðanda (t.d. Sitraffic Scala, Sitraffic Office, Sitraffic STREAM og MOTION frá Siemens) og annarra skilyrða sem leiða til þess að einungis eitt fyrirtæki geti í raun boðið í alla hluta útboðsins.“ Kærandi krefst þess til vara að hið kærða útboð verði fellt úr gildi og að lagt verði fyrir varnaraðila að bjóða út að nýju innkaup á stýribúnaði umferðarljósa og til þrautavara að kærunefnd útboðsmála láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda. Jafnframt er krafist málskostnaðar úr hendi varnaraðila.
-
04. janúar 2020 /Mál nr. 30/2019. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 22. nóvember 2019 kærir Mertex UK Limited útboð Orku nátúrunnar ohf. (hér eftir vísað til sem varnaraðila) nr. ONIK-2019-14 auðkennt „ Casings and Liners“. Kærandi krefst þess að kærunefnd útboðsmála „stöðvi þegar í stað innkaupaferli og fyrirhugaða samningsgerð Orku náttúrunnar ohf. við Vatn og veitur ehf.“ Þess er einnig krafist að felldar verði úr gildi þær ákvarðanir varnaraðila að velja tilboð frá Vatni og veitum ehf. og að vísa frá tilboði kæranda í hinu kærða útboði „á þeim grundvelli að afhendingardagur væri ekki í samræmi við skilmála útboðsgagna“. Jafnframt er þess krafist að „lagt verði fyrir Orku náttúrunnar ohf. að ganga til samninga við sóknaraðila í samræmi við tilboð félagsins í hinu umdeilda útboði.“ Til vara er þess krafist til vara að útboðið verði lýst ógilt í heild sinni og að lagt verði fyrir varnaraðila að auglýsa útboðið að nýju, auk þess sem óskað er álits á skaðabótaábyrgð varnaraðila gagnvart kæranda. Í öllum tilvikum er krafist málskostnaðar. Í þessum hluta málsins tekur kærunefnd útboðsmála afstöðu til þess hvort rétt sé að verða við kröfu varnaraðila um afléttingu sjálfkrafa stöðvunar hins kærða útboðs sem komst á með kæru í máli þessu.
-
04. janúar 2020 /Mál nr. 29/2019. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála
Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 17. nóvember 2019 kærir Ridango AS útboð Strætó bs. nr. 14580 auðkennt „Rafrænt greiðslukerfi fyrir Strætó bs“. Kærandi krefst þess að kærunefnd útboðsmála felli úr gildi ákvörðun Strætó bs. (hér eftir vísað til sem varnaraðila) frá 28. október 2019 um að velja tilboð Fara AS í hinu kærða útboði. Þá er þess krafist að varnaraðila verði gert að velja tilboð kæranda. Jafnframt er krafist málskostnaðar úr hendi varnaraðila. Í þessum hluta málsins tekur kærunefnd útboðsmála afstöðu til kröfu kæranda um stöðvun samningsgerðar um stundarsakir. Varnaraðili krefst þess að stöðvunarkröfu kæranda verði hafnað, en athugasemdir hans bárust nefndinni 26. nóvember sl. Jafnframt bárust athugasemdir frá Fara AS hinn 5. desember sl. og er þess krafist að stöðvunarkröfunni verði hafnað.
-
04. janúar 2020 /Mál nr. 28/2019. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 11. nóvember 2019 kærir Vátryggingafélag Íslands hf. útboð Borgarbyggðar auðkennt „Vátryggingaútboð Borgarbyggðar 2020“. Kærandi krefst þess að kærunefnd útboðsmála stöðvi innkaupaferli varnaraðila þar til endanlega hefur verið skorið úr kæru. Þá er þess krafist að kærunefnd útboðsmála „felli niður 3. tölul. 6.1. gr. útboðsskilmála“ í hinu kærða útboði, sem hljóðar svo: „Bjóðandi starfræki starfsstöð í Borgarbyggð með starfsmanni a.m.k. 16 tíma á viku. Starfsstöð í borgarbyggð skuli að lágmarki vera komin 6 mánuðum eftir að samningur er undirritaður við viðkomandi bjóðanda um verkið og skal hún starfrækt a.m.k. út samningstímann.“ Þess er jafnframt krafist að kærunefnd láti í ljós álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila auk þess sem krafist er málskostnaðar. Í þessum hluta málsins tekur kærunefnd útboðsmála afstöðu til þess hvort rétt sé að verða við kröfu kæranda um að stöðva hið kærða útboð um stundarsakir. Af hálfu varnaraðila er þess krafist að kröfunni verði hafnað.
-
04. janúar 2020 /Mál nr. 27/2019. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála
Með kæru 28. október 2019 kærði Puhastusekspert útboð sveitarfélagsins Árborgar er nefnist „Ræsting og hreingerning stofnana Árborgar“. Kærandi krefst þess að hið kærða útboð verði ógilt og að sveitarfélaginu Árborg (hér eftir vísað til sem varnaraðila) verði gert að auglýsa það að á nýjan leik. Þá er gerð krafa um að varnaraðila verði gert að greiða kæranda málskostnað. Í þessum þætti málsins tekur nefndin afstöðu til kröfu kæranda um stöðvun innkaupaferlis, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar. Af hálfu varnaraðila er þess krafist að kröfunni verði hafnað.
-
14. nóvember 2019 /Mál nr. 26/2019. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 11. október 2019 kærir Öryggismiðstöð Íslands hf. örútboð Ríkiskaupa f.h. Framkvæmdasýslu ríkisins (hér eftir vísað sameiginlega til sem varnaraðila) á búnaði fyrir hjúkrunarheimili á Sléttuvegi í Reykjavík, sem efnt var til á grundvelli rammasamnings nr. 20674. Kærandi krefst þess að kærunefnd útboðsmála stöðvi um stundarsakir innkaupaferli varnaraðila þar til endanlega hefur verið skorið úr kæru. Þess er einnig krafist að nefndin felli úr gildi ákvörðun kaupanda 11. október 2019 um að hafna tilboði kæranda í hinu kærða útboði. Jafnframt er gerð krafa um að kæruefnd láti í ljós álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila. Í þessum hluta málsins tekur kærunefnd útboðsmála afstöðu til þess hvort rétt sé að verða við kröfu kæranda um að stöðva hið kærða útboð um stundarsakir.
-
14. nóvember 2019 /Mál nr. 15/2019. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Með kæru 12. júní 2019 kærði Mannverk ehf. útboð Mosfellsbæjar auðkennt sem „Helgafellsskóli nýbygging, 2.-3. áfangi“. Kærandi gerir aðallega þá kröfu að felld verði úr gildi ákvörðun varnaraðila Mosfellsbæjar (hér eftir vísað til sem varnaraðila) um að velja tilboð Flotgólfa ehf. og Eignarhaldsfélagsins Á.D. ehf. í hinu kærða útboði. Þá er gerð krafa um að kærunefnd útboðsmála láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda og að varnaraðila verði gert að greiða kæranda málskostnað. Varnaraðilum var kynnt kæran og gefinn kostur á að gera athugasemdir. Greinargerðir varnaraðila bárust kærunefnd útboðsmála 21. júní og 30. júlí 2019 þar sem þess var krafist að öllum kröfum kæranda yrði hafnað. Fyrirtækin Flotgólf ehf. og Eignarhaldsfélagið Á.D. ehf. gerðu athugasemdir með bréfum 20. júní og 30. júlí 2019. Kæranda var gefinn kostur á að gera athugasemdir við greinargerðir varnaraðila og skilaði þeim 22. ágúst 2019. Með ákvörðun 16. júlí 2019 stöðvaði kærunefnd útboðsmála samningsgerð Flotgólfa ehf. og Eignarhaldsfélagsins Á.D. ehf. við varnaraðila í kjölfar hins kærða útboðs. Undir rekstri málsins óskaði kærunefnd útboðsmála eftir frekari upplýsingum frá varnaraðila og bárust þær nefndinni 5. júlí 2019.
-
30. október 2019 /Ákvarðanir kjaradóms
Neðangreindar ákvarðanir kjaradóms frá árinu 1977-2005 voru gerðar aðgengilegar á vef Stjórnarráðsins í október 2019. Þessir dómar eru í skönnuðum skjölum sem eru ekki aðgengileg skjálesurum. Ef þörf )...
-
22. október 2019 /Mál nr. 25/2019. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Með kæru 27. september 2019 kærði Öryggismiðstöð Íslands hf. útboð Ríkiskaupa fyrir hönd Sjúkratrygginga Íslands (hér eftir vísað til sem varnaraðila) nr. V20769 „Sjúkrabifreiðar 2018-2019“. Kærandi gerir þá kröfu að felld verði úr gildi ákvörðun varnaraðila um að hafna tilboði kæranda í hinu kærða útboði. Þá er gerð krafa um að varnaraðila verði gert að greiða kæranda málskostnað. Í þessum þætti málsins tekur nefndin afstöðu til kröfu kæranda um stöðvun samningsgerðar, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.
-
22. október 2019 /Mál nr. 11/2019. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Með kæru 29. apríl 2019 kærði Urð og grjót ehf. útboð Landsnets hf. nr. KR3-02 auðkennt „Vegslóð, jarðvinna og undirstöður, Kröflulína 3“. Kærandi krefst þess að felld verði úr gildi ákvörðun Landsnets hf. (hér eftir vísað til sem varnaraðila) um að hafna tilboði kæranda í hinu kærða útboði og að kærunefnd útboðsmála láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda. Þá er krafist málskostnaðar. Varnaraðila var kynnt kæran og gefinn kostur á að gera athugasemdir. Með greinargerð 7. maí 2019 var þess krafist að málinu yrði vísað frá eða öllum kröfum kæranda yrði hafnað. Þá var krafist málskostnaðar út hendi kæranda. Með bréfi 2. júlí 2019 var krafa um frávísun ítrekuð „í ljósi þess að úrlausnarefni kærumálsins hefur verið borið undir dómstóla“. Til vara var þess krafist að efnismeðferð málsins yrði frestað þar til dómsmálinu væri lokið. Með ákvörðun kærunefndar útboðsmála 24. maí 2019 var hafnað þeirri kröfu kæranda að hið kærða útboð yrði stöðvað um stundarsakir á meðan leyst væri úr kæru.
-
22. október 2019 /Mál nr. 7/2019. Úrskurður kærunefndar útboðsmála
Með kæru 5. apríl 2019 kærði Tencate Geosynthetics útboð Ríkiskaupa fyrir hönd Framkvæmdasýslu ríkisins nr. 20821 á hönnun og framleiðslu stoðkerfis fyrir snjóflóðavarnargarða í Neskaupstað. Kærandi gerir aðallega þá kröfu að felldar verði úr gildi ákvarðanir varnaraðila Ríkiskaupa og Framkvæmdasýslu ríkisins (hér eftir vísað til sem varnaraðila) um að hafna tilboði kæranda og velja tilboð Reinforced Earth Company Ltd. í hinu kærða útboði. Til vara er gerð krafa um að útboðið verði fellt úr gildi og varnaraðilum gert að auglýsa útboðið á nýjan leik. Þá er gerð krafa um að nefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda og að varnaraðilar greiði kæranda málskostnað. Varnaraðilum var kynnt kæran og gefinn kostur á að gera athugasemdir. Greinargerðir varnaraðila bárust kærunefnd útboðsmála 24. apríl 2019 þar sem þess var krafist að öllum kröfum kæranda yrði vísað frá eða hafnað. Þá skilaði Reinforced Earth Company Ltd. athugasemdum til nefndarinnar 17. apríl 2019. Kæranda var gefinn kostur á að gera athugasemdir við greinargerðir varnaraðila og skilaði þeim 4. júní 2019. Þar var bætt við kröfu um óvirkni þess samnings sem þá var kominn á milli varnaraðila Framkvæmdasýslu ríkisins og Reinforced Earth Company Ltd.
-
30. september 2019 /Mál nr. 16/2019. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 14. júní 2019 kærði Malbikun Akureyrar ehf. útboð Vegagerðarinnar, Vg2019-030, auðkennt „Yfirlagnir á Norður- og Austursvæði 2019 - malbik“. Kærandi krefst þess að kærunefnd útboðsmála felli úr gildi ákvörðun varnaraðila að hefja samningaviðræður við Finn ehf. um hið útboðna verk. Jafnframt er þess aðallega krafist að „úrskurðað verði að kærði Vegagerðin skuli ganga til samninga við kæranda“ um hið útboðna verk, en til vara „að úrskurðað verði að verkið skuli boðið út að nýju.“ Verði ekki fallist á fyrri kröfur er þess krafist að kærunefnd útboðsmála láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda. Jafnframt er þess krafist „að báðum kærðu“ verði gert að greiða kæranda málskostnað. Varnaraðila og Finni ehf. var kynnt kæran og gefinn kostur á að gera athugasemdir. Með greinargerðum varnaraðila 2. júlí og 1. ágúst 2019 var þess krafist að „kröfu kæranda um að Vegagerðin skuli ganga til samninga við kæranda verði vísað frá“ og jafnframt að „öllum öðrum kröfum kæranda verði hafnað.“ Í greinargerð sem móttekin var hjá kærunefnd útboðsmála 1. júlí 2017 krafðist Finnur ehf. þess að öllum kröfum kæranda yrði hafnað og að kæranda yrði gert að greiða málskostnað fyrirtækisins samkvæmt mati nefndarinnar „ef það er fært en a.m.k. í ríkissjóð“. Kærandi skilaði andsvörum 23. ágúst 2019. Með ákvörðun kærunefndar útboðsmála 17. júlí 2019 var hafnað þeirri kröfu varnaraðila að sjálfkrafa stöðvun hins kærða útboðs sem hafði komist á með kæru yrði aflétt.
-
30. september 2019 /Mál nr. 14/2019. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 13. maí 2019 kærðu Aflvélar ehf. útboð Ríkiskaupa f.h. Vegagerðarinnar (hér eftir vísað til sameiginlega sem varnaraðila) nr. 20931 auðkennt „Öryggisvottaðir vegriðsendar fyrir Vegagerðina.“ Kærandi krefst þess aðallega að kærunefnd útboðsmála felli úr gildi ákvörðun varnaraðila um að velja tilboð Nortek ehf. í hinu kærða útboði og að lagt verði fyrir þá „að velja tilboð að nýju.“ Til vara gerir kærandi þá kröfu að hið kærða útboð verði ógilt og lagt verði fyrir varnaraðila að bjóða út innkaupin að nýju. Þá er þess einnig krafist að kærunefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda. Jafnframt er krafist málskostnaðar. Varnaraðilum og Nortek ehf. var kynnt kæran og gefinn kostur á að gera athugasemdir. Með greinargerðvarnaraðila 29. maí 2019 var þess krafist að öllum kröfum kæranda yrði hafnað. Þennan sama dag skilaði Nortek ehf. greinargerð af sinni hálfu þar sem þess var krafist að kærunefnd útboðsmála „staðfesti niðurstöðu kaupanda“ um að ganga til samninga við fyrirtækið. Kærandi skilaði andsvörum sem voru móttekin 30. júlí 2019. Með ákvörðun kærunefndar útboðsmála 7. júní 2019 var aflétt þeirri sjálfkrafa stöðvun hins kærða útboðs sem komist hafði á með kæru í máli þessu.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.