Úrskurðir og álit
-
-
-
-
13. apríl 2021 /986/2021. Úrskurður frá 17. mars 2021.
Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu vegna meints hraðaksturs á tiltekinni lögreglubifreið. Úrskurðarnefndin taldi ekki forsendur til að rengja þá staðhæfingu lögreglustjóra að kæranda hefði verið afhent öll fyrirliggjandi gögn sem tengdust málinu. Kærunni var því vísað frá úrskurðarnefndinni. Þá taldi úrskurðarnefndarin að meðferð lögreglustjóra á beiðni kæranda hafi ekki verið í samræmi við málshraðareglu 17. gr. upplýsingalaga
-
12. apríl 2021 /985/2021. Úrskurður frá 17. mars 2021.
Kærð var synjun Hafrannsóknarstofnunar á beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um aflatölur yfir stangveiði síðustu tíu ára fyrir jarðir við Hvítá og Ölfusá. Kæran barst því tæpum mánuði eftir að kærufrestur skv. 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga rann út. Úrskurðarnefndin taldi skilyrði 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga ekki uppfyllt og var kærunni því vísað frá.
-
12. apríl 2021 /984/2021. Úrskurður frá 17. mars 2021.
Deilt var um synjun ríkisskattstjóra á beiðni A, fréttamanns, um afhendingu upplýsinga um þá rekstraraðila og/eða fyrirtæki sem hafa nýtt sér heimild til frestunar gjalddaga staðgreiðslu launa og tryggingargjalds. Úrskurðarnefnd um upplýsingar féllst á með ríkisskattstjóra að umræddar upplýsingar féllu undir 1. mgr. 117. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. Úrskurðarnefndin taldi ákvæðið fela í sér sérstaka þagnarskyldureglu sem takmarkaði upplýsingarétt almennings, sbr. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Var því kærunni vísað frá úrskurðarnefndinni.
-
12. apríl 2021 /983/2021. Úrskurður frá 17. mars 2021.
Deilt var um synjun ríkisskattstjóra á beiðni Neytendasamtakanna um aðgang að uppfærðu hreyfingayfirliti vegna innheimtu stjórnvaldssekta sem Neytendastofa lagði á tiltekið fyrirtæki. Ákvörðun ríkisskattstjóra byggði á 1. mgr. 20. gr. laga nr. 150/2019, um innheimtu opinberra skatta og gjalda. Úrskurðarnefnd taldi ákvæðið fela í sér sérstaka þagnarskyldureglu sem takmarkaði upplýsingarétt almennings, sbr. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Var kærunni því vísað frá úrskurðarnefndinni.
-
12. apríl 2021 /982/2021. Úrskurður frá 17. mars 2021.
Deilt var um afgreiðslu dómsmálaráðuneytisins á beiðni A um upplýsingar í tengslum við aðdraganda þess að ráðuneytið veitti starfsmanni þess leyfi frá störfum úr ráðuneytinu til að sinna öðru starfi hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Að mati úrskurðarnefndarinnar sneri beiðni kæranda að upplýsingum sem undanþegnar eru aðgangi á grundvelli 4. tölul. 6. gr., sbr. 7. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi ráðuneytinu því heimilt að synja beiðni kæranda um upplýsingar er vörðuðu aðdraganda og grundvöll þess að starfsmaður ráðuneytisins var fluttur frá ráðuneytinu.
-
-
08. apríl 2021 /Nr. 153/2021 Úrskurður
Beiðni kæranda um endurupptöku er samþykkt. Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum er staðfest. Lagt er fyrir kæranda að hverfa af landi brott. Kæranda er veittur 30 daga frestur til að yfirgefa landið sjálfviljugur.
-
08. apríl 2021 /Nr. 152/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og endursenda hann til Grikklands er staðfest.
-
08. apríl 2021 /Nr. 146/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Grikklands er staðfest.
-
08. apríl 2021 /Mál nr. 683/2020 - Úrskurður
Viðurlög. Felld úr gildi ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður bótarétt kæranda í tvo mánuði. Það að svara ekki tveimur símtölum frá stofnuninni jafngildir ekki höfnun á þátttöku í vinnumarkaðsaðgerðum.
-
08. apríl 2021 /Mál nr. 633/2020-Úrskurður
Afturvirkar greiðslur. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að synja beiðni kæranda um greiðslu atvinnuleysisbóta aftur í tímann.
-
08. apríl 2021 /Mál nr. 654/2020 - Úrskurður
Virk atvinnuleit. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að hafna umsókn kæranda um atvinnuleysisbætur þar sem hún var skráð í nám.
-
08. apríl 2021 /Mál nr. 650/2020 - Úrskurður
Viðurlög. Felld úr gildi ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður bótarétt kæranda í tvo mánuði. Það að svara ekki tveimur símtölum frá stofnuninni jafngildir ekki höfnun á þátttöku í vinnumarkaðsaðgerðum.
-
08. apríl 2021 /Mál nr. 635/2020 - Úrskurður
Viðurlög. Felld úr gildi ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður bótarétt kæranda í tvo mánuði. Það að svara ekki tveimur símtölum frá stofnuninni jafngildir ekki höfnun á þátttöku í vinnumarkaðsaðgerðum.
-
08. apríl 2021 /Mál nr. 677/2020 - Úrskurður
Afturvirkar greiðslur. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að synja beiðni kæranda um greiðslu atvinnuleysisbóta aftur í tímann.
-
08. apríl 2021 /Úrskurður - Mál nr. 85/2021
Kærufrestur. Kæru vísað frá þar sem hún barst að liðnum kærufresti. Ekki talið afsakanlegt að kæra barst ekki fyrr né að veigamiklar ástæður mæltu með því að kæran yrði tekin til meðferðar.
-
08. apríl 2021 /Nr. 150/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og endursenda hann til Grikklands er staðfest.
-
08. apríl 2021 /Nr. 148/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Grikklands er staðfest.
-
08. apríl 2021 /Nr. 147/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Grikklands er staðfest.
-
31. mars 2021 /Nr. 151/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um dvalarleyfi á grundvelli 51. gr. laga um útlendinga er staðfest.
-
-
25. mars 2021 /Nr. 133/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Grikklands er staðfest.
-
25. mars 2021 /Nr. 130/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum ásamt því að vísa honum frá Íslandi er staðfest.
-
25. mars 2021 /Nr. 137/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Grikklands er staðfest.
-
25. mars 2021 /Mál nr. 632/2020-Úrskurður
Biðtími. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður rétt kæranda til atvinnuleysisbóta í tvo mánuði. Kærandi missti starf sitt af ástæðum sem hann bar sjálfur ábyrgð á.
-
25. mars 2021 /Mál nr. 621/2020-Úrskurður
Geymdur bótaréttur. Nám. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um 60% bótarétt kæranda í samræmi við starfshlutfall ávinnslutímabils.
-
25. mars 2021 /Mál nr. 616/2020-Úrskurður
Greiðslur í sóttkví. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að synja umsóknum kæranda um greiðslur á grundvelli laga nr. 24/2020. Starfsmenn fyrirtækisins þáðu greiðslur atvinnuleysistrygginga á sama tímabili og þeir voru í sóttkví.
-
25. mars 2021 /Mál nr. 611/2020-Úrskurður
Greiðslur í sóttkví. Sjálfstætt starfandi. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að synja umsókn kæranda um greiðslur á grundvelli laga nr. 24/2020 þar sem hún hafði ekki staðið skil á greiðslu tryggingagjalds og staðgreiðslu skatts af reiknuðu endurgjaldi.
-
25. mars 2021 /Mál nr. 601/2020-Úrskurður
Afturvirkar greiðslur. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að synja beiðni kæranda um greiðslu atvinnuleysisbóta aftur í tímann.
-
25. mars 2021 /Mál nr. 590/2020-Úrskurður
Afturvirkar greiðslur. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að synja beiðni kæranda um greiðslu atvinnuleysisbóta aftur í tímann.
-
25. mars 2021 /Mál nr. 586/2020-Úrskurður
Ávinnslutímabil. Geymdur bótaréttur. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að synja umsókn kæranda um atvinnuleysisbætur. Kærandi hafði ekki starfað á innlendum vinnumarkaði og því ekki áunnið sér rétt til atvinnuleysistrygginga.
-
25. mars 2021 /Mál nr. 583/2020-Úrskurður
Afturvirkar greiðslur. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að synja beiðni kæranda um greiðslu atvinnuleysisbóta aftur í tímann.
-
25. mars 2021 /Mál nr. 40/2021 Úrskurður 25. mars 2021
Beiðni um eiginnafnið Karlynja (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
-
25. mars 2021 /Mál nr. 38/2021 Úrskurður 25. mars 2021
Beiðni um eignnafnið Arman (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
-
25. mars 2021 /Mál nr. 36/2021 Úrskurður 25. mars 2021
Beiðni um eiginnöfnin Tatiana og Tatyana (kvk.) er hafnað. Vegna þessa máls hefur mannanafnanefnd ákveðið að úrskurða nafnið Tatjana (kvk.) á mannanafnaskrá sem eiginnafn.
-
25. mars 2021 /Mál nr. 35/2021 Úrskurður 25. mars 2021
Beiðni um eiginnafnið Bryn er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá á lista yfir kynhlutlaus nöfn.
-
25. mars 2021 /Mál nr. 34/2021 Úrskurður 25. mars 2021
Beiðni um eiginnafnið Sædóra (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
25. mars 2021 /Mál nr. 33/2021 Úrskurður 25. mars 2021
Beiðni um millinafnið Draumland er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
25. mars 2021 /Mál nr. 32/2021 Úrskurður 25. mars 2021
Beiðni um eiginnafnið Myrktýr (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
25. mars 2021 /Mál nr. 31/2021 Úrskurður 25. mars 2021
Beiðni um millinafnið Kvikan er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
25. mars 2021 /Mál nr. 30/2021 Úrskurður 25. mars 2021
Beiðni um eiginnafnið Imma (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
25. mars 2021 /Mál nr. 29/2021 Úrskurður 25. mars 2021
Beiðni um eiginnafnið Róm (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
25. mars 2021 /Mál nr. 28/2021 Úrskurður 25. mars 2021
Beiðni um eiginnafnið Vetur (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
25. mars 2021 /Mál nr. 27/2021 Úrskurður 25. mars 2021
Beiðni um eiginnafnið Janey (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
25. mars 2021 /Mál nr. 26/2021 Úrskurður 25. mars 2021
Beiðni um eiginnafnið Arkíta (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
25. mars 2021 /Mál nr. 23/2021 Úrskurður 25. mars 2021
Beiðni um eiginnafnið Emill (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
25. mars 2021 /Nr. 134/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og endursenda hann til Grikklands er staðfest.
-
25. mars 2021 /Nr. 131/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Grikklands er staðfest.
-
25. mars 2021 /Nr. 129/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Grikklands er staðfest.
-
24. mars 2021 /Mál nr. 647/2020 - Úrskurður
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkumat. Ekki talið að endurhæfing hafi verið fullreynd.
-
24. mars 2021 /Mál nr. 642/2020 - Úrskurður
Tannlækningar. Felld úr gildi synjun Sjúkratrygginga Íslands um greiðsluþátttöku í kostnaði vegna tannréttinga samkvæmt IV. kafla reglugerðar nr. 451/2013 og málinu vísað til nýrrar meðferðar Sjúkratrygginga Íslands.
-
24. mars 2021 /Mál nr. 646/2020 - Úrskurður
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri og tengdar greiðslur. Skilyrði 75% örorku samkvæmt örorkustaðli ekki uppfyllt. Felld úr gildi ákvörðun stofnunarinnar að synja kæranda um örorkustyrk. Fallist á að skilyrði örorkustyrks væru uppfyllt og málinu heimvísað til ákvörðunar á tímalengd örorkustyrks.
-
24. mars 2021 /Mál nr. 640/2020 - Úrskurður
Endurhæfingarlífeyrir. Felld úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja umsókn kæranda um endurhæfingarlífeyri. Úrskurðarnefndin fellst á að skilyrði fyrir greiðslum endurhæfingarlífeyris séu uppfyllt vegna tímabilsins 1. nóvember 2020 til 31. mars 2021.
-
24. mars 2021 /Mál nr. 657/2020 - Úrskurður
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri og tengdar greiðslur. Skilyrði 75% örorku samkvæmt örorkustaðli ekki uppfyllt.
-
24. mars 2021 /Mál nr. 653/2020 - Úrskurður
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri. Ekki talið að endurhæfing hafi verið fullreynd.
-
24. mars 2021 /Mál nr. 10/2021. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Útboðsgögn. Stöðvunarkröfu hafnað.
-
-
-
24. mars 2021 /Ákvörðun Byggðastofnunar um að hafna umsókn um úthlutun aflamarks samkvæmt 10. gr. a laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða.
Aflaheimildir Byggðastofnunar. Úthlutun aflaheimilda. Stjórnvaldsákvörðun. Mat stjórnvalda. Málsmeðferð.
-
23. mars 2021 /Mál nr. 29/2018. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Útboðsskylda. Þjónustusamningur. Ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins. Frávísun.
-
23. mars 2021 /Mál nr. 55/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Aðild. Auglýsing á EES-svæðinu. Rammasamningur. Tilboðsfrestur. Forauglýsing. Markaðskönnun. Útboð ógilt. Álit á skaðabótaskyldu.
-
23. mars 2021 /Mál nr. 9/2021. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Rammasamningur. Örútboð. Kröfu um stöðvun innkaupaferlis hafnað.
-
23. mars 2021 /Mál nr. 7/2021. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Örútboð. Rammasamningur. Stöðvunarkröfu hafnað.
-
22. mars 2021 /Staðfesting á ákvörðun Matvælastofnunar um höfnun á innflutningi á 358 búrfuglum vegna smits
Innflutningur á dýrum, smit, lög nr. 55/2013 um velferð dýra.
-
22. mars 2021 /Mál 134/2020-Álit
Lögmæti aðalfundar. Kostnaður vegna framkvæmda og endurnýjunar opnanlegra faga. Endurgreiðsla kostnaðar. Greiðsla vegna húsfélagsþjónustu.
-
-
22. mars 2021 /Mál 131/2020-Álit
Bílastæði: Aðkeyrsla að bílskúr. Breytingar á eignaskiptayfirlýsingu.
-
18. mars 2021 /Mál nr. 628/2020-Úrskurður
Staðfest ákvörðun Fæðingarorlofssjóðs um að byggja ekki á greiðslum úr verkfallssjóði við útreikning á meðaltali heildarlauna.
-
18. mars 2021 /Mál nr. 626/2020-Úrskurður
Staðfest ákvörðun Fæðingarorlofssjóð um mánaðarlegar greiðslur til kæranda.
-
18. mars 2021 /Mál nr. 595/2020
Staðfest ákvörðun Fæðingarorlofssjóðs um að byggja ekki á greiðslum úr verkfallssjóði við útreikning á meðaltali heildarlauna.
-
-
18. mars 2021 /Mál nr. 664/2020-Úrskurður
Fjárhagsaðstoð. Staðfest synjun Reykjavíkurborgar á umsókn kæranda um fjárhagsaðstoð. Kærandi var óvinnufær og ekki lá fyrir einstaklingsáætlun, sbr. 1. málsl. 3. mgr. 3. gr. reglna Reykjavíkurborgar um fjárhagsaðstoð. Athugasemd gerð við að rökstuðningur hafi ekki verið veittur innan lögbundins frests.
-
18. mars 2021 /Mál nr. 661/2020-Úrskurður
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Staðfest synjun stofnunarinnar á beiðni kæranda um endurgreiðslu uppgreiðsluþóknunar.
-
18. mars 2021 /Mál nr. 660/2020-Úrskurður
Fjárhagsaðstoð. Felld úr gildi synjun Reykjavíkurborgar á umsókn kæranda um fjárhagsaðstoð til framfærslu. Ekki lá fyrir með óyggjandi hætti að fjármunir sem lagðir voru inn á bankareikning kæranda væru tekjur í skilningi 12. gr. reglna Reykjavíkurborgar um fjárhagsaðstoð.
-
18. mars 2021 /Nr. 117/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Grikklands er felld úr gildi. Lagt er fyrir Útlendingastofnun að taka mál kæranda til meðferðar á ný.
-
17. mars 2021 /981/2021. Úrskurður frá 22. febrúar 2021.
Kærð var afgreiðsla Kennarasambands Íslands og skólastjórafélag Íslands á beiðni um gögn. Þar sem upplýsingalög gilda ekki um beiðnina var kærunni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.
-
17. mars 2021 /980/2021. Úrskurður frá 22. febrúar 2021.
Deilt var um ákvörðun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að greiningarvinnu sem ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra byggði áform sín um endurskipulagningu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á. Synjun ráðuneytisins var byggð á því að hluti gagnanna væru vinnugögn sem heimilt væri að undanþiggja með vísan til 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Þá væri hluti þeirra gögn sem felld yrðu undir 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fór yfir þau gögn sem kæranda var synjað um aðgang að og staðfesti synjun ráðuneytisins að undanskildu einu gagni sem sent hafði verið þar sem fyrir lá að það var unnið af öðru stjórnvaldi og teldist ekki vinnugagn.
-
17. mars 2021 /979/2021. Úrskurður frá 22. febrúar 2021.
A kærði afgreiðslu Herjólfs ohf. á beiðni um upplýsingar um gjaldskrá Herjólfs ohf. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi Herjólf ohf. hafa svarað kæranda með fullnægjandi hætti og vísað kæranda á hvar umbeðnar upplýsingar væri að finna. Kærunni var því vísað frá nefndinni.
-
17. mars 2021 /978/2021. Úrskurður frá 22. febrúar 2021.
Deilt var um afgreiðslu Lindarhvols ehf. á beiðni um aðgang að fjórum fundargerðum félagsins þar sem málefni Klakka ehf. höfðu verið til umfjöllunar. Við meðferð málsins hjá úrskurðarnefndinni veitti Lindarhvoll ehf. kæranda aðgang að útdrætti úr sex fundargerðum. Úrskurðarnefndin fékk ekki séð að Lindarhvoll ehf. hefði tekið afstöðu til þess hvort veita ætti kæranda aðgang að fundargerðunum í heild sinni. Var þeim þætti kærunnar því vísað frá úrskurðarnefndinni. Kæran laut einnig að synjun Lindarhvols ehf. á að afhenda kæranda greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi Lindarhvols ehf. Úrskurðarnefnin áréttaði fyrri niðurstöðu sína þess efnis að greinargerðin væri undirorðin sérstakri þagnarskyldu. Var synjun Lindarhvols ehf. á að afhenda greinargerðina því staðfest.
-
17. mars 2021 /977/2021. Úrskurður frá 22. febrúar 2021.
Beiðni kæranda um endurupptöku úrskurðar nr. 935/2020 var hafnað. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi skilyrði 24. gr. stjórnsýslulaga um endurupptöku ekki uppfyllt og að ekki væru rökstuddar vísbendingar um að á úrskurðinum væru verulegir annmarkar að lögum.
-
17. mars 2021 /976/2021. Úrskurður frá 22. febrúar 2021.
Deilt var um afgreiðslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni kæranda, blaðamanns, um aðgang að 40 fundargerðum Lindarhvols ehf. án útstrikana. Úrskurðarnefndin taldi ótvírætt að þær upplýsingar sem afmáðar voru hafi ýmist að geyma upplýsingar um svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þeirra einstaklinga og lögaðila sem um var fjallað að heimilt væri að afmá þær á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Þá taldi nefndin hluta upplýsinganna bera með sér að þær félli undir þagnarskylduákvæði 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002. Ákvörðun ráðuneytisins var því staðfest.
-
17. mars 2021 /975/2021. Úrskurður frá 22. febrúar 2021.
Kærandi kærði afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á nokkrum fjölda beiðna um aðgang að upplýsingum. Kærurnar lutu að því að beiðnunum hefði ekki verið svarað að liðnum 7-22 dögum frá dagsetningu þeirra og leit úrskurðarnefndin svo á að um væri að ræða kærur vegna óhóflegra tafa á meðferð þeirra, sbr. 17. gr. upplýsingalaga og 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga. Með hliðsjón af mati á efni beiðnanna og fjölda beiðna sem kærandi hefur beint til sveitarfélagsins komst úrskurðarnefndin að þeirri niðurstöðu að ekki væri um óhóflega töf á meðferð beiðnanna að ræða. Var kærunum því vísað frá úrskurðarnefndinni í einu lagi.
-
17. mars 2021 /974/2021. Úrskurður frá 22. febrúar 2021.
Kærandi kærði afgreiðslu Herjólfs ohf. á nokkrum fjölda beiðna um aðgang að upplýsingum. Kærurnar lutu að því að beiðnunum hefði ekki verið svarað að liðnum 7-22 dögum frá dagsetningu þeirra og leit úrskurðarnefndin svo á að um væri að ræða kærur vegna óhóflegra tafa á meðferð þeirra, sbr. 17. gr. upplýsingalaga og 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga. Með hliðsjón af mati á efni beiðnanna og fjölda beiðna sem kærandi hefur beint til félagsins komst úrskurðarnefndin að þeirri niðurstöðu að ekki væri um óhóflega töf á meðferð beiðnanna að ræða. Var kærunum því vísað frá úrskurðarnefndinni í einu lagi.
-
17. mars 2021 /Nr. 121/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar er staðfest.
-
17. mars 2021 /Nr. 124/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um dvalarskírteini fyrir aðstandendur EES- og EFTA-borgara er staðfest.
-
17. mars 2021 /Nr. 120/2021 Úrskurður
Ákvarðanir Útlendingastofnunar um að synja umsóknum kæranda og barna hennar um dvalarleyfi eru staðfestar.
-
17. mars 2021 /Mál nr. 328/2020 - Úrskurður
Frestun réttaráhrifa. Samþykkt beiðni Tryggingastofnunar um frestun réttaráhrifa úrskurðar í máli nr. 328/2020. Úrskurður hefur í för með sér verulegar breytingar á fyrri framkvæmd Tryggingastofnunar ríkisins.
-
17. mars 2021 /Mál nr. 213/2020 - Úrskurður
Frestun réttaráhrifa. Samþykkt beiðni Tryggingastofnunar um frestun réttaráhrifa úrskurðar í máli nr. 213/2020. Úrskurður hefur í för með sér verulegar breytingar á fyrri framkvæmd Tryggingastofnunar ríkisins.
-
17. mars 2021 /Nr. 123/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að brottvísa kæranda frá Íslandi og ákveða honum tveggja ára endurkomubann er staðfest.
-
17. mars 2021 /Nr. 122/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um dvalarleyfi á grundvelli sérstakra tengsla við landið, sbr. 78. gr. laga um útlendinga, er staðfest.
-
17. mars 2021 /Nr. 128/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að brottvísa kæranda frá Íslandi og ákveða honum fimm ára endurkomubann er staðfest.
-
17. mars 2021 /Mál nr. 389/2020 - Úrskurður
Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun um endurreikning og uppgjör Tryggingastofnunar ríkisins á tekjutengdum bótum ársins 2018. Ekki fallist á að ofgreiddar tekjur launagreiðanda á árinu 2018 skerði ekki tekjutengd bótaréttindi frá Tryggingastofnun ríkisins á árinu 2018, enda skal stofnunin þegar endanlegar upplýsingar um tekjur bótagreiðsluársins liggja fyrir við álagningu skattyfirvalda á opinberum gjöldum endurreikna bótafjárhæðir á grundvelli tekna samkvæmt 7. mgr. 16. gr. laga um almannatryggingar.
-
17. mars 2021 /Mál nr. 672/2020 - Úrskurður
Heimilisuppbót. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að stöðva greiðslu heimilisuppbótar afturvirkt. Skilyrði um að vera einhleypur samkvæmt 8. gr. laga nr. 99/2007 var ekki lengur uppfyllt.
-
17. mars 2021 /Mál nr. 667/2020 - Úrskurður
Ellilífeyrir. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um upphafstíma greiðslu ellilífeyris. Kærandi fékk greiddar bætur tvö ár aftur í tímann frá umsókn í samræmi við 4. mgr. 53. gr. laga um almannatryggingar.
-
17. mars 2021 /Mál nr. 673/2020 - Úrskurður
Meðlag. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að hafa milligöngu um meðlagsgreiðslur til barnsmóður kæranda. Tryggingastofnun ber lögbundna skyldu til að hafa milligöngu um meðlagsgreiðslur sé þess farið á leit við stofnunina í þeim tilvikum þar sem lögformleg meðlagsákvörðun liggur fyrir, sbr. 1. mgr. 63. gr. laga nr. 100/2007 um almannatryggingar.
-
17. mars 2021 /Nr. 126/2021 Úrskurður
Ákvarðanir Útlendingastofnunar um að synja umsóknum kæranda og barna hennar um dvalarleyfi eru felldar úr gildi. Lagt er fyrir stofnunina að taka mál kæranda og barna hennar til meðferðar á ný.
-
17. mars 2021 /Mál nr. 576/2020 - Úrskurður
Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins að synja umsókn kæranda um niðurfellingu á endurgreiðslukröfu vegna ofgreiddra bóta. Ekki fallist á að tilefni sé til niðurfellingar endurgreiðslukröfunnar á grundvelli 11. gr. reglugerðar nr. 598/2009.
-
17. mars 2021 /Mál nr. 553/2020 - Úrskurður
Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins að synja umsókn kæranda um niðurfellingu á endurgreiðslukröfu vegna ofgreiddra bóta. Ekki fallist á að tilefni sé til niðurfellingar endurgreiðslukröfunnar á grundvelli 11. gr. reglugerðar nr. 598/2009.
-
11. mars 2021 /Nr. 113/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum er staðfest.
-
11. mars 2021 /Mál nr. 624/2020-Úrskurður
Endurupptaka. Felld úr gildi ákvörðun Vinnumálastofnunar um að synja beiðni kæranda um endurupptöku máls. Ákvörðun haldin slíkum annmörkum að skilyrði endurupptöku voru uppfyllt.
-
11. mars 2021 /Mál nr. 594/2020
Almenn skilyrði. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að synja umsókn kæranda um atvinnuleysisbætur. Fullnægjandi gögn lágu ekki fyrir til að leggja mat á umsóknina.
-
11. mars 2021 /Mál nr. 585/2020-Úrskurður
Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að stöðva greiðslur atvinnuleysisbóta til kæranda og að innheimta ofgreiddar bætur. Kærandi hafði ekki heimild til að ráða sig til vinnu hér á landi án takmarkana.
-
11. mars 2021 /Mál nr.578/2020-Úrskurður
Viðurlög. Ítrekunaráhrif. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður bótarétt í þrjá mánuði þar sem kærandi mætti ekki á námskeið.
-
11. mars 2021 /Nr. 110/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Grikklands er staðfest.
-
11. mars 2021 /Mál nr. 568/2020-Úrskurður
Viðurlög. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður bótarétt í tvo mánuði þar sem kærandi tilkynnti ekki um skerta vinnufærni.
-
11. mars 2021 /Mál nr. 550/2020-Úrskurður
Bótaréttur. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um 67% bótarétt kæranda þar sem hann hafði reiknað sér endurgjald í skemmri tíma en 12 mánuði á ávinnslutímabili.
-
11. mars 2021 /Nr. 111/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Grikklands er staðfest.
-
11. mars 2021 /Nr. 109/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Grikklands er staðfest.
-
11. mars 2021 /Nr. 112/2021 Úrskurður
Beiðni kæranda um endurupptöku máls hennar fyrir kærunefnd á grundvelli 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 er hafnað.
-
11. mars 2021 /Nr. 106/2021 Úrskurður
Beiðni kæranda um endurupptöku máls hans fyrir kærunefnd á grundvelli 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 er hafnað.
-
11. mars 2021 /Nr. 108/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Grikklands er staðfest.
-
10. mars 2021 /Mál nr. 643/2020 - Úrskurður
Felld úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri og tengdar greiðslur og vísað aftur til stofnunarinnar til nýrrar meðferðar. Að mati úrskurðarnefndar var misræmi í gögnum málsins varðandi mat á líkamlegri færni kæranda.
-
10. mars 2021 /Mál nr. 629/2020 - Úrskurður
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkumat. Ekki talið að endurhæfing hafi verið fullreynd.
-
10. mars 2021 /Mál nr. 518/2020 - Úrskurður
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri og tengdar greiðslur. Skilyrði 75% örorku samkvæmt örorkustaðli ekki uppfyllt.
-
10. mars 2021 /Mál nr. 609/2020 - Úrskurður
Örorkumat. Felld úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri og tengdar greiðslur og vísað aftur til stofnunarinnar til mats á örorku. Að mati úrskurðarnefndar er starfsendurhæfing ekki raunhæf.
-
10. mars 2021 /Mál nr. 641/2020 - Úrskurður
Örorkumat. Felld úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri og tengdar greiðslur og málinu vísað aftur til stofnunarinnar til mats á örorku. Að mati úrskurðarnefndar er endurhæfing fullreynd að svo stöddu.
-
10. mars 2021 /Mál nr. 627/2020 - Úrskurður
Örorkumat. Felld úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri og tengdar greiðslur og vísað aftur til stofnunarinnar til nýrrar meðferðar. Að mati úrskurðarnefndar var misræmi í gögnum málsins varðandi mat á líkamlegri og andlegri færni kæranda.
-
10. mars 2021 /Mál nr. 606/2020 - Úrskurður
Uppbót/styrkur til bifreiðakaupa. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um uppbót/styrk til bifreiðakaupa. Skilyrði um hreyfihömlun samkvæmt 10. gr. laga nr. 99/2007 ekki uppfyllt.
-
10. mars 2021 /Mál nr. 603/2020 - Úrskurður
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkumat. Ekki talið að endurhæfing hafi verið fullreynd.
-
-
09. mars 2021 /8/2020 A gegn Háskóla Íslands
Mál þetta hófst með kæru A, dags. 30. nóvember 2020 (hér eftir „kærandi“), þar sem kærð er ákvörðun kærunefndar í málefnum nemenda við Háskóla Íslands í málinu nr. 2020/3 og sú krafa gerð að úrskurðurinn verði endurskoðaður og að ályktun hans um að „kennsluáætlun sé óheppilega orðuð“ sé fylgt eftir og viðeigandi ráðstafanir gerðar.
-
-
08. mars 2021 /Mál nr. 128/2020 - Álit
Aðgengi að salerni í sameign. Persónulegir munir í sameign. Hleðsla rafbíls.
-
-
-
05. mars 2021 /Mál nr. 53/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Valdsvið kærunefndar. Reglugerð nr. 340/2017.
-
05. mars 2021 /Mál nr. 4/2021. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Hæfisskilyrði. Útboðsgögn. Kröfu um afléttingu stöðvunar samningsgerðar hafnað.
-
05. mars 2021 /Mál nr. 6/2021. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Gildissvið laga um opinber innkaup. Sala fasteignar. Kröfu um stöðvun söluferlis hafnað.
-
05. mars 2021 /Mál nr. 54/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Rammasamningur. Örútboð. Útboð fellt niður. Lögvarðir hagsmunir. Skaðabótaskyldu hafnað. Málskostnaður.
-
05. mars 2021 /Mál nr. 46/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Útboðsgögn. Val tilboðs. Frávísun. Málskostnaður.
-
05. mars 2021 /Mál nr. 41/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Kærufrestur. Útboðsgögn. Tæknilegt hæfi. Áliti á skaðabótaskyldu hafnað.
-
04. mars 2021 /Nr. 98/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Grikklands er staðfest.
-
04. mars 2021 /Mál nr. 631/2020-Úrskurður
Sérstakur húsnæðisstuðningur. Staðfest ákvörðun Reykjavíkurborgar um að synja umsókn kæranda um sérstakan húsnæðisstuðning. Skilyrði 4. tölul. 1. mgr. 3. gr. reglna Reykjavíkurborgar ekki uppfyllt.
-
04. mars 2021 /Mál nr. 619/2020-Úrskurður
Fjárhagsaðstoð. Felldar úr gildi ákvarðanir Reykjavíkurborgar um að synja umsóknum kæranda um fjárhagsaðstoð til framfærslu. Aðstæður kæranda voru ekki metnar með fullnægjandi hætti og ekki kannað til hlítar hvort hún gæti framfært sjálfa sig.
-
04. mars 2021 /Nr. 71/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Grikklands er felld úr gildi. Lagt er fyrir Útlendingastofnun að taka mál kæranda til meðferðar á ný.
-
04. mars 2021 /Nr. 103/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Grikklands er staðfest.
-
04. mars 2021 /Nr. 77/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Grikklands er felld úr gildi.
-
04. mars 2021 /Nr. 92/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og endursenda hann til Grikklands er staðfest.
-
04. mars 2021 /Nr. 75/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Grikklands er staðfest.
-
04. mars 2021 /Nr. 104/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Grikklands er felld úr gildi. Lagt er fyrir Útlendingastofnun að taka mál kæranda til meðferðar á ný.
-
04. mars 2021 /Nr. 74/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Grikklands er staðfest.
-
04. mars 2021 /Nr. 96/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Grikklands er felld úr gildi. Lagt er fyrir Útlendingastofnun að taka mál kæranda til meðferðar á ný.
-
04. mars 2021 /Nr. 97/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Grikklands er staðfest.
-
04. mars 2021 /Nr. 70/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og endursenda hann til Grikklands er staðfest.
-
04. mars 2021 /Nr. 90/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Grikklands er staðfest.
-
04. mars 2021 /Nr. 95/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Noregs er staðfest.
-
04. mars 2021 /Nr. 89/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Grikklands er felld úr gildi. Lagt er fyrir Útlendingastofnun að taka mál kæranda til meðferðar á ný.
-
04. mars 2021 /Nr. 69/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Ítalíu er staðfest.
-
03. mars 2021 /Mál nr. 630/2020 - Úrskurður
Tannlækningar. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja um greiðsluþátttöku í tannréttingum.
-
03. mars 2021 /Mál nr. 602/2020 - Úrskurður
Slysatrygging/örorka. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um 8% varanlega læknisfræðilega örorku vegna slyss.
-
03. mars 2021 /Mál nr. 21/2020 - Úrskurður
Uppsögn á meðgöngu. Laun á uppsagnarfresti. Frávísun á kröfu. Ekki fallist á brot.
-
-
-
27. febrúar 2021 /Mál nr. 560/2020 - Úrskurður
Slysatrygging/örorka. Felld úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um 9% varanlega læknisfræðilega örorku vegna slyss og varanleg læknisfræðileg örorka ákvörðuð 14%.
-
26. febrúar 2021 /Ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um stöðvun á dreifingu vöru
Stöðvun dreifingar á matvælum, aukefni matvæla, miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda.
-
25. febrúar 2021 /Nr. 87/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum ásamt því að vísa honum frá Íslandi er staðfest.
-
25. febrúar 2021 /Nr. 86/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að afturkalla alþjóðlega vernd og dvalarleyfi kæranda hér á landi ásamt því að synja honum um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða er staðfest.
-
25. febrúar 2021 /Nr. 85/2021 Úrskurður
Beiðni kæranda um endurupptöku máls hans fyrir kærunefnd á grundvelli 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 er hafnað.
-
25. febrúar 2021 /Nr. 81/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum er staðfest.
-
25. febrúar 2021 /Mál nr. 564/2020-Úrskurður
Viðurlög. Felld úr gildi ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður bótarétt kæranda í þrjá mánuði. Það að hafa slökkt á farsíma jafngildir ekki höfnun á þátttöku í vinnumarkaðsaðgerðum.
-
-
25. febrúar 2021 /Mál 536/2020-Úrskurður
Greiðslur í sóttkví. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að synja umsókn kæranda um greiðslur á grundvelli laga nr. 24/2020. Starfsmaður kæranda fór til útlanda þrátt fyrir að honum hafi mátt vera ljóst að hann þyrfti að sæta sóttkví við heimkomu.
-
25. febrúar 2021 /Mál 517/2020-Úrskurður
Greiðslur atvinnuleysisbóta. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að greiða kæranda atvinnuleysisbætur eftir að orlofsgreiðslum lauk frá fyrrum vinnuveitanda.
-
-
-
-
24. febrúar 2021 /973/2021. Úrskurður frá 5. febrúar 2021.
Í málinu var deilt um þá ákvörðun prófnefndar um próf til að öðlast réttindi til að vera héraðsdómslögmaður um að synja beiðni kæranda um aðgang að fyrirliggjandi eldri prófum sem lögð voru fyrir árin 2014 – 2020. Þrátt fyrir að ekki væri víst að öll prófin yrðu notuð í öllum prófum framvegis taldi úrskurðarnefndin ljóst að þau væru lögð fyrir með svo reglubundnum hætti að hætta væri á að þau yrðu þýðingarlaus ef þau yrðu afhent, sbr. 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.
-
24. febrúar 2021 /972/2021. Úrskurður frá 5. febrúar 2021.
Deilt var um afgreiðslu ÁTVR á beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um lítrasölu vöru á nánar tilgreindu tímabili. Úrskurðarnefndin leit til þess að kæranda hefði verið leiðbeint um hvernig unnt væri að kalla fram umræddar upplýsingar á vefsvæði stofnunarinnar. Eins og málið var vaxið taldi úrskurðarnefndin ekki ástæðu til að gera athugasemd við afgreiðslu ÁTVR á beiðni kæranda. Var það því niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að vísa kærunni frá nefndinni.
-
24. febrúar 2021 /971/2021. Úrskurður frá 5. febrúar 2021.
A kærði synjun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins á beiðni um aðgang annars vegar að upplýsingum varðandi stærstu framleiðendur svínakjöts á Íslandi og hins vegar stærstu innflytjendur svínakjöts á Íslandi. Úrskurðarnefndin féllst ekki á það með ráðuneytinu að upplýsingar um þrjá stærstu framleiðendur svínakjöts á Íslandi hefðu að geyma upplýsingar um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækis í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi hins vegar ekki forsendur til að draga þá staðhæfingu ráðuneytisins i efa að gögn varðandi stærstu innflytjendur svínakjöts væru ekki fyrirliggjandi í ráðuneytinu og var kærunni því vísað frá hvað þennan þátt hennar varðaði.
-
24. febrúar 2021 /970/2021. Úrskurður frá 5. febrúar 2021.
Í málinu var deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum og upplýsingum hjá Garðabæ. Úrskurðarnefndin taldi ekki forsendur til að draga í efa fullyrðingu sveitarfélagsins þess efnis að kæranda hefði þegar verið afhent umbeðin sendibréf. Þá taldi úrskurðarnefndin sig ekki heldur hafa forsendur til að draga í efa þá staðhæfingu sveitarfélagsins að önnur gögn sem kæran laut að væru ekki fyrirliggjandi hjá sveitarfélaginu. Kærunni var því vísað frá úrskurðarnefndinni.
-
24. febrúar 2021 /969/2021. Úrskurður frá 5. febrúar 2021.
A, blaðamaður, kærði synjun Borgarskjalasafns á beiðni hans um aðgang að upplýsingum um málefni vistheimilisins Arnarholts sem byggði á því að um viðkvæmt starfsmannamál væri að ræða sem ekki væri heimilt að veita aðgang að, sbr. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 77/2014. Úrskurðarnefndin taldi Borgarskjalasafn ekki hafa lagt sjálfstætt mat á umbeðin gögn með hliðsjón af sjónarmiðum 1. mgr. 26. gr. laga nr. 77/2014, sbr. 9. gr. upplýsingalaga, sem rakin eru hér að framan. Þá tók nefndin fram að ekki yrði séð að Borgarskjalasafn hefði leitað samþykkis þess aðila sem um væri fjallað í gögnunum. Úrskurðarnefndin taldi beiðni kæranda því ekki hafa hlotið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem nefndinni væri fært að endurskoða og lagði því fyrir Borgarskjalasafn að taka málið til nýrrar meðferðar.
-
24. febrúar 2021 /Mál nr. 458/2020 - Úrskurður
Uppbót/styrkur til bifreiðakaupa. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um styrk til bifreiðakaupa. Skilyrði 3. tölul. 2. mgr. 4. gr. reglugerðar nr. 170/2009 um verulega hreyfihömlun ekki uppfyllt.
-
24. febrúar 2021 /Mál nr. 47/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Bindandi samningur. Tæknilegt hæfi. Fjárhagslegt hæfi. Byggt á getu annarra. Viðbótargögn. Skaðabótaskyldu hafnað.
-
24. febrúar 2021 /Mál nr. 43/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Bindandi samningur. Afturköllun. Gildistími tilboðs. Skaðabótakröfu hafnað.
-
24. febrúar 2021 /Mál nr. 42/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Bindandi samningur. Afturköllun valákvörðunar. Gildistími tilboðs. Skaðabótakröfu hafnað.
-
24. febrúar 2021 /Mál nr. 2/2021. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Fjárhagslegt hæfi. Tæknilegt hæfi. Sjálfkrafa stöðvun samningsgerðar aflétt.
-
24. febrúar 2021 /Mál nr. 25/2021 Úrskurður 24. febrúar 2021
Beiðni um eiginnafnið Ingaló (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
24. febrúar 2021 /Mál nr. 24/2021 Úrskurður 24. febrúar 2021
Beiðni um eiginnafnið Sanný (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
24. febrúar 2021 /Mál nr. 22/2021 Úrskurður 24. febrúar 2021
Beiðni um eiginnafnið Lucas (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
24. febrúar 2021 /Mál nr. 21/2021 Úrskurður 24. febrúar 2021
Beiðni um eiginnafnið Amía (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
24. febrúar 2021 /Mál nr. 20/2021 Úrskurður 24. febrúar 2021
Beiðni um eiginnafnið Bertmarí (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
24. febrúar 2021 /Mál nr. 19/2021 Úrskurður 24. febrúar 2021
Beiðni um eiginnafnið Róma (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
24. febrúar 2021 /Mál nr. 18/2021 Úrskurður 24. febrúar 2021
Beiðni um eiginnafnið Hrafnrún (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
24. febrúar 2021 /Mál nr. 380/2020 - Úrskurður
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um upphafstíma greiðslna örorkulífeyris til kæranda. Það var mat úrskurðarnefndarinnar að endurhæfing hafi ekki verið fullreynd fyrr en örorkumat kæranda tók gildi þann 1. júlí 2020, sbr. 3. málsl. 2. mgr. 18. gr. laga um almannatryggingar.
-
24. febrúar 2021 /Mál nr. 17/2021 Úrskurður 24. febrúar 2021
Beiðni um eiginnafnið Estíva (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
24. febrúar 2021 /Mál nr. 16/2021 Úrskurður 24. febrúar 2021
Beiðni um eiginnafnið Soren (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
24. febrúar 2021 /Mál nr. 15/2021 Úrskurður 24. febrúar 2021
Beiðni um eiginnafnið Gulla (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá
-
24. febrúar 2021 /Mál nr. 14/2021 Úrskurður 24. febrúar 2021
Beiðni um eiginnafnið Kuggi (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
24. febrúar 2021 /Mál nr. 13/2021 Úrskurður 24. febrúar 2021
Fallist er á föðurkenninguna Kristófersson.
-
24. febrúar 2021 /Mál nr. 12/2021 Úrskurður 24. febrúar 2021
Beiðni um eiginnafnið Theo (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá sem ritmynd nafnanna Teó (kk.) og Theó (kk.)
-
24. febrúar 2021 /Mál nr. 11/2021 Úrskurður 24. febrúar 2021
Beiðni um eiginnafnið Venedía (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
24. febrúar 2021 /Mál nr. 9/2021 Úrskurður 24. febrúar 2021
Beiðni um eiginnafnið Sólarr (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
24. febrúar 2021 /Mál nr. 6/2021 Úrskurður 24. febrúar 2021
Beiðni um eiginnafnið Kaos er samþykkt og skal nafnið fært á lista yfir kynhlutlaus nöfn í mannanafnaskrá.
-
24. febrúar 2021 /Mál nr. 597/2020 - Úrskurður
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri og tengdar greiðslur. Skilyrði 75% örorku samkvæmt örorkustaðli ekki uppfyllt.
-
24. febrúar 2021 /Mál nr. 571/2020 - Úrskurður
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkumat. Ekki talið að endurhæfing hafi verið fullreynd.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.