Hoppa yfir valmynd

Úrskurðir og álit


Sýni 6201-6400 af 19777 niðurstöðum.

Áskriftir

  • 04. mars 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 516/2019 - Úrskurður

    Örorkumat Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkumat. Ekki talið að endurhæfing hafi verið fullreynd.


  • 04. mars 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 6/2020 - Úrskurður

    Örorkumat Felld úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri og tengdar greiðslur og málinu vísað aftur til stofnunarinnar til mats á örorku. Að mati úrskurðarnefndar er endurhæfing fullreynd að svo stöddu.


  • 04. mars 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 442/2019 - Úrskurður

    Endurhæfingarlífeyrir. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um framlengingu greiðslu endurhæfingarlífeyris. Endurhæfingaráætlun var ekki talin uppfylla skilyrði 7. gr. laga um félagslega aðstoð þar sem að hún var ekki talin nægjanlega markviss.


  • 04. mars 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 555/2019 - Úrskurður

    Örorkumat. Felld úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri og tengdar greiðslur og vísað aftur til stofnunarinnar til nýrrar meðferðar. Að mati úrskurðarnefndar var misræmi í gögnum málsins varðandi mat á andlegri og líkamlegri færni kæranda.


  • 04. mars 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Barnaverndarmál

    Mál nr. 480/2019 - Úrskurður

    Staðfestur úrskurður barnaverndarnefndar um umgengi kynmóður við son hennar.


  • 04. mars 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Barnaverndarmál

    Mál nr. 453/2019 - Úrskurður

    Staðfestur úrskurður barnaverndarnefndar um umgengni kynmóður við dóttur hennar.


  • 28. febrúar 2020 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 25/2019. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.

    Með kæru 27. september 2019 kærði Öryggismiðstöð Íslands hf. útboð Ríkiskaupa fyrir hönd Sjúkratrygginga Íslands (hér eftir vísað til sem varnaraðila) nr. V20769 „Sjúkrabifreiðar 2018-2019“. Kærandi gerir þá kröfu að felld verði úr gildi ákvörðun varnaraðila um að hafna tilboði kæranda í hinu kærða útboði. Þá er gerð krafa um að varnaraðilum verði gert að greiða kæranda málskostnað. Varnaraðilum var kynnt kæran og gefinn kostur á að gera athugasemdir. Með greinargerð móttekinni hjá kærunefndinni 4. október 2019 kröfust varnaraðilar þess að öllum kröfum kæranda yrði hafnað. Kæranda var gefinn kostur á að gera athugasemdir við greinargerð varnaraðila en kærandi tilkynnti nefndinni 11. desember 2019 að hann hyggðist ekki gera frekari athugasemdir. Með ákvörðun kærunefndar útboðsmála 11. október 2019 var kröfu kæranda um stöðvun hins kærða útboðs hafnað.


  • 28. febrúar 2020 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 30/2019. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.

    Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 22. nóvember 2019 kærði Mertex UK Limited útboð Orku náttúrunnar ohf. (hér eftir vísað til sem varnaraðila) nr. ONIK-2019-14 auðkennt „Casings and Liners“. Kærandi krefst þess að kærunefnd útboðsmála felli úr gildi þær ákvarðanir varnaraðila að velja tilboð frá Vatni og veitum ehf. og að vísa frá tilboði kæranda í hinu kærða útboði „á þeim grundvelli að afhendingardagur væri ekki í samræmi við skilmála útboðsgagna“. Jafnframt er þess krafist að „lagt verði fyrir Orku náttúrunnar ohf. að ganga til samninga við sóknaraðila í samræmi við tilboð félagsins í hinu umdeilda útboði.“ Til vara er þess krafist að útboðið verði lýst ógilt í heild sinni og að lagt verði fyrir varnaraðila að auglýsa útboðið að nýju, auk þess sem óskað er álits á skaðabótaábyrgð varnaraðila gagnvart kæranda. Jafnframt er krafist málskostnaðar.


  • 28. febrúar 2020 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 28/2019. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.

    Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 11. nóvember 2019 kærði Vátryggingafélag Íslands hf. útboð Borgarbyggðar auðkennt „Vátryggingaútboð Borgarbyggðar 2020“. Kærandi krefst þess að kærunefnd útboðsmála „felli niður 3. tölul. 6.1. gr. útboðsskilmála“ í hinu kærða útboði, sem hljóðar svo: „Bjóðandi starfræki starfsstöð í Borgarbyggð með starfsmanni a.m.k. 16 tíma á viku. Starfsstöð í borgarbyggð skuli að lágmarki vera komin 6 mánuðum eftir að samningur er undirritaður við viðkomandi bjóðanda um verkið og skal hún starfrækt a.m.k. út samningstímann.“ Þess er jafnframt krafist að kærunefnd láti í ljós álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila auk þess sem krafist er málskostnaðar.


  • 28. febrúar 2020 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 19/2019. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.

    Með kæru 5. júlí 2019 kærði K16 ehf. þá „ákvörðun framkvæmdasýslu ríkisins að ganga til samninga við Reginn vegna Vegagerðarinnar“. Kærandi gerir þá kröfu að felldur verði úr gildi „samningur sem Framkvæmdasýsla ríkisins gerði f.h. Vegagerðar vegna uppbyggingar á og leigu á lóð að Suðurhrauni í Hafnarfirði“. Ríkiskaupum, Vegagerðinni og Framkvæmdasýslu ríkisins (hér eftir vísað til sem varnaraðila) var kynnt kæran og gefinn kostur á að gera athugasemdir. Með greinargerð móttekinni 7. ágúst 2019 kröfðust varnaraðilar þess að öllum kröfum kæranda yrði vísað frá nefndinni eða hafnað. Reginn hf. var gefinn kostur á að tjá sig um kæruna sem hagsmunaaðili og skilaði félagið greinargerð til nefndarinnar 18. júlí 2019. Kæranda var gefinn kostur á að gera athugasemdir við greinargerðir varnaraðila og bárust þær nefndinni 3. desember 2019.


  • 28. febrúar 2020 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 4/2020

    Kærð var ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að krefja kæranda um endurgreiðslu vegna ofnotkunar á gjaldliðnum þung meðferð í starfi sem sjúkraþjálfari. Ráðuneytið staðfesti ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að endurkrefja kæranda um 1.356.115 kr. vegna ofnotkunar á gjaldliðnum þung meðferð. Viðvörun sú sem Sjúkratryggingar Íslands veittu kæranda var einnig staðfest sem og ákvörðun stofnunarinnar að senda tilkynningu til Embættis landlæknis vegna ófullnægjandi skráningar í sjúkraskrá.


  • 28. febrúar 2020 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 3/2020

    Kærð var ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að krefja kæranda um endurgreiðslu vegna ofnotkunar á gjaldliðnum þung meðferð í starfi sem sjúkraþjálfari. Ráðuneytið staðfesti ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að endurkrefja kæranda um 2.509.945 kr. vegna ofnotkunar á gjaldliðnum þung meðferð sem og ákvörðun stofnunarinnar um að senda tilkynningu til Embættis landlæknis vegna ófullnægjandi skráningar í sjúkraskrá.


  • 28. febrúar 2020 / Úrskurðir um sjávarútveg og fiskeldi

    Ákvörðun stjórnar Fiskræktarsjóðs, dags. 30. janúar 2019, um að hafna umsókn kæranda um úthlutun styrks úr sjóðnum fyrir almanaksárið 2019.

    Fiskrækt. Úthlutun úr sjóði. Sjónarmið um val á verkefnum. Málsmeðferð. Mat á umsóknum.


  • 27. febrúar 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 68/2020 Úrskurður

    Beiðni kæranda um endurupptöku á máli hans er hafnað.


  • 27. febrúar 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 69/2020 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hana til Ítalíu er staðfest.


  • 27. febrúar 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 66/2020 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hana til Frakklands er staðfest.


  • 25. febrúar 2020 / Úrskurðir um matvæli og landbúnað

    Nýliðunarstuðningur, Matvælastofnun, hjúskaparstaða

    Með erindi, dags. 13. desember 2018, kærðu [A] og [B], hér eftir nefnd kærendur, ákvörðun Matvælastofnunar frá 13. september 2018 um úthlutun nýliðunarstuðnings fyrir árið 2018.


  • 874/2020. Úrskurður frá 14. febrúar 2020

    Kærð var synjun fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni blaðamanns um aðgang að annars vegar minnisblaði ríkisskattstjóra og hins vegar minnisblaði skattrannsóknarstjóra ríkisins sem send voru ráðuneytinu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst ekki á það með ráðuneytinu að gögnin væru undanþegin upplýsingarétti á grundvelli þess að um væri að ræða upplýsingar um rannsókn sakamáls, sbr. 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Hins vegar taldi úrskurðarnefndin ráðuneytinu hafa verið heimilt að takmarka aðgang að hluta þeirra upplýsinga sem fram kæmu í minnisblöðunum sem lytu að fyrirhuguðum ráðstöfunum vegna rannsókna á meintum brotum. Var ráðuneytinu gert að veita kæranda aðgang að öðrum hlutum minnisblaðanna.


  • 873/2020. Úrskurður frá 14. febrúar 2020

    Í málinu var leyst úr rétti kæranda, blaðamanns, til aðgangs að upplýsingum frá Ríkisútvarpinu ohf. um greiðslur félagsins til sjálfstæðra framleiðanda vegna kaupa á dagskrárefni árið 2018. Ákvörðun Ríkisútvarpsins ohf. um að synja beiðni kæranda var reist á 9. gr. upplýsingalaga þar sem í gögnunum kæmu fram upplýsingar um mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni viðsemjenda félagsins. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál vísaði til þess að samningsgerðin væri hluti af lögbundnu hlutverki RÚV sem fjármagnað væri af opinberu fé. Ekki var talið að upplýsingarnar veittu slíka innsýn í fjárhagsmálefni einstaklinga að rétt væri að takmarka aðgang að upplýsingunum og víkja þannig til hliðar upplýsingarétti almennings um ráðstöfun opinberra fjármuna. Var Ríkisútvarpinu ohf. því gert að veita kæranda aðgang að upplýsingunum.


  • 872/2020. Úrskurður frá 14. febrúar 2020

    Deilt var um rétt kæranda, blaðamanns, til aðgangs að upplýsingum frá embætti ríkislögreglustjóra um hvort tiltekið mál hafi verið til meðferðar hjá embættinu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi ljóst, með vísan til athugasemda við 7. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012, að upplýsingar um hvort slíkt mál hafi verið til meðferðar yrðu felldar undir undanþáguákvæði 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Var því fallist á það með embætti ríkislögreglustjóra að kærandi ætti ekki rétt á upplýsingum um það hvort embættið hafi haft slíkt mál til meðferðar.


  • 871/2020. Úrskurður frá 14. febrúar 2020

    Kærð var afgreiðsla Grindavíkurbæjar á beiðni um aðgang að sundurliðuðum rekstrareikningi sem tilgreini tekjur og gjöld vegna reksturs byggingarfulltrúa árin 2017 og 2018 og sundurliðuðum rekstrareikningi vegna geymslusvæðis Grindavíkurbæjar í Moldarlág sömu ár. Grindavíkurbær afhenti kæranda sundurliðunarbækur fyrir árin 2017 og 2018 en svaraði kæranda því að þær upplýsingar sem hann óskaði eftir væru að öðru leyti ekki fyrirliggjandi hjá sveitarfélaginu. Úrskurðarnefndin taldi sig ekki hafa forsendur til að draga staðhæfingu Grindavíkurbæjar í efa. Þar sem umbeðin gögn voru ekki fyrirliggjandi var málinu vísað frá nefndinni.


  • 870/2020. Úrskurður frá 14. febrúar 2020

    Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að umsögn sem þáverandi forstjóri hjúkrunarheimilis ritaði embætti ríkislögmanns í tengslum við dómsmál. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst á það með embætti ríkislögmanns að umsögnin væri undanþegin upplýsingarétti með vísan til 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Var því synjun embættisins staðfest.


  • 869/2020. Úrskurður frá 14. febrúar 2020

    Í málinu var leyst úr rétti kæranda til aðgangs að skýrslu yfirfélagsráðgjafa Vestmannaeyja til Barnaverndarstofu en kæranda var synjað um aðgang að skýrslunni annars vegar með vísan til þess að um væri að ræða vinnugögn, sbr. 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, og hins vegar þess að í skýrslunni kæmu fram viðkvæmar persónuupplýsingar sem óheimilt væri að veita aðgang að, sbr. 9. gr. laganna. Úrskurðarnefndin taldi skýrsluna ekki uppfylla skilyrði 1. málsl. 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga til þess að teljast undirbúningsgagn í reynd. Var því ekki fallist á að skýrslan væri undanþegin upplýsingarétti á þeim grundvelli að um væri að ræða vinnugagn. Nefndin féllst hins vegar á að Vestmannaeyjabæ væri óheimilt að veita aðgang að hluta upplýsinganna vegna 9. gr. upplýsingalaga en sveitarfélaginu var gert að veita kæranda aðgang að skýrslunni að undanskildum tilteknum upplýsingum sem felldar yrðu undir undanþáguákvæðið, sbr. 3. mgr. 5. gr. laganna.


  • 24. febrúar 2020 / Yfirfasteignamatsnefnd

    Mál nr. 8/2019

    Rafstöðvarvegur [], Reykjavík


  • 21. febrúar 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 544/2019 - Úrskurður

    Frávísun. Engin stjórnvaldsákvörðun.


  • 21. febrúar 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 515/2019 - Úrskurður

    Ofgreiddar bætur. Felld úr gildi ákvörðun Vinnumálastofnunar um innheimtu ofgreiddra bóta. Ekki heimilt að skerða atvinnuleysisbætur vegna makabóta frá Tryggingastofnun ríkisins. Málinu vísað til nýrrar meðferðar stofnunarinnar.


  • 21. febrúar 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 514/2019 - Úrskurður

    Biðtími. Felld úr gildi ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður rétt kæranda til atvinnuleysisbóta í tvo mánuði. Ekki rannsakað nægjanlega hvort ástæður kæranda fyrir uppsögn hafi verið gildar. Málinu vísað til nýrrar meðferðar stofnunarinnar.


  • 21. febrúar 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 473/2019 - Úrskurður

    Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að stöðva greiðslur atvinnuleysisbóta þar sem bótatímabil var fullnýtt.


  • 20. febrúar 2020 / Mannanafnanefnd

    Mál nr. 15/2020 Úrskurður 20. febrúar 2020

    Beiðni um eiginnafnið Hilja (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


  • 20. febrúar 2020 / Mannanafnanefnd

    Mál nr. 14/2020 Úrskurður 20. febrúar 2020

    Beiðni um eiginnafnið Artemis (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


  • 20. febrúar 2020 / Mannanafnanefnd

    Mál nr. 13/2020 úrskurður 20. febrúar 2020

    Beiðni um eiginnafnið Stormey (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


  • 20. febrúar 2020 / Mannanafnanefnd

    Mál nr. 12/2020 Úrskurður 20. febrúar 2020

    Beiðni um eiginnafnið Halli (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


  • 20. febrúar 2020 / Mannanafnanefnd

    Mál nr. 11/2020 Úrskurður 20. febrúar 2020

    Beiðni um eiginnafnið Sigvard (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá sem ritháttur nafnsins Sigvarð (kk.)


  • 20. febrúar 2020 / Mannanafnanefnd

    Mál nr. 8/2020 Úrskurður 20. febrúar 2020

    Beiðni um eiginnafnið Jeanne (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


  • 20. febrúar 2020 / Mannanafnanefnd

    Mál nr. 7/2020 Úrskurður 20. febrúar 2020

    Beiðni um eiginnafnið Art (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


  • 20. febrúar 2020 / Mannanafnanefnd

    Mál nr. 6/2020 Úrskurður 20. febrúar 2020

    Beiðni um eiginnafnið Ymur (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


  • 20. febrúar 2020 / Mannanafnanefnd

    Mál nr. 5/2020 Úrskurður 20. febrúar 2020

    Beiðni um úrskurð um eiginnafnið Bergúlfur (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


  • 20. febrúar 2020 / Mannanafnanefnd

    Mál nr. 4/2020 Úrskurður 20. febrúar 2020

    Beiðni um eiginnafnið Haftýr (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


  • 20. febrúar 2020 / Mannanafnanefnd

    Mál nr. 10/2020 úrskurður 20. febrúar 2020

    Beiðni um eiginnafnið Grey (kk.) er hafnað


  • 20. febrúar 2020 / Mannanafnanefnd

    Mál nr. 9/2020 Úrskurður 20. febrúar 2020

    Beiðni um eiginnafnið Malin (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá sem ritháttur nafnsins Malín (kvk.)


  • 20. febrúar 2020 / Kærunefnd jafnréttismála

    Mál nr. 1/2020 - Úrskurður

    Ráðning í starf. Hæfnismat. Kærufrestur. Frávísun


  • 19. febrúar 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 434/2019 - Úrskurður

    Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um synjun bóta úr sjúklingatryggingu. Ekki talið að að bótaskylda væri fyrir hendi á grundvelli 1. tölul. 2. gr. laga um sjúklingatrygginu vegna tafa á meðferð.


  • 19. febrúar 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 426/2019 - Úrskurður

    Úrskurðarnefnd velferðarmála Mál nr. 426/2019 Miðvikudaginn 19. febrúar 2020 A gegn Tryggingastofnun ríkisins Ú R S K U R Ð U R Mál þetta úrskurða Rakel Þorsteinsdóttir lögfræðingur, Eva Dís Pálmadótt)...


  • 19. febrúar 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 278/2019 - Úrskurður

    Felld úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um 5% greiðsluþátttöku vegna tæknifrjóvgunarmeðferðar kærenda og málinu vísað aftur til Sjúkratrygginga Íslands til nýrrar meðferðar. Úrskurðarnefnd velferðarmála taldi ákvæði reglugerðar nr. 1239/2018 fela í sér mismunun og beindi þeim tilmælum til stjórnvaldsins að rannsaka nánar hvort tæknifrjóvgunarmeðferð sem kærendur gengust undir hefði verið nauðsynleg einungis sökum krabbameinsmeðferðar kæranda.


  • 19. febrúar 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 478/2019 - Úrskurður

    Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkumat. Úrskurðarnefnd velferðarmála taldi rétt að kærandi gengist undir sérhæft mat á möguleikum til endurhæfingar áður en til örorkumats kæmi.


  • 19. febrúar 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 471/2019 - Úrskurður

    Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkumat. Ekki talið að endurhæfing hefði verið fullreynd.


  • 19. febrúar 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 451/2019 - Úrskurður

    Slysatrygging. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja umsókn kæranda um bætur úr slysatryggingum almannatrygginga. Úrskurðarnefnd velferðarmála taldi umrætt atvikið virtst hafa orðið vegna þess að kærandi sneri á sér fótinn og/eða missteig sig, en ekki vegna skyndilegs utanaðkomandi atburðar.


  • 19. febrúar 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Fæðingar- og foreldraorlof

    Mál nr. 503/2019 - Úrskurður

    Kærufrestur. Kæru vísað frá þar sem kærufrestur var liðinn.


  • 19. febrúar 2020 / Úrskurðir ferðamál

    Rekstrarleyfi í flokki II – Umsögn byggingarfulltrúa – Efnisannmarki.

    Kærð var ákvörðun Sýslumannsins á Suðurlandi, frá 22. maí 2017 um að synja umsókn um rekstrarleyfi fyrir gististað í fl. II að [Þ].


  • 19. febrúar 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 449/2019 - Úrskurður

    Örorkumat. Felld úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri og tengdar greiðslur og málinu vísað aftur til stofnunarinnar til nýrrar meðferðar. Úrskurðarnefndin taldi ljóst að misræmi væri á milli skoðunarskýrslu og annarra gagna sem fyrir lágu varðandi mat á andlegri færni kæranda.


  • 19. febrúar 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 532/2019 - Úrskurður

    Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um synjun bóta úr sjúklingatryggingu. Ekki talið að sjúklingatryggingaratvik hafi leitt ekki leitt til tjóns í skilningi laga um sjúklingatryggingu.


  • 19. febrúar 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 490/2019 - Úrskurður

    Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um bætur úr sjúklingatryggingu. Úrskurðarnefnd velferðarmála taldi að við endurupptöku ákvörðunar Sjúkratrygginga Íslands hafi ekki legið fyrir ný gögn er gæfu tilefni til að breyta fyrri ákvörðun um synjun bótaskyldu.


  • 18. febrúar 2020 / Úrskurðir á málefnasviðum menningar- og viðskiptaráðuneytisins

    Endurupptökubeiðni - Tímabundin svipting rekstrarleyfis – Rekstrarleyfi í flokki III

    Með bréfi dags. 15. júlí 2019 barst ráðuneytinu endurupptökubeiðni frá [X], lögmanni, fyrir hönd [Z ehf.] (hér eftir kærandi). Beiðnin snýr að ákvörðun ráðuneytisins dags. 12. júlí 2019, þar sem staðfest var ákvörðun Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu (hér eftir sýslumaður) dags. 13. maí 2019, um að svipta kæranda tímabundið leyfi til reksturs veitingastaðar í fl. III að [Þ].


  • 18. febrúar 2020 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 14/2019. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.

    Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 13. maí 2019 kæra Aflvélar ehf. útboð Ríkiskaupa f.h. Vegagerðarinnar (hér eftir vísað til sameiginlega sem varnaraðila) nr. 20931 auðkennt „Öryggisvottaðir vegriðsendar fyrir Vegagerðina.“ Kærandi krefst þess aðallega að kærunefnd útboðsmála felli úr gildi ákvörðun varnaraðila um að velja tilboð Nortek ehf. í hinu kærða útboði og að lagt verði fyrir þá „að velja tilboð að nýju.“ Til vara gerir kærandi þá kröfu að hið kærða útboð verði ógilt og lagt verði fyrir varnaraðila að bjóða út innkaupin að nýju. Þá er þess einnig krafist að kærunefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda. Jafnframt er krafist málskostnaðar. Í þessum hluta málsins tekur kærunefnd útboðsmála afstöðu til þess hvort rétt sé að verða við kröfu varnaraðila um að aflétta sjálfkrafa stöðvun sem komst á með kæru í þessu máli.


  • 18. febrúar 2020 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 8/2019. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.

    Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 12. apríl 2019 kærir Tak – Malbik ehf. útboð Vegagerðarinnar (hér eftir vísað til sem varnaraðila) auðkennt „Efnisvinnsla á Vestursvæði 2019, Fossamelar“. Kærandi krefst þess að kærunefnd útboðsmála ógildi ákvörðun kærða um að velja tilboð Þróttar ehf. í hinu kærða útboði. Þá er þess krafist að kærunefnd „tjái sig um bótaskyldu kærða og grundvöll skaðabóta“. Auk þess er krafist málskostnaðar. Með bréfi 13. maí 2019 óskaði kærunefnd útboðsmála eftir upplýsingum um það frá varnaraðila hvort hið kærða útboð hefði verið auglýst á EES- svæðinu og hvaða sjónarmið réðu því ef það var ekki gert. Svar barst frá varnaraðila 20. maí 2019. Í þessum hluta málsins tekur kærunefnd útboðsmála afstöðu til þess hvort rétt sé að verða við kröfu varnaraðila um að aflétta sjálfkrafa stöðvun innkaupaferlisins sem komst á með kæru í þessu máli.


  • 18. febrúar 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Greiðsluaðlögunarmál

    Mál nr. 508/2019 - Úrskurður

    Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um að fella niður greiðsluaðlögunarumleitanir kæranda með vísan til 5. mgr. 13. gr., sbr. 15. gr. lge.


  • 17. febrúar 2020 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 20/2019. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.

    Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 11. júlí 2019 kærði Penninn ehf. örútboð Landspítala (hér eftir vísað til sem varnaraðila) nr. 11/2019 auðkennt „Húsgögn fyrir Skaftahlíð“ sem fram fór á grundvelli rammasamnings nr. 20563 RS – Húsgögn. Kærandi krefst þess aðallega að kærunefnd útboðsmála felli úr gildi ákvörðun varnaraðila „um að ganga til samninga við Sýrusson ehf. um kaup á skrifborðum í húsnæðið að Skaftahlíð 24, Reykjavík.“ Til vara að nefndin felldi úr gildi framangreinda ákvörðun og leggi fyrir varnaraðila að auglýsa útboðið að nýju. Þá er þess krafist að nefndin láti í ljós álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila. Jafnframt er krafist málskostnaðar.


  • 17. febrúar 2020 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 23/2019. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.

    Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 22. júlí 2019 kærðu Hópferðabílar Reynis Jóhannssonar ehf. og Sigurður Sverrir Jónsson útboð Ríkiskaupa fyrir hönd Hvalfjarðarsveitar (hér eftir vísað til sem varnaraðila) nr. 20912 „Skólaakstur fyrir Hvalfjarðarsveit“. Kærendur krefjast þess að kærunefnd útboðsmála ógildi útboðið og geri varnaraðilum að auglýsa það að nýju. Þá er þess krafist að kærunefnd útboðsmála láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kærendum. Jafnframt er krafist málskostnaðar. Varnaraðilum var kynnt kæran og gefinn kostur á að gera athugasemdir. Með greinargerðum varnaraðila 6. og 29. ágúst 2019 kröfðust varnaraðilar þess að öllum kröfum kæranda yrði vísað frá eða hafnað. Kærandi gerði athugasemdir við greinargerð varnaraðila 21. október 2019. Með ákvörðun kærunefndar útboðsmála 15. ágúst 2019 var aflétt stöðvun samningsgerðar milli varnaraðila og Skagaverks ehf. í kjölfar hins kærða útboðs.


  • 17. febrúar 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 53/2020 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Grikklands er staðfest.


  • 17. febrúar 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 67/2020 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Þýskalands er staðfest.


  • 17. febrúar 2020 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 21/2019. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.

    Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 11. júlí 2019 kærir Jökulfell ehf. samningskaup RARIK auðkennd „Hitaveita RARIK í Hornafirði – Lagning stofnpípu frá Hoffelli og að kyndistöð á Höfn“. Kærandi krefst þess að kærunefnd útboðsmála felli úr gildi ákvörðun varnaraðila RARIK (hér eftir vísað til sem varnaraðila) um að ganga til samningskaupa við Rósaberg ehf. um fyrrnefnt verk og að lagt verði fyrir RARIK að auglýsa verkið að nýju. Til vara er þess krafist að fyrrnefnd ákvörðun verði ógilt og að tilboð sem bárust utan tilboðsfrests verði metin ógild. Þá er þess krafist að kærunefnd útboðsmála láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda. Jafnframt er krafist málskostnaðar. Varnaraðila var kynnt kæran og gefinn kostur á að gera athugasemdir. Með greinargerð 18. júlí 2019 krafðist hann þess að kærunni yrði vísað frá nefndinni en til vara að öllum kröfum kæranda yrði hafnað. Aðilum var gefinn kostur á að skila frekari athugasemdum en þeir nýttu ekki það tækifæri.


  • 17. febrúar 2020 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 17/2019. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.

    Með kæru 21. júní 2019 kærðu Þ.S. Verktakar ehf. útboð Vegagerðarinnar „Dettifossvegur (862-02) Hólmatungur – Ásheiði“. Kærandi gerir aðallega þá kröfu að felld verði úr gildi ákvörðun varnaraðila Vegagerðarinnar (hér eftir vísað til sem varnaraðila) um að velja tilboð G. Hjálmarssonar hf. í hinu kærða útboði. Til vara er þess krafist að kærunefnd útboðsmála láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda. Í báðum tilvikum er þess einnig krafist að varnaraðila verði gert að greiða kæranda málskostnað. Varnaraðilum var kynnt kæran og gefinn kostur á að gera athugasemdir. Með greinargerðum varnaraðila 10. og 19. ágúst og 31. júlí 2019 krafðist varnaraðili þess að öllum kröfum kæranda yrði hafnað. G. Hjálmarssyni hf. var gefinn kostur á að koma að athugasemdum og bárust þær 5. júlí 2019. Kærandi gerði athugasemdir við greinargerð varnaraðila 27. september 2019. Með ákvörðun kærunefndar útboðsmála 17. júlí 2019 var aflétt stöðvun samningsgerðar milli varnaraðila og G. Hjálmarsson hf.


  • 17. febrúar 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 25/2020 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Þýskalands er staðfest.


  • 17. febrúar 2020 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 2/2020. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.

    Stöðvunarkröfu hafnað. Útboðsskylda á evrópska efnahagssvæðinu. Uppsögn samnings. Kröfu kæranda um stöðvun útboðs varnaraðila um kaup á ýmsum tegundum glerja var hafnað þar sem þegar gerðum samningi hafði verið sagt upp og varnaraðili hugðist hefja nýtt innkaupaferli.


  • 17. febrúar 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 47/2020 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Danmerkur er staðfest.


  • 17. febrúar 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 52/2020 Úrskurður

    Beiðni kæranda um endurupptöku er samþykkt. Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Tékklands er felld úr gildi.


  • 17. febrúar 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 49/2020 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Hollands er staðfest.


  • 17. febrúar 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 50/2020 Úrskurður

    Beiðni kæranda og barna hennar um endurupptöku er samþykkt. Ákvarðanir Útlendingastofnunar eru felldar úr gildi. Lagt er fyrir stofnunina að taka mál kæranda og barna hennar til efnismeðferðar.


  • 17. febrúar 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 51/2020 Úrskurður

    Beiðni kæranda um endurupptöku máls hans fyrir kærunefnd á grundvelli 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 er hafnað.


  • 17. febrúar 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 36/2020 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Póllands er staðfest.


  • 17. febrúar 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 58/2020 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og endursenda hann til Grikklands er staðfest.


  • 17. febrúar 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 54/2020 Úrskurður

    Ákvarðanir Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsóknir kærenda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda þau til Grikklands eru staðfestar.


  • 14. febrúar 2020 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 2/2020

    Kærð var ákvörðun Embættis landlæknis sem synjaði kæranda um starfsleyfi sem osteópati. Ráðuneytið staðfesti ákvörðun embættisins.


  • 14. febrúar 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 68/2019 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum er staðfest.


  • 12. febrúar 2020 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 98/2019 - Úrskurður

    Lok leigutíma. Leigugreiðslur


  • 12. febrúar 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Nr. 432/2019 - Úrskurður

    Afhending gagna og upplýsinga. Felld úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um aðgang að upplýsingum um starfsfólk stofnunarinnar og þeim hluta málsins vísað aftur til stofnunarinnar til nýrrar meðferðar. Þeim hluta kæru sem varðar afgreiðslu Tryggingastofnunar ríkisins á beiðni um afrit af fundargerð og frekari gögnum um aðkomu lækna er vísað frá þar sem umbeðin gögn eru ekki til og því telst ekki vera um synjun stjórnvalds að ræða í skilningi 19. gr. stjórnsýslulaga.


  • 12. febrúar 2020 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 73/2019 - Úrskurður

    Leigusamningur: Tryggingarfé. Skaðabætur. Leiga.


  • 12. febrúar 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 436/2019 - Úrskurður

    Heimilisuppbót. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja umsókn kæranda um heimilisuppbót. Talið að kærandi deildi aðstöðu með öðrum og nyti fjárhagslegs hagræðis af því.


  • 12. febrúar 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 435/2019 - Úrskurður

    Heimilisuppbót. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja umsókn kæranda um heimilisuppbót. Talið að kærandi deildi aðstöðu með öðrum og nyti fjárhagslegs hagræðis af því.


  • 12. febrúar 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 394/2019 - Úrskurður

    Felld úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um bætur úr sjúklingatryggingu. Að mati úrskurðarnefndar velferðarmála verður 7. gr. skaðabótalaga ekki túlkuð með öðrum hætti en samkvæmt orðanna hljóðan og með þeim hætti að 7. gr. skaðabótalaga, leidd af meginreglu 1. mgr. ákvæðisins, kveði á um að miða skuli við tjónsdag við útreikning lágmarksárslauna samkvæmt 3. mgr. 7. gr. skaðabótalaga.


  • 12. febrúar 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 412/2019 - Úrskurður

    Heimilisuppbót. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að stöðva greiðslur heimilisuppbótar til kæranda. Ekki fallist á að kærandi nyti ekki fjárhagslegs hagræðis af sambýli við son sinn.


  • 12. febrúar 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 525/2019 - Úrskurður

    Ofgreiddar bætur. Ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja umsókn kæranda um barnalífeyri vegna náms.


  • 12. febrúar 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 255/2019 - Úrskurður

    Ofgreiddar bætur. Felld úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um endurreikning og uppgjör á tekjutengdum bótum. Úrskurðarnefnd velferðarmála taldi hagnað af atvinnustarfsemi kæranda standa í svo nánu sambandi við reiknað endurgjald af atvinnustarfseminni að ekki væru rök til þess að telja hagnaðinn hafa fallið til á öðru tímabili heldur en hið reiknaða endurgjald


  • 12. febrúar 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 454/2019 - Úrskurður

    Heimilisuppbót. Felld úr gildi afgreiðsla Tryggingastofnunar ríkisins á umsókn kæranda um heimilisuppbót og upphafstíma greiðslna heimilisuppbótar til kæranda breytt vegna ársins 2018, þar sem ekkert í gögnum málsins gaf til kynna að kærandi hefði ekki verið einn um heimilisrekstur á umræddu tímabili. Staðfest ákvörðun stofnunarinnar um greiðslur til kæranda vegna ársins 2019.


  • 12. febrúar 2020 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 100/2019 - Álit

    Hávaði frá sorprennu.


  • 12. febrúar 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 366/2019 - Úrskurður

    Endurhæfingarlífeyrir. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að greiðsluhlutfall endurhæfingarlífeyris til kæranda skyldi vera 37,95%.


  • 12. febrúar 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 347/2019 - Úrskurður

    Ofgreiddar bætur. Felld úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um endurreikning og uppgjör á tekjutengdum bótum. Úrskurðarnefndin taldi Tryggingastofnun ekki hafa rannsakað málið nægjanlega áður en hin kærða ákvörðun var tekin, sbr. 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og 38. gr. laga um almannatryggingar.


  • 12. febrúar 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 318/2019 - Úrskurður

    Örorkumat. Staðfest afgreiðsla Tryggingastofnunar ríkisins á umsókn kæranda um örorkulífeyri. Fallist var á þá niðurstöðu Tryggingastofnunar að greiðsluhlutfall örorkulífeyris til kæranda skyldi vera 65,70%. Þá taldi úrskurðarnefndin ekki tilefni til þess að gera athugasemdir við að fjárhæð greiðslna frá Tryggingastofnun til kæranda skertust vegna íslenskra lífeyrissjóðstekna og slysabóta.


  • 12. febrúar 2020 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 107/2019 - Úrskurður

    Frístundahús.


  • 12. febrúar 2020 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 106/2019 - Úrskurður

    Ótímabundinn leigusamningur: Tryggingarfé. Leiga. Skemmdir.


  • 12. febrúar 2020 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 102/2019 - Úrskurður

    Ótímabundinn leigusamningur: Lok leigutíma.


  • 11. febrúar 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Félagsþjónusta og húsnæðismál

    Mál nr. 472/2019 - Úrskurður

    Fjárhagsaðstoð. Staðfest synjun Ísafjarðarbæjar á umsókn kæranda um námsstyrk.


  • 11. febrúar 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Félagsþjónusta og húsnæðismál

    Mál nr. 513/2019 - Úrskurður

    Frávísun. Engin stjórnvaldsákvörðun.


  • 11. febrúar 2020 / Úrskurðir ferðamál

    Stjórnvaldssekt – Heimagisting.

    Með erindi, dags. 31. október 2018, bar [X], fram kæru vegna ákvörðunar Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu frá 16. nóvember 2018 um að leggja stjórnvaldssekt á kæranda að fjárhæð 2.000.000 kr. vegna óskráðrar gististarfsemi að [Z].


  • 11. febrúar 2020 / Stjórnsýslukærur - úrskurðir

    Úrskurður fjármála- og efnahagsráðuneytisins vegna stjórnsýslukæru á synjun ríkisskattstjóra á að veita undanþágu frá skattskyldu vegna greiðslna til félagsins í tengslum við verkefni þess hér á landi.

    Hinn 2. desember 2019 barst ráðuneytinu stjórnsýslukæra , fyrir hönd , dags. 27. nóvember 2019. Þess er krafist að synjun ríkisskattstjóra á að veita undanþágu frá skattskyldu vegna greiðslna til félagsins í tengslum við verkefni þess hér á landi verði felld úr gildi í heild eða að hluta. Þá er krafist málskostnaðar úr ríkissjóði.


  • 10. febrúar 2020 / Úrskurðir um sjávarútveg og fiskeldi

    Ákvörðun Fiskistofu kærð vegna úthlutunar byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2018/2019

    Byggðakvóti. Úthlutun aflaheimilda. Skilyrði fyrir úthlutun. Breyttar reglur. Frávísun.


  • 10. febrúar 2020 / Úrskurðir um sjávarútveg og fiskeldi

    Ákvörðun Fiskistofu kærð vegna úthlutunar byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2018/2019

    Byggðakvóti. Úthlutun aflaheimilda. Skilyrði fyrir úthlutun. Breyttar reglur. Frávísun.


  • 10. febrúar 2020 / Úrskurðir um sjávarútveg og fiskeldi

    Ákvörðun Fiskistofu kærð vegna úthlutunar byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2018/2019

    Byggðakvóti. Úthlutun aflaheimilda. Skilyrði fyrir úthlutun. Breyttar reglur. Frávísun.


  • 867/2020. Úrskurður frá 29. janúar 2020

    Kærð var synjun fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni blaðamanns um aðgang að fundargerðum stjórnar Lindarhvols ehf. fyrir árin 2016-2018. Ráðuneytið synjaði beiðninni á þeim grundvelli að afgreiðsla hennar tæki of langan tíma, sbr. 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, m.a. vegna þess að afmá þyrfti hluta upplýsinganna úr fundargerðunum með hliðsjón af 9. og 10. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin féllst ekki á að yfirferð fundargerðanna gæti tekið svo langan tíma að undantekningarákvæði 4. mgr. 15. gr. ætti við. Ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins var því felld úr gildi og lagt fyrir ráðuneytið að taka málið til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.


  • 866/2020. Úrskurður frá 29. janúar 2020

    Kærð var synjun Fiskistofu á beiðni um aðgang að tilkynningum til stofnunarinnar um veiddar langreyðar og skoðunarskýrslum stofnunarinnar vegna eftirlitsferða við langreyðaveiðar. Synjunin byggðist á því að stór hluti þess sem fram kæmi í gögnunum fæli í sér mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þriðja aðila, sem sanngjarnt og eðlilegt væri að færu leynt, skv. 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi upplýsingarnar hins vegar ekki verða felldar undir undanþáguákvæði 9. gr. upplýsingalaga og var Fiskistofu því gert að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum.


  • 865/2020. Úrskurður frá 29. janúar 2020

    Kærð var synjun Herjólfs ohf. á beiðni um aðgang að farmskrá ferjunnar og upplýsingum um nöfn umsækjenda um störf hjá félaginu. Að því er varðaði farmskrána vísaði Herjólfur til þess að um væri að ræða upplýsingar um mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni félagsins. Væri því óheimilt að veita aðgang að henni, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Einnig var vísað til samkeppnishagsmuna Herjólfs ohf. Að mati úrskurðarnefndarinnar fól farmskráin ekki í sér slíkar upplýsingar og var félaginu gert að afhenda skrána. Hvað varðar umsækjendur um störf er ekki skylt að veita aðgang að slíkum upplýsingum hjá lögaðilum sem falla undir upplýsingalög, öfugt við það sem gildir um umsækjendur um störf hjá stjórnvöldum. Úrskurðarnefndin staðfesti því þann hluta ákvörðunar Herjólfs ohf.


  • 864/2020. Úrskurður frá 29. janúar 2020

    Kærð var synjun Isavia ohf. á beiðni blaðamanns um aðgang að tveimur minnisblöðum sem unnin voru fyrir Isavia ohf. Synjunin var aðallega byggð á 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, þ.e. að minnisblöðin fælu í sér lögfræðilega álitsgerð sem hefði verið tekin saman í tengslum við dómsmál. Að mati úrskurðarnefndarinnar báru minnisblöðin með sér að þeirra hefði verið aflað í tengslum við aðgerðir Isavia ohf. gegn WOW Air. Var synjunin því staðfest.


  • 863/2020. Úrskurður frá 29. janúar 2020

    Kærð var synjun þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis á beiðni um gögn varðandi tiltekinn einstakling. Fram kom að gögnin hefðu verið flutt á Borgarskjalasafn og væru því ekki fyrirliggjandi hjá þjónustumiðstöðinni. Málinu var vísað frá úrskurðarnefndinni.


  • 862/2020. Úrskurður frá 29. janúar 2020

    Kærð var synjun RARIK ohf. á beiðni um gögn er varða jarðhitaboranir í Hornafirði. Synjunin byggði á því að um væri að ræða upplýsingar um fjárhagsmálefni einstaklinga og fyrirtækja sem óheimilt væri að afhenda, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. RARIK ohf. var gert að afhenda samning við landeigendur um jarðhitaréttindi, þar sem samningurinn innihélt ákvæði um þinglýsingu, einnig skýrslu Íslenskra orkurannsókna, þar sem stofnunin samþykkti afhendingu skýrslunnar. Að öðru leyti var synjun RARIK ohf. staðfest á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga.


  • 07. febrúar 2020 / Úrskurðir félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins

    Úrskurður félagsmálaráðuneytisins nr. 001/2020

    Umsókn um tímabundið atvinnuleyfi vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar. Beiðni um frestun réttaráhrifa.


  • 07. febrúar 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 60/2020 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um langtímavegabréfsáritun er staðfest.


  • 07. febrúar 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 57/2020 Úrskurður

    Kæru kæranda á ákvörðun Útlendingastofnunar er vísað frá kærunefnd útlendingamála.


  • 07. febrúar 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 56/2020 Úrskurður

    Kæru kæranda á ákvörðun Útlendingastofnunar er vísað frá kærunefnd útlendingamála.


  • 07. febrúar 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 55/2020 Úrskurður

    Kæru kæranda á ákvörðun Útlendingastofnunar er vísað frá kærunefnd útlendingamála.


  • 06. febrúar 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 43/2020 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kærenda um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum ásamt því að brottvísa þeim frá Íslandi og ákveða endurkomubann er felld úr gildi. Lagt er fyrir Útlendingastofnun að taka mál kærenda til nýrrar meðferðar.


  • 06. febrúar 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 46/2020 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum er staðfest.


  • 06. febrúar 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 45/2020 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, og frávísun er staðfest.


  • 05. febrúar 2020 / Úrskurðir um sjávarútveg og fiskeldi

    Ráðuneytið staðfesti ákvörðun Fiskistofu um að veita útgerð skriflega áminningu þar sem veiðiferð skips hafði ekki verið færð í afladagbók áður en skip lagðist að bryggju.

    Strandveiðar, afladagbók, skip leggst að bryggju, meðalhófsreglan, skrifleg áminning


  • 05. febrúar 2020 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 33/2019. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.

    Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 18. desember 2020 kærir Íslensk orkumiðlun ehf. útboð Veitna ohf. og Orkuveitu Reykjavíkur – Vatns- og fráveitu sf. (hér eftir vísað til sem varnaraðila) auðkennt „VEIK-2019-11 Raforkukaup fyrir Veitur“. Kærandi krefst þess aðallega að kærunefnd útboðsmála stöðvi um stundarsakir samningsviðræður varnaraðila við Orku náttúrunnar ohf. vegna raforkukaupa í flokki C þar til endanlega hefur verið skorið úr kæru. Þá er þess krafist að felld verði úr gildi ákvörðun varnaraðila um að hafna tilboði kæranda vegna raforkukaupa í flokki C í hinu kærða útboði, að felld verði úr gildi ákvörðun varnaraðila að ganga að tilboði Orku náttúrunnar ehf. vegna raforkukaupa í flokki C og að varnaraðilum verði gert að taka tilboði kæranda í sama flokki. Kærandi krefst þess til vara að kærunefnd útboðsmála lýsi útboðið ógilt. Þá er þess krafist í öllum tilvikum að kærunefnd útboðsmála láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda. Jafnframt er krafist málskostnaðar úr hendi varnaraðila. Í þessum þætti málsins verður tekin afstaða til þeirrar kröfu kæranda að hið kærða útboð verði stöðvað um stundarsakir.


  • 05. febrúar 2020 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 20/2018. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.

    Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 1. nóvember 2018 kærði Vistor hf. f.h. Octaparma AB rammasamningsútboð Ríkiskaupa f.h. Landspítala, Sjúkrahússins á Akureyri, Sólvangs Hjúkrunarheimilis, Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Heilbrigðisstofnunar Austurlands, Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar, Áss í Hveragerði, Markar hjúkrunarheimilis og Sjúkratrygginga Íslands (hér eftir sameiginlega vísað til sem varnaraðila). Útboðið var nr. 20727 og auðkennt „Ýmis lyf 43 fyrir sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir; Storkuþáttur VIII, framleiddur með raðbrigða erfðatækni (human recombinant factor VIII) í ATC flokki B02BD02“. Endanlegar kröfur kæranda eru þær að kærunefnd útboðsmála láti uppi álit á skaðabótaskyldu varnaraðila og að honum verði úrskurðaður málskostnaðar.


  • 05. febrúar 2020 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 23/2018. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.

    Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 11. nóvember 2018 kærði Icepharma hf. f.h. Bayer AG rammasamningsútboð Ríkiskaupa f.h. Landspítala, Sjúkrahússins á Akureyri, Sólvangs Hjúkrunarheimilis, Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Heilbrigðisstofnunar Austurlands, Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar, Áss í Hveragerði, Markar hjúkrunarheimilis og Sjúkratrygginga Íslands (hér eftir sameiginlega vísað til sem varnaraðila). Útboðið var nr. 20727 og auðkennt „Ýmis lyf 43 fyrir sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir; Storkuþáttur VIII, framleiddur með raðbrigða erfðatækni (human recombinant factor VIII) í ATC flokki B02BD02“. Kærandi krefst þess „að hið kærða útboð verði fellt úr gildi, samningur varnaraðila við CSL-Behring GmbH lýstur óvirkur og varnaraðila verði gert að auglýsa útboðið að nýju. Til vara er þess krafist að ákvörðun varnaraðila um að meta ekki tilboð kæranda á þeim grundvelli að það uppfyllti ekki hæfiskröfur verði lýst ólögmæt og nefndin viðurkenni skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda.“ Þá er krafist málskostnaðar.


  • 04. febrúar 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 8/2020 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um dvalarleyfi á grundvelli 70. gr. laga um útlendinga er felld úr gildi. Lagt er fyrir stofnunina að taka umsókn kæranda til nýrrar meðferðar.


  • 04. febrúar 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 9/2020 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um ótímabundið dvalarleyfi á grundvelli 58. gr. laga um útlendinga er felld úr gildi. Lagt er fyrir stofnunina að taka umsókn kæranda til nýrrar meðferðar.


  • 04. febrúar 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 39/2020 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að brottvísa kæranda frá Íslandi og ákveða honum sjö ára endurkomubann er staðfest.


  • 04. febrúar 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 10/2020 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um dvalarleyfi á grundvelli 70. gr. laga um útlendinga er felld úr gildi. Lagt er fyrir stofnunina að taka umsókn kæranda til nýrrar meðferðar.


  • 04. febrúar 2020 / Úrskurðir um sjávarútveg og fiskeldi

    Ákvörðun Fiskistofu kærð vegna úthlutunar byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2018/2019

    Byggðakvóti. Byggðakvóti. Úthlutun aflaheimilda. Skilyrði fyrir úthlutun. Heimilisfang eiganda báts. Lögvarðir hagsmunir.


  • 04. febrúar 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 11/2020 Úrskurður

    Kæru kæranda á ákvörðun Útlendingastofnunar er vísað frá kærunefnd útlendingamála.


  • 04. febrúar 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 12/2020 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um dvalarleyfi á grundvelli 71. gr. laga um útlendinga er felld úr gildi. Lagt er fyrir stofnunina að taka umsókn kæranda til nýrrar meðferðar.


  • 04. febrúar 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 29/2020 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að brottvísa kæranda frá Íslandi og ákveða honum tveggja ára endurkomubann er staðfest.


  • 03. febrúar 2020 / Endurupptökunefnd

    Mál nr. 2/2019

    Beiðni um endurupptöku héraðsdómsmáls nr. E-430/2016


  • 03. febrúar 2020 / Endurupptökunefnd

    Mál nr. 9/2019

    Beiðni um endurupptöku héraðsdómsmálsins nr. S-226/2016


  • 03. febrúar 2020 / Endurupptökunefnd

    Mál nr. 5/2018

    Beiðni um endurupptöku héraðsdómsmálsins nr. S-261/2014


  • 03. febrúar 2020 / Endurupptökunefnd

    Mál nr. 8/2018

    Beiðni um endurupptöku hæstaréttarmáls nr. 65/2017


  • 03. febrúar 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 41/2020 Úrskurður

    Beiðni kæranda um endurupptöku er samþykkt. Ákvörðun Útlendingastofnunar er felld úr gildi. Lagt er fyrir Útlendingastofnun að taka mál kæranda til efnismeðferðar.


  • 03. febrúar 2020 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 29/2018. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.

    Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 20. desember 2018 kærði Hraðbraut ehf. að þjónustusamningar mennta- og menningarmálaráðuneytisins (hér eftir vísað til sem „varnaraðila“) við Verslunarskóla Íslands ses., Tækniskólann ehf., og Menntaskóla Borgarfjarðar ehf. hefðu ekki verið boðnir út í samræmi við ákvæði laga nr. 120/2016 um opinber innkaup. Kærandi gerir þær kröfur að „ráðherra tryggi að útboð þessara þjónustusamninga fari fram sem fyrst“ í samræmi við ákvæði laga um opinber innkaup. Til vara er þess krafist „að ráðherra sæti fjárhagslegri ábyrgð.“ Þá er þess krafist að kærunefnd útboðsmála láti uppi álit á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda. Kærandi krefst jafnframt málskostnaðar. Varnaraðila var kynnt kæran og gefinn kostur á að gera athugasemdir. Skilaði hann greinargerð 21. febrúar 2019, sem skilja verður með þeim hætti að hann krefjist þess að öllum kröfum kæranda verði hafnað. Með bréfum 9. júní 2019 og 28. ágúst 2019 var óskað frekari upplýsinga frá varnaraðila sem svarað var með bréfum mótteknum 12. júní og 23. september 2019. Verzlunarskóla Íslands ses., Tækniskólanum ehf. og Menntaskóla Borgarfjarðar ehf. voru jafnframt kynnt gögn málsins og gefinn kostur á að gera athugasemdir. Verzlunarskóli Íslands ses. og Tækniskólinn ehf. skiluðu greinargerðum mótteknum 11. og 12. september 2019 án þess að í þeim kæmu fram sérstakar kröfur um málsúrslit. Menntaskóli Borgarfjarðar ehf. lét málið ekki til sín taka. Kærandi kom frekari röksemdum á framfæri með greinargerðum sem mótteknar voru 11. mars og 30. september 2019. Með erindi 26. nóvember 2019 tilkynnti kærunefnd útboðsmála aðilum að hún hefði til skoðunar að leita ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins á því hvort framlög ríkisins til framhaldsskóla samkvæmt þjónustusamningum leiði til þess að útboðsskylda sé til staðar, sbr. tilskipun nr. 2014/24/ESB. Var aðilum gefið færi á að tjá sig um þetta, sbr. 3. mgr. 108. gr. laga nr. 120/2016 um opinber innkaup. Athugasemdir bárust frá kæranda og varnaraðila 5. desember 2019, en aðrir aðilar hafa ekki látið þennan þátt málsins til sín taka.


  • 31. janúar 2020 / Úrskurðir á málefnasviðum menningar- og viðskiptaráðuneytisins

    Kærð var ákvörðun Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu frá 22. nóvember 2016 um að synja umsókn um rekstrarleyfi fyrir gististað í fl. II að.

    Synjun á umsókn um útgáfu rekstrarleyfis í flokki II – Gististaðir


  • 31. janúar 2020 / Úrskurðir ferðamál

    Synjun á umsókn um útgáfu rekstrarleyfis í flokki II – Gististaðir.

    Kærð var ákvörðun Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, frá 22. nóvember 2016 um að synja umsókn um rekstrarleyfi fyrir gististað í fl. II að [Y].


  • 29. janúar 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 32/2020 Úrskurður

    Beiðni kærenda um endurupptöku máls þeirra fyrir kærunefnd á grundvelli 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 er hafnað.


  • 29. janúar 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 439/2019 - Úrskurður

    Slysatrygging. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja umsókn kæranda um bætur úr slysatryggingum almannatrygginga. Úrskurðarnefnd velferðarmála taldi að ekki hafi verið um óvæntar ytri aðstæður að ræða í tilviki kæranda.


  • 29. janúar 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 422/2019 - Úrskurður

    Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri og tengdar greiðslur. Úrskurðarnefndin féllst á að skilyrði 50% örorku væru uppfyllt. Málinu vísað aftur til stofnunarinnar til ákvörðunar á tímalengd greiðslu örorkustyrks.


  • 29. janúar 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 28/2020 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Ítalíu er staðfest. 


  • 29. janúar 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 304/2019 - Úrskurður

    Slysatrygging/örorka. Felld úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar um 10% varanlega örorku kæranda. Úrskurðarnefndin taldi að varanleg örorka kæranda væri hæfilega metin 19%.


  • 29. janúar 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 33/2020 Úrskurður

    Ákvarðanir Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsóknir kærenda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda þau til Grikklands eru staðfestar.


  • 29. janúar 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 447/2019 - Úrskurður

    Örorka. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkumat. Ekki talið að endurhæfing hafi verið fullreynd.


  • 29. janúar 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 445/2019 - Úrskurður

    Slysatrygging. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja umsókn kæranda um bætur úr slysatryggingum almannatrygginga. Ekki um skyndilegan utanaðkomandi atburð að ræða í tilviki kæranda.


  • 29. janúar 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 444/2019 - Úrskurður

    Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkumat. Ekki talið að endurhæfing hafi verið fullreynd.


  • 29. janúar 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 35/2020 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hana til Grikklands er staðfest.


  • 29. janúar 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 37/2020 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Svíþjóðar er staðfest.


  • 29. janúar 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 34/2020 Úrskurður

    Ákvarðanir Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsóknir kæranda og barna hans um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda þau til Grikklands eru staðfestar.


  • 29. janúar 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 344/2019 - Úrskurður

    Tannlækningar. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja þátttöku í kostnaði vegna tannlækninga. Tannvandi kæranda ekki talinn falla undir þágildandi 1. tölul. 15. gr. reglugerðar nr. 451/2013. Ekki fallist á vanhæfi lektors við tannlæknadeild Háskóla Íslands. Ekki talið að Sjúkratryggingar Íslands hefðu brotið gegn 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 eða 11. gr. sömu laga.


  • 29. janúar 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Nr. 391/2019 - Úrskurður

    Læknismeðferð erlendis. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja kæranda um greiðslu ferðastyrks fylgdarmanns vegna læknismeðferðar erlendis. Ekki fallist á að mjög mikil áhætta fylgi ferðalaginu eða að kærandi sé ósjálfbjarga í skilningi 8. gr. reglugerðar nr. 712/2010.


  • 28. janúar 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 519/2019 - Úrskurður

    Kærufrestur. Kæru vísað frá þar sem kærufrestur var liðinn.


  • 28. janúar 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 479/2019 - Úrskurður

    Frávísun. Enginn ágreiningur til staðar í málinu.


  • 28. janúar 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 465/2019 - Úrskurður

    Frávísun. Enginn ágreiningur til staðar í málinu.


  • 28. janúar 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 378/2019 - Úrskurður

    Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um innheimtu ofgreiddra bóta.


  • 28. janúar 2020 / Yfirfasteignamatsnefnd

    Mál nr. 6/2019

    Gjáhella [], Hafnarfjörður.


  • 28. janúar 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 458/2019 - Úrskurður

    Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að stöðva greiðslur atvinnuleysisbóta á grundvelli 46. gr. laga nr. 54/2006. Kærandi tilkynnti ekki um heimkomu.


  • 28. janúar 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 448/2019 - Úrskurður

    Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að hafna umsókn kæranda um atvinnuleysisbætur. Fullnægjandi vottorð frá fyrrverandi vinnuveitanda lá ekki fyrir.


  • 28. janúar 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 306/2019 - Úrskurður

    Bótahlutfall, viðurlög og ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um leiðréttingu á bótahlutfalli og innheimtu ofgreiddra bóta. Felld úr gildi ákvörðun um að fella niður bótarétt í tvo mánuði.


  • 24. janúar 2020 / Álit á sviði sveitarstjórnarmála

    Álit samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN18030116

    Stjórnsýsla Sveitarfélagsins Skagafjarðar


  • 23. janúar 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 22/2020 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum vísa henni frá Íslandi er staðfest.


  • 23. janúar 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 30/2020 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum er felld úr gildi að hluta. Lagt er fyrir stofnunina að veita kæranda dvalarleyfi á grundvelli 2. mgr. 74. gr. laga um útlendinga.


  • 23. janúar 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 24/2020 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja kæranda og börnum hennar um fjölskyldusameiningu á grundvelli 3. mgr. 45. gr. laga um útlendinga er felld úr gildi. Lagt er fyrir stofnunina að taka mál kæranda til meðferðar að nýju.


  • 23. janúar 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 21/2020 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar er felld úr gildi. Kæranda er veitt alþjóðleg vernd á grundvelli 1. mgr. 37. gr. laga um útlendinga, sbr. 1. mgr. 40. gr. s.l. Lagt er fyrir stofnunina að veita kæranda dvalarleyfi á grundvelli 73. gr. laga um útlendinga.


  • 23. janúar 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 26/2020 úrskurður

    Ákvarðanir Útlendingastofnunar um að synja umsóknum kæranda og A um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum og vísa þeim frá Íslandi er staðfest.


  • 23. janúar 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 23/2020 Úrskurður

    Ákvarðanir Útlendingastofnunar í málum kærenda er felld úr gildi. Kærendum er veitt alþjóðleg vernd á grundvelli 1. mgr. 37. gr. laga um útlendinga, sbr. 1. mgr. 40. gr. s.l. og 2. mgr. 45. gr. s.l. Lagt er fyrir stofnunina að veita kærendum dvalarleyfi á grundvelli 73. gr. laga um útlendinga.


  • 23. janúar 2020 / Álit á sviði sveitarstjórnarmála

    Álit samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN18120080

    Stjórnsýsla Norðurþings


  • 22. janúar 2020 / Úrskurðir mennta- og menningarmálaráðuneytisins

    Höfnun framhaldsskóla á umsókn um iðnmeistaranám

    Ár 2020, miðvikudaginn 22. janúar, var kveðinn upp í mennta- og menningarmálaráðuneytinu svofelldur úrskurður


  • 22. janúar 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 408/2019 - Úrskurður

    Meðlag. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að hafa milligöngu um meðlagsgreiðslur til barnsmóður kæranda. Úrskurðarnefnd velferðarmála taldi að túlka yrði heimild Tryggingastofnunar til greiðslu aftur í tímann samkvæmt 4. mgr. 63. gr. laga um almannatryggingar á þá leið að stofnuninni bæri almennt að greiða aftur í tímann í samræmi við lagaákvæðið ef meðlagsákvörðun gæfi tilefni til þess


  • 22. janúar 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 407/2019 - Úrskurður

    Meðlag. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að hafa milligöngu um meðlagsgreiðslur til barnsmóður kæranda. Lögformleg meðlagsákvörðun lá fyrir.


  • 22. janúar 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 401/2019 - Úrskurður

    Uppbót/styrkur til bifreiðakaupa. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um uppbót/styrk til bifreiðakaupa. Kærandi ekki talinn uppfylla skilyrði 1. tölul. 2. mgr. 4. gr. reglugerðar nr. 170/2009 um að ökumaður kæranda væri heimilismaður hans.


  • 22. janúar 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 400/2019 - Úrskurður

    Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um endurreikning og uppgjör á tekjutengdum bótum. Mat úrskurðarnefndarinnar var að miða skyldi við fjármagnstekjur fyrir skatt við endurreikning og uppgjör bóta.


  • 22. janúar 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 395/2019 - Úrskurður

    Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja umsókn kæranda um barnalífeyri vegna náms. Eignir kæranda voru yfir viðmiðunarmörkum reglugerðar nr. 1200/2018 um heimilisuppbót og uppbætur á lífeyri


  • 22. janúar 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 390/2019 - Úrskurður

    Hjálpartæki. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja umsókn kæranda um styrk til kaupa á hjólastólalyftu í bíl, festingu í bifreið og ísetningu tækja. Úrskurðarnefnd velferðarmála taldi ljóst að kærandi dveldist á öldrunarstofnun og uppfyllti því ekki skilyrði 5. gr. reglugerðar nr. 1155/2013.


  • 22. janúar 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 295/2019 - Úrskurður

    Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um bætur úr sjúklingatryggingu. Kæru vegna frádráttar staðgreiðslu af bótum til kæranda vísað frá úrskurðarnefnd velferðarmála og kröfu um greiðslu lögmannskostnaðar hafnað.


  • 22. janúar 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 374/2019 - Úrskurður

    Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um endurreikning og uppgjör á tekjutengdum bótum kæranda og innheimtu ofgreiddra bóta.


  • 22. janúar 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 370/2019 - Úrskurður

    Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um endurreikning og uppgjör á tekjutengdum bótum. Tekjur kæranda á árinu 2018 reyndust vera hærri en gert hafði verið ráð fyrir í tekjuáætlun.


  • 22. janúar 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 360/2019 - Úrskurður

    Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun um endurreikning og uppgjör Tryggingastofnunar ríkisins á tekjutengdum bótum ársins 2018. Ástæða þess að bætur voru vangreiddar til kæranda var að rekja til þess að tekjur kæranda vegna ársins í heild voru vanáætlaðar í tekjuáætlunum.


  • 20. janúar 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Barnaverndarmál

    Mál nr. 431/2019 - Úrskurður

    Staðfest ákvörðun Barnaverndar að aflétta ekki nafnleynd vegna tilkynningar um aðstæður dóttur kæranda.


  • 20. janúar 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Barnaverndarmál

    Mál nr. 415/2019 - Úrskurður

    Felld úr gildi ákvörðun Barnaverndar að loka máli vegna dóttur kæranda.


  • 20. janúar 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Barnaverndarmál

    Mál nr. 371/2019 - Úrskurður

    Felld úr gildi ákvörðun Barnaverndar um að loka máli vegna sonar kæranda.


  • 18. janúar 2020 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 26/2019. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.

    Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 11. október 2019 kærði Öryggismiðstöð Íslands hf. örútboð Framkvæmdasýslu ríkisins á búnaði fyrir hjúkrunarheimili á Sléttuvegi í Reykjavík, sem efnt var til á grundvelli rammasamnings nr. 20674. Kærandi krefst þess að kærunefnd útboðsmála felli úr gildi ákvörðun varnaraðila frá 10. október 2019 um að hafna tilboði kæranda í hinu kærða útboði. Jafnframt er gerð krafa um að kæruefnd láti í ljós álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila. Kærandi skilaði viðbótarupplýsingum með kæru 22. október 2019. Varnaraðila var kynnt kæran og þær viðbótarupplýsingar sem fylgdu með henni og gefinn kostur á að gera athugasemdir. Með greinargerð móttekinni 24. október 2019 krafðist hann þess að öllum kröfum kæranda yrði hafnað. Með tölvubréfi 2. nóvember 2019 óskaði kærunefnd útboðsmála eftir frekari upplýsingum og gögnum frá kæranda sem bárust 4. nóvember 2019. Varnaraðili skilaði viðbótarathugasemdum af sinni hálfu með tölvubréfum 22. nóvember og 4. desember 2019. Kærandi skilaði andsvörum 19. desember 2019. Með ákvörðun kærunefndar útboðsmála 8. nóvember 2019 var fallist á þá kröfu kæranda að hið kærða útboð yrði stöðvað um stundarsakir.


  • 18. janúar 2020 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 22/2019. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.

    Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 19. júlí 2019 kærði Orkuvirki ehf. útboð Landsnets hf. (hér eftir vísað til sem varnaraðila) auðkennt „Substation Hnappavellir – HNA-40 New 132 kV substation EPC“. Kærandi krefst þess að viðurkennt verði að kærandi teljist „lægstbjóðandi í útboðinu og Landsneti hafi á grundvelli útboðsgagna borið að semja við“ fyrirtækið. Jafnframt er krafist málskostnaðar. Varnaraðila var kynnt kæran og gefinn kostur á að gera athugasemdir. Með greinargerð 29. júlí 2019 krafðist hann þess að öllum kröfum kæranda yrði vísað frá eða hafnað, auk málskostnaðar. Með bréfi 12. ágúst 2019 óskaði kærunefnd útboðsmála eftir frekari upplýsingum og gögnum frá varnaraðila sem bárust 16. ágúst 2019, auk frekari skýringa 23. ágúst 2019. RST net ehf. skilaði greinargerð 23. júlí 2019, sem skilja verður með þeim hætti að þess sé krafist að kröfum kæranda verði hafnað. Kærandi skilaði andsvörum sem voru móttekin 4. desember 2019. Með ákvörðun kærunefndar útboðsmála 27. ágúst 2019 var aflétt sjálfkrafa stöðvun samningsgerðar sem komist hafði á með kæru.


  • 18. janúar 2020 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 18/2019. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.

    Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 25. júní 2019 kærði Tyrfingsson ehf. útboð Reykjavíkurborgar f.h. Strætó bs. (hér eftir vísað til sameiginlega sem varnaraðila) nr. 14403 auðkennt „Purchase of Hydrogen Buses.“ Kærandi krefst þess aðallega að kærunefnd útboðsmála felli úr gildi ákvörðun varnaraðila 5. júní 2019 um að hafna tilboði kæranda í hinu kærða útboði. Til vara er þess krafist að kærunefnd láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda samkvæmt 2. mgr. 111. gr. laga nr. 120/2016 um opinber innkaup. Jafnframt er krafist málskostnaðar. Varnaraðila var kynnt kæran og gefinn kostur á að gera athugasemdir. Með greinargerðum 2. júlí og 15. ágúst 2019 krafðist hann þess að öllum kröfum kæranda yrði hafnað. Kærandi skilaði andsvörum 16. september 2019. Vegna aðkomu innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar að hinu kærða útboði gaf nefndin Reykjavíkurborg kost á að koma að athugasemdum vegna málsins og bárust þær 2. desember 2019. Með ákvörðun kærunefndar útboðsmála 16. júlí 2019 var hafnað þeirri kröfu kæranda að stöðva hið kærða innkaupaferli um stundarsakir.


  • 18. janúar 2020 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 24/2019. Úrskurður kærunefndar útboðsmála

    Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 6. ágúst 2019 kærði Almenna umhverfisþjónustan ehf. innkaup Grundafjarðarbæjar (hér eftir vísað til sem varnaraðila) á verki auðkennt „Steypt gata við G. Run – milli Nesvegar og Sólvalla“. Skilja verður kæru svo að þess sé krafist að sú ákvörðun varnaraðila að ganga til samninga við Þ.G. Þorkelsson verktaka ehf. um verkið sé ógild og að samið verði við kæranda. Auk þess er krafist málskostnaðar. Varnaraðilum var kynnt kæran og gefin kostur á að gera athugasemdir. Með greinargerðum 13. og 29. ágúst 2019 krafðist varnaraðili þess að öllum kröfum kæranda yrði vísað frá eða hafnað. Kærandi skilaði andsvörum móteknum 24. september 2019. Þ.G. Þorkelsson verktaki ehf. hefur ekki látið málið til sín taka. Með ákvörðun kærunefndar útboðsmála 15. ágúst 2019 var hafnað þeirri kröfu kæranda að samningsgerð um framangreint verk yrði stöðvað um stundarsakir.


  • 16. janúar 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 4/2020 Úrskurður

    Ákvarðanir Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsóknir kærenda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda þau til Grikklands eru staðfestar.


  • 16. janúar 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 15/2020 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Portúgal er staðfest.


  • 16. janúar 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 6/2020 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Grikklands er staðfest.


  • 16. janúar 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 14/2020 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Ítalíu er staðfest. 


  • 16. janúar 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 7/2020 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Ítalíu er staðfest.


  • 16. janúar 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 13/2020 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Ítalíu er staðfest. 


  • 16. janúar 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr 5/2020 Úrskurður

    Ákvarðanir Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsóknir kærenda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda þau til Ítalíu eru staðfestar.



  • 15. janúar 2020 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 96/2019 - Úrskurður

    Lok leigutíma.


  • 15. janúar 2020 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 95/2019 - Álit

    Notkun á sameiginlegu rafmagni og hita.


  • 15. janúar 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 429/2019 - Úrskurður

    Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um bætur úr sjúklingatryggingu. Úrskurðarnefnd velferðarmála taldi að við endurupptöku ákvörðunar Sjúkratrygginga Íslands hafi ekki legið fyrir ný gögn er gæfu tilefni til að breyta fyrri ákvörðun um synjun bótaskyldu.


  • 15. janúar 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 402/2019 - Úrskurður

    Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um bætur úr sjúklingatryggingu. Úrskurðarnefndin taldi að varanleg örorka vegna sjúklingatryggingaratburðarins hafi verið réttilega verið metin 5%.


  • 15. janúar 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 414/2019 - Úrskurður

    Uppbót/styrkur til bifreiðakaupa. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um styrk til kaupa á bifreið og uppbót til reksturs bifreiðar þar sem kærandi var ekki talin uppfylla skilyrði 3. mgr. 1. gr. reglugerðar nr. 170/2009. Ekki talið að Tryggingastofnun hefði brotið gegn jafnræðisreglu.


  • 15. janúar 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 397/2019 - Úrskurður

    Örorkumat. Felld úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri og tengdar greiðslur. Fallist á að skilyrði 75% örorku væru uppfyllt. Málinu vísað aftur til Tryggingastofnunar til ákvörðunar á tímalengd greiðslu örorkulífeyris.


  • 15. janúar 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 396/2019 - Úrskurður

    Greiðsluþátttaka í heilbrigðisþjónustu. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja umsókn kæranda um greiðsluþátttöku í ferðakostnaði innanlands. Umrædd þjónusta var talin vera fyrir hendi í heimahéraði kæranda.


  • 15. janúar 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 531/2019 - Úrskurður

    Greiðsluþátttaka í heilbrigðisþjónustu. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja umsókn kæranda um greiðsluþátttöku í ferðakostnaði innanlands. Umrædd þjónusta var talin vera fyrir hendi í heimahéraði kæranda.


  • 15. janúar 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 245/2019 - Úrskurður

    Örorkumat/endurhæfingarlífeyrir. Staðfestar ákvarðanir Tryggingastofnunar um að synja kæranda um örorkumat og greiðslu endurhæfingarlífeyris


  • 15. janúar 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 376/2019 - Úrskurður

    Hjálpartæki. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja umsókn kæranda um styrk til kaupa á hjólastólahjóli. Úrskurðarnefnd taldi að ekki yrði ráðið af gögnum málsins að hjálpartækið væri kæranda nauðsynlegt líkt og áskilið sé í 26. gr. laga nr. 112/2008 um sjúkratryggingar.


  • 15. janúar 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 364/2019 - Úrskurður

    Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins að synja kæranda um breytingu á upphafstíma örorkumats.


  • 15. janúar 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 358/2019 - Úrskurður

    Umönnunarmat. Staðfest ákvörðun Tryggingarstofnunar ríkisins um að ákvarða umönnun sonar kæranda samkvæmt 4. flokki, 25% greiðslur vegna tímabilsins 1. nóvember 2019 til 31. desember 2019 og 5. flokki, 0%. greiðslur vegna tímabilsins 1. janúar 2020 til 31. janúar 2024.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum