Hoppa yfir valmynd

Úrskurðir og álit


Sýni 6401-6600 af 20203 niðurstöðum.

Áskriftir

  • 24. apríl 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Fæðingar- og foreldraorlof

    Mál nr. 45/2020 - Úrskurður

    Staðfest ákvörðun Fæðingarorlofssjóðs um að synja umsókn kæranda um fæðingarstyrk. Skilyrði um lögheimili á Íslandi ekki uppfyllt.


  • 24. apríl 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Fæðingar- og foreldraorlof

    Mál nr. 34/2020 - Úrskurður

    Greiðsluáætlun. Staðfestur útreikningur Fæðingarorlofssjóðs á mánaðarlegum greiðslum til kæranda. Ekki heimilt að líta til orlofslauna við útreikning á meðaltali heildarlauna.


  • 24. apríl 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 159/2020 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kærenda um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum ásamt því að brottvísa þeim frá Íslandi og ákveða endurkomubann er staðfest.


  • 22. apríl 2020 / Úrskurðir á málefnasviðum menningar- og viðskiptaráðuneytisins

    Úrskurður vegna brota á reglum um skráða gististarfsemi

    Heimagisting. Stjórnvaldssekt. Gististarfsemi.


  • 22. apríl 2020 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 34/2019. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.

    Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 27. desember 2019 kærði Smith & Norland hf. útboð varnaraðila Reykjavíkurborgar nr. 14356 auðkennt „Rammasamningur um stýribúnað umferðarljósa“. Kærandi krefst þess að ákvörðun varnaraðila um að fella niður hið kærða útboð verði ógilt, „svo og að lagt verði fyrir varnaraðila að halda áfram því ferli útboðsins er fólst í tillögu hans til innkauparáðs borgarinnar 27. nóvember 2019.“ Kærandi krefst þess einnig að kærunefnd útboðsmála láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila auk þess sem hann krefst málskostnaðar úr hendi varnaraðila.


  • 22. apríl 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 151/2020 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að brottvísa kæranda frá Íslandi og ákveða honum fimm ára endurkomubann til landsins er staðfest.


  • 22. apríl 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 354/2019 - Úrskurður

    Ofgreiddar bætur Staðfest ákvörðun um endurreikning og uppgjör Tryggingastofnunar ríkisins á tekjutengdum bótum ársins 2018.


  • 22. apríl 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 341/2019 - Úrskurður

    Ellilífeyrir Staðfest afgreiðsla Tryggingastofnunar ríkisins á umsókn kæranda um ellilífeyri. Fallist á útreikning Tryggingastofnunar á búsetuhlutfalli kæranda. Fallist á það mat Tryggingastofnunar að „witwer-pension“ skuli skerða ellilífeyrisgreiðslur frá stofnuninni með sama hætti og greiðslur úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum.


  • 22. apríl 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 425/2019 - Úrskurður

    Læknismeðferð erlendis. Tannlækningar. Staðfest synjun Sjúkratrygginga Íslands um endurgreiðslu á erlendum sjúkrakostnaði. Heilbrigðisþjónusta fór fram í búsetulandi kæranda.


  • 22. apríl 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 397/2018 - Endurupptekið

    Örorkubætur Staðfestar voru ákvarðanir Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri og endurupptöku á örorkumati hans. Staðfest var einnig ákvörðun stofnunarinnar um stöðvun örorkulífeyrisgreiðslna og endurkröfu ofgreiddra bóta með 15% álagi. Kærandi var búsettur erlendis og tilkynnti Tryggingastofnun ekki um flutninginn. Þeim hluta kæru, sem varðar beiðni kæranda um gögn, var vísað frá úrskurðarnefndinni. Fjallað var um að úrskurðarnefnd velferðarmála fjallar einungis um tilteknar stjórnvaldsákvarðanir samkvæmt lögum um almannatryggingar. Þá voru nefndarmenn úrskurðarnefndarinnar ekki taldir vanhæfir til að úrskurða í málinu.


  • 22. apríl 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 477/2019 - Úrskurður

    Rekstur bifreiða Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um upphafstíma greiðslu uppbótar vegna reksturs bifreiðar


  • 22. apríl 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 156/2020 Úrskurður

    Beiðni kæranda um endurupptöku er samþykkt. Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hana til Frakklands er felld úr gildi.


  • 22. apríl 2020 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 29/2019. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.

    Kröfugerð. Bindandi samningur. Kominn var á bindandi samningur á milli varnaraðila samkvæmt 1. mgr. 114. gr. laga nr. 120/2016 um opinber innkaup. Þegar af þeirri ástæðu var hvorki unnt að ógilda val varnaraðila á tilboði né velja tilboð kæranda í hinu kærða útboði, en aðrar kröfur voru ekki gerðar. Kröfum kæranda var því hafnað.


  • 22. apríl 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 491/2019 - Úrskurður

    Meðlag Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um upphafstíma milligöngu um meðlagsgreiðslur til kæranda. Þeim hluta kæru er varðar ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að stöðva milligöngu meðlagsgreiðslna til kæranda er vísað frá nefndinni þar sem að meira en tvö ár liðu frá þeirri ákvörðun þar til kæra barst úrskurðarnefndinni, sbr. 2. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga.


  • 22. apríl 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 456/2019 - Úrskurður

    Ofgreiddar bætur Staðfest ákvörðun um endurreikning og uppgjör Tryggingastofnunar ríkisins á tekjutengdum bótum ársins 2018 og útreikning á hækkun greiðslna vegna frestunar lífeyristöku.


  • 22. apríl 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 91/2020 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að brottvísa kæranda frá Íslandi og ákveða honum tveggja ára endurkomubann til landsins er felld úr gildi. Lagt er fyrir Útlendingastofnun að taka mál kæranda til nýrrar meðferðar.


  • 22. apríl 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 100/2020 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Belgíu er staðfest.


  • 22. apríl 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 440/2019 - Úrskurður

    Uppbót/styrkur til bifreiðakaupa Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um uppbót/styrk til bifreiðakaupa. Skilyrði um að ökumaður sé heimilismaður kæranda, sbr. 1. tölul. 2. mgr. 2. gr., 1. tölul. 2. mgr. 3. gr., og 1. tölul. 2. mgr. 4. gr. reglugerðar nr. 170/2009 ekki uppfyllt.


  • 22. apríl 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 117/2020 Úrskurður

    Beiðni kæranda um endurupptöku er samþykkt. Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Grikklands er felld úr gildi. Lagt er fyrir Útlendingastofnun að taka mál kæranda til efnismeðferðar.


  • 22. apríl 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 152/2020 Úrskurður

    Beiðni kæranda um endurupptöku er samþykkt. Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hana til Ítalíu er felld úr gildi.


  • 22. apríl 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 154/2020 Úrskurður

    Beiðni kærenda um endurupptöku er samþykkt. Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kærenda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda þau til Ítalíu er felld úr gildi.


  • 22. apríl 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 142/2020 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um ótímabundið dvalarleyfi er felld úr gildi. Lagt er fyrir Útlendingastofnun að taka mál kæranda til nýrrar meðferðar.


  • 21. apríl 2020 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 13/2020. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.

    Stöðvunarkrafa samþykkt. Kröfu kæranda um stöðvun útboðs um kaup á einkennisfatnaði fyrir lögreglu um stundarsakir var samþykkt.


  • 21. apríl 2020 / Mannanafnanefnd

    Mál nr. 27/2020 Úrskurður 21. apríl 2020

    Beiðni um millinafnið Brettingz er hafnað.


  • 21. apríl 2020 / Mannanafnanefnd

    Mál nr. 26/2020 Úrskurður 21. apríl 2020

    Beiðni um eiginnafnið Aldan (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


  • 21. apríl 2020 / Mannanafnanefnd

    Mál nr. 25/2020 úrskurður 21. apríl 2020

    Fallist er á föðurkenninguna Þorsteinsson.


  • 21. apríl 2020 / Mannanafnanefnd

    Mál nr. 24/2020 Úrskurður 21. apríl 2020

    Beiðni um millinafnið Vattarnes er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


  • 21. apríl 2020 / Mannanafnanefnd

    Mál nr. 22/2020 Úrskurður 21. apríl 2020

    Beiðni um eiginnafnið Dylan (kk.) er hafnað.


  • 21. apríl 2020 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 33/2019. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.

    Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 18. desember 2019 kærði Íslensk orkumiðlun ehf. útboð Veitna ohf. og Orkuveitu Reykjavíkur – Vatns- og fráveitu sf. (hér eftir vísað til sem varnaraðila) auðkennt „VEIK-2019-11 Raforkukaup fyrir Veitur“. Kærandi krefst þess aðallega að felld verði úr gildi ákvörðun varnaraðila um að hafna tilboði kæranda vegna raforkukaupa í flokki C í hinu kærða útboði, að felld verði úr gildi ákvörðun varnaraðila að ganga að tilboði Orku náttúrunnar ehf. vegna raforkukaupa í flokki C og að varnaraðilum verði gert að taka tilboði kæranda í sama flokki. Kærandi krefst þess til vara að kærunefnd útboðsmála lýsi útboðið ógilt. Þá er þess krafist í öllum tilvikum að kærunefnd útboðsmála láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda. Jafnframt er krafist málskostnaðar úr hendi varnaraðila.


  • 21. apríl 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Fæðingar- og foreldraorlof

    Mál nr. 113/2020 - Úrskurður

    Felld úr gildi synjun Fæðingarorlofssjóðs á umsókn kæranda um lengingu á greiðslum í fæðingarorlofi vegna alvarlegra veikinda móður í tengslum við fæðingu. Ekki ljóst hvort kærandi hafi verið ófær um að annast barn sitt.


  • 21. apríl 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Fæðingar- og foreldraorlof

    Mál nr. 1/2020 - Úrskurður

    Staðfest synjun Fæðingarorlofssjóðs á umsókn kæranda um lengingu á greiðslum í fæðingarorlofi vegna alvarlegra veikinda móður í tengslum við fæðingu. Veikindi ekki rakin til fæðingarinnar sjálfrar.


  • 21. apríl 2020 / Yfirfasteignamatsnefnd

    Mál nr. 9/2019

    Völuteigur [], Mosfellsbæ


  • 20. apríl 2020 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 99/2019 - Álit

    Breyting á sameign. Skógrind í sameign. Ákvörðunartaka.


  • 20. apríl 2020 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 18/2020 - Úrskurður

    Frávísun: Sami ágreiningur fyrir dómstólum.


  • 20. apríl 2020 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 14/2020 - Úrskurður

    Tryggingarfé: Leiga. Kostnaður vegna þrifa.


  • 20. apríl 2020 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 11/2020 - Álit

    Bílastæði.


  • 20. apríl 2020 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 10/2020 - Álit

    Kostnaður húsfélags: Auglýsinga- og kynningarstarfsemi.


  • 20. apríl 2020 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 9/2020 - Úrskurður

    Tímabundinn leigusamningur: Kostnaður vegna gólfdúks.


  • 20. apríl 2020 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 8/2020 - Álit

    Notkun á sameiginlegum bílastæðum: Vörubifreið.


  • 20. apríl 2020 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 7/2020 - Álit

    Sérmerking bílastæða.


  • 20. apríl 2020 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 6/2020 - Álit

    Eignaskiptayfirlýsing: Eignatilfærslur. Uppsetning rafmagns- og orkumæla í bílageymslu.


  • 20. apríl 2020 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 5/2020 - Álit

    Skaðabótaábyrgð eiganda.


  • 20. apríl 2020 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 120/2019 - Úrskurður

    Skaðabótaskylda leigjanda. Leiga.


  • 20. apríl 2020 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 109/2019 - Álit

    Lækkun hússjóðsgjalda gegn vinnuframlagi.


  • 20. apríl 2020 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 108/2019 - Úrskurður

    Trygging: Leiga. Ástand hins leigða við lok leigutíma.


  • 17. apríl 2020 / Úrskurðir um sjávarútveg og fiskeldi

    Ákvörðun Fiskistofu um að veita kæranda skriflega áminningu fyrir brottkast

    Grásleppuveiðar. Brottkast. Sönnun. Skrifleg áminning. Viðurlög.


  • 17. apríl 2020 / Kærunefnd jafnréttismála

    Mál nr. 2/2020 - Úrskurður

    Ráðning í starf. Hæfnismat.


  • 16. apríl 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 147/2020 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum er staðfest.


  • 16. apríl 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Félagsþjónusta og húsnæðismál

    Mál nr. 540/2019 - Úrskurður

    Félagslegt leiguhúsnæði. Staðfest ákvörðun Reykjavíkurborgar um að úthluta húsnæði sem áfangahúsnæði


  • 16. apríl 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Félagsþjónusta og húsnæðismál

    Mál nr. 22/2020 - Úrskurður

    Félagslegt leiguhúsnæði. Felld úr gildi synjun Sveitarfélagsins Árborgar á umsókn um félagslegt leiguhúsnæði. Ekki lagt mat á undanþáguákvæði 5. gr. reglna um félagslegt leiguhúsnæði.


  • 16. apríl 2020 / Úrskurðir ferðamál

    Stjórnvaldssekt - Heimagisting

    Heimagisting. Stjórnvaldssekt. Óskráð gististarfsemi. Með bréfi dags. 15. nóvember 2018 bar [A], lögmaður, fram kæru fyrir hönd [B] (hér eftir kærandi), vegna ákvörðunar Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu (hér eftir sýslumaður) frá 26. október 2018 um að leggja 300.000 kr. stjórnvaldssekt á kæranda vegna óskráðrar gististarfsemi að [C].


  • 16. apríl 2020 / Úrskurðir um sjávarútveg og fiskeldi

    Ákvörðun Fiskistofu kærð vegna synjunar á flutningi aflamarks umfram 50%

    Synjun - aflamark


  • 16. apríl 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 148/2020 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum ásamt því að vísa honum frá Íslandi er staðfest.


  • 15. apríl 2020 / Úrskurðir um sjávarútveg og fiskeldi

    Ákvörðun Fiskistofu um að hafna beiðni um endurupptöku ákvarðana

    Endurupptökubeiðni. Svipting leyfis til hrognkelsaveiða. Álagning sérstaks gjalds vegna ólögmæts sjávarafla. Lagaskilyrði endurupptöku. Málsmeðferð.


  • 887/2020. Úrskurður frá 1. apríl 2020

    Kærð var afgreiðsla Sýslumannsins á Vestfjörðum á beiðni um aðgang að gögnum sem sýndu fram á hver hefði fengið greiddar líftryggingabætur eftir mann sem lést árið 1900. Úrskurðarnefndin féllst ekki á það að embættinu væri ómögulegt að afgreiða beiðnina vegna aðstæðna á skjalasafni embættisins. Var málinu vísað til Sýslumannsins á Vestfjörðum til nýrrar og lögmætrar meðferðar.


  • 886/2020. Úrskurður frá 1. apríl 2020

    Í málinu hafði embætti ríkislögmanns synjað beiðni blaðamanns um aðgang að stefnum útgerðarfélaga á hendur íslenska ríkinu vegna úthlutunar Fiskistofu á aflaheimildum í makríl. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst ekki á það með ríkislögmanni að ákvæði laga um meðferð einkamála giltu um stefnur í dómsmálum í vörslu embættisins. Var komist að þeirri niðurstöðu að upplýsingalög giltu um afgreiðslu embættisins á beiðninni. Úrskurðarnefndin taldi enn fremur að almenningur ætti ríkan rétt til aðgangs að stefnunum enda væri þar krafist að íslenska ríkið greiði skaðabætur á þeim grundvelli að úthlutun aflaheimilda hefði ekki verið lögum samkvæmt. Ríkislögmanni væri því aðeins heimilt að afmá upplýsingar úr stefnunum sem felldar yrðu undir 9. gr. upplýsingalaga, sbr. 3. mgr. 5. gr. laganna. Úrskurðarnefndin taldi tilgreindar upplýsingar vera mikilvægar virkar upplýsingar um fjárhags- eða viðskiptahagsmuni útgerðarfélaganna og falla þar af leiðandi undir 9. gr. upplýsingalaga. Að öðru leyti komst nefndin að þeirri niðurstöðu að kærandi ætti rétt til aðgangs að stefnunum.


  • 885/2020. Úrskurður frá 1. apríl 2020

    Í málinu hafði embætti ríkislögmanns synjað beiðni blaðamanns um aðgang að stefnum útgerðarfélaga á hendur íslenska ríkinu vegna úthlutunar Fiskistofu á aflaheimildum í makríl. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst ekki á það með ríkislögmanni að ákvæði laga um meðferð einkamála giltu um stefnur í dómsmálum í vörslu embættisins. Var komist að þeirri niðurstöðu að upplýsingalög giltu um afgreiðslu embættisins á beiðninni. Úrskurðarnefndin taldi enn fremur að almenningur ætti ríkan rétt til aðgangs að stefnunum enda væri þar krafist að íslenska ríkið greiði skaðabætur á þeim grundvelli að úthlutun aflaheimilda hefði ekki verið lögum samkvæmt. Ríkislögmanni væri því aðeins heimilt að afmá upplýsingar úr stefnunum sem felldar yrðu undir 9. gr. upplýsingalaga, sbr. 3. mgr. 5. gr. laganna. Úrskurðarnefndin taldi tilgreindar upplýsingar vera mikilvægar virkar upplýsingar um fjárhags- eða viðskiptahagsmuni útgerðarfélaganna og falla þar af leiðandi undir 9. gr. upplýsingalaga. Að öðru leyti komst nefndin að þeirri niðurstöðu að kærandi ætti rétt til aðgangs að stefnunum.


  • 884/2020. Úrskurður frá 1. apríl 2020

    Kærð var ákvörðun Borgarbyggðar um að synja beiðni kæranda um aðgang að gögnum. Úrskurðarnefndin féllst á rétt kæranda til aðgangs að samningi Borgarbyggðar við lögmannsstofu vegna málarekstrarins og minnisblaði sveitarfélagsins með upplýsingum um lögmannskostnað vegna tiltekinna ára. Nefndin vísaði beiðni kæranda um aðgang að sundurliðuðum heildarkostnaði vegna dómsmála milli hans og sveitarfélagsins aftur til Borgarbyggðar.


  • 14. apríl 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 150/2020 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um dvalarleyfi vegna skorts á starfsfólki, sbr. 62. gr. laga um útlendinga, er staðfest.


  • 883/2020. Úrskurður frá 24. mars 2020

    Í málinu var leyst úr rétti kæranda til aðgangs að skýrslu vegna athugunar á innra starfsumhverfi tiltekins skóla á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi rétt kæranda til þess að geta kynnt sér niðurstöðu athugunarinnar og forsendur hennar vega þyngra en réttur þeirra sem tjáðu sig við gerð skýrslunnar af því að efni hennar færi leynt, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Var því fallist á rétt kæranda til aðgangs að skýrslunni án útstrikana.


  • 882/2020. Úrskurður frá 24. mars 2020

    Kærð var afgreiðsla fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni um aðgang að tölvupóstssamskiptum ráðuneytisins við embætti ríkislögmanns. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst á það með ráðuneytinu að tölvupóstsamskiptin væru undanþegin upplýsingarétti á grundvelli 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga þar sem í þeim færi fram ráðagerð í tengslum við höfðun dómsmáls.


  • 881/2020. Úrskurður frá 24. mars 2020

    Hafnað var kröfu um endurupptöku mála úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 19050024 og 19060008, sem lauk með úrskurðum nr. 829/2019 og 380/2019, þar sem skilyrði stjórnsýsluréttar um endurupptöku máls voru ekki talin vera fyrir hendi.


  • 880/2020. Úrskurður frá 24. mars 2020

    Deilt var um afgreiðslu Fjársýslu ríkisins á beiðni Neytendasamtakanna um upplýsingar um hvort tiltekið fyrirtæki hafi greitt stjórnvaldssektir. Fjársýsla ríkisins bar því við að ekki væru fyrirliggjandi gögn með þeim upplýsingum sem óskað væri eftir og að stofnuninni væri hvorki skylt að fletta viðkomandi lögaðila upp í gagnagrunni stofnunarinnar, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, né heimilt skv. 9. gr. laganna. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst ekki á að gögn með upplýsingunum væru ekki fyrirliggjandi þar sem af svari stofnunarinnar mætti ráða að unnt væri að fletta viðkomandi lögaðila upp í kerfi stofnunarinnar. Þá taldi nefndin að stofnuninni hefði ekki verið heimilt að synja beiðninni á þeirri forsendu að upplýsingar um meðferð í málum einstakra lögaðila féllu almennt og án frekari atviksbundinnar athugunar undir 9. gr. upplýsingalaga. Þar sem mat á efni umbeðinna gagna hafði ekki farið fram var kærunni vísað til nýrrar meðferðar hjá stofnuninni.


  • 08. apríl 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 138/2020 Úrskurður

    Beiðni kærenda um endurupptöku er samþykkt. Ákvarðanir Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kærenda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda þau til Grikklands eru felldar úr gildi. Lagt er fyrir Útlendingastofnun að taka mál kærenda og barna þeirra til efnismeðferðar.


  • 08. apríl 2020 / Yfirfasteignamatsnefnd

    Mál nr. 12/2019

    Hafnarstræti [], Akureyri


  • 08. apríl 2020 / Yfirfasteignamatsnefnd

    Mál nr. 11/2019

    Iðnbúð [], Garðabæ


  • 08. apríl 2020 / Yfirfasteignamatsnefnd

    Mál nr. 10/2019

    Steinhella [], Hafnarfirði


  • 08. apríl 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 137/2020 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja kæranda um dvalarleyfi á grundvelli 61. gr. laga um útlendinga er staðfest.


  • 08. apríl 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 144/2020 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja kæranda um dvalarleyfi á grundvelli 61. gr. laga um útlendinga er staðfest.


  • 08. apríl 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 140/2020 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum vísa honum frá Íslandi er felld úr gildi. Lagt er fyrir Útlendingastofnun að veita kæranda dvalarleyfi á grundvelli 73. gr. laga um útlendinga.


  • 08. apríl 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 133/2020 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum er staðfest.


  • 08. apríl 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 139/2020 Úrskurður

    Beiðni kæranda um endurupptöku er samþykkt. Ákvörðun Útlendingastofnunar er felld úr gildi. Lagt er fyrir stofnunina að taka mál kæranda til efnismeðferðar.


  • 07. apríl 2020 / Úrskurðir um sjávarútveg og fiskeldi

    Kærð ákvörðun Fiskistofu um skriflega áminningu- Úrskurður kveðinn upp 7. apríl 2020

    Stjórnsýslukæra. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið vísar til stjórnsýslukæru [A], lögmanns, fyrir hönd [B ehf.], dags. 7. nóvember 2018, þar sem kærð er ákvörðun Fiskistofu, dags. 15. október 2018, um að veita kæranda skriflega áminningu, sbr. 24. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, vegna brota gegn 3. mgr. 18. gr. laga nr. 116/2006, sbr. 1. mgr. 10. gr. laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands. Ákvörðunin hefur ítrekunaráhrif í tvö ár, sbr. 19. gr. laga nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar.


  • 02. apríl 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 134/2020 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kærenda um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum ásamt því að brottvísa þeim frá Íslandi og ákveða endurkomubann er felld úr gildi.


  • 02. apríl 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 92/2020 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum ásamt því að vísa honum frá Íslandi er staðfest.


  • 02. apríl 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 127/2020 Úrskurður

    Beiðni kæranda um endurupptöku máls hans fyrir kærunefnd á grundvelli 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 er hafnað


  • 02. apríl 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Félagsþjónusta og húsnæðismál

    Mál nr. 545/2019 - Úrskurður

    Húsnæðisbætur. Staðfest ákvörðun Íbúðalánasjóðs um endurkröfu ofgreiddra húsnæðisbóta. Eignastaða umfram skerðingarmörk.


  • 02. apríl 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Félagsþjónusta og húsnæðismál

    Mál nr. 87/2019 - Úrskurður

    Málefni fatlaðra. Felld úr gildi synjun Akraneskaupstaðar á beiðni kæranda um að hækka viðmið vegna endurgreiðslu fæðiskostnaðar. Ekki lagaheimild fyrir greiðsluþátttöku í fæðiskostnaði starfsmanna sveitarfélagsins.


  • 02. apríl 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 130/2020 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda og barni hennar um fjölskyldusameiningu, sbr. 2. mgr. 45. gr. laga um útlendinga, er staðfest.


  • 02. apríl 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 126/2020 Úrskurður

    Lagt er fyrir Útlendingastofnun að veita kærendum og börnum þeirra dvalarleyfi á grundvelli 2. mgr. 74. gr. laga um útlendinga. Ákvarðanir Útlendingastofnunar í málum kærenda og barna þeirra varðandi umsókn þeirra um alþjóðlega vernd eru staðfestar.


  • 02. apríl 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 135/2020 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum og vísa henni frá Íslandi er staðfest.


  • 01. apríl 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 433/2019

    Slysatrygging/örorka Felld úr gildi ávörðun Sjúkratrygginga Íslands um 15% varanlega læknisfræðilega örorku vegna slyss sem kærandi varð fyrir og varanleg læknisfræðileg örorka ákveðin 22%. Kröfu um greiðslu lögmannsþóknunar var hafnað.


  • 01. apríl 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 510/2019 - Úrskurður

    Slysatrygging/örorka og kostnaður Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um 7% varanlega læknisfræðilega örorku vegna slyss. Staðfest afgreiðsla Sjúkratrygginga Íslands á umsókn um endurgreiðslu kostnaðar vegna heyrnartækis í kjölfar slyssins.


  • 01. apríl 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 526/2019 - Úrskurður

    Uppbót/styrkur til bifreiðakaupa Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um mismun á uppbót og styrk til bifreiðakaupa. Skilyrði um verulega hreyfihömlun samkvæmt 3. tölul. 2. mgr. 4. gr. reglugerðar nr. 170/2009 ekki uppfyllt.


  • 01. apríl 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 486/2019 - Úrskurður

    Slysatrygging/örorka Felld úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um 5% varanlega læknisfræðilega örorku vegna slyss og ákvörðuð 9% varanleg læknisfræðileg örorka.


  • 01. apríl 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 520/2019 - Úrskurður

    Umönnunarmat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að ákvarða umönnun sonar kæranda samkvæmt 3. flokki, 35% greiðslur, er staðfest.


  • 01. apríl 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 518/2019 - Úrskurður

    Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri og tengdar greiðslur. Skilyrði 75% örorku samkvæmt örorkustaðli ekki uppfyllt.


  • 01. apríl 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 505/2019 - Úrskurður

    Örorkumat Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri og tengdar greiðslur og örorkustyrk. Skilyrði 75% örorku samkvæmt örorkustaðli ekki uppfyllt og gögn málsins benda ekki til þess að kærandi búi við örorku sem sé 50% eða meiri.


  • 01. apríl 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 403/2019

    Læknismeðferð erlendis Staðfest afgreiðsla Sjúkratrygginga Íslands á umsókn kæranda um endurgreiðslu á erlendum tannlæknakostnaði. Vísað frá þeim hluta kæru sem varðar ákvörðun, dags. 14. mars 2019, þar sem kærufrestur var liðinn.


  • 01. apríl 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 500/2019 - Úrskurður

    Endurhæfingarlífeyrir Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um greiðslu endurhæfingarlífeyris. Endurhæfingaráætlun var ekki talin uppfylla skilyrði 7. gr. laga um félagslega aðstoð þar sem að hún var hvorki talin nægjanlega umfangsmikil né markviss.


  • 01. apríl 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 527/2019

    Slysatrygging Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja umsókn kæranda um bætur úr slysatryggingum almannatrygginga. Skilyrði 1. mgr. 5. gr. laga um slysatryggingar almannatrygginga um skyndilegan utanaðkomandi atburð ekki uppfyllt.


  • 27. mars 2020 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 17/2020

    Menntaskólinn í tónlist sótti um undanþágu í þremur liðum frá takmörkun á skólastarfi fyrir útskriftarnema. Ráðuneytið hafnaði beiðninni.


  • 27. mars 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 132/2020 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum ásamt því að brottvísa henni frá Íslandi og ákveða endurkomubann er staðfest.


  • 27. mars 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 131/2020 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kærenda um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum ásamt því að brottvísa þeim frá Íslandi og ákveða endurkomubann er staðfest.


  • 26. mars 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 558/2019 - Úrskurður

    Frávísun. Kæra ekki á íslensku.


  • 26. mars 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 557/2019 - Úrskurður

    Viðurlög. Ítrekunaráhrif. Ótilkynnt dvöl erlendis. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður bótarétt í þrjá mánuði.


  • 26. mars 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 539/2019 - Úrskurður

    Viðurlög. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður bótarétt í tvo mánuði þar sem kærandi mætti ekki á boðaðan hópfund.


  • 26. mars 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 551/2019 - Úrskurður

    Viðurlög. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður bótarétt í tvo mánuði þar sem kærandi mætti ekki á boðað námskeið.


  • 26. mars 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 550/2019 - Úrskurður

    Viðurlög. Felld úr gildi ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður bótaréttar í tvo mánuði. Annmarkar á málsmeðferð og málinu vísað til nýrrar afgreiðslu stofnunarinnar.


  • 26. mars 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr.512/2019 - Úrskurður

    Viðurlög. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður bótarétt í tvo mánuði þar sem kærandi tilkynnti ekki um breyttar aðstæður.


  • 26. mars 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 504/2019 - Úrskurður

    Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um innheimtu ofgreiddra bóta vegna óvinnufærni kæranda og dvalar erlendis.


  • 25. mars 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 413/2019 - Úrskurður

    Örorkumat Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri og tengdar greiðslur. Skilyrði 75% örorku samkvæmt örorkustaðli ekki uppfyllt. Ekki fallist á að um brot á 65. og 76. gr. stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, 9. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi, 28. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og 12. gr. félagsmálasáttmála Evrópu, væri að ræða.


  • 25. mars 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 125/2020 Úrskurður

    Ákvarðanir Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsóknir kærenda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda þau til Grikklands eru felldar úr gildi. Lagt er fyrir stofnunina að taka mál kærenda og barna þeirra til efnismeðferðar.


  • 25. mars 2020 / Mannanafnanefnd

    Mál nr. 23/2020 Úrskurður 25. mars 2020

    Fallist er á föðurkenninguna Ásmundsdóttir.


  • 25. mars 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 509/2019 - Úrskurður

    Slysatrygging/örorka Felld úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um 10% varanlega læknisfræðilega örorku vegna slyss og ákvörðuð 15% varanleg læknisfræðileg örorka.


  • 25. mars 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 484/2019 - Úrskurður

    Slysatrygging/örorka Felld úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um 8% varanlega læknisfræðilega örorku vegna slyss og ákvörðuð 13% varanleg læknisfræðileg örorka.


  • 25. mars 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 481/2019 - Úrskurður

    Slysatrygging/örorka Felld úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um 15% varanlega læknisfræðilega örorku vegna slyss og ákvörðuð 18% varanleg læknisfræðileg örorka.


  • 25. mars 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 474/2019 - Úrskurður

    Slysatrygging/örorka Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um 5% varanlega læknisfræðilega örorku vegna slyss.


  • 25. mars 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 95/2020 Úrskurður

    Ákvarðanir Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsóknir kærenda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda þau til Grikklands eru felldar úr gildi. Lagt er fyrir Útlendingastofnun að taka mál kærenda og barna þeirra til efnismeðferðar.


  • 25. mars 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 106/2020 Úrskurður

    Fallist er á beiðni kærenda um endurupptöku á málum þeirra á grundvelli 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Eru ákvarðanir Útlendingastofnunar felldar úr gildi og lagt fyrir stofnunina að taka mál kærenda til efnismeðferðar.


  • 25. mars 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 489/2019 - Úrskurður

    Örorkumat Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkumat. Ekki talið að endurhæfing hafi verið fullreynd.


  • 25. mars 2020 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 9/2020. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.

    Hönnunarsamkeppni. Forval. Stöðvunarkrafa samþykkt. Kröfu kærenda um stöðvun forvals varnaraðila vegna þátttöku í hönnunarsamkeppni var samþykkt vegna ágalla á forsendum fyrir vali umsókna.


  • 25. mars 2020 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 8/2020. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.

    Örútboð. Rammasamningu. Bindandi samningur. Stöðvunarkröfu hafnað. Kröfu kæranda um stöðvun samningsgerðar vegna örútboðs sem fór fram á grundvelli rammasamnings var hafnað þar sem kominn var á bindandi samningur, sbr. 1. mgr. 114. gr. laga um opinber innkaup.


  • 25. mars 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 101/2020 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Eistlands er felld úr gildi.


  • 25. mars 2020 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 7/2020. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.

    Fyrirvarar. Stöðvun aflétt. Fallist var á kröfu varnaraðila um að sjálfkrafa stöðvun útboðs vegna skýrslugerðar fyrir heilbrigðisráðuneytið yrði aflétt.


  • 25. mars 2020 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 5/2020. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.

    Hafnað að aflétta stöðvun samningsgerðar. Hafnað var kröfu varnaraðila um að aflétta banni við samningsgerð í kjölfar innkaupaferlisins „Aðalskipulag Suðurnesjabæjar“.


  • 25. mars 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 560/2019 - Úrskurður

    Felld úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um bætur úr sjúklingatryggingu. Úrskurðarnefnd velferðarmála taldi að sjúklingatryggingaratvikið hafi leitt til skerðingar á varanlegri getu kæranda til að afla vinnutekna.


  • 25. mars 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 559/2019 - Úrskurður

    Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um synjun bóta úr sjúklingatryggingu. Ekki talið að að bótaskylda væri fyrir hendi á grundvelli 1. tölul. 2. gr. laga um sjúklingatrygginu vegan dráttar á greiningu eða þeirrar meðferðar sem kærandi fékk.


  • 25. mars 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 104/2020 Úrskurður

    Fallist er á beiðni kærenda um endurupptöku á málum þeirra á grundvelli 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Eru ákvarðanir Útlendingastofnunar felldar úr gildi og lagt fyrir stofnunina að taka mál kærenda til efnismeðferðar.


  • 25. mars 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 118/2020 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kærenda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda þau til Grikklands er felld úr gildi.


  • 24. mars 2020 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 16/2020

    Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands sótti um undanþágu frá skólastarfi vegna verkefna og rannsókna nemenda í ýmsum deildum Heilbrigðisvísindasviðs. Ráðuneytið samþykkti hluta beiðninnar en hafnaði henni að öðru leyti.


  • 23. mars 2020 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 15/2020

    Klassíski listdansskólinn ehf. sótti um undanþágu frá takmörkun á skólastarfi vegna starfsemi sinnar fyrir nemendur á leik- og grunnskólastigi og fyrir nemendur á listdansbraut til stúdentsprófs. Ráðuneytið hafnaði beiðninni.


  • 23. mars 2020 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 4/2020. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.

    Hönnunarsamkeppni. Forval. Stöðvunarkrafa samþykkt. Kröfu kærenda um stöðvun forvals varnaraðila vegna þátttöku í hönnunarsamkeppni var samþykkt, sbr. 1. mgr. 110. gr. laga um opinber innkaup.


  • 23. mars 2020 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 3/2020. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.

    Með kæru 30. janúar 2020 kærði Verkís hf. útboð Ríkiskaupa fyrir hönd Þjóðgarðsins á Þingvöllum (hér eftir vísað til sem varnaraðila) nr. 21010 „Innheimtuþjónusta fyrir þjóðgarðinn á Þingvöllum“. Kærandi gerir aðallega þá kröfu að útboðið verði fellt úr gildi og lagt fyrir varnaraðila að auglýsa útboðið á nýjan leik. Til vara er þess krafist að „ákvörðun varnaraðila um að hafna því að þeir þjónustuaðilar sem kjósa að nýta núverandi búnað skuli kaupa hann af þjóðgarðinum, á uppreiknuðu kaupverði samkvæmt neysluvísitölu“ verði felld úr gildi og lagt verði fyrir varnaraðila að gera slíkar breytingar. Þá er gerð krafa um að kærunefndin veiti álit á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda. Jafnframt er gerð krafa um málskostnað. Í þessum þætti málsins tekur nefndin afstöðu til kröfu kæranda um stöðvun samningsgerðar, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.


  • 23. mars 2020 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 14/2020

    Skólaskrifstofa Sveitarfélagsins Hornarfjarðar sótti um undanþágu frá takmörkun á skólastarfi vegna fjölda nemenda á tveimur deildum. Ráðuneytið hafnaði beiðninni.


  • 20. mars 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Barnaverndarmál

    Mál nr. 536/2019 - Úrskurður

    Felld úr gildi ákvörðun barnaverndarnefndar um lokun máls.


  • 20. mars 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Barnaverndarmál

    Mál nr. 487/2019 - Úrskurður

    Staðfestur úrskurður barnaverndarnefndar um umgengni kynmóður við dóttur hennar.


  • 19. mars 2020 / Mannanafnanefnd

    Mál nr. 17/2020 Úrskurður 19. mars 2020

    Beiðni um eiginnafnið Theo (kk.) er hafnað.


  • 19. mars 2020 / Mannanafnanefnd

    Mál nr. 16/2020 Úrskurður 19. mars 2020

    Beiðni um eiginnafnið Rosemarie (kvk) er hafnað.


  • 19. mars 2020 / Mannanafnanefnd

    Mál nr. 21/2020 Úrskurður 19. mars 2020

    Beiðni um eiginnafnið Nátthrafn (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá


  • 19. mars 2020 / Mannanafnanefnd

    Mál nr. 20/2020 Úrskurður 19. mars 2020

    Beiðni um eiginnafnið Lein (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá


  • 19. mars 2020 / Mannanafnanefnd

    Mál nr. 19/2020 Úrskurður 19. mars 2020

    Beiðni um eiginnafnið Finni (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


  • 19. mars 2020 / Mannanafnanefnd

    Mál nr. 18/2020 Úrskurður 19. mars 2020

    Beiðni um eiginnafnið Krákur (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá


  • 19. mars 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Félagsþjónusta og húsnæðismál

    Mál nr. 463/2019 - Úrskurður

    Húsnæðisbætur. Felld úr gildi ákvörðun Íbúðalánasjóð um útreikning á húsnæðisbótum. Ekki lagt rétt mat á gögn frá kæranda.


  • 19. mars 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Félagsþjónusta og húsnæðismál

    Mál nr. 457/2019 - Úrskurður

    Fjárhagsaðstoð. Staðfest synjun Reykjavíkurborgar á umsókn kæranda um styrk til greiðslu sálfræðimeðferðar. Skilyrði 24. gr. reglna sveitarfélagsins um fjárhagsaðstoð ekki uppfyllt.


  • 19. mars 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Félagsþjónusta og húsnæðismál

    Mál nr. 452/2019 - Úrskurður

    Félagslegt leiguhúsnæði. Frávísun. Ekki lögvarðir hagsmunir.


  • 19. mars 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Félagsþjónusta og húsnæðismál

    Mál nr. 368/2019 - Úrskurður

    Félagslegt leiguhúsnæði. Staðfest ákvörðun Reykjavíkurborgar um að úthluta húsnæði sem áfangahúsnæði.


  • 19. mars 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 105/2020 Úrskurður

    Ákvarðanir Útlendingastofnunar í máli kærenda og barna þeirra eru felldar úr gildi. Lagt er fyrir stofnunina að veita kærendum og börnum þeirra dvalarleyfi á grundvelli 2. mgr. 74. gr. laga um útlendinga.


  • 19. mars 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Félagsþjónusta og húsnæðismál

    Mál nr. 475/2019 - Úrskurður

    Málefni fatlaðra. Málshraði. Afgreiðsla Hafnarfjarðarbæjar í máli kæranda var ekki í samræmi við málshraðareglu 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.


  • 19. mars 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 103/2020 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum er staðfest.


  • 19. mars 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 113/2020 Úrskurður

    Beiðni kærenda um endurupptöku er hafnað.


  • 19. mars 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 115/2020 Úrskurður

    Beiðni kæranda um endurupptöku máls fyrir kærunefnd á grundvelli 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 er hafnað.


  • 19. mars 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 119/2020 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja kæranda um dvalarleyfi á grundvelli 62. gr. laga um útlendinga er staðfest.


  • 19. mars 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 122/2020 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja kæranda um dvalarleyfi á grundvelli 62. gr. laga um útlendinga er staðfest.


  • 19. mars 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 128/2020 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum og vísa honum frá Íslandi er staðfest.


  • 19. mars 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 121/2020 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja kæranda um dvalarleyfi á grundvelli 62. gr. laga um útlendinga er staðfest.


  • 19. mars 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 108/2020 Úrskurður

    Beiðni kærenda um endurupptöku er samþykkt. Ákvarðanir Útlendingastofnunar um að synja umsóknum kærenda um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum eru felldar úr gildi að hluta. Lagt er fyrir Útlendingastofnun að veita kærendum og börnum þeirra dvalarleyfi á grundvelli 74. gr. laga um útlendinga.


  • 19. mars 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 110/2020 Úrskurður

    Beiðni kærenda um endurupptöku er samþykkt. Lagt er fyrir Útlendingastofnun að veita kærendum og barni þeirra dvalarleyfi á grundvelli 74. gr. laga um útlendinga. Ákvarðanir Útlendingastofnunar í málum kærenda og barns þeirra varðandi umsóknir þeirra um alþjóðlega vernd eru staðfestar.


  • 19. mars 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 111/2020 Úrskurður

    Beiðni kæranda og barns hans um endurupptöku máls fyrir kærunefnd á grundvelli 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 er hafnað.


  • 19. mars 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 79/2020 Úrskurður

    Beiðni kærenda um endurupptöku máls þeirra fyrir kærunefnd á grundvelli 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.


  • 18. mars 2020 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 9/2020

    Hrafnagilsskóli óskaði eftir undanþágu frá takmörkun á skólastarfi í þremur liðum. Ráðuneytið samþykkti eina beiðni varðandi stærð bekkjar, hafnaði lið 2 og vísaði frá 3. lið.


  • 18. mars 2020 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 12/2020

    Myndlistaskólinn í Reykjavík sótti um undanþágu frá takmörkun á skólastarfi vegna verklegs náms. Ráðuneytið hafnað beiðninni.


  • 18. mars 2020 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 11/2020

    Námsflokkar Reykjavíkur sóttu um undanþágu frá takmörkun á skólastarfi vegna viðkvæmra nemendahópa. Ráðuneytið hafnaði beiðninni.


  • 18. mars 2020 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 13/2020

    Verkmenntaskólinn á Akureyri sótti um undanþágu frá takmörkunum vegna verklegra áfanga. Ráðuneytið hafnaði beiðninni.


  • 18. mars 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 469/2019 - Úrskurður

    Umönnunarbætur. Felld úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um umönnunarbætur vegna umönnunar móður hennar. Málinu vísað aftur til stofnunarinnar til rannsóknar á því hvort kærandi uppfyllti skilyrði fyrir greiðslum umönnunarbóta á tilteknu tímabili.


  • 18. mars 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 2/2020 - Úrskurður

    Framlag vegna náms. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um upphafstíma milligöngu um greiðslur framlags vegna náms. Ekki heimilt að hafa milligöngu um greiðslur framlags vegna náms lengra aftur í tímann en tólf mánuði frá því að nauðsynleg gögn berast Tryggingastofnun, sbr. 4. mgr. 63. gr. laga nr. 100/2007 um almannatryggingar og 7. og 10. reglugerðar nr. 945/2009.


  • 17. mars 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Barnaverndarmál

    Mál nr. 424/2019 - Úrskurður

    Staðfestur úrskurður barnaverndarnefndar vegna umgengni kæranda við dótturson hennar.


  • 16. mars 2020 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 6/2020

    Menntaskólinn í Kópavogi sótti um undanþágu frá takmörkun á skólastarfi fyrir viðkvæma hópa, annars vegar fyrir nemendur með einhverfu á starfsbraut og hins vegar fyrir kennslu í Krýsuvík. Ráðuneytið samþykkti beiðnirnar með skilyrðum.


  • 16. mars 2020 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 7/2020

    Svalbarðsstrandarhreppur óskaði eftir undanþágu frá takmörkun á skólastarfi vegna leik- og grunnskóla sveitarfélagsins. Ráðuneytið samþykkti beiðnina með skilyrðum.


  • 16. mars 2020 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 8/2020

    Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra óskaði eftir undanþágu frá takmörkunum á skólastarfi vegna verklegrar kennslu. Ráðuneytið hafnaði beiðni skólans.


  • 16. mars 2020 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 4/2020 - Úrskurður

    Endurgreiðsla tryggingarfjár.


  • 16. mars 2020 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 3/2020 - Úrskurður

    Endurgreiðsla tryggingarfjár.


  • 16. mars 2020 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 2/2020 - Úrskurður

    Leigusamningur: Sjálfsábyrgð


  • 16. mars 2020 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 1/2020 - Álit

    Sameiginlegur kostnaður/sérkostnaður: Niðurrif glerskála og uppsetning þeirra að nýju vegna framkvæmda á sameign.


  • 16. mars 2020 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 119/2019 - Álit

    Breyting á sameign: Hurð fjarlægð.


  • 16. mars 2020 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 117/2019 - Úrskurður

    Ótímabundinn leigusamningur: Lok leigutíma. Tryggingarfé.


  • 16. mars 2020 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 116/2019 - Álit

    Frárennslislagnir: Sameign sumra/allra.


  • 16. mars 2020 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 114/2019 - Úrskurður

    Tímabundinn leigusamningur: Lok leigutíma. Tryggingarfé.


  • 16. mars 2020 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 113/2019 - Álit

    Hagnýting sameignar: Þvottavél. Geymsla persónulegra muna.


  • 16. mars 2020 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 112/2019 - Álit

    Stjórn húsfélags. Ákvarðanataka.


  • 16. mars 2020 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 111/2019 - Álit

    Ákvörðunartaka: Viðgerðir á útidyrahurðum og gluggum.


  • 16. mars 2020 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 110/2019 - Úrskurður

    Tímabundinn leigusamningur: Tryggingarfé. Lok leigutíma.


  • 13. mars 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 90/2020 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja kæranda um dvalarleyfi á grundvelli 70. gr., sbr. 69. gr. laga um útlendinga, er staðfest.


  • 13. mars 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 70/2020 - Úrskurður

    Beiðni kæranda um endurupptöku er hafnað.


  • 13. mars 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 96/2020 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um ótímabundið dvalarleyfi á grundvelli 58. gr. laga um útlendinga er staðfest.


  • 13. mars 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 97/2020 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja kæranda um dvalarleyfi á grundvelli 51. gr. laga um útlendinga er staðfest.


  • 12. mars 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    nr. 89/2020úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Grikklands er felld úr gildi. Lagt er fyrir Útlendingastofnun að taka mál kæranda til efnismeðferðar.


  • 12. mars 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 85/2020 Úrskurður

    Beiðni kærenda um endurupptöku á máli þeirra er hafnað.


  • 12. mars 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 75/2020 Úrskurður

    Beiðni kæranda um endurupptöku er samþykkt. Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Ítalíu er felld úr gildi.


  • 12. mars 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 94/2020 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hana til Ítalíu er felld úr gildi.


  • 12. mars 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 73/2020 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hana til Þýskalands er staðfest.


  • 12. mars 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 84/2020 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Noregs er staðfest.


  • 12. mars 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 93/2020 Úrskurður

    Beiðni kæranda um endurupptöku máls hans fyrir kærunefnd á grundvelli 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 er hafnað.


  • 12. mars 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 98/2020 Úrskurður

    Beiðni kærenda um endurupptöku er samþykkt. Ákvarðanir Útlendingastofnunar eru felldar úr gildi. Lagt er fyrir stofnunina að taka mál kærenda og barns þeirra til efnismeðferðar.


  • 11. mars 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 23/2020 - Úrskurður

    Örorkumat Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkumat. Ekki talið að endurhæfing hafi verið fullreynd.


  • 11. mars 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 17/2020 - Úrskurður

    Örorkumat. Felld úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri og tengdar greiðslur og málinu vísað aftur til stofnunarinnar til mats á örorku. Að mati úrskurðarnefndar er endurhæfing fullreynd.


  • 11. mars 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 464/2019 - Úrskurður

    Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri og tengdar greiðslur. Skilyrði 75% örorku samkvæmt örorkustaðli ekki uppfyllt


  • 11. mars 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 461/2019 - Úrskurður

    Örorkumat. Felld úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri og tengdar greiðslur og málinu vísað aftur til stofnunarinnar til mats á örorku. Að mati úrskurðarnefndar er endurhæfing fullreynd að svo stöddu.


  • 11. mars 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 501/2020

    Ferðakostnaður. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja umsókn um þátttöku í ferðakostnaði innanlands. Að mati úrskurðarnefndar voru skilyrði fyrir greiðsluþátttöku ekki uppfyllt í tilviki kæranda þar sem ekki væri um að ræða alvarlegan augnsjúkdóm í skilningi 2. mgr. 2. gr. reglugerðar nr. 871/2004.


  • 09. mars 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 87/2020 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar er felld úr gildi. Kæranda er veitt alþjóðleg vernd á grundvelli 1. mgr. 37. gr. laga um útlendinga, sbr. 1. mgr. 40. gr. s.l. Lagt er fyrir stofnunina að veita kæranda dvalarleyfi á grundvelli 73. gr. laga um útlendinga.


  • 09. mars 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 83/2020 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja kæranda um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða er felld úr gildi. Lagt er fyrir Útlendingastofnun að taka málið til nýrrar meðferðar.


  • 09. mars 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 80/2020 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kærenda um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum ásamt því að brottvísa þeim frá Íslandi og ákveða endurkomubann er felld úr gildi. Lagt er fyrir Útlendingastofnun að taka mál kærenda til nýrrar meðferðar.


  • 09. mars 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    nr. 78/2020 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kærenda um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum ásamt því að brottvísa þeim frá Íslandi og ákveða endurkomubann er felld úr gildi. Lagt er fyrir stofnunina að taka mál kærenda til nýrrar meðferðar.


  • 09. mars 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 77/2020 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum ásamt því að brottvísa henni frá Íslandi og ákveða endurkomubann er felld úr gildi. Lagt er fyrir stofnunina að taka málið til nýrrar meðferðar.


  • 09. mars 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 76/2020 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum ásamt því að brottvísa henni frá Íslandi og ákveða endurkomubann er felld úr gildi. Lagt er fyrir stofnunina að taka mál kæranda til nýrrar meðferðar.


  • 09. mars 2020 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 82/2020 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum er staðfest.


  • 06. mars 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Fæðingar- og foreldraorlof

    Mál nr. 499/2019 - Úrskurður

    Felld úr gildi ákvörðun Fæðingarorlofssjóð um endurkröfu. Kærandi lagði fram ný gögn sem gáfu tilefni til frekari rannsóknar.


  • 06. mars 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Fæðingar- og foreldraorlof

    Mál nr. 468/2019 - Úrskurður

    Staðfest ákvörðun Fæðingarorlofssjóðs um að synja umsókn kæranda um fæðingarstyrk námsmanna. Skilyrði um fullt nám ekki uppfyllt.


  • 06. mars 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Félagsþjónusta og húsnæðismál

    Mál nr. 507/2019 - Úrskurður

    Félagslegt leiguhúsnæði. Staðfest synjun Reykjavíkurborgar á umsókn kæranda um félagslegt leiguhúsnæði. Skilyrði e-liðar 4. gr. reglna sveitarfélagsins um félagslegt leiguhúsnæði ekki uppfyllt.


  • 06. mars 2020 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Fæðingar- og foreldraorlof

    Mál nr. 80/2020 - Úrskurður

    Frávísun. Engin stjórnvaldsákvörðun.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta