Úrskurðir og álit
-
13. nóvember 2018 /Nr. 486/2018 Úrskurður
Beiðni kæranda um endurupptöku er samþykkt. Ákvörðun Útlendingastofnunar er felld úr gildi. Lagt er fyrir Útlendingastofnun að veita kæranda dvalarleyfi á grundvelli 71. gr. laga um útlendinga, að uppfylltum skilyrðum 55. gr. laganna.
-
13. nóvember 2018 /Nr. 495/2018 Úrskurður
Ákvarðanir Útlendingastofnunar um að synja umsóknum kærenda og barna þeirra um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum ásamt því að brottvísa kærendum frá Íslandi og ákveða endurkomubann eru staðfestar.
-
12. nóvember 2018 /Úrskurður í máli nr. SRN18030006
Þjóðskrá Íslands: Ákvörðun um lögheimilisskráningu felld úr gildi.
-
-
08. nóvember 2018 /Nr. 471/2018 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kærenda um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum ásamt því að brottvísa þeim frá Íslandi og ákveða endurkomubann er staðfest.
-
08. nóvember 2018 /Nr. 477/2018 Úrskurður
Réttaráhrifum úrskurðar kærunefndar útlendingamála í máli aðila, dags. 9. október 2018, er frestað á meðan aðili rekur mál sitt fyrir dómstólum til ógildingar á endanlegri ákvörðun í máli sínu á stjórnsýslustigi. Frestun réttaráhrifa úrskurðarins er bundin því skilyrði að aðili beri málið undir dómstóla innan fimm daga frá birtingu ákvörðunar þessarar og óski eftir flýtimeðferð. Sé beiðni um flýtimeðferð synjað skal þá höfðað mál innan sjö daga frá þeirri synjun.
-
-
-
08. nóvember 2018 /Nr. 474/2018 Úrskurður
Beiðni kæranda um endurupptöku máls fyrir kærunefnd á grundvelli 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 er hafnað.
-
07. nóvember 2018 /Mál nr. 18/2018. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 25. september 2018 kærir Garðlist ehf. útboð Garðabæjar (hér eftir vísað til sem varnaraðila) auðkennt „Vetrarþjónusta göngu- og hjólaleiða í Garðabæ 2018-2021“. Kærandi krefst þess að hið kærða innkaupaferli verði stöðvað auk þess að „ákvörðun Garðabæjar um að velja ekki tilboð kæranda verði felld úr gildi og Garðabæ gert að velja tilboð kæranda og ganga til samninga við kæranda.“ Til vara er þess krafist að „útboðið verði fellt úr gildi og varnaraðila gert að bjóða þjónustuna út að nýju.“ Þá er óskað álits kærunefndar útboðsmála á skaðabótaskyldu varnaraðila, auk þess sem krafist er málskostnaðar. Í þessum hluta málsins tekur kærunefnd útboðsmála afstöðu til þess hvort rétt sé að verða við kröfu kæranda um að stöðva samningsgerðina um stundarsakir, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.
-
07. nóvember 2018 /Mál nr. 14/2018. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Með kæru 3. september 2018 kærði Síminn hf. útboð Ríkiskaupa nr. 20735 „Síma- og fjarskiptaþjónusta fyrir Íslandspóst“. Kærandi gerir aðallega þá kröfu að felldar verði úr gildi ákvarðanir varnaraðila Ríkiskaupa (hér eftir vísað til sem varnaraðila) um ógildingu útboðsferlis og að halda hraðútboð. Þá krefst kærandi aðgangs að tilboði Sýnar hf. Jafnframt er gerð krafa um að nefndin veiti álit á skaðabótaskyldu varnaraðila og að honum verði gert að greiða kæranda málskostnað. Varnaraðilar krefjast þess að kröfum kæranda verði hafnað og varnaraðilinn Sýn hf. krefst jafnframt málskostnaðar úr hendi kæranda. Í þessum þætti málsins tekur nefndin afstöðu til kröfu kæranda um stöðvun innkaupaferlis samkvæmt 1. mgr. 110. gr. laga nr. 120/2016 um opinber innkaup, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
06. nóvember 2018 /Nr. 464/2018 - Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og endursenda hann til Grikklands er staðfest.
-
06. nóvember 2018 /Nr. 467/2018 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Frakklands er staðfest.
-
06. nóvember 2018 /Nr. 475/2018 Úrskurður
Beiðni kæranda um endurupptöku máls hans fyrir kærunefnd á grundvelli 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 er hafnað.
-
06. nóvember 2018 /Nr. 460/2018 - Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Grikklands er staðfest.
-
06. nóvember 2018 /Nr. 463/2018 - Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hana til Svíþjóðar er staðfest.
-
06. nóvember 2018 /Nr. 465/2018 - Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og endursenda hann til Grikklands er staðfest.
-
06. nóvember 2018 /Nr. 466/2018 - Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og vísa honum frá landinu er felld úr gildi. Lagt er fyrir Útlendingastofnun að taka umsókn kæranda til efnismeðferðar.
-
06. nóvember 2018 /Nr. 469/2018 Úrskurður
Beiðni kærenda um endurupptöku máls fyrir kærunefnd á grundvelli 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 er hafnað.
-
06. nóvember 2018 /Nr. 472/2018 Úrskurður
Beiðni kæranda um endurupptöku er samþykkt. Ákvörðun Útlendingastofnunar er staðfest.
-
05. nóvember 2018 /Nr. 476/2018 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum ásamt því að brottvísa honum frá Íslandi og ákveða endurkomubann er staðfest.
-
01. nóvember 2018 /Nr. 432/2018 Úrskurður
Beiðni kærenda um endurupptöku er samþykkt. Ákvarðanir Útlendingastofnunar eru felldar úr gildi. Lagt er fyrir stofnunina að taka mál kærenda til efnismeðferðar.
-
01. nóvember 2018 /Nr. 458/2018 Úrskurður
Ákvarðanir Útlendingastofnunar um að synja umsóknum kærenda og barna þeirra um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum eru staðfestar.
-
01. nóvember 2018 /Nr. 457/2018 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar er staðfest hvað varðar umsókn um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Ákvörðun um frávísun kæranda er felld úr gildi. Lagt er fyrir kæranda að hverfa af landi brott. Kæranda er veittur 30 daga frestur til að yfirgefa landið sjálfviljugur.
-
01. nóvember 2018 /Nr. 459/2018 - Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum er staðfest.
-
31. október 2018 /Úrskurður félagsmálaráðuneytisins nr. 031/2018
Ákvörðun Ábyrgðarsjóðs launa um ábyrgð sjóðsins vegna kröfu kæranda um bætur vegna vangoldinna lífeyrissjóðsiðgjalda staðfest.
-
31. október 2018 /Nr. 320/2018 - Úrskurður
Greiðsluþátttaka í heilbrigðisþjónustu Sérgreinalækningar
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
31. október 2018 /Nr. 75/2018 - Álit
Afhending gagna. Fundargerð. Skoðunaraðgengi á netbanka. Húsfundir. Eldri framkvæmdir. Kostnaður vegna matsmanns.
-
-
-
-
31. október 2018 /Nr. 68/2018 - Álit
Ákvörðunartaka: Garðhús á sameiginlegri lóð. Undirskriftarlisti.
-
-
30. október 2018 /Úrskurður í máli nr. SRN18100105
Samgöngustofa: Ákvörðun staðfest um að hafna kröfu um skaðabætur vegna aflýsingar á flugi.
-
26. október 2018 /1/2018 Úrskurður A gegn Háskóla Íslands 26. október
Mál þetta hófst með kæru A 14. febrúar 2018. Gerði kærandi þá kröfu að ákvörðun Háskóla Íslands 15. nóvember 2017, um að synja beiðni kæranda um að njóta tiltekinna sértækra námsúrræða, yrði felld úr gildi.
-
25. október 2018 /Nr. 438/2018 Úrskurður
Ákvarðanir Útlendingastofnunar um að synja umsóknum kæranda og barna hennar um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum eru staðfestar.
-
25. október 2018 /Nr. 437/2018 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum er staðfest. Ákvörðun varðandi brottvísun og endurkomubann er staðfest.
-
25. október 2018 /Nr. 447/2018 - Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Svíþjóðar er staðfest.
-
25. október 2018 /Nr. 446/2018 - Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og endursenda hann til Frakklands er staðfest.
-
25. október 2018 /Nr. 452/2018 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum er staðfest.
-
25. október 2018 /Nr. 448/2018 Úrskurður
Ákvarðanir Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsóknir kærenda og barns þeirra um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda þau til Frakklands eru staðfestar.
-
25. október 2018 /Nr. 445/2018 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Lettlands er staðfest.
-
25. október 2018 /Nr. 442/2018 Úrskurður
Ákvarðanir Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsóknum kæranda og barna hennar um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda þau til Þýskalands er staðfest.
-
25. október 2018 /Nr. 444/2018 - Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og endursenda hann til Grikklands er staðfest.
-
25. október 2018 /Nr. 443/2018 - Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Þýskalands er staðfest.
-
25. október 2018 /Nr. 455/2018 - Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum er staðfest. Ákvörðun Útlendingastofnunar um að brottvísa honum frá Íslandi og ákveða endurkomubann er felld úr gildi.
-
25. október 2018 /Nr. 451/2018 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum er staðfest.
-
25. október 2018 /Nr. 449/2018 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum er staðfest.
-
25. október 2018 /Nr. 316/2018 - Úrskurður
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara. Stofnað til skulda þegar skuldari var ófær um að standa við fjárhagsskuldbindingar sínar skv. b-lið 2. mgr. 6. gr. lge. Skuldari hefur hagað fjármálum sínum á ámælisverðan hátt eða tekið fjárhagslega áhættu í ósamræmi við fjárhagsstöðu hans er til fjárhagsskuldbindingarinnar var stofnað skv. c-lið 2. mgr. 6. gr. lge.
-
-
-
-
22. október 2018 /Mál 5/2018. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:
Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 9. apríl 2018 kærði Dk hugbúnaður ehf. samkeppnisviðræður Reykjavíkurborgar nr. 14040 (hér eftir vísað til sem varnaraðila) auðkennt „Verslunarkerfi fyrir starfsstaði Íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkurborgar“. Kærandi krefst þess að frávísun hans frá samkeppnisviðræðunum „verði úrskurðuð ólögmæt, samkeppnisviðræðurnar stöðvaðar og þær fari fram að nýju.“ Jafnframt krefst kærandi þess að hafi „Reykjavíkurborg gert samning á grundvelli þessara ólögmætu viðræðna [...] að sá samningur verði lýstur óvirkur og Reykjavíkurborg gert að fara í nýjar samkeppnisviðræður.“ Þá er þess krafist að kærunefnd útboðsmála láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila. Auk þess er krafist málskostnaðar.
-
22. október 2018 /Mál 4/2018. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Með kæru 28. mars 2018 kærði Á. Guðmundsson ehf. rammasamningsútboð Ríkiskaupa nr. 20563 „RS - Húsgögn“. Kærandi gerir aðallega þá kröfu að felld verði úr gildi ákvörðun varnaraðila Ríkiskaupa (hér eftir vísað til sem varnaraðila) um val á tilboðum og varnaraðila verði gert að velja tilboð kæranda. Til vara er þess krafist að útboðið verði fellt úr gildi og varnaraðila verði gert að auglýsa útboðið að nýju. Þá er jafnframt gerð krafa um að nefndin veiti álit á skaðabótaskyldu varnaraðila og varnaraðila verði gert að greiða kæranda málskostnað. Varnaraðila og Hirzlunni ehf. var gefinn kostur á að koma að athugasemdum og bárust greinargerðir þeirra með bréfum 12. og 14. apríl 2018 þar sem þess var krafist að öllum kröfum yrði vísað frá en til vara að þeim yrði hafnað. Með bréfi 12. júní 2018 gerði kærandi athugasemdir við umræddar greinargerðir. Með ákvörðun 7. maí 2018 aflétti kærunefnd útboðsmála stöðvun á samningsgerð varnaraðila, Ríkiskaupa, við Axis-húsgögn ehf., Bústoð ehf., Egilsson ehf., Hirzluna ehf., Nýform húsgagnaverslun, Pennann ehf. og Sýrusson hönnunarstofu ehf. á grundvelli rammasamningsútboðsins.
-
22. október 2018 /Mál nr. 17/2018. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Með kæru 24. september 2018 kærði Þjótandi ehf. útboð Flóahrepps „Flóaljós, nýlögn ljósleiðara 2018-2019“. Kærandi gerir aðallega þá kröfu að felld verði úr gildi ákvörðun varnaraðila Flóahrepps (hér eftir vísað til sem varnaraðila) um að ganga til samninga við SH leiðarann ehf. Þá gerir kærandi þá kröfu að kærunefnd útboðsmála láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda og að varnaraðila verði gert að greiða kæranda málskostnað. Í þessum hluta málsins tekur kærunefnd útboðsmála afstöðu til þess hvort rétt sé að verða við kröfu kæranda um að stöðva samningsgerðina um stundarsakir, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.
-
22. október 2018 /Mál nr. 16/2018. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 10. september 2018 kærir L3 Communications UK Limited útboð Isavia (hér eftir vísað til sem varnaraðila) auðkennt „Explosive Detection System [...]“. Kærandi krefst þess aðallega að felld verði úr gildi ákvörðun varnaraðila um val á tilboði í hinum kærðu innkaupum sem tilkynnt var kæranda 31. ágúst sl. Jafnframt krefst kærandi þess að lagt verði fyrir kaupanda að taka á nýjan leik ákvörðun um val tilboðs. Til vara er gerð krafa um að kærunefnd láti í ljós álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila. Þá er krafist málskostnaðar. Varnaraðili krefst frávísunar málsins eða að öllum kröfum kæranda verði hafnað. Þá er þess krafist að stöðvun innkaupaferlisins, sem komst á með kæru í máli þessu, verði aflétt. Í þessum hluta málsins tekur kærunefnd útboðsmála afstöðu til þess hvort rétt sé að verða við síðastnefndri kröfu varnaraðila en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.
-
22. október 2018 /Mál nr. 13/2018. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 21. ágúst 2018 kærir Hreint ehf. útboð Kópavogsbæjar (hér eftir vísað til sem varnaraðila) nr. 18061101 auðkennt „Ræstingarþjónusta í fimm grunnskólum Kópavogsbæjar“. Kærandi krefst þess að kærunefnd útboðsmála stöðvi samningsgerð varnaraðila og Sólar ehf. í hinu kærða útboði. Þá er þess krafist að felld verði úr gildi sú ákvörðun varnaraðila að velja tilboð Sólar ehf. í útboðinu „að því er varðar ræstingarþjónustu í Hörðuvallaskóla og Smáraskóla“ og jafnframt að varnaraðila „verði gert að velja tilboð Hreint ehf. í umrædda skóla og ganga til samninga við Hreint ehf.“ Til vara er þess krafist að hið kærða útboð verði fellt úr gildi og varnaraðila gert að bjóða þjónustuna út á nýjan leik. Þá er þess krafist að nefndin veiti álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila auk þess sem varnaraðila verði gert að greiða málskostnað. Í þessum hluta málsins tekur kærunefnd útboðsmála afstöðu til þess hvort rétt sé að verða við kröfu kæranda um að stöðva samningsgerðina um stundarsakir, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.
-
22. október 2018 /Mál nr. 3/2018. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 26. mars 2018 kærði Sveinbjörn Freyr Arnaldsson f.h. óstofnaðs einkahlutafélags Sportisca ehf. útboð Garðabæjar (hér eftir vísað til sem varnaraðila) auðkennt „Íþróttasvæði í Ásgarði – Aðalvöllur. Endurnýjun á knattspyrnugrasi á núverandi fjaðurlag“. Kærandi krefst þess efnislega að ákvörðun varnaraðila um val á tilboði í hinu kærða útboði verði felld úr gildi og útboðið verði auglýst að nýju. Jafnframt er krafist skaðabóta, málskostnaðar og endurgreiðslu kærugjalds.
-
22. október 2018 /Mál nr. 25/2017(B). Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Með bréfi 27. apríl 2018 kröfðust Sjúkratryggingar Íslands endurupptöku á ofangreindu máli kærunefndar útboðsmála nr. 25/2017 sem lauk með úrskurði 6. apríl 2018. Aðrir aðilar í máli nr. 25/2017 sendu athugasemdir sínar vegna endurupptökubeiðninnar með bréfum 14. og 20. maí 2018 og er í bréfi Klíníkunarinnar Ármúla ehf. lagst gegn endurupptöku málsins. Endurupptökubeiðandi lagði fram frekari athugasemdir með tölvubréfi 18. júlí 2018.
-
22. október 2018 /Mál nr. 21/2017. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 3. október 2017 kærði Skræða ehf. gerð samstarfssamnings Embættis landlæknis og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (hér eftir vísað til sameiginlega sem varnaraðila) við TM Software ehf. (nú TMS ehf.) frá 14. febrúar 2013 um þróun á hugbúnaði. Kærandi krefst þess „að kærunefnd útboðsmála kveði upp þann úrskurð að umræddur samningur hafi komist á með ólögmætum hætti og útboðsskylda vegna hans hafi verið sniðgengin.“ Jafnframt krefst kærandi þess að nefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda. Þá er krafist málskostnaðar.
-
22. október 2018 /Mál nr. 8/2018. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála
Með kæru 19. júní 2018 kærði Work North ehf. útboð Kópavogsbæjar „Kársnesskóli við Skólagerði, niðurrif“. Kærandi gerir aðallega þá kröfu að felld verði úr gildi ákvörðun varnaraðila Kópavogsbæjar (hér eftir vísað til sem varnaraðila) um val á tilboði Abltaks ehf. og að varnaraðila verði gert að greiða kæranda málskostnað. Í þessum hluta málsins tekur kærunefnd útboðsmála afstöðu til þess hvort rétt sé að verða við kröfu kæranda um að stöðva samningsgerðina um stundarsakir, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.
-
18. október 2018 /Nr. 434/2018 - Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kærenda um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum er staðfest.
-
18. október 2018 /Nr. 435/2018 - Úrskurður
KÆRUNEFND ÚTLENDINGAMÁLA Þann 18. október 2018 er kveðinn upp svohljóðandi úrskurður nr.435/2018 í stjórnsýslumáli nr. KNU18090025 Kæra [...] á ákvörðun Útlendingastofnunar I. Kröfur, kærufrestir )...
-
18. október 2018 /Mál nr. 11/2018. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 25. júní 2018 kærir Stjarnan ehf. útboð Isavia ohf. (hér eftir vísað til sem varnaraðila) auðkennt „Veitingar á 2. hæð í suðurbyggingu“. Kærandi krefst þess aðallega að kærunefnd útboðsmála felli úr gildi ákvörðun varnaraðila um að velja tilboð Halpal slf. í hinu kærða útboði. Til vara er þess krafist að kærunefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda. Þá er krafist málskostnaðar. Í þessum hluta málsins tekur kærunefnd útboðsmála afstöðu til þess hvort rétt sé að verða við kröfu varnaraðila um að aflétta stöðvun samningsgerðar sem komst á með kæru í máli þessu.
-
18. október 2018 /Mál nr. 10/2018. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 25. júní 2018 kærir Clippers ehf. útboð Isavia ohf. (hér eftir vísað til sem varnaraðila) auðkennt „Veitingar á 2. hæð í suðurbyggingu“. Kærandi krefst þess að kærunefnd ógildi með úrskurði þá ákvörðun varnaraðila að hafna tilboði kæranda í hinu kærða útboði og kærunefnd veiti álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda. Þá er krafist málskostnaðar. Í þessum hluta málsins tekur kærunefnd útboðsmála afstöðu til þess hvort rétt sé að verða við kröfu varnaraðila um að aflétta stöðvun samningsgerðar sem komst á með kæru í máli þessu.
-
18. október 2018 /Mál nr. 9/2018. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 19. júní 2018 kærir ÞG Verk ehf. útboð Hafnarfjarðarkaupstaðar auðkennt „Knatthús í Kaplakrika 2018“. Kærandi krefst þess aðallega að kærunefnd útboðsmála felli úr gildi ákvörðun varnaraðila um að hafna tilboði kæranda í hinu kærða útboð. Jafnframt er þess krafist að kærunefndin „stöðvi frekari innkaupaferli af hálfu varnaraðila um hönnun og byggingu knatthússins þar til skorið hefur verið úr kærunni.“ Til vara er þess krafist að kærunefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda. Í þessum hluta málsins tekur kærunefnd útboðsmála afstöðu til þess hvort rétt sé að verða við kröfu kæranda um að „stöðva frekari innkaupaferli af hálfu varnaraðila“ um hið kærða verk, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.
-
18. október 2018 /Nr. 441/2018 - Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um alþjóðlega vernd, dvalarleyfi af mannúðarástæðum eða dvalarleyfi vegna sérstakra tengsla er staðfest.
-
18. október 2018 /Mál nr. 7/2018. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 14. júní 2018 kærir Gísli Rafn Jónsson útboð sveitarfélagsins Skútustaðahrepps (hér eftir vísað til sem varnaraðila) um skólaakstur fyrir Reykjahlíðarskóla í Skútustaðahreppi. Kærandi krefst þess að „felld verði niður ákvörðun sveitarstjórnar Skútustaðahrepps um að ganga að tilboði Snow Dogs ehf. í leið 2 samkvæmt útboðslýsingu og tilboð félagsins verði úrskurðað ógilt.“ Þá er þess jafnframt krafist að kærunefnd stöðvi samningsgerð um stundarsakir. Í þessum hluta málsins tekur kærunefnd útboðsmála afstöðu til þess hvort rétt sé að verða við kröfu kæranda um að stöðva samningsgerðina um stundarsakir, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.
-
18. október 2018 /Mál nr. 2/2018. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 7. mars 2018 kærði Munck Íslandi ehf. útboð Ríkiskaupa f.h. Reykjanesbæjar (hér eftir vísað til sem varnaraðila) nr. 20681 auðkennt „Stapaskóli, Grunnskólinn Dalsbraut 11-13, 260 Reykjanesbæ. Verkhönnun og verkframkvæmd.“ Kærandi krefst þess að kærunefnd útboðsmála stöðvi „ferli samkeppnisviðræðna“ og nefndin felli úr gildi ákvarðanir varnaraðila um „höfnun tilboðs sem og ákvörðun um að hefja ferli samkeppnisviðræðna.“ Jafnframt er óskað álits kærunefndar á skaðabótaskyldu varnaraðila. Hann krefst einnig málskostnaðar. Kærandi skilaði viðbótargreinargerð 9. mars 2018. Varnaraðila var kynnt kæran og viðbótargreinargerð kæranda og gefinn kostur á að gera athugasemdir. Með greinargerðum mótteknum hjá kærunefnd 13. og 27. mars 2018 var þess krafist að öllum kröfum kæranda yrði vísað frá eða hafnað. Kærandi skilaði andsvörum 4. maí 2018. Nefndin óskaði eftir frekari upplýsingum um kostnaðaráætlun varnaraðila með tölvubréfi 4. júní 2018 og bárust frekari gögn frá varnaraðila 14. sama mánaðar auk þess sem kærandi gerði athugasemdir og lagði fram viðbótargögn 19. sama mánaðar. Með ákvörðun kærunefndar útboðsmála 16. mars 2018 var innkaupaferli varnaraðila stöðvað um stundarsakir.
-
18. október 2018 /Mál nr. 1/2018. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Með kæru 1. mars 2018 kærði Frigus II ehf. ákvörðun Lindarhvols ehf. um að semja við lögmannsstofuna Íslög ehf. og Steinar Þór Guðgeirsson um ráðgjöf við daglegan rekstur þeirra eigna sem varnaraðila hafði verið falin umsýsla með. Kærandi gerir kröfu um að varnaraðila verði gert að greiða stjórnvaldssekt og að varnaraðili greiði kæranda málskostnað. Varnaraðila var gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum við kæruna og bárust þær 5. apríl 2018 þar sem þess var krafist að öllum kröfum kæranda yrði vísað frá eða hafnað. Kærandi gerði athugasemdir við greinargerð varnaraðila 23. apríl 2018. Kærunefnd útboðsmála óskaði eftir frekari gögnum frá varnaraðila og bárust þau 18. júní 2018.
-
17. október 2018 /Mál nr. 20/2017. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Með kæru 19. september 2017 kærði Stólpavík ehf. útboð Ríkiskaupa (hér eftir vísað til sem varnaraðila) nr. 20452 „Salt til rykbindingar og hálkuvarna fyrir Kópavog og Garðabæ“. Kærandi gerir kröfu um að felld verði úr gildi sú ákvörðun varnaraðila að meta tilboð kæranda ógilt, að nefndin veiti álit á skaðabótaskyldu varnaraðila og að varnaraðili greiði kæranda málskostnað. Varnaraðila var gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum við kæruna og bárust þær 5. október 2017 þar sem þess var krafist að öllum kröfum kæranda yrði vísað frá eða hafnað og kæranda gert að greiða málskostnað. Kærandi gerði athugasemdir við greinargerð varnaraðila 29. nóvember 2017.
-
17. október 2018 /Mál 5/2018. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 9. apríl 2018 kærir Dk hugbúnaður ehf. samkeppnisviðræður Reykjavíkurborgar nr. 14040 (hér eftir vísað til sem „varnaraðila“) auðkennt „Verslunarkerfi fyrir starfsstaði Íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkurborgar“. Kærandi krefst þess að frávísun hans frá samkeppnisviðræðunum „verði úrskurðuð ólögmæt, samkeppnisviðræðurnar stöðvaðar og þær fari fram að nýju.“ Jafnframt krefst kærandi þess að hafi „Reykjavíkurborg gert samning á grundvelli þessara ólögmætu viðræðna [...] að sá samningur verði lýstur óvirkur og Reykjavíkurborg gert að fara í nýjar samkeppnisviðræður.“ Þá er þess krafist að kærunefnd útboðsmála láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila. Auk þess er krafist málskostnaðar. Í þessum hluta málsins tekur kærunefnd útboðsmála afstöðu til þess hvort rétt sé að verða við kröfu varnaraðila um að aflétta stöðvun samningsgerðar, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.
-
17. október 2018 /Mál 28/2017. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 6. desember 2017 kærði Íslenska Olíufélagið ehf. útboð varnaraðila Kópavogsbæjar auðkennt „Kópavogur – Knattspyrnuhúsið Kórinn. Nýtt gervigrasyfirborð“. Kærandi krefst þess efnislega að ákvörðun varnaraðila um val á tilboði í hinu kærða útboði verði felld úr gildi og að útboðið verði auglýst að nýju. Jafnframt er krafist skaðabóta, málskostnaðar og endurgreiðslu kærugjalds. Varnaraðila var kynnt kæran og gefinn kostur á að gera athugasemdir. Varnaraðili sendi kærunefnd útboðsmála greinargerðir 13. og 21. desember 2017 án þess að eiginlegar kröfur kæmu fram, en skilja verður málatilbúnað varnaraðila svo að hann krefjist þess að öllum kröfum kæranda verði hafnað. Kærandi skilaði andsvörum 17. janúar 2018. Kærunefnd útboðsmála beindi skriflegum fyrirspurnum til kæranda og varnaraðila 19. mars 2018. Kærandi svaraði erindinu með tölvupósti strax þann sama dag, en svör varnaraðila bárust 10. apríl 2018. Kærunefnd beindi enn skriflegri fyrirspurn til varnaraðila 14. maí 2018, sem svar barst við 14. maí 2018. Með ákvörðun kærunefndar útboðsmála 21. desember 2017 var hafnað þeirri kröfu kæranda að hið kærða útboð yrði stöðvað um stundarsakir.
-
17. október 2018 /Mál 27/2017. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Með kæru 4. desember 2017 kærði PricewaterhouseCoopers ehf. útboð Reykjavíkurborgar nr. 13976 „Útboð endurskoðunarþjónustu. Reikningsár 2018-2022“. Kærandi gerði aðallega þá kröfu í upphafi að felld yrði úr gildi sú ákvörðun varnaraðila að meta tilboð kæranda ógilt en til vara að ógilt yrði „væntanleg ákvörðun“ varnaraðila um að ganga til samninga við annan en kæranda. Til þrautavara var gerð krafa um að nefndin veitti álit á skaðabótaskyldu varnaraðila. Í öllum tilvikum var gerð krafa um að varnaraðili greiddi kæranda málskostnað. Varnaraðila var gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum við kæruna og bárust þær 8. desember 2017 og 5. janúar 2018 þar sem varnaraðili krafðist þess að öllum kröfum kæranda yrði hafnað og að kæranda yrði gert að greiða málskostnað. Kærandi gerði athugasemdir við greinargerð varnaraðila og féll frá aðalkröfu og aðlagaði varakröfu sína þannig að nú er gerð krafa um að ógilt verði sú ákvörðun varnaraðila að ganga til samninga við Grant Thornton. Krafa um álit á skaðabótaskyldu og málskostnað eru óbreyttar. Með ákvörðun 18. desember 2017 hafnaði kærunefnd útboðsmála kröfu kæranda um að stöðva um stundarsakir útboð Reykjavíkurborgar nr. 13976 „Útboð endurskoðunarþjónustu. Reikningsár 2018-2022“.
-
17. október 2018 /Mál nr. 4/2018. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Með kæru 28. mars 2018 kærði Á. Guðmundsson ehf. rammasamningsútboð Ríkiskaupa nr. 20563 „RS - Húsgögn“. Kærandi gerir aðallega þá kröfu að felld verði úr gildi ákvörðun varnaraðila Ríkiskaupa (hér eftir vísað til sem varnaraðila) um val á tilboðum og að varnaraðila verði gert að velja tilboð kæranda. Til vara er þess krafist að útboðið verði fellt úr gildi og varnaraðila verði gert að auglýsa útboðið að nýju. Þá er jafnframt gerð krafa um að nefndin veiti álit á skaðabótaskyldu varnaraðila og varnaraðila verði gert að greiða kæranda málskostnað. Kæran barst innan lögboðins biðtíma samkvæmt 86. gr. laga nr. 120/2016 um opinber innkaup og leiddi þannig til sjálfkrafa stöðvunar samningsgerðar samkvæmt 1. mgr. 107. gr. laganna. Í þessum þætti málsins tekur nefndin afstöðu til kröfu varnaraðila um afléttingu sjálfkrafa banns við samningsgerð samkvæmt 2. mgr. 107. gr. laga um opinber innkaup, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.
-
-
-
-
-
-
-
-
16. október 2018 /Mál nr. 85/2018 Úrskurður 16. október 2018
Beiðni um eiginnafnið Hall (kk) er hafnað
-
16. október 2018 /Mál nr. 84/2018 Úrskurður 16. október 2018
Beiðni um eiginnafnið Binna (kvk) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá
-
16. október 2018 /Mál nr. 83/2018 Úrskurður 16. október 2018
Beiðni um eiginnafnið Leah (kvk) er hafnað
-
16. október 2018 /Mál nr. 81 Úrskurður 16. október 2018
Beiðni um eiginnafnið Abel (kvk) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá
-
-
16. október 2018 /Mál nr. 78/2018 Úrskurður 16. október 2018
Beiðni um millinafnið Steinhólm er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá
-
16. október 2018 /Mál nr. 76/2018 Úrskurður 16. október 2018
Beiðni um að eiginnafnið Milli er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá
-
15. október 2018 /Álit samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN18040042
Vestmannaeyjabær, fasteignaskattur
-
15. október 2018 /Álit samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN18040030
Stjórnsýsla Hafnarfjarðarkaupstaðar
-
11. október 2018 /Nr. 420/2018 - Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um dvalarleyfi á grundvelli 72. gr. laga um útlendinga er felld úr gildi. Lagt fyrir stofnunina að taka mál kæranda til nýrrar meðferðar.
-
11. október 2018 /Nr. 429/2018 - Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um dvalarleyfi vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar, sbr. 61. gr. laga um útlendinga, er staðfest.
-
11. október 2018 /Nr. 413/2018 - Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um dvalarleyfi á grundvelli hjúskapar, sbr. 70. gr. laga um útlendinga, er staðfest.
-
11. október 2018 /Nr. 433/2018 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum ásamt því að brottvísa honum frá Íslandi og ákveða endurkomubann er staðfest.
-
11. október 2018 /Nr. 425/2018 - Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um dvalarleyfi á grundvelli 61. gr. laga um útlendinga er felld úr gildi. Lagt er fyrir stofnunina að taka mál kæranda til nýrrar meðferðar.
-
11. október 2018 /Nr. 421/2018 Úrskurður
Beiðni kæranda um endurupptöku máls fyrir kærunefnd á grundvelli 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 er hafnað.
-
11. október 2018 /Nr. 418/2018 - Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að brottvísa kæranda frá Íslandi og ákveða honum endurkomubann er staðfest.
-
11. október 2018 /Nr. 417/2018 - Úrskurður
Beiðni kæranda um endurupptöku er samþykkt og ákvörðun Útlendingastofnunar felld úr gildi. Lagt var fyrir stofnunina að taka mál kæranda til nýrrar meðferðar og kanna hvort kærandi fullnægði skilyrðum 78. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016 vegna umsóknar um dvalarleyfi á grundvelli sérstakra tengsla.
-
11. október 2018 /Nr. 436/2018 - Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum ásamt því að brottvísa honum frá Íslandi og ákveða endurkomubann er staðfest.
-
11. október 2018 /Nr. 423/2018 - Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um dvalarleyfi á grundvelli sérstakra tengsla við landið, sbr. 78. gr. laga um útlendinga er felld úr gildi. Lagt fyrir stofnunina að taka mál kæranda til nýrrar meðferðar.
-
11. október 2018 /Nr. 427/2018 - Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um ótímabundið dvalarleyfi, sbr. 58. gr. laga um útlendinga, er staðfest.
-
11. október 2018 /Nr. 426/2018 - Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um dvalarleyfi á grundvelli 61. gr. laga um útlendinga er felld úr gildi. Lagt er fyrir stofnunina að taka mál kæranda til nýrrar meðferðar.
-
11. október 2018 /Nr. 424/2018 - Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um dvalarleyfi á grundvelli 62. gr. laga um útlendinga er felld úr gildi. Lagt er fyrir stofnunina að taka mál kæranda til nýrrar meðferðar.
-
10. október 2018 /Synjun um þróunarstyrk
Ár 2018, 10. október, var kveðinn upp í mennta- og menningarmálaráðuneytinu svofelldur ÚRSKURÐUR í stjórnsýslumáli nr. MMR16090113. I. Kæra, kröfur og kæruheimild. Mennta- og menningarmálaráðuneyt)...
-
-
-
-
-
-
-
-
-
09. október 2018 /Nr. 414/2018 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og endursenda hann til Frakklands er staðfest.
-
09. október 2018 /Nr. 412/2018 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Ítalíu er staðfest.
-
09. október 2018 /Nr. 410/2018 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Ítalíu er staðfest.
-
09. október 2018 /Nr. 416/2018 - Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Þýskalands er staðfest.
-
09. október 2018 /Nr. 419/2018 - Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsóknir kærenda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og endursenda þau til Frakklands er staðfest.
-
09. október 2018 /Úrskurður velferðarráðuneytisins nr. 027/2018
Umsókn um tímabundið atvinnuleyfi vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar.
-
09. október 2018 /Nr. 408/2018 - Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Ítalíu er staðfest.
-
-
05. október 2018 /Ákvörðun Fiskistofu um að hafna umsókn um úthlutun byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2017/2018 (útgerðarfélag III).
Byggðakvóti - Úthlutun aflaheimilda - Skilyrði fyrir úthlutun - Umsóknarfrestur.
-
-
04. október 2018 /763/2018. Úrskurður frá 28. september 2018
Kærandi kærði ákvörðun Háskóla Íslands um synjun beiðni um aðgang að upplýsingum í tengslum við umsókn um starf lektors í heimspeki. Þar sem kærandi var meðal umsækjenda um starfið tók úrskurðarnefndin fram að um upplýsingarétt hans færi skv. stjórnsýslulögum. Var kæru því vísað frá úrskurðarnefndinni.
-
04. október 2018 /762/2018. Úrskurður frá 28. september 2018
Starfsmaður fjölmiðils kærði ákvörðun Endurmenntunar Háskóla Íslands um synjun beiðni um upplýsingar um rekstrarkostnað og tap frá árinu 2011. Hin kærða ákvörðun byggðist á 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin tók fram að ákvæðið felur í sér undantekningu frá meginreglu 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings og því ber að skýra það þröngri lögskýringu. Því næst fór nefndin í gegnum skilyrði beitingar ákvæðisins og komst að þeirri niðurstöðu að hagsmunir Endurmenntunar af því að umbeðnar upplýsingar færu leynt vægju ekki þyngra en hagsmunir almennings af því að fá aðgang að þeim. Var því lagt fyrir Endurmenntun að veita kæranda aðgang að upplýsingunum.
-
04. október 2018 /761/2018. Úrskurður frá 28. september 2018
Blaðamaður kærði meðferð embættis ríkissaksóknara á beiðni um upplýsingar um símhlustun. Af hálfu embættisins hafði komið fram að upplýsingarnar væru ekki fyrirliggjandi, heldur þyrfti að safna þeim saman úr fyrirliggjandi gögnum, og jafnframt féllu þær utan gildissviðs upplýsingalaga skv. 1. mgr. 4. gr. laganna. Úrskurðarnefndin féllst á að beiðni kæranda tæki að öllu leyti til upplýsinga úr málum sem varði rannsóknarúrræði skv. lögum um meðferð sakamála. Því yrði upplýsingaréttur kæranda ekki byggður á upplýsingalögum skv. 1. mgr. 4. gr. þeirra og kæru vísað frá.
-
04. október 2018 /760/2018. Úrskurður frá 28. september 2018
Deilt var um ákvörðun velferðarráðuneytisins um synjun beiðni fréttamanns um aðgang að minnisblaði vegna umkvartana þriggja barnaverndarnefnda varðandi samskipti við Barnaverndarstofu. Ákvörðunin byggðist á því að um vinnugagn væri að ræða og að þar væri að finna upplýsingar um starfssamband fyrrverandi forstjóra Barnaverndarstofu við ráðuneytið. Úrskurðarnefndin féllst á með ráðuneytinu að minnisblaðið uppfyllti skilyrði vinnugagnahugtaks 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga en taldi að þar kæmu fram upplýsingar um atvik máls sem ekki væri að finna annars staðar, sbr. 3. tölul. 3. mgr. 8. gr. laganna. Lagt var fyrir ráðuneytið að veita kæranda aðgang að minnisblaðinu að frátöldum hluta þess.
-
04. október 2018 /Nr. 403/2018 - Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum, ásamt því að vísa honum frá landinu, er staðfest.
-
04. október 2018 /759/2018. Úrskurður frá 28. september 2018
Kærendur óskuðu eftir því að utanríkisráðuneytið veitti þeim aðgang að öllum gögnum borgaraþjónustumáls. Ráðuneytið synjaði beiðninni að hluta á þeim grundvelli að annars vegar væri um að ræða upplýsingar um viðkvæma einkahagsmuni einstaklinga, sbr. 9. gr. upplýsingalaga, en hins vegar að heimilt væri að takmarka aðgang kærenda að upplýsingum um samskipti við önnur ríki og fjölþjóðastofnanir, sbr. 2. tölul. 10. gr. laganna. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tók fram að um upplýsingarétt kærenda færi eftir 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Fallist var á röksemdir ráðuneytisins varðandi hluta umbeðinna gagna en um önnur vísaði nefndin til þess að ekki væri um viðkvæma einkahagsmuni að ræða eða mikilvægir almannahagsmunir stæðu ekki til beitingar 2. tölul. 10. gr., sbr. 3. mgr. 14. gr., upplýsingalaga. Var því lagt fyrir utanríkisráðuneytið að veita kærendum aðgang að hluta skjalanna en hin kærða ákvörðun staðfest að öðru leyti.
-
04. október 2018 /758/2018. Úrskurður frá 28. september 2018
Deilt var um ákvörðun velferðarráðuneytisins um synjun beiðni blaðamanns um aðgang að tveimur minnisblöðum vegna umkvartana þriggja barnaverndarnefnda varðandi samskipti við Barnaverndarstofu. Ákvörðunin byggðist á því að um vinnugögn væri að ræða og að þar væri að finna upplýsingar um starfssamband fyrrverandi forstjóra Barnaverndarstofu við ráðuneytið. Úrskurðarnefndin féllst á með ráðuneytinu að minnisblöðin uppfylltu skilyrði vinnugagnahugtaks 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga en taldi að í öðru þeirra kæmu fram upplýsingar um atvik máls sem ekki væri að finna annars staðar, sbr. 3. tölul. 3. mgr. 8. gr. laganna. Lagt var fyrir ráðuneytið að veita kæranda aðgang að þeim hluta annars minnisblaðsins en hin kærða ákvörðun var að öðru leyti staðfest.
-
04. október 2018 /757/2018. Úrskurður frá 28. september 2018
Kærð var ákvörðun Vegagerðarinnar um að synja beiðni um upplýsingar um kostnað stofnunarinnar vegna þátttöku starfsmanns á ráðstefnum erlendis á tilteknu tímabili. Ákvörðunin byggðist á því að upplýsingarnar vörðuðu starfssamband starfsmannsins og Vegagerðarinnar, sbr. 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga, og að um persónuupplýsingar væri að ræða sem 9. gr. laganna kæmi í veg fyrir að yrðu afhentar óviðkomandi. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst ekki á þetta og lagði fyrir Vegagerðina að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum.
-
-
04. október 2018 /Nr. 404/2018 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um alþjóðlega vernd er staðfest.
-
04. október 2018 /Nr. 398/2018 Úrskurður
Ákvarðanir Útlendingastofnunar hvað varðar umsóknir kæranda og barna hennar um alþjóðlega vernd eru staðfestar. Lagt er fyrir Útlendingastofnun að veita kæranda og börnum hennar dvalarleyfi á grundvelli 74. gr. laga um útlendinga.
-
04. október 2018 /Nr. 397/2018 Úrskurður
Beiðni kæranda um endurupptöku máls fyrir kærunefnd á grundvelli 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 er hafnað.
-
04. október 2018 /Kæra vegna undanþágu frá námsgrein
Ár 2018, 4. október, var kveðinn upp í mennta- og menningarmálaráðuneytinu svofelldur ÚRSKURÐUR: í máli MMR17110024. I. Almennt Mennta- og menningarmálaráðuneytinu barst með tölvubréfi, þann 1. )...
-
-
-
03. október 2018 /Mál nr. 79 Úrskurður 3. október 2018
Beiðni um eiginnafnið Lindi (kk) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá
-
-
-
-
-
27. september 2018 /Nr. 384/2018 - Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Svíþjóðar er staðfest.
-
27. september 2018 /Nr. 391/2018 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hana til Ítalíu er staðfest.
-
27. september 2018 /Nr. 390/2018 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hana til Svíþjóðar er staðfest.
-
27. september 2018 /Nr. 388/2018
Ákvarðanir Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsóknir kærenda og barna þeirra um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda þau til Ítalíu eru staðfestar.
-
27. september 2018 /Nr. 383/2018
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Frakklands er staðfest.
-
27. september 2018 /Nr. 385/2018 - Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Ítalíu er staðfest.
-
27. september 2018 /Nr. 386/2018 - Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Ítalíu er staðfest.
-
27. september 2018 /Nr. 389/2018 - Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og endursenda hann til Ungverjalands er felld úr gildi. Lagt er fyrir Útlendingastofnun að taka mál kæranda til efnismeðferðar.
-
27. september 2018 /Nr. 387/2018 - Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og vísa honum frá landinu er felld úr gildi. Lagt er fyrir Útlendingastofnun að taka umsókn kæranda til efnismeðferðar.
-
27. september 2018 /Nr. 393/2018 - Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kærenda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda þau til Grikklands er felld úr gildi. Lagt er fyrir Útlendingastofnun að taka mál kærenda til efnismeðferðar.
-
26. september 2018 /Nr. 399/2018 Úrskurður
Réttaráhrifum úrskurðar kærunefndar útlendingamála í máli aðila, dags. 17. ágúst 2018, er frestað á meðan aðili rekur mál sitt fyrir dómstólum til ógildingar á endanlegri ákvörðun í máli sínu á stjórnsýslustigi. Frestun réttaráhrifa úrskurðarins er bundin því skilyrði að aðili beri málið undir dómstóla innan fimm daga frá birtingu ákvörðunar þessarar og óski eftir flýtimeðferð. Sé beiðni um flýtimeðferð synjað skal þá höfðað mál innan sjö daga frá þeirri synjun.
-
25. september 2018 /Nr. 395/2018 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja kæranda um vegabréfsáritun til Íslands er staðfest.
-
25. september 2018 /Ákvörðun Matvælastofnunar dags. 5. september 2017, um að synja kæranda um viðbót við gildandi starfsleyfi
Matvælastofnun, matvæli, framleiðsla, lagarafurðir, rannsóknarregla.
-
25. september 2018 /Nr. 396/2018 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja kæranda um vegabréfsáritun til Íslands er staðfest.
-
25. september 2018 /Nr. 473/2018 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum er staðfest.
-
-
24. september 2018 /Nr. 231/2018 - Úrskurður
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara. Rangar eða villandi upplýsingar um mikilsverðar aðstæður í málinu skv. d-lið 1. mgr. 6. gr. lge.
-
-
24. september 2018 /Nr. 394/2018 Úrskurður
Ákvarðanir Útlendingastofnunar um að synja kærendum um vegabréfsáritanir til Íslands eru staðfestar.
-
-
-
-
-
-
-
-
-
20. september 2018 /Nr. 378/2018 Úrskurður
Ákvarðanir Útlendingastofnunar um að synja umsóknum kærenda um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum og frávísun eru staðfestar. Ákvarðanir um brottvísanir og endurkomubönn eru felldar úr gildi.
-
20. september 2018 /Mál nr. 77/2018 úrskurður 20. september 2018
Beiðni um millinafnið Ká er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
20. september 2018 /Nr. 381/2018 - Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum er staðfest.
-
20. september 2018 /Mál nr. 74/2018 úrskurður 20. september 2018
Beiðni um eiginnafnið Ernest (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
20. september 2018 /Mál nr. 73/2018 úrskurður 20. september 2018
Beiðni um eiginnafnið Lucas (kk.) er hafnað
-
20. september 2018 /Mál nr. 75/2018 úrskurður 20. september 2018
Beiðni um eiginnafnið Diego (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá
-
20. september 2018 /Mál nr. 72/2018 úrskurður 20. september 2018
Beiðni um eiginnafnið Tindur (kvk.) er hafnað
-
20. september 2018 /Kæra vegna synjunar Embættis landlæknis um veitingu sérfræðileyfis í íþróttasjúkraþjálfun
Kærð var ákvörðun Embættis landlæknis um að synja kæranda um sérfræðileyfi í íþróttasjúkraþjálfun. Ráðuneytið ógildi ákvörðun Embættis landlæknis og lagði fyrir embættið að veita kæranda sérfræðileyfi í íþróttasjúkraþjálfun
-
20. september 2018 /Mál nr. 71/2018 úrskurður 20. september 2018
Beiðni um eiginnafnið Lella (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
20. september 2018 /Mál nr. 70/2018 úrskurður 20. september 2018
Beiðni um millinafnið Bell er hafnað
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.